Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR 12. júní 2008 26 UMRÆÐAN Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar um dómsmál Í 73. gr. stjórnarskrárinn-ar er kveðið á um vernd tjáningarfrelsisins. Tján- ingarfrelsið er þó ekki takmarkalaust þar sem menn þurfa að ábyrgjast orð sín fyrir dómi og tjáningar- frelsinu má jafnframt setja skorð- ur í lögum til verndar réttindum eða mannorði annarra. Slíkar tak- markanir eru meðal annars í almennum hegningarlögum þar sem refsing er lögð við því að drótta að æru manna. Í tjáningar- frelsinu felst því ekki einungis réttur heldur fylgir því líka sú skylda að ekki sé gengið á önnur réttindi sem njóta verndar í stjórn- arskrá og almennum lögum, s.s. friðhelgi einkalífs og æru manna. Það er dómstóla að meta í hverju og einu tilviki hvenær farið er út fyrir mörk tjáningarfrelsis með þeim hætti að það brjóti gegn æru- vernd eða friðhelgi einkalífs. Í síðustu viku var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ummæli í grein blaða- manna í júníhefti Ísafoldar 2007 um eiganda veitingahússins Gold- finger voru dæmd dauð og ómerk. Í kjölfar dómsins sendu blaða- mennirnir fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: Ljóst er að samkvæmt fyrir- liggjandi dómi er búið að kippa fótunum undan umræðu um man- sal á íslandi, sem fagaðilar stað- festa að sé til staðar. Dómurinn er aðför að málfrelsinu og móðgun við þá sem starfa við baráttuna gegn mansali, sem og fórnarlömb þess. Í niðurstöðukafla dómsins þar sem fjallað er um sex af þeim ummælum sem krafist var ómerk- ingar á segir: Fjallað er um alþekkt, djúpstætt vandamál sem felst í því að vegna fjárhagslegrar og félagslegrar neyðar leiðist stúlkur, sem orðið hafa fórnarlömb aðstæðna heima fyrir, til að dansa naktar á vest- rænum súlustöðum og jafnvel selja sig til viðurværis; þær séu þrælar án hlekkja. Engin framan- greindra ummæla fela í sér æru- meiðandi aðdróttun í garð stefn- anda og verða stefndu sýknuð af kröfu stefnanda um ómerkingu þeirra. Hvernig hægt er að túlka ofan- greindan rökstuðning í dóminum sem móðgun við fórnarlömb man- sals og þá sem berjast gegn man- sali og með þeim hafi fótunum verið kippt undan umræðu um mansal er vandséð. Ef rýnt er í niðurstöðu dómsins verður ekki betur séð en að hér séum við komin að kjarna málsins. Annars vegar hafi í júníhefti Ísafoldar 2007 verið fjallað um mansal og skelfilegar afleiðingar þess með almennum hætti og hafi sá þáttur umfjöllunarinnar verið innan marka tjáningarfrelsisins. Hins vegar hafi í umfjöllun Ísafoldar verið dróttað að æru eiganda veit- ingahússins með því að gefa honum að sök að vera þátttakandi í glæpsamlegu athæfi sem margra ára fangelsi liggur við að íslensk- um lögum og er svívirðilegt í huga alls almennings og með því hafi blaðamennirnir farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins. Meint aðför Héraðsdóms Reykjavíkur að málfrelsi í landinu virðist því vera fólgin í því að dómurinn skuli leyfa sér að komast að þeirri niður- stöðu að blaðamennirnir hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins með hluta þeirra ummæla sem krafist var ómerkingar á, en telja hluta ummæla blaðamannanna innan marka tjáningarfrelsis- ins. Af framangreindu er ljóst að Héraðsdómur Reykjavíkur stendur traustan vörð um málfrelsi í land- inu en telur það hins vegar skyldu sína að ómerkja