Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.06.2008, Qupperneq 6
6 30. júní 2008 MÁNUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 23 61 0 5/ 08 • OR ætlar að knýja meirihluta bílaflota síns með vistvænum eldsneytisgjöfum árið 2013. www.or.is Íslenska flóran í Elliðaárdal Orkuveitan efnir til göngu- og fræðslu- ferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðríðar Helgadóttur, líffræðings, þriðjudagskvöldið 1. júlí. Skoðað verður margbreytilegt gróður- far í dalnum, blóm- plöntur og byrkningar. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér stækkunargler. Gangan hefst kl. 19.30 við Minjasafnið í Elliðaárdal. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. HEILBRIGÐISMÁL Aðstöðuleysi á Grensásdeild Landspítalans er farið að koma niður á endurhæf- ingu fólks sem lendir í alvarlegum slysum og veikindum, er einróma mat sérfræðinga. Tryggingafélag- ið Sjóvá hefur boðið ríkinu að fjár- magna byggingu viðbótarálmu en því erindi hefur ekki verið svarað. „Við erum mjög óánægð með sinnuleysi heilbrigðisyfirvalda varðandi endurhæfingu þeirra sem helst þurfa á henni að halda“ segir Gunnar Finnsson, stjórnarformað- ur Hollvina Grensásdeildar. „Frá stofnun Grensásdeildar árið 1973 hefur þjóðinni fjölgað um rúm 40 prósent. Þeim sem þurfa á endur- hæfingu að halda hefur samt fjölg- að meira en sem því nemur vegna þess að meðalaldur hefur hækkað og fleiri lifa af alvarleg slys og veikindi í kjölfar bættrar heil- brigðisþjónustu almennt. Þetta fólk þarf mikla endurhæfingu sem tekur mánuði og jafnvel ár. Það hefur engu verið bætt við á endur- hæfingardeildinni til mótvægis við þetta“, segir Gunnar. Guðrún Karlsdóttir, yfirlæknir á endurhæfingarsviði Landspítalans, segir að húsakosturinn sé barns síns tíma. „Það þarf sérstaklega að bæta þjálfunaraðstöðuna. Erlendis er hún víðast hvar miklu betri.“ Guðrún segir að miklar breytingar hafi orðið á endurhæfingu á undan- förnum árum en aðstöðuleysi komi í veg fyrir að hægt sé að beita nýj- ustu og skilvirkustu aðferðum. Guðrún segir að yfirleitt þurfi fólk ekki að bíða lengi eftir að komast inn á Grensásdeild. „En við vildum koma að fleira fólki og fyrr. Það hefur líka með manneklu á deild- inni að gera því erfitt hefur reynst að fá hjúkrunarfólk og þjálfara til starfa sem tengist aðstöðuleysinu og launakjörum.“ Tryggingafélagið Sjóvá hefur lýst sig reiðubúið að fjármagna byggingu viðbótarálmu við Grens- ásdeild og jafnframt að gefa tíu til fimmtán prósent af heildarkostn- aði. Hugmyndin er að ríkið leigi bygginguna af Sjóvá og taki hana svo yfir í fyllingu tímans. Inga Jóna Þórðardóttir, formað- ur nefndar um fasteignir, nýbygg- ingu og aðstöðu heilbrigðisstofn- ana, segir að tilboð Sjóvá hafi verið skoðað en nefndin komist að þeirri niðurstöðu að bjóða yrði verkið út til að gæta þess að aðrir stæðu jafnfætis Sjóvá. „Við erum hins vegar að skoða málefni Grensáss og mögulega uppbyggingu á þessu svæði. Við erum að skoða ýmsa möguleika og ekki síst fjármögn- unina. Ég vona að það styttist í framkvæmdir og ágætar hug- myndir eru komnar fram.“ svavar@frettabladid.is Aðstöðuleysi bitnar á endurhæfingunni Mikið fatlað fólk fær ekki bestu aðhlynningu á Grensásdeild Landspítalans vegna aðstöðuleysis, er mat fagfólks. Sjóvá hefur boðist til að fjármagna viðbótar- álmu. Hollvinir deildarinnar segja stjórnvöld sinnulaus gagnvart vandanum. Í ENDURHÆFINGU Skjólstæðingar Grensásdeildar eru þeir sem hafa slasast mjög alvarlega eða glímt við erfið veikindi. Aðstæður til endurhæfingar eru ófullnægjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INGA JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR GUNNAR FINNSSON WASHINGTON, AP Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi fyrir helgi dóm þess efnis að bandaríska stjórnarskráin verji rétt borgara til að eiga og bera skotvopn. Stjórnvöldum sé því óheimilt að banna fólki að bera byssur. Dómurinn fellir úr gildi lög í Washington-borg sem takmörk- uðu mjög rétt til byssueignar. Öryggisvörður í borginni sem vildi hafa skammbyssu heima hjá sér höfðaði málið. Með dóminum er leyst úr gam- alli deilu um hvernig túlka beri annan viðauka við stjórnarskrá Bandaríkjanna sem settur var 1791. Þar stendur: „Vel skipulögð heimavarnasveit, sem nauðsyn- leg er öryggi frjáls ríkis, rétt fólks til að eiga og bera vopn, má ekki ganga á.