Fréttablaðið - 30.06.2008, Side 1

Fréttablaðið - 30.06.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 30. júní 2008 — 176. tölublað — 8. árgangur Baldursnesi 6 Akureyri 0501414imíS Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 Heilsunuddpottar ARNALDUR HALLDÓRSSON Osturinn spænist upp og klárast jafnharðan • heimili • golf Í MIÐJU BLAÐSINS HÍBÝLI Litríkar og mynstraðar flísar næsta æði Sérblað um híbýli og baðherbergi FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Rannsóknarmaður og frístundamálari Jón Bogason heldur sína fyrstu einkasýningu. TÍMAMÓT 16 VÍÐA VÆTA Í dag verða norðaust- an 5-13 m/s hvassast austan Vatna- jökuls. Rigning eða skúrir en þurrt að mestu á landinu vestanverðu. Hiti 7-16 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 8 9 9 14 14 PÁLL ARASON Reðurgjafi í mjaðmaaðgerð Með nagla í löppinni í tvö ár FÓLK 30 Fótboltakona flutt heim Dóra María Lárusdóttir mælir hiklaust með því að fótboltastelpur horfi til Bandaríkjanna, en hún kom heim frá Rhode Island í vor. FÓLK 30 DÝRALÍF „Í ofanálag við lögbrotið er þetta siðleysi á hæsta stigi,“ segir Einar Þorleifsson náttúrufræðing- ur. Einar hefur, í nafni Fuglaverndarfélags Íslands, lagt fram kæru á hendur Ólafi Sigurðssyni meindýra- eyði, sem rekur fyrirtækið Kóngulóarmaðurinn. Einar segir Ólaf hafa snúið friðaða starraunga úr hálsliðn- um fyrir framan sig og ellefu ára gamlan systurson sinn. Ólafur neitar allri sök. „Okkur var mjög brugðið. Sér í lagi þó systursyni mínum sem er mikill dýravinur. Ég sagði manninum að þetta væri lögbrot, en hann hreytti í mig á móti „hringdu þá í lögguna“ um leið og hann drap ungana,“ segir Einar. Ólafur segist ekkert hreiður og enga fugla hafa tekið á viðkomandi stað. Hann segist hafa athugað aðstæður og séð að þar var hreiður með fuglum í. „Ég skil ekki hvað manninum gengur til. Ég held að þessi maður sé að hræða meindýraeyða frá því að nálgast starrann og skil það sjónarmið, en þetta er komið út í vitleysu,“ segir Ólafur. - kg Náttúrufræðingur kærir meindýraeyði fyrir ólöglegt dráp á starraungum: Kóngulóarmaðurinn kærður HEILBRIGÐISMÁL „Við erum mjög óánægð með sinnuleysi heilbrigð- isyfirvalda varðandi endurhæf- ingu þeirra sem helst þurfa á henni að halda“ segir Gunnar Finnsson, stjórnarformaður Hollvina Grens- ásdeildar. Deildin starfar í 35 ára gömlu húsnæði sem stenst ekki nútímakröfur segir yfirlæknir. „Frá stofnun Grensásdeildar árið 1973 hefur þjóðinni fjölgað um rúm 40 prósent. Þeim sem þurfa á endurhæfingu að halda hefur samt fjölgað meira en sem því nemur vegna þess að meðal- aldur hefur hækkað og fleiri lifa af alvarleg slys og veikindi vegna bættrar heilbrigðisþjónustu almennt. Þetta fólk þarf mikla end- urhæfingu sem tekur mánuði og jafnvel ár. Það hefur engu verið bætt við á endurhæfingardeildinni til mótvægis við þetta,“ segir Gunnar. Guðrún Karlsdóttir, yfirlæknir á endurhæfingarsviði Landspítal- ans, segir að miklar breytingar hafi orðið á endurhæfingu á undanförnum árum en aðstöðu- leysi komi í veg fyrir að hægt sé að beita nýjustu og skilvirkustu aðferðum. Guðrún segir að yfir- leitt þurfi fólk ekki að bíða lengi eftir að komast inn á Grensásdeild. „En við vildum koma fleira fólk að og fyrr.“ Kristín Thorberg, formaður Félags fagfólks um endurhæfingu og starfsmaður deildarinnar, segir að starfsemin sé löngu búin að sprengja húsnæðið utan af sér. „Það er einstaklingsbundið hvaða áhrif aðstöðuleysið hefur. Mín upplifun er sú að þetta fólk fái ekki þá möguleika sem þyrfti til að ná bata fyrr. En það verður líka að segjast að fólk kemur mun veikara inn á deildina en áður var vegna þrengsla á Landspítalanum og er ekki tilbúið í endurhæfingu.“ Nefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytisins hefur til athugunar upp- byggingu Grensásdeildar en getur ekki þegið tilboð Tryggingafélags- ins Sjóvár um að fjármagna bygg- ingu viðbótarálmu vegna útboðs- skyldu. - shá / sjá síðu 6 Mikið fatlað fólk líð- ur fyrir aðstöðuleysi Endurhæfing þeirra sem slasast eða veikjast illa líður fyrir aðstöðuleysi á Grens- ásdeild Landspítala. Með betri aðbúnaði gæti fólk hafið störf og daglegt líf fyrr en nú er, að mati sérfræðinga. Málefni deildarinnar eru til skoðunar hjá ríkinu. HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GOLF ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Í uppgerðu einbýlishúsi við Nýlendugötu leynist ostaskeri sem slegið hefur í gegn. erum samstíga í heimilishaldinu og enginn ágrein-ingur um útlit heimilisins hér á bæ; Unnur ræður þessu öllu “ segir A ld k Græjukarl með ostaskera Arnaldur Halldórsson ljósmyndari með ostaskerann góða frá Stelton. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður árið 1934 og var hann fyrsti golfklúbbur lands- ins. Sumarið 1935 var fyrsta golfmótið haldið í Laugardaln- um. Var það stórviðburður og héldu margir að hér væri um að ræða eitthvert stundargam- an hjá heldra fólki sem félli fljótt í gleymsku en reyndin varð önnur. Myndarammar eru inni á öllum heimilum. Heimilið verður fallegra og hlýlegra ef myndir af fjölskyldu og vinum eru á veggjum eða í hillum. Hægt er að hafa ólíka ramma í mismunandi litum til að lífga upp á heimilið. Kylfingar úr Golffélagi Reykjavíkur taka þátt í alþjóðlegu golfmóti sem haldið verður í Þýskalandi í byrjun ágúst. Keppt verður á GC Heddesheim-golfvell- inum í Heddesheim. Mótið er nú haldið í sjötta sinn og er umgjörð þess öll hin glæsilegasta. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Útsalan hefst í dag híbýli – baðherbergiMÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 Kominn í kántríið Helgi Björnsson verður fimmtugur á næst- unni. Hann fagnar afmælinu með útgáfu kántríplötu. FÓLK 22 Atli Viðar hetja FH-inga FH náði fjögurra stiga forskoti á toppnum í Lands- bankadeildinni. ÍÞRÓTTIR 26 SPÁNN „Fólk er að flauta úti á götu og fagna og fánar úti um allt,“ segir Brynja X. Vífilsdóttir, sem býr í Madrid. Sannkölluð þjóðhátíð hafi verið í landinu eftir „verðskuldaðan“ sigur Spánverja í Evrópumeistara- mótinu. „Ég held bara að hver einasta manneskja í landinu hafi verið límd við skjáinn á meðan leikurinn stóð,“ segir Brynja. Fótbolti skipti mjög miklu máli í landinu. Spænskir fjölmiðlar voru og undirlagðir af boltanum í gær- kvöldi og kepptust við að fagna því hvernig Spánn hefði lagt Evrópu að fótum sér. Jóhann Karl Spánarkonungur lýsti því yfir að hann hefði þjáðst meðan hann fylgdist með leiknum, en það hefði sannarlega verið þess virði. - kóþ / sjá síðu 24 Mikill fögnuður á Spáni: Allir á Spáni í hátíðarskapi LANGÞRÁÐ STUND FYRIR SPÁNVERJA Iker Casillas, fyrirliði og markvörður Spánverja, lyftir hér Evrópumeistarabikarnum, við góðar undirtektir félaga sinna, eftir að spænska liðið sigraði Þjóðverja, 1-0, í úrslitaleiknum í Vínarborg í gærkvöldi. Þetta er fyrsti titill Spánverja í heil 44 ár. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND Sextán særðust á hersýningu nálægt Carcassonne í Suðaustur-Frakklandi í gær þegar raunverulegar byssukúlur reyndust vera í byssunum í stað púðurskota. Fjórir eru alvarlega særðir, þar á meðal ungt barn. Fréttavefur BBC greinir frá þessu. Verið var að sýna hvernig lausn gísla færi fram. Ekki er ljóst af hverju raunverulegar byssukúlur voru í byssunum. Hermaðurinn sem skaut hefur verið handtekinn. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á atvikinu. - gh Hersýning í Frakklandi: Sextán særðir FRANSKIR HERMENN Meðal alvarlega særðra er þriggja ára barn. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.