ummæli sem fela í sér brot á lagareglum um æru- vernd. Sérfræðivitni Í framangreindri yfirlýsingu, sem blaðamennirnir sendu fjölmiðlum í kjölfar dómsins, lýstu blaða- mennirnir jafnframt furðu sinni á því að vitni sem þeir leiddu hefði verið stoppað af í frásögn sinni af Palermo-sáttmála Sameinuðu þjóðanna, við aðalmeðferð máls- ins: „... dómari tekur hvorki mark á alþjóðlegum skilgreiningum á mansali, né orðum Guðrúnar Jóns- dóttur, talsmanns Stígamóta, um mansal. Sem vitni fyrir dómi var hún ítrekuð stoppuð af þegar hún útskýrði hvernig alþjóðlega skil- greint mansal teygir anga sína til Íslands.“ Í íslenskum rétti er ekki gert ráð fyrir öðrum sérfræðivitnum en dómkvöddum matsmönnum. Hlutverk vitna sem koma fyrir dóm er að segja frá því sem vitnið hefur skynjað og upplifað af eigin raun og varðar atvik málsins. Vitn- ið sem hér um ræðir hafði aldrei komið inn á veitingahúsið Goldfin- ger. Vitnisburðurinn gat því ekki varðað atvik sem vitnið hafði upp- lifað af eigin raun. Vitnisburður- inn var því óþarfur eins og bent var á frá upphafi. Þegar vitnið hóf frásögn sína af Palermo-sáttmál- um var það komið út fyrir hlut- verk sitt sem vitni í málinu og inn á svið lögmanns blaðamannanna. Af þeirri ástæðu stöðvaði dómur- inn framburð vitnisins. Skilgreining á mansali Í íslenskri refsilöggjöf er byggt á rúmri skýringu á hugtakinu man- sal. Í því felst að hægt er að fella fleiri tilvik undir mansal og refsa fyrir verknaðinn heldur en mögu- legt væri ef byggt væri á þröngri skilgreiningu hugtaksins. Þrátt fyrir rúma skilgreiningu hugtaks- ins mansals í íslenskri refsilög- gjöf hefur eigandi veitingahússins Goldfinger ekki sætt rannsókn, verið ákærður né hlotið dóm fyrir slíkt brot. Engu að síður fullyrtu blaðamennirnir í umfjöllun sinni að eigandi Goldfinger væri viðrið- inn mansal. Þær fullyrðingar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr lausu lofti gripnar enda hefðu ekki verið færðar sönnur á þær. Þess vegna voru ummæli blaðamann- anna um mansal dæmd dauð og ómerk. Höfundur er héraðsdómslögmað- ur og flutti málið fyrir stefnanda í héraði. UMRÆÐAN Hrannar Björn Arnarsson svarar Guðna Ágústssyni Það fór líkt og mig grunaði. Engan finnur Guðni Ágústsson raunverulegan grundvöll fyrir stóryrðum sínum og svikabrigslum vegna aðgerða ríkisstjórnar- innar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann viðurkennir hins vegar ekki mistök sín og dregur hvorki til baka hinar röngu fullyrðingar um „svik á Ásmundarsam- komulaginu“ né stóryrðin „drottinsvik“, „hundsbit“ eða „lágkúru“ ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi. Guðni bætir bara í, virðist stappa niður fótunum um leið og hann skrifar með þjósti, en án raka: „Víst voru þeir sviknir.“ Í mínum huga er þetta mál afar einfalt hvað sem líður öllum stóryrðum. Fullyrð- ingar Guðna um að Ásmundarsamkomulag- ið hafi verið svikið með ákvörðunum núverandi ríkisstjórnar í lífeyrismálum eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hvergi í þeim texta kemur fram að þróun lífeyris almannatrygginga ætti að miðast við dagvinnutryggingu launafólks, hvað þá að eitthvert slíkt ímyndað viðmið væri ígildi kjarasamnings eins og Guðni heldur fram. Þvert á móti segir skýrt og skorinort í 14. gr. Ásmundar- samkomulagsins að ákvarðanir um endanlegar bætur lífeyrisþega í framhaldinu eigi að ráðast „af ákvæðum laga