Fréttablaðið - 12.06.2008, Side 18

Fréttablaðið - 12.06.2008, Side 18
18 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 402 .4482 -0,68% Velta: 18.190 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,52 -0,61% ... Bakkavör 30,80 -2,99% ... Eimskipafélagið 17,50 -12,72% ... Exista 8,85 -1,56% ... Glitnir 16,65 0,00% ... Icelandair Group 16,45 -6,27% ... Kaupþing 756,00 +0,80% ... Landsbankinn 23,20 -1,70% ... Marel 88,50 -1,45% ... SPRON 3,95 -4,36% ... Straumur-Burðarás 10,14 -1,46% ... Teymi 2,37 -12,55% ... Össur 92,30 -0,97% MESTA HÆKKUN KAUPÞING +0,80% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ -12,72% TEYMI -12,55% ICELANDAIR -6,27% Skráð atvinnuleysi í maí var 1,0 prósent og óbreytt frá fyrra mán- uði. Í maí í fyrra var atvinnuleysið 1,1 prósent. Atvinnuleysi á höfuð- borgarsvæðinu er 0,8 prósent og 1,4 prósent á landsbyggðinni, það sama og í apríl á báðum svæðum samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar. Atvinnuleysi meðal karla minnk- ar milli mánaða, mælist nú 0,8 pró- sent en var 0,9 prósent í apríl, og er það einkum á landsbyggðinni sem atvinnuleysið minnkar meðal karla. Atvinnuleysi kvenna er 1,3 prósent líkt og í apríl. Það hefur þó aukist töluvert meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu en minnkað lítillega á landsbyggðinni. - bþa Atvinnuleysi óbreytt í maíSkjót viðbrögð Seðlabankans Seðlabanki Íslands brást skjótt við umfjöllun Markaðarins í gær um kennsluefni Seðla- banka. Í gærmorgun barst fréttatilkynning frá bankanum þar sem bent er á efni sem bankinn gefur út, tengla á efni frá öðrum seðlabönkum og nánari upplýsingar um opnunartíma myntsafns Seðlabankans. Fjall- að er um tölvuleik sem er að finna í myntsafni Seðlabanka Íslands þar sem hægt er að setj- ast í stól bankastjóra og spreyta sig á því að beita stýritækjum hans til að ná verðbólgumark- miði bankans. Andrés Önd og peningastefnan Í umfjöllun Markaðarins, Andrés önd og pen- ingastefnan, er farið yfir það hvernig seðla- bankar heimsins hafa sett fram fræðsluefni í hagfræði á einfaldan og skýran hátt. Tekin eru fjölmörg dæmi um hvaða leiðir seðlabankar hafa farið til að auka þekkingu almennings í hagfræði. Lítið hefur farið fyrir fræðsluefni á vefsíðu Seðlabankans en athyglisvert er að sjá að starfsmenn Seðlabankans hafa puttann á púlsinum. Peningaskápurinn ... „Við erum fórnarlömb lausafjár- kreppunnar,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis, um bága stöðu félagsins. Hann segir sjö til tíu milljarða króna vanta til að mæta endurfjármögnunarþörf ársins. Spurður um getu Nýsis til að greiða af lánum félagsins, segist hann bjartsýnn. Landsbankinn vinni að málefnum þess. Félagið sé ekki á leiðinni á hausinn. Samkvæmt heimildum Markað- arins hefur komið til umræðu að bankinn eignist hlut í Nýsi, en tveir einstaklingar eiga félagið nú. Nýsir er stór á íslenskum fast- eignamarkaði og stendur til dæmis í rekstri fasteigna fyrir hið opin- bera. Auk þess á Nýsir helmings- hlut í Portus á móti Landsbankan- um sem reisir nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkur- höfn. Stærstu lánadrottnar Nýsis vildu ekkert tjá sig um fyrirtækið í samtali við Markaðinn. -bþa/ikh Nýsir fórnarlamb lausafjárkrísunnar