Fréttablaðið - 12.06.2008, Side 66

Fréttablaðið - 12.06.2008, Side 66
46 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > NÆRFÖT FRÁ JESSICU Jessica Simpson mun senda frá sér nærfatalínu á næstunni. Þar með verður hún nánast komin með meiri umsvif í tískuheiminum en tónlistargeiranum, en hún hefur nú þegar lagt nafn sitt við töskur, sólgler- augu, skó og sundföt. Línan mun innihalda kynþokkafull nærföt og líka stelpuleg, að sögn söngkonunnar. „Þetta var óverðskuldaður heiður. Við vorum þarna á forsíðunni á fölskum forsendum. Sem er magn- að þegar það er haft í huga að menn hafa líklega ekki nema eitt tæki- færi á ævinni til að komast á for- síðu Moggans,“ segir Lísa Pálsdótt- ir útvarpsmaður, leik- og söngkona með meiru. Fyrsta forsíða Ólafs Stephensen, nýs Moggaritstjóra, þar sem gat að líta mynd af kríu sem sat á svans- höfði, vakti mikla athygli. Láðist að geta þess að svanurinn var úr plasti og því ekki um eins mikla heims- frétt að ræða og efni stóðu til. Og næsta forsíða var einnig misvís- andi því þar birtist mynd af hinum einstæða áhugamannaleikhópi Peð- inu en því haldið fram að þar færi Hala-leikhópurinn góði. Lísa segist ekki hafa neinar sér- stakar skýringar á þessu en Peðið, sem er einn fárra leikhópa í heimi sem starfa á bar, sýnir um þessar mundir Skeifu Ingibjargar á Grand Rokki. „Þetta var eitthvað rit- stjórnarklúður. Því ekki var stafur um Hala-leikhópinn í blaðinu. Þetta var fyndið... þeir sendu ljósmynd- ara á verðlaunasýningu Hala-leik- hópsins en fengu barleikhús í stað- inn,“ segir Lísa og segir leikarana hafa tekið þessu létt. Og bætir því við að aðeins séu þrjár sýningar eftir af Skeifunni, ein í kvöld, föstu- dagskvöld og eftirmiðdagssýning á laugardag. „Berlínarkabarett í heimsklassa,“ segir Lísa. - jbg Heimsklassakabarett LÍSA PÁLSDÓTTIR Stjórnar Peðinu sem komst óverðskuldað á forsíðu Morgun- blaðsins fyrir skömmu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Halldór Laxness er kominn á Facebook. Hann var skráður á þetta vinsæla vefsvæði þann 30. maí síðastliðinn. Þar er hægt að lesa stutt æviágrip og sjá fjórar myndir af Halldóri. Ef marka má síðuna þá er það Kanadabúi að nafni Gio Shanger sem stofnaði hana. Skáldið nýtur mikilla vinsælda á Facebook og hefur þegar eignast 216 aðdáendur á vefsvæðinu á aðeins ellefu dögum. Og þeim fjölgar ört með hverri klukkustund. Hann nær þó ekki sjónvarpskokkn- um Nigellu Lawson, hún á tæplega þúsund aðdáend- ur á Facebook. Meðal þeirra sem hylla Halldór á Facebook eru borgarfulltrúinn Svandís Svavarsdóttir, rithöfundurinn Hallgrímur Helgason, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefna- stjóri Viðeyjar og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og rithöfundur. Vefsíðan hefur lítil tengsl við Gljúfrastein, safnið í Mosfellssveit sem tileinkað er skáldinu. Guðný Halldórsdóttir, dóttir skáldsins, hafði ekki séð Facebook- síðuna, en fannst þetta bara hið besta mál. „Hann hefði eflaust átt að fara inn á netið fyrir fimmtíu árum,” segir Guðný sem taldi það prýðilega hugmynd að setja kannski Gljúfrastein inn á Facebook til kynningar, í ljósi vinsælda vefsíðunnar. -fgg Halldór Laxness á Facebook HALLDÓR MEÐ FACEBOOK Kanadabúi að nafni Gio Shanger hefur stofnað Facebook-síðu Hall- dóri Laxness til dýrðar. Hjónin Helgi Þórsson og Beate Stormo blása til við- burðarins Tísku og tónlistar í Eyjafirði á föstudag. Þar fer fram tískusýning með fatnaði sem þau hafa setið við sauma á síðustu mán- uði, auk