Fréttablaðið - 12.06.2008, Síða 34

Fréttablaðið - 12.06.2008, Síða 34
[ ] Listrænn kjóll frá Carolinu Herrera. Vortískan er blómleg og litrík þetta árið. Hönnuðirnir voru greinilega bjartsýnir á tískusýningum fyrir vor- og sumartískuna. Flíkurnar voru mynstraðar og litríkar og var viðfangsefnið í flestum tilfellum blóm. Hortensía, draumsóley, dísarunni og fagurfífill eru aðeins nokkur af þeim blómum sem finna mátti á kjólunum. Kjólar Dries Van Noten og Herrera minntu á málverk með gróskumiklum blómum, Thakoon og Gucci skreyttu kjólana með abstrakt blóma- mynstrum og slettulegir blómaknúppar voru áberandi á skærum kjólum Balenciaga. Fræga fólkið er ekki lengi að ná tískunni og mátti sjá Mischu Burton í sumarlegum blómakjól á Cannes-hátíðinni. - mþþ Draumsóleyjar og dísarunni Skemmti- leg lita- samsetn- ing hjá Christian Lacroix. Hárið í rugli FLEST OKKAR HAFA HEYRT AF OG EINHVERN TÍMA UPPLIFAÐ DAGA ÞAR SEM HÁRIÐ ER ALLT Í RUGLI. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 1994 leiddu í ljós að 90 prósent amerískra kvenna lifa daga þar sem hárið er í rugli. Nýlegri könnun sýnir að karl- menn eru allt eins líklegir til að upplifa þessa daga einnig. Yale-háskóli fann út að hár- rugldagarnir hafa áhrif á sjálfsálit, fólk efast um sjálft sig og þessir pirrandi dagar koma af stað aukinni sjálfsgagnrýni. Niður- stöðurnar leiddu einnig í ljós að mönnum og konum finnst þau ekki jafn klár þá daga sem hárið er allt í rugli. - mmf Gott ráð til að koma í veg fyrir hárrugldagana er að greiða hárið í tagl á morgnana. NORDICPHOTOS/AFP Stuttermabolur, þröngar buxur og háir hælar eru tilvalin samsetning þegar kíkja á aðeins út með stelpunum. Til er mikið úrval af flottum stuttermabolum með alls kyns mynstri og myndum. Valentino sýndi fremur gamaldags pastellitar flíkur. Stuttur sumar- kjóll frá Missoni. Mischa Barton klæddist þessum fagra kjól á Cannes- hátíðinni. Shiseido dagar í Sigurboganum frá fi mmtudegi til laugardags kaupauki ef verslað er fyrir 5.900 Helgartilboð 15% afsláttur af öllum sundfatnaði frá fi mmtudag til laugardagsLaugavegi 80 • sími 561 1330 www.sigurboginn.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.