Fréttablaðið - 12.06.2008, Síða 64
44 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR
maturogvin@frettabladid.is
> Jarðarber...
...eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum
yfir sumarmánuðina. Þau þurfa þó
ekki að einskorðast við
eftirrétti og ávaxtabakka.
Prófaðu að bæta jarðarberj-
um út í salatið þitt. Þau
fara til dæmis mjög vel
með klettasalati og
balsamediki.
Hvaða matar gætirðu síst verið án?
Svona „comfort“-matar eða huggunarfæðis.
Ef ég ætla að vera góður við sjálfan mig eru
það til dæmis bbq-kjúklingavængir, hamborg-
ari eða steik með bernaise-sósu.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Ég er alltaf að borða einhvern góðan mat, en
það sem var svona alveg sérstakt var óvissuferð
í Sjávarkjallarann. Það var alveg einstaklega
gott. Heil máltíð með öllu, alveg súper.
Er einhver matur sem þér finnst vondur?
Íslenskur súrmatur og allt sem er framreitt
á þorranum, nema harðfiskur og hangikjöt.
Matur á að líta vel út, vera litríkur og lykta vel,
en súrmatur er andstæðan við það, grár, illa
lyktandi og segir „ekki borða mig“.
Leyndarmál úr eldhússkápnum:
Ég uppgötvaði sítrónubörk um daginn, sem
er einstaklega skemmtilegur í matreiðslu. Svo
er það bara gott hráefni sem skiptir máli.
Hvað borðar þú til að láta þér
líða betur?
Ég er duglegur að elda og prófa
eitthvað nýtt. Ég elda oft til að
róa mig og hafa tíma fyrir sjálfan
mig, svo það er mitt ráð.
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
Ost, sultu og smjör fyrir morg-
unmatinn. Annars á ég alltaf
nóg af hvítlauk, engifer, chili,
lime, kartöflum og rótar-
grænmeti.
Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu
með þér?
Það fer eftir því hvað ég á að vera lengi. Ef
ég ætti að vera mjög lengi tæki ég nóg af
hrísgrjónum því þau taka lítið pláss og það
verður mikið úr þeim. Annars myndi
það vera lambalæri með öllu til að
fullnægja minni matarþörf.
Hvað er það skrítnasta sem þú hefur
borðað?
Einhver skordýr þegar ég var lítill, orma
og svoleiðis, en það skrítnasta myndi
vera þorramaturinn. Hann er skrítnasti
matur í heimi og ætti að vera kynntur sem
slíkur.
MATGÆÐINGURINN FRIÐRIK FRIÐRIKSSON LEIKARI
Finnst róandi að elda
Grillveislurnar eru í
algleymingi þessa dag-
ana og lyktin af kveiki-
vökva svífur yfir vötn-
um um allt landið. Það er
óþarfi að leyfa grillinu
að lognast út af þegar
aðalrétturinn er tilbúinn,
og um að gera að skella
eftirréttinum líka yfir
kolin.
Grillaðir bananar eru
oftar en ekki í samkrulli
við bráðið súkkulaði hér
á landi, en það má bera
þá fram á annan hátt.
Þessa uppskrift er að
finna á uppskriftavefn-
um Recipeezaar.com.
Reiknið með einum banana á
mann.
1 banani
1 msk. brætt smjör
1 klípa kanill
1 klípa múskat
1 klípa cayenne-pipar
1 klípa sjávarsalt
Bræðið smjörið.
Skerið banana langs-
um og afhýðið. Pensl-
ið smjöri á flötu hlið-
ina og grillið í um
eina mínútu, penslið
hina hliðina á meðan
með smjöri. Snúið og
berið aftur smjör á
flötu hliðina.
Stráið kanil og
múskati yfir, ásamt
dálitlu af sjávarsalti
og cayenne-pipar
eftir smekk. Grillið
þar til bananinn er heitur í gegn.
Berið fram með ís. Þeir sem
hætta á það geta einnig flamberað
bananann í rommi.
Grillaðir bananar
Ekki hefur farið mikið fyrir karab-
ískri matarhefð hér á landi hingað
til. Þeir sem vilja prófa sig áfram í
suðrænum réttum geta spreytt sig
á kryddblöndunni Jamaican jerk,
sem þykir afburðagóð. Blandan er
til í ótal útgáfum, en flestar inni-
halda þær þó scotch bonnet-pipar-
inn, timjan og all spice, eða allra-
handakrydd. Allrahanda er ekki
kryddblanda, eins og margir halda,
heldur þurrkuð og möluð ber plönt-
unnar Pimenta dioica, sem vex
einmitt á eyjunum í Karíbahafinu.