þess sem Helgi og hljóðfæraleikararnir, með umræddan Helga fremstan í flokki, stíga á svið. Helgi segir hugmyndina fyrst hafa skotið upp kollinum fyrir um tíu árum síðan, í tengslum við „hljómsveitarstúss“. „Þá héldum við sýningu, og notuðum endur- unnið rúllubaggaplast og bagga- bönd og ýmsar sveitaafurðir til að gera fötin,“ útskýrir Helgi. „Hugmyndin lá svo í dvala í tíu ár, en í fyrra skelltum við Beate upp svipuðum viðburði, þá í félagsheimili í sveitinni. Við ákváðum að endurtaka leikinn í ár og erum búin að liggja í hönn- un og saumaskap síðustu mánuði, eftir að hafa njósnað á netinu um bestu straumana til að stela úr,“ segir hann kíminn. Þau Helgi og Beate hafa bæði látið til sín taka í handverki og listsköpun. Beate er eldsmiður, og hefur að auki unnið við að end- urgera miðaldabúninga. „Það þarf oft að fylgja ströngum regl- um, í sagnfræðilegum skilningi, en núna gafst tækifæri til að fríka alveg út með gamlar hugmyndir í nýjum búningi,“ útskýrir Helgi, sem segir klæðnaðinn helst falla undir lýsinguna nýrómantík. Fatnaðurinn, sem hann segir helst vera fyrir eyfirskar húsmæður og heimasætur, skiptist að sögn Helga í tvo flokka. „Þau eru annað hvort glæsileg eða glyðruleg. Stundum er það nærri því að fara saman, en í sannleika sagt er glyðrulega hönnunin frekar frá mér komin. Þau eru gjarnan gólf síð, pilsin hjá Beate,“ segir Helgi, sem kveðst hafa fulla trú á að markað fyrir fatnaðinn sé að finna í Eyjafirði „Já, já, hér er nóg af bæði glyðrum og glæsik- onum,“ segir hann og hlær við. Tónlist og tíska mun eiga sér stað í Vaðlareit, skógi í fjörunni gegnt Akureyri, á föstudag, og hefst klukkan 20.30. Bílastæði verður að finna í syðst í skóginum, og verður sérmerkt gönguleið á áfangastað. Miðaverð er eitt þús- und krónur fyrir fullorðna. sunna@frettabladid.is Glæsileg og glyðruleg tíska TÍSKA OG TÓNLIST Hjónin Helgi Þórsson og Beate Stormo halda viðburðinn Tísku og tónlist í Vaðlareit á föstudag, en þau hafa í sameiningu hannað þann fatnað sem þar verður sýndur. Nýlega hófust tökur á fyrstu kvikmyndinni sem Ricky Gervais, aðalkarlinn í The Office, leikstýr- ir og skrifar handritið að. Í henni leikur hann handritshöfund í heimi þar sem enginn hefur logið og enginn skáldskapur er til. Persóna Rickys verður fyrst til að finna upp á því að skálda með ófyrirséðum afleiðingum. Mynd- in kemur ekki fyrir almennings- sjónir fyrr en á næsta ári en meðal þeirra sem leika með Ricky í henni eru Jason Bateman, Jeni- fer Garner, Rob Lowe og Tina Fey. Ricky mun þó sjást fyrr á hvíta tjaldinu því hann leikur eitt aðal- hlutverkið í grínmyndinni Ghost Town sem tekin verður til sýn- inga í haust. Gervais í upptökum á eigin kvikmynd LEIKSTÝRIR EIGIN MYND Ricky Gervais gerir mynd um handritshöfund. Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 Við minnum á að umsóknarfrestur fyrir ungt tónlistarfólk rennur út á morgun, 13. júní. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem berast eftir að umsóknarfrestur rennur út. Umsóknum skal skila til Menningarsjóðs Glitnis, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. Reglur og nánari upplýsingar um styrkina er hægt að nálgast í móttöku Glitnis á Kirkjusandi 2 eða á www.glitnir.is/tonlistarfolk MENNINGARSJÓÐUR GLITNIS STYRKIR UNGT TÓNLISTARFÓLK H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 8 -1 1 8 9 ÖL L L IS TR Æ N AF RE K VE RÐ A LÉ TT AR I M EÐ FJ ÁR HA GS LE GU M S TU ÐN IN GI Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.