Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2008, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 12.06.2008, Qupperneq 60
40 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Það kom mér á óvart þegar tilkynnt var að stórleikarinn Edward Norton myndi leika aðalhlutverkið í nýrri Hulk-mynd en leikstjórinn Ang Lee tæklaði persónuna í samnefndri kvikmynd frá 2003. Hulk ‘03 er sér- kennileg ofurhetjumynd þar sem meira var fjallað um sálfræðihlið þess að vera ofurmenni en að brjóta allt og bramla eins og Hulk er þekkt- ur fyrir. Aðdáendur tóku gleði sína þegar tilkynnt var að nýja myndin væri meiri hasarmynd en sú fyrri, og það stenst svo sannarlega. Leikstjórn myndarinnar er í hönd- um Frakkans Louis Leterrier sem leikstýrði Danny the Dog og Trans- porter 2. Svo það komi engum á óvart er hér sama hraðvirka klipp- ingin og myndataka sem einkenndi fyrri myndir leikstjórans. The Inc- redible Hulk er byggð á samnefnd- um sjónvarpsþáttum frá sjötta ára- tugnum frekar en Hulk ‘03, en í opnunaratriði nýju myndarinnar er í fljótu bragði farið yfir helstu atriði (sem Hulk ‘03 tók heila eilífð að byggja upp), þ.e.a.s hvernig Banner varð Hulk og hans samband við Betty Ross og föður hennar. Handrit myndarinnar er skrifað af Zak Penn, sem skrifaði m.a. X2 (X-Men 2), og Norton, sem hefur meira og minna tekið myndina upp á sína arma. Has- aratriði eru stór og skemmtileg og jafnvægið milli þeirra og vandaðra samtala er gott. Norton er að vanda þrælgóður og þá sérstaklega í fyrri hluta myndar- innar þegar hann er sjúklega tor- trygginn og á flótta undan sérsveit- um hershöfðingjans, sem leikinn er af William Hurt. Ekki er gefið mikið innsæi í samband hans við Betty Ross, sem leikin er af Liv Tyler, en því litla sem sýnt er í byrjun mynd- arinnar er vel komið til skila. Tim Roth leikur skúrk myndarinnar og er hann einstaklega andstyggilegur sem sérsveitarmaðurinn Blonsky, en hann kemur ekki raunverulega fram sem erkifjandi fyrr en í síð- asta þriðjungi myndarinnar. Roth leysir vitaskuld hlutverkið vel af hendi. Gestaleikarar hjá hinum upp- runalega Hulk, Lou Ferrigno, Stan Lee og ónefnd stjarna, koma skemmtilega á óvart. Þess má einn- ig geta að Ferrigno talar fyrir Hulk í kvikmyndinni. Rétt eins og Iron Man reynist The Incredible Hulk, nýjasta framleiðsla teiknimyndaútgefandans Marvel, vera hin besta sumarskemmtun. Þeim aðdáendum sem fannst þeir hafa verið sviknir af fyrri myndinni ættu svo sannarlega að gefa þessari tækifæri. Norton nýtur sín afar vel í titilhlutverkinu og hasaratriðin eru stórgóð svo það má segja að Hulk hafi snúið aftur stærri, reiðari og betri en nokkru sinni áður. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is Stærri, reiðari og betri KVIKMYNDIR The Incredible Hulk Leikstjórn: Louis Leterrier. Aðal- hlutverk: Edward Norton, William Hurt, Tim Roth, Liv Tyler. ★★★★ Edward Norton bætir upp vonbrigðin við fyrri Hulk-myndina. Flott saga, mikill hasar og góður leikur. Orðrómur hefur verið á kreiki um að hafist verði handa með fram- leiðslu framhaldsmyndar sumars- mellsins Iron Man. Myndin sló heldur betur í gegn beggja vegna Atlantshafsins og Robert Downey Jr. fullkomnaði í raun endurkomu sína með stórkostlegri túlkun sinni á Tony Starks, hinum drykkfellda og kvensama