Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 34
18 17. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is KEN LIVINGSTONE ER 63 ÁRA „Ef kosningar skiptu máli, væri búið að leggja þær niður.“ Ken Livingstone er breskur stjórn- málamaður og fyrrverandi borgar- stjóri í London. Blint kaffihús opnar í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 í dag. Hópur ungs fólks í Ungblind, ungmennadeild Blindra- félagsins, mun starfrækja kaffihúsið í samstarfi við Hitt húsið í sumar. Kaffihúsið verður algerlega myrkvað og geta gestir sest þar niður og fengið sér mat eða kaffi og meðlæti í svartamyrkri. „Við höfðum áður prófað þetta einn og einn dag en núna er meiningin að starfrækja kaffihúsið í mánuð og má segja að við séum að renna svolítið blint í sjóinn með þetta,“ segir Bergvin Oddsson, tómstundafulltrúi Ungblind, og hlær. Á kaffihúsinu munu fimm ungmenni úr Ungblind, á aldrin- um 17-22 ára, ýmist þjóna eða elda. „Við verðum með tvo leið- beinendur frá Hinu húsinu sem verða okkar augu. Þeir verða í eldhúsinu ásamt tveimur sjónskertum ungmennum en síðan þjóna þrjú alblind ungmenni til borðs,“ útskýrir Bergvin. Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu og kaffi, kökur og bakkelsi í kaffinu. Súpan og kakan verða búnar til á staðn- um en Orkan styrkir kaffihúsið um bakkelsi og brauð. Spurður hvort kaffihúsið sé undir áhrifum frá erlend- um almyrkvuðum veitingastöðum segir Bergvin hugmynd- ina eflaust upphaflega komna frá þeim. „Við höfðum heyrt um blinda veitingastaði í Berlín, París og London en ekkert okkar hefur sótt þá heim,“ segir Bergvin. Hann hvetur sem flesta til að líta inn og bragða súpu eða bakkelsi í myrkrinu enda segir hann bragð, lykt og heyrn efl- ast til muna. „Þetta er alveg ný upplifun fyrir sjáandi fólk og er vaninn að það fari að hvísla um leið og það kemur inn. Þegar augun eru svo farin að venjast myrkrinu fer fólk að sjá útlínur og þá er hægt að gera sér í hugarlund hvernig það er að vera sjónskertur,“ lýsir Bergvin. Hann segir að þegar sé búið að taka við pöntunum frá hópum og fyrirtækjum sem vilja prófa að borða hádegismat í svartamyrkri. Kaffihúsið verður opið frá 11-18 í dag en annars frá 11-15 virka daga og 12-16 laugardaga, næstu fjórar vikurnar. vera@frettabladid.is UNGBLIND: BÝÐUR Í BLINT KAFFI Súpa og brauð í svartamyrkri BORÐAÐ BLINDANDI Bergvin Oddsson, tómstundaráðgjafi Ungblind, hefur unnið að hagsmunabaráttu blindra- og sjónskertra og gaf nýlega út fyrstu skáldsögu sína Allt fer úrskeiðis. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ástkær móðir okkar, Guðrún Ágústsdóttir frá Æðey, lést föstudaginn 13. júní á líknardeild LSH í Kópavogi. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Reynir Heide Birgitte Heide Nína Heide. Ástkær móðir okkar, Lilja Guðlaugsdóttir áður til heimilis á Garðarsbraut 36, Húsavík, lést á Landspítala Fossvogi 6. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elín Björk Hartmannsdóttir Már Eyfjörð Höskuldsson Hildur Hauksdóttir Erna Hauksdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingvar Gunnlaugsson frá Gjábakka, Vestmannaeyjum, Heimahaga 12, Selfossi, lést sunnudaginn 15. júní á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir Elísabet Ingvarsdóttir Guðmundur Þórarinn Óskarsson Guðmundur Kristinn Ingvarsson Elínborg Gunnarsdóttir Þröstur Ingvarsson Guðbjörg Hrefna Bjarnadóttir Svanur Ingvarsson María Óladóttir Þuríður Ingvarsdóttir Einar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Hönnu Ragnarsdóttur Sóltúni 11, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, 28. maí sl. Innilegar þakkir til allra sem önnuðust hana í lang- vinnum veikindum. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar yfirlæknis, hjúkrunarþjónustunnar Karitas og alls starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Guðmundur Einarsson Kristín Guðmundsdóttir Vignir Einar Thoroddsen Ásdís Guðmundsdóttir Þórarinn V. Þórarinsson Árni Guðmundsson Hrönn Stefánsdóttir Hanna Kristín Thoroddsen Mark Van Daalen Arndís Þórarinsdóttir Haukur Þorgeirsson Hildur Þórarinsdóttir Trausti Þorgeirsson Ástkær stjúpmóðir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, Kristveig Jónsdóttir, Hólmgarði 15, áður Bakka á Kópaskeri, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarþjónust- una Karitas. Árni Hrafn Árnason Hlín P. Wíum Gunnar Árnason Sólveig Jóhannesdóttir Ástfríður Árnadóttir Þorsteinn Helgason Einar Árnason Ragnheiður Friðgeirsdóttir Jón Árnason Metta Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og tengdadóttir, Jónína Björg Guðmundsdóttir Álakvísl 10, Reykjavík, lést föstudaginn 13. júní á krabbameinsdeild LSH. Hnikarr Antonsson Ýr Hnikarsdóttir Arnar Már Bergmann Arnór Hnikarsson Anna Kristín Höskuldsdóttir Rebekka Hnikarsdóttir Hnikarr Örn Arnarson Bergmann Guðmundur S. Magnússon Kristín Gunnarsdóttir Jóhanna Guðjónsdóttir Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ingibjörg Jónsdóttir áður til heimilis að Strandgötu 45, Eskifirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að kvöldi fimmtudagsins 12. júní. Greta J. Ingólfsdóttir Friðný Ingólfsdóttir Auður Ingólfsdóttir Bragi Michaelsson Ingólfur Friðgeirsson Svanhildur Sveinbjörnsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg systir mín og frænka okkar, Hanna Ólöf Guðmundsdóttir Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 12. júni. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 23. júní klukkan 13. Kristín Guðmundsdóttir og systkinabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingibjörg Þ. Guðbjörnsdóttir Norðurbrún 1, Reykjavík, lést þann 12. júní á LHS Fossvogi. Útförin verður gerð frá Áskirkju þann 23. júní kl. 15.00. F.h. annarra vandamanna Guðbjörn Sigvaldason Jónína M. Árnadóttir Kristján Jóhann Sigvaldason Silja Hlín Guðbjörnsdóttir Gísli Freyr Guðbjörnsson 55 ára afmæli Kæru vinir og ætting jar. Nú eru fi mm ár síðan við hittumst og gengum saman í Heiðmörk á fi mmtugsafmæli mínu. Nú er kominn tími til að endurtaka leikinn. Vonast til að sjá sem fl esta á sama stað í Heiðmörk á morgun, miðviku- daginn 18. júní 2008 kl. 18. Kökur og heitt súkkulaði eftir gönguna. Hlakka til að sjá ykkur. Margrét Árnadóttir (Magga meiriháttar). Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Einarsdóttir Hagamel 23, lést á Grund aðfaranótt laugardagsins 14. júní. Einar Júlíusson Valfríður Gísladóttir Sigríður Júlíusdóttir Rögnvaldur Ólafsson Jón Júlíusson Jónína Zophoníasdóttir Áslaug Júlíusdóttir Björn Júlíusson Rannveig Einarsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.