Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 38
22 17. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR Eins og fram hefur komið mun Skjár einn efna til söfnunarátaks til styktar Krabbameinsfélaginu og senda út skemmtiþátt í beinni útsendingu föstudaginn 20. júní. Skipuleggjendur, þátttakendur og starfsmenn þáttarins verða svo til eingöngu konur og munu fjölmargar landsþekktar konur leggja sitt af mörkum. Merkilegt þykir að þar á meðal verða sjónvarpsstjörnur af öðrum stöðvum og hafa þær Svanhildur Hólm, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Kolfinna Baldvinsdóttir og Nadía Banine staðfest þátttöku sína. Dagskráin hefst klukkan níu og mun ágóði söfnunarinnar renna óskertur til átaksins „Á allra vörum,“ sem hefur það að markmiði að leggja Krabbameins félagi Íslands lið við að kaupa ný tæki sem greina brjóstakrabbamein á frumstigi.folk@frettabladid.is > BARN Í MYRKRI Hjónin Gavin Rossdale og Gwen Stefani bíða nú komu annars barns þeirra í heim- inn. Þau hafa ekki fengið að vita hvers kyns barnið er, en það kemur ekki að sök við innréttingu barnaher- bergis: hjónin hafa málað það svart. „Barnið verður „goth“ svo það skiptir ekki máli hvors kyns það verð- ur,“ segir Rossdale. Keppinautar sameinast ALLAR SJÓNVARPS- STÖÐVARNAR Í SKÓG- INUM ERU GÓÐIR VINIR Sjónvarpsstjörnur af RÚV, Stöð 2, ÍNN og Skjá einum munu sameinast til að styrkja Krabba- meinsfélagið. Tímaritið Reykjavík Grape- vine fagnaði fimm ára afmæli sínu með teiti í Viðey síðastliðið föstudags- kvöld. Þangað lögðu leið sín skemmtanaþyrstir gestir sem settu eins og eina báts- ferð ekki fyrir sig − þótt sumir hafi mætt á þyrlu. Grapevine-gleði í Viðey Veðurguðirnir gerðu vel við Grapevine - gesti í Viðey á föstudagskvöldið, en skemmtihald var reyndar í höndum hljómsveitarinnar Dáðadrengja, sem gerðu sér lítið fyrir og mættu á þyrlu. Fólk fagnaði fimm ára afmæli blaðsins ýmist úti í lautu eða inni í húsi, en það var ekki annað að sjá en að allir hefðu skemmt sér vel. Á meðal gesta voru tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir og Krummi, leikarinn Arnmundur Ernst Björnsson, hönnuðirnir Bryn- hildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll og tónlistarkonan Mr. Silla. VIÐRAR VEL TIL VEISLUHALDA FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VIK TO R Ö R N Hljómsveitin með langa nafnið, Ultra Mega Techno Bandið Stefán, er þekkt fyrir að ótroðnar slóðir í kynningu á efni frá sér. Á morgun ættu höfuðborgarbúar að horfa til himins því hljómsveitin hyggst nota loftin blá til að kynna væntan- lega plötu. Hljómsveitin er nefni- lega búin að leigja sér flugvél sem á að fljúga með borða yfir mið- borg Reykjavíkur milli klukkan tvö og fjögur til að hita aðeins upp fyrir væntanlega útgáfu. „Ég ætla ekki að gefa upp hvað þetta kostar en þetta er tiltölulega ódýrara en að kaupa sér heilsíðuauglýsingu í einhverjum prentmiðli,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, söngvari hljómsveitarinnar. Hann bætir því við að hljóm- sveitin hafi alltaf verið stórtæk frá upphafi og hljómsveitar- meðlimirnir þrífist á því að hugsa stórt. „Við ætlum okkur að brjóta blað í sögu íslenskra hljómsveita,“ segir Sigurður. Hann bætir því við að platan sem þarna verður auglýst sé hins vegar ekki alveg tilbúin. Þeir vilji hins vegar halda aðdáendum sínum á tánum. „Við erum að vanda okkur mjög mikið og þetta verður eitt heilsteyptasta verk sem fólk hefur heyrt í langan tíma,“ lýsir Sigurður yfir, án þess að hika. - fgg Kynna sig með flugvélaborða STÓRTÆKIR Ultra Mega Techno Bandið Stefán hugsar stórt og hefur leigt sér flugvél.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.