vísindamanni. Framleiðendurnir vilja ekki bíða neitt heldur keyra allt af stað og þá helst á næsta ári þannig að myndin yrði frumsýnd 2010. En leikstjóri myndarinnar, Jon Favreau, hefur slegið á væntingar og vonir aðdáenda Iron Man og beðið þá um að slaka aðeins á. Favreau sagði á heimasíðu sinni að þessi dagsetning væri heldur óraunhæf vegna þess að hvorki væri til handrit né saga eða bara handritshöfundar almennt. Favreau hefur áður sagt að hann þurfi þrjú ár til að gera framhaldsmynd en það er í samræmi við aðrar myndasögu- hetjukvikmyndir. „Í þessari kvikmyndagerð er nauðsynlegt að fara að öllu með gát, vera með allt á hreinu og undirbúa sig gaumgæfilega,“ skrifar Favreau á heimasíðu sína. „Við viljum að aðdáendur Iron Man fái eitthvað fyrir sinn snúð en ekki eitthvert hrafnaspark. Því eru þessar tímasetningar mjög ólíklegar enda myndu þær þýða að við hefðum minni tíma en fyrir fyrstu myndina,“ bætir Favreau við. Robert Downey Jr. mun væntanlega halda áfram að leika Tony Starks. Iron Man-gengið vill bíða með númer 2 SPENNTUR EN SAMT SLAKUR Jon Favreau er spenntur fyrir gerð Iron Man 2 en hann hefur beðið framleiðendur og aðdáendur um að gefa sér nægan tíma til undirbúnings. > SUMARIÐ HENNAR JOLIE Verður það eflaust ef hún eignast tvíburana einhvern tímann. En því er hins vegar spáð að hasarmynd- in hennar Wanted verði einn af sumarsmellum þessa árs því myndbrotin úr henni hafa fengið prýðilega dóma net- verja. Og menn bíða einna helst spenntir eftir því að sjá heilaga Angelinu blóta. HULK Edward Norton í hlutverki sínu. Eins og kemur fram hér til hliðar er Hulk frumsýnd um helgina, en auk hennar verða tvær aðrar kvikmyndir teknar til sýningar. Önnur þeirra er Flawless með stórleikaranum Michael Caine og hinni misgóðu Demi Moore. Flaw- less segir frá ungri konu í London á sjöunda áratug síðustu aldar sem fær dyravörð til að aðstoða sig við skartgriparán. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er og ekki eru allir sem sýnist. Leikstjóri er Michael Radford, sem er hvað þekktastur fyrir verðlaunamynd- ina Il Postino. Hin kvikmyndin sem vert er að minnast á er The Happening eftir indverska leikstjórann M. Night Shyamalan. The Happening segir frá dularfullri veiru sem er smám saman að ná tökum á jarðarbúum og veldur því að þeir reyna að fremja sjálfsmorð með ofbeldis- fullum hætti. Eðlisfræðikennar- inn Elliot Moore ákveður að flýja undan ósköpunum ásamt fjöl- skyldunni en fær um leið að fylgj- ast með sjálfstortímingu heims- byggðarinnar. Með aðalhlutverkin fara þau Mark Wahlberg og Zooey Deschanel. Skartgriparán og heimsendir í nánd HEIMSENDIR Mark Wahlberg, John Leguizamo og leikstjórinn Shyamalan ræða saman um heimsendi á tökustað The Happening. CAINE OG MOORE Stórleikarinn Michael Caine fer með hlutverk dyravarðar sem hjálpar ungri konu að fremja skartgrip- arán. Önnur myndasöguhetju- myndin ratar í kvikmynda- hús borgarinnar nú um helgina. Að þessu sinni er það hin ólánsami dr. Bruce Banner sem á við freudísk vandamál að stríða. Græni risinn Hulk vaknar nefni- lega til lífsins á ný eftir að Ang Lee hafði gert heiðarlega tilraun með Eric Bana í hlutverki hinnar reiðu myndasöguhetju. Aðdáend- ur myndasögunnar voru ekki par hrifnir af nálgun Lee og þótti hún heldur