um almannatryggingar“. Í samræmi við gildandi lög var í upphafi árs ákveðið að hækka lífeyri um 3,3% en sú prósenta var forsenda fjármálaráðuneytisins um launaþróun á árinu við gerð fjárlaga. Um áramótin fengu hins vegar umbjóðendur Alþýðusambands Íslands ekki neinar kjarasamningsbundnar hækkanir, enda var ekki fyrirliggjandi samningur þá. Eftir að kjara- samningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður voru forsendur fjármálaráðuneytisins endurreiknaðar til að tryggja lífeyrisþegum sambærilegar hækkanir. Á grundvelli upplýsinga frá Alþýðusambandi Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggur fyrir að meðaltals- hækkun lægstu launa samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Vegna þessa bætti ríkisstjórnin við 4% frá 1. febrúar. Á grundvelli laga um almannatrygging- ar og í samræmi við Ásmundarsamkomu- lagið hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% frá áramótum, á sama tíma og meðaltalshækkun lægstu launa hjá Alþýðusambandi Íslands var um 7%. Auk þessa hefur ríkisstjórnin síðan tekið ýmiss konar ákvarðanir í lífeyrismálum sem á heilu ári munu færa öldruðum og öryrkjum ríflega 5 milljarða króna til viðbótar. Um 10% þeirrar fjárhæðar má með velvilja rekja til Ásmundarsam- komulagsins, en 90% er hrein viðbót núverandi ríkisstjórnar. Samanlagt nema þessar hækkanir á lífeyri um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngilda um 17% hækkun lífeyris- greiðslna ef miðað er við árið 2007. Staðreyndin er því sú, hvað sem líður síendurteknum rangfærslum Guðna í þessum málum, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismál- um aldraðra og öryrkja á eins skömmum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það virðist einnig ljóst að hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja hugsa ekki sérstak- lega hlýtt til þeirra tólf ára sem Fram- sóknarflokkurinn fór með lífeyrismálin í ríkisstjórn, hvað sem glýju Guðna yfir eigin árangri líður. Hagsmunasamtök lífeyrisþega hafa reyndar séð sérstaka ástæðu til að fagna breytt- um tíma í ályktunum enda hafa þau átt afar gott samstarf við okkur í félags- og tryggingamála- ráðuneytinu í því umbótaferli í lífeyrismálum sem nú er hafið. Guðna til heiðurs vitna ég að lokum til ályktun- ar sambandsstjórnarfundar Landssambands eldri borgara sem haldinn var í síðasta mánuði, en þar var fjallað um lífeyrismálin af þeim sem reynsl- una hafa: „Eftir margra ára vanrækslu stjórn- valda er ljóst að það tekur tíma að móta nýjan og nútímalegan farveg.“ Þetta eru orð að sönnu og ég lýsi mig reiðubúinn til uppbyggilegra rök- ræðna við Guðna um málið, bæði „vanrækslu“-ár Framsóknarflokksins og hinn nýja tíma Samfylk- ingarinnar. Mér geðjast enda mun betur að staðreyndum en stóryrðum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. Þrátt fyrir rúma skilgreiningu hugtaksins mansals í íslenskri refsilöggjöf hefur eigandi veitingahússins Goldfinger ekki sætt rannsókn, verið ákærður né hlotið dóm fyrir slíkt brot. Orðum fylgir ábyrgð HRANNAR BJÖRN ARNARSSON Staðreyndir í stað stóryrða Hagsmuna- samtök lífeyrisþega hafa reyndar séð sérstaka ástæðu til að fagna breytt- um tíma... VILHJÁLMUR HANS VILHJÁLMSSON 3.995 Stærðir: 28-41 3.995 Stærðir: 28-45 3.995 Stærðir: 28-41 Stærðir: 28-45 3.995 Stærðir: 28-45 3.995 NÝTT FRÁ CRUSER Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.