FORSTJÓRINN Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Nýsis segir félagið standa vel, en skorta skammtímafjármögnun. „Ánægjulegt er að sjá að launa- munur kynjanna er að minnka, sérstaklega í ljósi þess að launa- munurinn hefur verið að aukast undanfarin ár,“ segir Guðni Rafn Gunnarsson, varaformaður félags viðskipta- og hagfræðinga. Í árlegri launakönnun félagsins kemur fram að leiðréttur launa- munur kynjanna var 7,5 prósent samanborið við 8,5 prósent árið 2007. Laun kvenna hafa hækkað um 11 prósent en 2,4 prósent hjá körl- um. Vinnuvika karla var að með- altali 51,6 klukkustundir en kvenna 47,5 klukkustundir. Mið- gildi heildarlauna var 500 þúsund hjá konum en 600 þúsund hjá körlum. - bþa Launamunurinn minnkar Eimskip tilkynnti í gær um afskriftir á dótturfélagi sínu Innovate um tæpa níu milljarða króna. Stjórnar- formaður félagsins telur þetta óeðlilegt og fullkom- lega óásættanlegt. Gengi hlutabréfa í Eimskipafélagi Íslands (Eimskip) féll um tæp 13 prósent í gær eftir að félagið til- kynnti um afskriftir á eignarhlut í dótturfélagi sínu, Innovate Hold- ing, í Bretlandi. Innovate sérhæfir sig í hitastýrðum flutningum og geymslum í Bretlandi. Bókfært virði eignarhlutsins er 74,1 milljón evra, jafnvirði nærri níu milljarða króna, sem afskrifaður er að fullu á öðrum ársfjórðungi. Uppgjör annars ársfjórðungs félagsins verður lagt fyrir 20. júní næstkom- andi. Sindri Sindrason, stjórnarfor- maður Eimskips, segir að það sé alveg ljóst að það hafi orðið einhver stjórnunarleg mistök við kaupin á Innovate. ,,Þetta er meira áfall en menn telja eðlilegt að sjá. Það er eðlilegt að það verði farið gaum- gæfilega ofan í öll mál í kringum yfirtökuna á Innovate. Stjórnin telur þetta óeðlilegt og fullkomlega óásættanlegt,“ segir Sindri. ,,Það er alveg ljóst að það hafa verið erfiðir tímar síðastliðið ár en það virðist engu að síður hafa orðið alvarlegir brestir í viðskipta módeli hjá Innovate sem menn hefðu átt að vera búnir að reka augun í fyrr,“ segir Sindri. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skips, segir að unnið sé að hagræð- ingu á öllum sviðum. Annar rekstur sem snúi að flutningastarfsemi sé í mjög góðum farvegi. ,,Við æltum okkur að einbeita okkur að flutn- ingastarfseminni,“ segir Gylfi. Gylfi segir að aðrar fjárfestingar Eimskips, að Innovate undanskildu, séu ásættanlegar. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Eim- skips, segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir til að styrkja eiginfjár- hlutfall félagsins. Nefnir hann í því sambandi möguleika á hlutabréfa- skráningu kæli- og frystigeymslu- fyrirtækisins Versacold Atlas í Kanada. Eimskip yrði samt sem áður stór hluthafi í félaginu. Hall- dór telur að eiginfjárhlutfall gæti farið úr 16 prósentum í 30 með hlutabréfaskráningu Versacold Atlas. Það sé það hlutfall sem fjár- festar myndu vilja sjá hjá félag- inu. Hlutabréf í Eimskip hafa fallið um tæplega 50 prósent frá áramót- um og markaðsverðmæti þess lækkað um 30,4 milljarða króna. annas@markadurinn.is Mistök við Innovate-kaup KARLARNIR Í BRÚNNI Gylfi Sigfússon forstjóri og Sindri Sindrason stjórnaformaður Eimskipafélagsins telja að stjónunarleg mistök hafi orðið við kaupin á Innovate. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.