óspennandi, og því var tekin sú ákvörðun að hrista aðeins upp í hlutunum. Franski leik- stjórinn Louis Leterrier, sem á heiðurinn af Transporter-mynd- unum, var fenginn til að gefa aðeins í og stórstjörnurnar Edward Norton og Liv Tyler ráðn- ar í aðalhlutverkin. Erfitt upphaf Í þessum öðrum kafla Hulk-bók- arinnar lifir Banner á stöðugum flótta undan sjálfum sér og forð- ast í lengstu lög að láta The Hulk ná tökum á sér. En ofurkraftarnir sem Banner öðlaðist eftir geisl- unarslysið á herstöð föður hans eru eftirsóttir af valdasjúkum mönnum, enda ekki slæmt að vera með slíka krafta í kögglum þegar þarf að drepa mann og annan. Banner tekst hins vegar að sveigja hjá og komast undan aðdáendum sínum þangað til þrjótinum og hermanninum Emil Blonsky tekst að umbreyta sér í enn sterkari og öflugari veru en Hulk er. Og sú vitneskja neyðir Banner til að vekja græna risann sem býr innra með honum aftur til lífsins. Hinn ótrúlegi Hulk er hugverk meistaranna Stan Lee og Jack Kirby hjá Marvel-fyrirtækinu en þetta tvíeyki á auk The Hulk heiðurinn af X-Men, Fantastic Four og The Mighty Thor. Hann leit fyrst dagsins ljós í maí árið 1962. Þá var hann reyndar grár en Lee og Kirby skiptu um lit ansi snögglega. Hann var hins vegar settur í salt aðeins sex blöðum síðar. Hulk fékk þó góða hliðar- vinnu og var hluti af Fantastic Four-genginu um stundarsakir en eftir að hann birtist á móti Giant Man í Tales of Astonish fór bolt- inn að rúlla og Hulk fékk sitt eigið blað sem kom út samfellt frá árinu 1968 til ársins 1999. Dr. Jekyll Frankenstein Hulk er mjög óvenjuleg mynda- söguhetja. Dr. Bruce vill síður en svo eiga neitt samneyti við græna alter-egóið sitt og Hulk finnst dr. Bruce vera óttaleg kveif. Bruce á því í stöðugri innri baráttu við sjálfan sig og togstreitan virðist á köflum fara ansi langt með að gera út af við hann, andlega og líkam- lega. Stan Lee, skapari risans, hefur aldrei farið leynt með hvers vegna hann ákvað að fara út í sköpun The Hulk. Hugmyndin hafi verið að búa til misskilda ofurhetju og hún hafi kviknað við lestur á einni frægustu skrímslasögu heims, Frankenstein eftir Mary Shelley. „Við vildum skrímsli sem væri jafnframt góði gæinn,“ útskýrir Lee. En það var ekkert síður túlkun Boris Karloff á verunni ógurlegu sem varð til þess að Lee hóf að skapa The Hulk. „Mér fannst eins og hann væri ekkert vondur. Hann vildi aldrei meiða neinn en það voru bara heimskingj- arnir sem espuðu hann upp og pirr- uðu hann,“ segir Lee. En þrátt fyrir að höfuðverk Mary Shelley hafi kveikt neista var það annað og ekki síður þekkt verk sem rak endahnútinn á sköp- unarverkið – Dr. Jekyll og hr. Hyde eftir Robert Louis Stevenson. „Þegar ég var búinn að blanda þessu tvennu saman varð The Hulk til. Góða skrímslið og maður- inn sem er eiginlega klofinn per- sónuleiki.“ Græni risinn vaknar SLEGIST UM YFIRRÁÐARÉTT Bruce Banner og The Hulk hafa ekki mikið álit á hvor öðrum. Og í raun er ótrúlegt að þeim skuli hafa tekist að lifa í gegnum einn og sama líkamann. NÝJASTI SPENNUTRYLLIRINN FRÁ LEIKSTJÓRA THE SIXTH SENSE MEÐ MARK WAHLBERG Í FANTAFORMI! SENDU SMS JA VHP Á NÚMERIÐ 1900! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir og margt fleira! HEIMSFRUMSÝND 11. JÚNÍ Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.