Erfitt getur reynst að koma hönd-
um yfir berin sjálf hér á landi, en
kryddið ætti að duga langt. Scotch
bonnet-chilipipar er í hópi þeirra
bragðmestu sem fyrirfinnast.
Hann er skyldur habanero-pipar,
sem má nota í hallæri, en bragðast
þó töluvert öðruvísi.
Jerk-kryddblandan er góð á
kjúkling, svínakjöt og nautakjöt.
Uppskriftina að jerk-kjúklingi er
að finna á síðunni about.com.
Afgangurinn geymist vel í loft-
þéttu íláti í ísskáp.
½ bolli allrahanda
½ bolli púðursykur
6-8 hvítlauksgeirar
4-6 stk. scotch bonnet–chilipipar
2 msk. timjanlauf
2 búnt vorlaukur
1 tsk. kanill
½ tsk. múskat
salt og pipar eftir smekk
2 msk. sojasósa
Fjarlægið fræ og hvítu himnuna
úr chilipiparnum til að búa til
bragðmildari blöndu. Setjið allt í
matvinnsluvél og maukið.
Nuddið kjötið með kryddblönd-
unni. Ef um kjúkling er að ræða er
gott að nudda henni undir skinnið.
Látið standa yfir nótt áður en
kjötið er grillað.
Jerk-kjúklingur
BRAGÐ AF JAMAÍKU Bragðsterka
Jamaican jerk-kryddblandan er vinsæl í
karabíska hafinu og hentar afburða vel á
grillaðan kjúkling. NORDICPHOTOS/GETTY
GRILLAÐUR EFTIRRÉTTUR
Grillaðir bananar með
kanil, múskati og cayenn-
epipar eru skemmtileg
tilbreyting við eftirrétti
sumarsins.
NORDICPHOTOS/GETTY
Veitingastaðurinn Lystin var opnaður nýverið á
Laugavegi, þar sem fersku hráefni og heimilislegri
stemningu er gert hátt undir höfði. „Við erum til
dæmis með heimagert pasta bæði í hádeginu og á
kvöldin og fáum ferskan fisk á hverjum morgni. Ef
hann klárast er hann bara búinn, því við kaupum
ekkert frosið,“ útskýrir Jón Óskar Friðriksson, sem
á og rekur staðinn ásamt konu sinni, Dagbjörtu.
„Þetta er mjög heimilislegt hjá okkur, og við erum
fjölskylduvænn staður,“ segir hann.
Maturinn sem þar er á borð borinn er blanda af
því besta úr íslensku, frönsku og asísku eldhúsi, að
sögn Jóns Óskars. „Við erum með tvo erlenda kokka
sem hafa unnið bæði í Asíu og í Englandi og blanda
þessu saman,“ útskýrir hann. „Við erum hins vegar
ekki með neitt djúpsteikt á matseðlinum. Við
leggjum frekar áherslu á að hafa matinn ferskan og
heilsusamlegan.“
Þar að auki býður Lystin viðskiptavinum sínum
upp á að kaupa allt það vín sem í boði er í glösum.
„Við viljum að fólk geti fengið skemmtilegt vín í
glasi með matnum sínum, án þess að þurfa að borga
morðfjár fyrir það,“ segir Jón Óskar. Þá er einnig
boðið upp á svokallað Wine flight, þar sem gestir fá
kynningu á fjórum vínum. „Það geta annað hvort
verið hvít- eða rauðvín, eða blandaður listi. Ég get
jafnvel valið vín eftir því hvað fólk pantar sér að
borða og kokkarnir eru heldur ekki feimnir við að
búa til seðla fyrir fólk. Við gerum líka töluvert af
svona „tasting menus“,“ segir hann.
Í bakgarði Lystarinnar er stórt útisvæði, þar sem
gestir geta notið sólarinnar. „Svo er tjaldað yfir
helminginn af garðinum, þannig að við erum með
fínasta reyksvæði,“ bendir Jón Óskar á.
Lystin er til húsa að Laugavegi 73. - sun
Fjölskylduvænt á Lystinni
FJÖLSKYLDUFRAMTAK Jón Óskar og kona hans, Dagbjört, opn-
uðu nýverið veitingastaðinn Lystina á Laugavegi. Ivan Dasko er
yfirmatreiðslumaður þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Leikkonan Vigdís Hrefna
Pálsdóttir er mikið fyrir
franska matargerð og vill
helst fá hollan mat. Hún
gefur uppskrift að frönsku
sumarsalati.
