Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 8
8 17. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 Íslensk stuttmynd vann til verðlauna á þremur hátíðum um helgina. Hvað heitir hún? 2 Hvaða hátíð var haldin á Akureyri um helgina? 3 Hvað heitir nýtt safn Hita- veitu Suðurnesja um jarðvarma og orku? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 BRETLAND, AP Bretar munu beita Írana harðari refsiaðgerðum og gera ráð fyrir því að önnur Evr- ópuríki fylgi í kjölfarið. Þetta sagði Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, í gær. Brown og George W. Bush Bandaríkjaforseti héldu sameig- inlegan blaðamannafund eftir fund sinn í Downing-stræti 10 í London. Brown sagðist vilja tryggja samskipti milli ríkis- stjórnar sinnar og yfirvalda í Íran. Ef Íranar héldu þó áfram að hundsa ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna yrði að beita þá frekari refsiaðgerðum, sem yrðu til þess að landið myndi ein- angrast enn frekar. Hertar refsi- aðgerðir gagnvart Íran muni bein- ast að olíu- og gasvinnslu, sem og fjármálum. Áformað sé að frysta eignir stærsta banka landsins. Michael Ellam, talsmaður Browns, sagði eftir fundinn að Evrópusambandið hefði í stórum dráttum samþykkt aðgerðirnar. Utanríkisráðherrar sambandsins funduðu í Lúxemborg í gær. Eftir hann sagði Cristina Gallach, tals- maður utanríkismála hjá sam- bandinu, að formleg ákvörðun hefði ekki verið tekin, en að ljóst væri að lengra þyrfti að ganga. Bresk stjórnvöld tilkynntu einn- ig í gær að 230 breskir hermenn til viðbótar verði sendir til Afgan- istans á næstunni. Meðal þeirra eru verkfræðingar og herþjálfar- ar sem munu í auknum mæli vinna að því að efla afganska herinn. Nú þegar eru tæplega átta þúsund breskir hermenn í landinu. Meðal þess sem Bush og Brown ræddu einnig voru mál- efni Simbabve. Fram kom í máli Browns að alþjóðlegir eftirlits- menn yrðu að fá að fylgjast með forsetakosningunum þar í landi til þess að koma í veg fyrir kosn- ingasvindl Roberts Mugabe for- seta. Breskir embættismenn hafa sagt að þörf sé fyrir um það bil 400 eftirlitsmenn í kosning- unum. Brown sagði að undanfarnar vikur hafi stjórn Mugabes, sem væri nú örvæntingar- og ofbeld- isfyllri en áður, meðal annars orðið völd að 53 morðum. Hann sagði ástandið óviðunandi. Bush bætti því við að Bandaríkin myndu leggja sitt af mörkum til þess að kosningarnar færu fram eftir alþjóðlegum reglum. „Fólk- ið í Simbabve hefur þjáðst undir stjórn Mugabes og við munum starfa með ykkur í því að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosning- ar, sem Mugabe vill greinilega ekki að gerist,“ sagði Bush. thorunn@frettabladid.is Harðari refsiaðgerð- ir gagnvart Írönum Bretar munu beita Írana harðari refsiaðgerðum og gera ráð fyrir því að Evrópu- sambandið geri slíkt hið sama. Gordon Brown og George W. Bush ræddu meðal annars málefni Afganistans, Írans og Simbabve á fundi sínum í London í gær. BUSH Í LONDON George W. Bush og Gordon Brown brostu breitt á blaðamanna- fundinum í gær. Bush lýkur síðustu Evrópuförinni í forsetatíð sinni í Belfast í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sjáðu hvernig miðborg Reykjavíkur mun breytast á komandi árum. Sýning á skipulagi miðborgar verður opnuð á Laugavegi 33, 17. júní 2008. Á sýningunni mun borgarbúum og öðrum gefast kostur á að kynna sér þær tillögur sem eru í vinnslu fyrir miðbæ Reykjavíkur. Sýningin stendur í allt sumar. Borgarstjóri mun opna sýninguna klukkan 13.00. DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands, svo og tamninga- og hrossaræktarbú, af að hafa gabbað dýrmæta hryssu út úr eiganda hennar fyrir hundrað þúsund krónur. Hryssueigandinn hafði sett vel ættaða hryssu í tamningu á búinu. Þegar hann spurðist fyrir um hvernig gengi með hana var honum sagt „...að hún væri ljót, hundafóður, kolvitlaus, ekkert við hana tjónkandi og hún lyfti fótunum ekki yfir skítinn úr sjálfri sér“. Skömmu síðar frétti hryssueig- andinn að búið var að skipta á sléttu á henni og annarri hryssu sem var seld til útlanda á 3,5 milljónir. Hann fór í mál en tapaði því. - jss Héraðsdómur Suðurlands: Hart deilt um sölu á hryssu FÓLK Inga Ósk Guðmundsdóttir tapaði þrjátíu þúsund krónum þegar veskinu hennar var stolið í Kolaportinu fyrir tæpri viku. Inga Ósk er öryrki og var þetta bróðurparturinn af hennar mánaðarlegu launum. Hún tapaði einnig myndum af látnum