Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 12. júní 2008 5 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Í gegnum tíðina hafa nokkrir tískuhönnuðir, eins og Jean-Paul Gaultier og Agnès b. svo dæmi séu tekin, reynt að koma pilsum í fataskáp karlmanna með frekar litlum árangri. Ef frá eru taldir nokkrir Skotar sem sjást á götum heimsborga, sérstaklega þegar landsleikir í íþróttum eiga sér stað, ganga karlar frekar lítið í pilsum þó að einum og einum bregði fyrir. Ef litið er á sögu karlmannafatnaðar er þó ekki svo langt síðan menn gengu um bæði í pilsum eða einhvers konar kjólum og serkjum og enn í dag er þessi klæðnaður víða notaður, til dæmis í Austurlönd- um nær og fjær. Í Asíu heitir flíkin sarong og djellaba í Afríku. Í raun er það aðeins á Vesturlöndum sem karlmenn hafa snúið baki við þessari klæðnaðarhefð. Hér er það álitið skrýtið fyrir karlmann að ganga í pilsi þar sem að við teljum okkur einfær um að setja heimin- um öllum reglur um allt milli himins og jarðar. Nokkrir sérvitringar eru þó til sem vilja breyta þessari hefð og hafa stofnað samtök karlmanna sem vilja ganga í pilsum og það í nafni þæginda, frjálsræðis og jafnréttis kynjanna. Hvers vegna skyldu líka konur einar hafa rétt á þessum þægilega klæðnaði til dæmis á sumrin? Það sést vel á bermúdatískunni hjá karlmönnum síðan í fyrra að þeim fellur vel að stytta faldinn fyrir sumarið. Það skal tekið fram, til þess að enginn misskilji tilgang þessara manna, að hér er ekki um að ræða einhvers konar hneigð til klæð- skipta eða einhverrar kynferðislegrar fantasíu og flestir eru þessir menn giftir. Samtökin heita einfaldlega menn í pilsum (Hommes en jupe) og eru ársgömul. Meðlimir samtakanna segja pilsin einfaldlega vera spurningu um jafnrétti, tala um kynjamisrétti og að hafa fullt vald yfir eigin líkama. Minnir óneitanlega á femínisma fyrri ára. Kannski þessi breyting myndi auka virðingu fyrir konum sem kjósa að nota pils og kjóla í daglegu lífi en mæta alls kyns kynferðislegu áreiti. Stærsta vandamálið er hins vegar að ekki er auðvelt að finna karlmannapils. Fataframleiðendur eru hræddir um ímynd sína og því er úrvalið takmarkað þrátt fyrir nokkra markaðsmöguleika. Það er helst að finna megi pils á internetinu. Til að svara þeim sem spyrja fyrst af öllu hvað mennirnir noti undir pilsin eru það einfaldlega nærbuxur, langt frá þeirri grillu að karlar séu auðvitað berir undir pilsinu eins og Skotar. Sumir gagna svo langt að nota sokkabuxur sem þurfa að vera þykkar til að fela hárin á leggjunum en sokkaframleiðandinn Gerbe hefur í um eitt og hálft ár framleitt herrasokkabuxur. Hér eru tvær heimasíður sem hægt er að kíkja á til fróðleiks www.jupeskirt.eu og www.i-hej.com. bergb75@free.fr Allir menn í pilsum Tíu bestu EFTIR TÍSKUVIKURNAR FYRIR SUM- ARIÐ 2008 VORU VALDIR TÍU HÖNN- UÐIR SEM ÞÓTTU SKARA FRAMÚR. New York, London, París, Mílanó. Eftir tískuvikurnar sem haldn- ar voru fyrir sumarið 2008 var farið yfir allar línurnar og tíu bestu hönnuðurnir valdir. Mikið var um flottar tískulínur á tískuvikun- um en það sem leitað var eftir við valið var að sýningin hefði verið lífleg og að hönnuðirnir hefðu hrifið fólkið. Í heildina séð var fólk mjög ánægt með línurnar og þá einna helst hvað þær voru fallegar en á sama tíma klæðilegar. Þeir hönnuð- ir sem voru valdir bestir voru; Valent- ino, Gucci, John Galli- ano, Dolce & Gabb- ana, Giles, Anna Sui, Christian Dior, Fendi, Betsey Johnson og Jonathan Saunders. - stp Ein af flottustu fyrirsætunum ADRIANA LIMA VAR Í ÞRIÐJA SÆTI YFIR FLOTTUSTU FYRIR- SÆTUR Í HEIMI SAMKVÆMT WWW.MODELS.COM. Fyrirsætan Adriana Francesca Lima er fædd í Brasilíu hinn 12. júní 1981. Aðeins þrettán ára var hún uppgötvuð í verslunarmiðstöð í heimabæ sínum. í kjölfarið tók hún þátt í Ford fyrirsætukeppn- inni og lenti í öðru sæti. Adriana er einna helst þekkt fyrir að vera ein af englum Victoria´s Secret og andlit Maybelline. Hún hefur verið á ótal for- síðum meðal annars GQ árið 2006 og var það mest selda eintakið það árið. Það er því ekki furða að Adriana Lima sé talin vera ein flottasta fyrirsætan í dag og vinsældir hennar aukast bara. - stp 2 5 0 6 - 0 0 1 - 4 9 Herra Herra Herra 2 5 2 1 - 1 8 3 - 4 3 2 5 2 5 - 4 0 1 - 2 0 2 5 2 9 - 1 0 1 - 2 0 2 5 3 2 - 2 6 6 - 2 0 2 5 3 5 - 3 8 0 - 2 0 2 5 3 7 - 1 8 0 - 4 8 2 5 3 8 - 3 0 1 - 2 0 2 5 4 4 - 3 8 0 - 2 0 2 5 5 3 - 0 0 1 - 0 1 2 5 5 3 - 1 0 1 - 2 0 2 5 8 5 - 8 7 7 - 0 6 NÝTT FRÁ VAGABOND 9.995 8.995 5.995 14.995 7.995 8.995 12.995 12.990 8.995 8.995 7.995 8.995 KRINGLAN SMÁRALIND Venjulegur dagur byrjar klukkan átta. Zúúber góður dagur byrjar klukkan sjö! www.fm957.is 67% landsmanna undir fertugu hlusta á FM957 Capacent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.