Fréttablaðið - 12.06.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 12.06.2008, Síða 16
16 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Kr ón ur 10 00 77 0 65 0 1998 2003 2008 „Til að halda pokasalati sem ég kaupi úti í búð lengur fersku í ísskápnum set ég eina munnþurrku í pokann,“ segir Björn Leifsson eig- andi World Class. Hann segir að með því sé rakinn tekinn úr salatinu og þannig haldist það lengur ferskt. „Ég hef notað þetta húsráð lengi og það hefur nýst mér mjög vel við ýmiss konar eldamennsku,“ segir Björn. GÓÐ HÚSRÁÐ SETUR MUNNÞURRKU Í SALATPOKANN ■ Björn Leifsson í World Class notar munnþurrku til að halda salati fersku. „Verstu kaup sem ég hef gert eru Nokia-símar en þeir hafa allir skemmst. Sá fyrsti hætti bara að virka að ástæðulausu. Næsti sími fór í munn dóttur minnar í örstutta stund og tærðist upp eftir það. Sá þriðji fór svo í munn sonar míns og hlaut sömu örlög og sá fyrri. Þá gróf ég upp gamlan Sony Ericsson-síma sem ég nota núna og ég er mjög ánægð með hann.“ Hún minnist einnig sófa- settsins sem leit svo vel út við fyrstu sýn. „Ég keypti það notað en þegar ég kom með það heim fór ég fljótlega að finna hræðilega vonda lykt af því. Ég viðraði það úti í garði og fór með það í gufuhreinsun en ekkert virkaði.“ Sem betur fer hefur Sigríður gert nokkur af góð kaup líka. „Ég elska hippalegu kápuna sem ég keypti í Spútnik í fyrra. Hún er eldrauð og afskaplega falleg og enginn annar á alveg eins.“ Eins og margir hefur hún gert góð kaup á útsölu. „Fyrir tíu árum keypti ég mér Ecco-inniskó á útsölu í verslunar- miðstöð á Amager í Kaupmannahöfn sem ég nota ennþá með ánægju.“ NEYTANDINN: SIGRÍÐUR EYÞÓRSDÓTTIR TÓNLISTARMAÐUR Viðraði sófasettið í garðinum Hrífur eru sígild garðverkfæri. Í Húsasmiðjunni kosta þær ódýrustu aðeins 1.199 krónur en þær dýrustu eru á rúmlega þrjú þúsund krónur. Í Garðheimum kostar sú ódýrasta 2.370 krónur en sú dýrasta 3.480 krónur. Ódýrustu hrífurnar í Byko kosta 1.390 krónur en þær dýrustu eru á 3.837 krónur. Í Europris er aðeins um eina samsetta tegund að ræða, hausinn kostar 599 krónur en eigi skaftið að bætast við er það á 399 krónur. Europris er sú eina af búðun- um sem heldur verðinu undir þúsund krónum. ■ Dýrast/Ódýrast Europris býður best Að leggja bifreið í stæði í miðbæ Reykjavíkur kostar rúmlega þrisvar sinnum minna á Íslandi en í Noregi. Þrátt fyrir að borið hafi á óánægju á meðal Íslendinga yfir verðlagningu í stöðumæla eru stæðin hér hræódýr í samanburði við hin Norðurlöndin. Í dýrasta gjaldflokknum kostar klukkustundin 150 krónur í Reykjavík. Óslóarbúar greiða hæst í þessum flokki og þurfa að láta af hendi 500 krónur fyrir klukkutímann en þeir mega ein- ungis leggja í gjaldskyld stæði í tvo klukkutíma í senn. Þegar lagt er á gjaldsvæði tvö greiða Danir mest, eða rúmlega 250 krónur fyrir klukkustundina. Í Reykjavík kostar stæðið aðeins áttatíu krónur. Verðmunur á íbúakortum er ekki jafn mikill. Þar greiða Reyk- víkingar aftur minnst eða þrjú þúsund krónur fyrir árskortið á meðan frændur okkar Finnar borga 4.300 krónur. Athygli vekur að á hinum Norð- urlöndunum eru bílastæðahús mun betur notuð en í Reykjavík, en þó að þau séu gjaldfrjáls á laugardögum sjást þar fáir bílar. - hþj Kostnaður við að greiða í stöðumæli í höfuðborgum Norðurlandanna: Ódýrast að leggja í Reykjavík STÖÐUMÆLASEKTIR Það er nóg pláss í bílastæðahúsunum á laugardögum. Útgjöldin >Miðaverð í venjulegan sal í kvikmyndahúsi í maímánuði. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Nú er tími sumarblómanna og úr ýmsum tilboðum og hugmyndum að velja. Gróðrarstöðvarnar keppast við að selja falleg blóm auk þess sem Grasagarðurinn í Reykjavík býður upp á ókeypis fræðslu í umhirðu þeirra. Stjúpur eru klassísk sumarblóm og oft hægt að gera góð kaup þegar margar eru keyptar í einu. Í Blómavali er hægt að fá tíu stjúp- ur í bakka á 599 krónur og í gróðr- arstöðinni Mörk fást þær á 550 krónur. Stjúpurnar eru eilítið dýr- ari í Sólskógum á Egilsstöðum en þar kostar blandaður bakki 690 krónur. Tilboð Garðheima sem hljóðar upp á tíu sumarblóm (ekki stjúpur) í bakka er á 795 krónur en þar er einnig hægt að fá tuttugu einlitar stjúpur í bakka á 1.750 krónur. Meðferð sumarblómanna þurfa margir að læra en Grasagarður- inn í Reykjavík býður upp á fræðslu um ræktun í blómakerj- um í kvöld. Eva G. Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Grasagarðsins, segir vandlega umhirðu plantna skipta gríðarlegu máli. „Auður Óskarsdóttir, garðyrkjufræðingur og blómaskreytir, ætlar að sýna garðyrkjuáhugafólki hvernig best sé að setja sumarblóm og matjurt- ir í ker. Einnig kynnum við notkun á kristalsefni sem dregur í sig vatn svo að það verði aðgengilegt þegar moldin þornar ef gleymist að vökva.“ Hún segir kúnstina felast í upp- röðun á plöntum. „Matjurtir mega fara með sumarblómum í ker og Auður mun fjalla um algeng sum- arblóm í bland við matjurtir. Það er mikilvægt að taka tillit til hæðar og vaxtarlags, eigi ræktun- in að heppnast.“ Eva ítrekar mikilvægi góðrar umhirðu. „Það er mjög bagalegt að sjá garðeigendur úða eitri yfir garðana sína en með eitruninni eru nytjadýr drepin og þá eyði- leggst vistkerfi garðsins. Í Grasa- garðinum lítum við á eitrun sem algert neyðarúrræði; við notum lífrænar varnir inni í garðskála og matjurtir eru lífrænt ræktaðar. Eitrun og matur fara einfaldlega ekki saman.“ Auður Óskarsdóttir leiðbeinir við niðurröðun í blómaker með sumarblómum og matjurtum klukkan átta í kvöld í Grasagarð- inum í Laugardal. - hþj Garðræktin gerð hagstæð LÆRT AÐ SPARA Fræðsla um ræktun jurta getur glatt bæði pyngju og auga, ekki síst þar sem matjurtir kosta sitt í verslunum. SUMARSTARF Í GRASAGARÐINUM Eva G. Þorvaldsdóttir forstöðumaður ásamt Auði Óskarsdóttur garðyrkjufræðingi sem stendur að fræðslu kvöldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hluthafafundur FL Group hf. 19. júní Stjórn FL Group hf. boðar hér með til hluthafafundar sem haldinn verður á Hilton Nordica Hótel, 2. hæð, fimmtudaginn 19. júní 2008, kl. 8.30. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. • Breytingar á 4. gr. samþykkta. Lagt er til að fyrirliggjandi heimild félagsstjórnar til að hækka hlutafé félagsins skv. a-lið 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins verði aukin úr 2.500.000.000 kr. í 5.000.000.000 kr. að nafnverði. Tillaga er einnig gerð um tilfærslu málsliða innan greinarinnar án þess að um efnislegar breytingar sé að ræða. • Breytingar á 5. gr. samþykkta. Lagt er til að breyting verði gerð á 2. mgr. 5. gr. samþykkta um ákvörðun kaupverðs eigin hluta. Felld verði á brott tilvísun til verðs í kauphöll og í stað hennar vísað til meðalsöluverðs samkvæmt þekktum viðskiptum á tveggja vikna tímabili. Sé ekkert viðskiptaverð þekkt skal stjórn heimilt að ákvarða kaupverð að fenginni ráðgjöf fjármálafyrirtækis. • Breytingar á 8. gr. samþykkta. Skylda til að gefa hluthöfum kost á að greiða atkvæði á hluthafafundum bréflega verði breytt í heimild þar að lútandi. • Breytingar á 12. gr. samþykkta. Lagt er til að stjórn FL Group hf. verði skipuð fimm mönnum í stað sjö. 2. Tillaga stjórnar um heimild til að ráðstafa eigin hlutum. • Lagt er til að stjórn félagsins sé heimilt að selja alla eigin hluti í eigu félagsins og að endurgjaldið verði greitt með öðru en reiðufé. 3. Stjórnarkjör. Reykjavík, 12. júní 2008 Stjórn FL GROUP hf. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf hluthafafundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kenni- tölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um tillögurnar bréflega. Atkvæðaseðlar eru fyrirliggjandi á skrif- stofu félagsins frá og með föstudeginum 13. júní nk. og þar er ennfremur hægt að greiða atkvæði. Þeir hluthafar sem þess óska skriflega fyrir föstudaginn 13. júní nk. geta fengið atkvæðaseðla senda. Bréfleg atkvæði skulu berast á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 16.00 miðvikudaginn 18. júní eða afhendast á hluthafafundinum sjálfum. Atkvæði verða talin á hluthafa- fundinum þann 19. júní og verða einungis atkvæði þeirra hluthafa sem þá eru skráðir í hlutaskrá tekin með í atkvæðagreiðslunni. Fundargögn, þ.m.t. tillaga stjórnar ásamt greinargerð, eru til sýnis á skrifstofu FL Group hf. frá og með fimmtudeginum 12. júní og verða send þeim hluthöfum sem þess óska. Gögnin eru ennfremur aðgengi- leg á heimasíðu félagsins, www.flgroup.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.