eiginmanni sínum og fjórum börnum sem hún segir óbætanlegar. „Ég var með töskuna mína á göngugrindinni minni og leit af henni í augnablik. Einhver tók veskið mitt rétt á meðan en ég sá ekki hver átti í hlut. Mér finnst þetta mikið virðingar- leysi við mig,“ segir Inga Ósk, sem er nýorðin sextug og er öryrki vegna lömunarsjúkdóms. Inga Ósk leitaði til lögreglu og síns trygg- ingarfélags vegna atviksins en var tjáð að ekkert væri hægt að gera í máli hennar þar sem hún var ekki beitt eða henni hótað ofbeldi. „Mér er í raun sama um peningana en mikið vildi ég fá myndirnar mínar aftur og veskið mitt,“ segir Inga Ósk. Peningana ætlaði hún að nota til þess að fara í stutt ferðalag en segist nú þurfa að hætta við þau áform. „Ég fer þá bara á næsta ári þó það séu vonbrigði að geta ekki farið í þetta ferðalag. En mig langar að biðja þann sem rændi mig að skila veskinu í óskilamunadeildina hjá lögreglunni. Mig langar svo að fá myndirnar mínar til baka.“ Ómar Smári Ármannsson yfirlögregluþjónn merkir ekki aukningu á þjófnuðum en bendir fólki á að vera á varðbergi. - shá Öryrki missti dýrmætar persónulegar eigur þegar veski var stolið í Kolaportinu: Sama um peningana en saknar ljósmyndanna INGA ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR Í veskinu hennar Ingu, sem var stolið í Kolaportinu, voru óbætanlegir persónulegir munir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Talsmaður Lýðheilsustöðvar er ósáttur við áfengis- og tóbakskynningu sem haldin var á Broadway á dögun- um. „Við lítum svona mál alvarlegum augum,“ segir hann. Sígarettum var dreift meðal gesta auk þess sem stórar tóbaksauglýsingar héngu á veggjum. „Augljóslega er um skýrt lögbrot að ræða,“ segir fulltrúi heilbrigðiseftirlitsins. Ásgeir Johansen framkvæmda- stjóri innflutningsfyrirtækisins RJC, sem stóð fyrir kynningunni, sagði hana löglega. „Þetta var lokuð kynning fyrir fagaðila og tekið er fram á boðsmiðanum að hún sé einungis fyrir leyfishafa tóbaks og fulltrúa þeirra.“ - ges Talsmaður Lýðheilsustöðvar: Ósáttur við tób- akskynningu SÍGARETTUR Stundum er erfitt að meta hvort um auglýsingu er að ræða. Unnustan stal senunni Unnusta finnska forsætisráðherrans Matta Vanhanen, Sirkka Mertala, stal algjörlega senunni á fundi norrænu forsætisráðherranna í Motala í Svíþjóð nýlega. Óvenjumargir finnskir frétta- menn eru á staðnum og fylgjast með hverju skrefi sem Mertala tekur, að sögn finnskra og sænskra vefmiðla. NORÐURLÖND Sagði frá misnotkun í ritgerð Sænsk stúlka þagði um kynferðislega misnotkun föður síns í tíu ár. Eftir að hafa lesið bókina Bak við luktar dyr fór hún að velta þessu fyrir sér. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að það myndi bara hjálpa mér,“ hefur Expressen eftir henni. Að lokum ákvað hún að skrifa ritgerð um misnotkunina sem hófst þegar hún var fimm ára. Faðirinn hefur nú verið ákærður. SVÍÞJÓÐ STJÓRNSÝSLA „Þó samið sé við aðra en SÁÁ þá kastar það í engu rýrð á þeirra störf og þá miklu reynslu sem þeir svo sannarlega hafa,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur- borgar, um val á rekstaraðilum til að reka heimili fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Hún segir SÁÁ ekki geta litið svo á að samtökin hafi einkarétt á svona starfsemi. „Innri endurskoð- un borgarinnar leggur til að við göngum til samninga við Heilsu- verndarstöðina.“ Hagkvæmasta tilboðinu verði því tekið og fyrir því liggi ítarlegur rökstuðningur. „Mér finnst ótrúlegt þetta endalausa hjakk sem á ekki við nein rök að styðjast, búið er að fara yfir málið og niðustaða innri endurskoðunar er skýr.“ - ovd Samið við Heilsuverndarstöð: Kastar ekki rýrð á SÁÁ JÓRUNN ÓSK FRÍMANNSDÓTTIR BANDARÍKIN, AP Veðurfræðingar spá því nú að vatnsyfirborðið í Iowa-ánni í Bandaríkjunum verði ekki jafn hátt og áður var búist við. Því er vonað að háskólaborg- in Iowa City sleppi betur en á horfðist í fyrstu. Á undanförnum vikum hafa fimmtán látist af völdum óveðranna og flóðanna í Iowa. 24.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Cedar Rapids. - hþj Fimmtán látnir á síðustu vikum: Yfirborð lægra en áður talið Fólkið í Simbabve hefur þjáðst undir stjórn Mugabes og við munum starfa með ykkur í því að tryggja frjáls- ar og sanngjarnar kosningar, sem Mugabe vill greinilega ekki að gerist. GEORGE W. BUSH FORSETI BANDARÍKJANNA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.