„Ég er mjög hrifin af Frakklandi
og franskri matarhefð,“ segir
Vigdís Hrefna. „Ég hef dvalið
talsvert þar, var au-pair þar og
fór svo í nám þangað líka,“
útskýrir Vigdís, sem er einmitt á
leið í sumarfrí í suðurhluta
Frakklands með fjölskyldu sinni.
Sumarsalatið sem hún gefur les-
endum Fréttablaðsins uppskrift
að í þetta skiptið er nokkurs
konar tilbrigði við hið víðfræga
Niçoise-salat. „Uppskriftin er úr
franskri kokkabók sem ég keypti
einhvern tíma á útsölu í Bókabúð
Steinars og hef notað mikið
síðan,“ útskýrir Vigdís.
Hún leggur annars áherslu á að
elda og borða hollan og góðan
mat. „Ég reyni að kaupa lífrænar
matvörur, og borða mikið af fiski,
grænmeti og ávöxtum. Hins
vegar er góður hamborgari líka
alltaf fínn svona inni á milli,“
segir hún og brosir.
Þar fyrir utan kveðst Vigdís
reyna að versla sem mest við þær
litlu sérverslanir sem helst er að
finna í miðbænum, en hún er sjálf
búsett á Óðinsgötu. „Fiskbúðin á
Freyjugötunni er til dæmis alveg
frábær, og líka Ostabúðin og Ygg-
drasill,“ segir Vigdís, sem þykir
það synd að sérverslanir séu ekki
í meiri blóma hér á landi.
„Kannski er þessi hluti menning-
arinnar samt að koma aftur. Ég
held að fólk sé orðið þreytt á að
fara alltaf í stórmarkaði. Þar fær
maður ekki almennilega ráðgjöf,
ekki sérþekkinguna sem er til
staðar í hinum verslununum,“
segir hún.
Vigdís hefur farið með hlutverk
Rósu Bjarkar í sýningunni Ástin
er diskó, lífið er pönk í Þjóðleik-
húsinu í vor, en síðasta sýningin á
þessu leikári er nú á laugardag. Í
haust bíða hennar hins vegar
fleiri skemmtileg verkefni í leik-
húsinu. „Þá ætlum við að halda
áfram með vinnu sem við byrjuð-
um á í vor, með Macbeth. Það er
mjög skemmtilegt mótvægi við
Ástin er diskó,“ segir Vigdís
kímin. „Svo verð ég í jólasýning-
unni líka, Sumarljós, og svo
kemur nóttin, eftir bók Jóns
Kalmans Stefánssonar. Hann er
ótrúlega flinkur og þetta er frá-
bær bók,“ segir Vigdís. „Svo nú
er bara gott að komast út til
Frakklands og endurnæra sig
svolítið,“ bætir hún við.
sunna@frettabladid.is
Hrifin af franskri matarhefð
LÉTT OG GOTT Vigdís Hrefna Pálsdóttir notar sem mest af lífrænum matvörum og er
hrifin af léttum og ferskum mat, á borð við franska sumarsalatið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRANSKT SUMARSALAT
500 g nýjar litlar kartöflur
ólívuolía
250 g kirsuberjatómatar
200 g haricot-baunir
200 g túnfiskur í dós
4 ansjósur, skornar endilangar í
mjóar ræmur
stórt búnt af basil
Salatsósa:
2 skallottulaukar, fínt skornir
3 msk. hvítvínsedik
2 msk. grófkorna sinnep
sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
7 msk. jómfrúarólívuolía
Sjóðið kartöflurnar í hýðinu í 20
mínútur.
Hitið ofninn í 200 °C. Smyrjið eldfast
mót með ólívuolíu og bakið tómatana
í 10 mín.
Setjið allt sem á að fara í salatsósuna,
nema olíuna, í krukku með loki og
hristið vel, bætið síðan olíunni við og
hristið aftur.
Skerið kartöflurnar í tvennt, setjið í
salatskál og blandið dressingunni
saman við.
Skellið baununum í sjóðandi vatn
í 2 mín. og setjið síðan saman við
kartöflurnar og túnfiskinn, ansjósurnar
og tómatana líka.
Rífið basilið yfir salatið og berið fram
„med det samme“ með heitu brauði.