“ (Á ensku stendur: „A well regulated militia, being necessary to the security of a free state, the right of the people to keep and bear arms, shall not be infringed.“) Deilt hafði verið um hvort byss- ueignarrétturinn væri með ein- hverjum hætti bundinn aðild að heimavarnarsveit, en nú hefur rétturinn dæmt að svo sé ekki. Ólíklegt er þó að dómurinn hindri vissar takmarkanir á byssuburði, svo sem bann við að selja glæpamönnum byssur eða við að bera byssur í skólum. - gh Hæstiréttur Bandaríkjanna telur stjórnarskrána verja rétt fólks til að bera byssur: Bann við byssueign ólögmætt STEFNANDI FAGNAR NIÐURSTÖÐUNNI Fimm af níu hæstaréttardómurum töldu bann við byssueign ekki standast. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Farið verður af stað með tilrauna- verkefni um þjónustusíma fyrir aldraða sem nýta sér heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Reiknað er með að um 3.000 notendur geti nýtt sér símann gangi verkefnið vel. Í september síðastliðnum fór í gang tilraun með svokallaðan öryggissíma, en þá geta aldraðir hringt vanhagi þá um eitthvað. Þjónustusíminn er þróaðri útgáfa af því verkefni. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir aðeins hafa borið á því að aldraðir hafi litið á öryggissímann sem nokkurs konar neyðarhnapp. „Því miður var eins og fólk skynjaði ekki að það gæti hringt og fengið upplýs- ingar þó ekki væri um neyðartilvik að ræða. Að öðru leyti gekk verkefnið vel,“ segir Jórunn. Nú verður tíu til fimmtán manns boðin sú þjónusta að hringt verði í þá einu sinni á dag. Með því er hægt að kanna lyfjagjöf, fótaferð, heilsu, nær- ingu og félagslega líðan, svo eitthvað sé nefnt. Gangi verkefnið vel verður öllum notendum boðin sú þjónusta. „Þetta er alþekkt í nágrannalöndum okkar,“ segir Jórunn. „Þetta styður við fólk heima og hentar til að mynda mjög vel þeim sem eru félagslega einangrað- ir en vilja ekki heimsóknir.“ - kóp Reykjavíkurborg býður upp á hringingar heim fyrir fólk í heimaþjónustu: Nýr þjónustusími fyrir aldraða ÞJÓNUSTUSÍMI Öldruðum verður boðið upp á þá þjónustu að hringt verði í þá og líðan þeirra könnuð. Frá fundi um átak í málefnum aldraðra í fyrra þar sem öryggissíminn var kynntur. KÍNA, AP Þúsundir mótmælenda í Guizhou-héraði í Suðvestur-Kína réðust gegn lögreglumönnum og kveiktu í opinberum byggingum og lögreglubílum í fyrradag. Mikil reiði braust út meðal íbúa þegar lögregla tilkynnti að ung stúlka, sem fannst látin fyrr í júní, hafi framið sjálfsmorð. Fjölskylda stúlkunnar segir að henni hafi verið nauðgað og hún myrt af syni embættismanns. Fregnir herma að hundrað og fimmtíu hafi slasast í óeirðunum og tvö hundruð verið handteknir. Yfirvöld sögðust hafa náð tökum á óeirðunum í gær. - gh Óeirðir í Kína: Brenndir bílar og byggingar FILIPPSEYJAR, AP Erfiðlega hefur gengið að fjarlægja lík úr ferju sem sökk við strendur Filippseyja í fellibyl næstsíðasta laugardag. Voru 850 farþegar í skipinu og er enn mikils meirihluta þeirra saknað. Kafarar komust fyrst að skipinu á þriðjudag þegar fellibylinn lægði. Lík farþega hafa flotið upp í klefum skipsins og hefur köfurum reynst erfitt að koma þeim út eftir þröngum skipsgöngunum. Hafa lóð verið notuð til að þyngja líkin. Aðeins 56 af þeim sem voru um borð tókst að bjarga á lífi. Vel á annað hundrað líka hefur skolað upp á strendurnar í kring. - gh Skipsskaði á Filippseyjum: Lík föst í skipi PRINSESSA STJARNANNA Aðeins kjölur ferjunnar stendur nú upp úr sjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJARSKIPTI Síminn hefur sett upp nýjar GSM-stöðvar á Geitafells- hnjúk, í Bárðardal og á Slórfelli á Möðrudalsöræfum. Í fréttatilkynningu frá Símanum segir að stöðin á Geitafellshnjúki styrki sambandið efst í Aðaldal, í Laxárdal og á Kísilveginum. Drægni á Húsavíkurfjalli var einnig aukin hjá Símanum en nú er langdrægnin orðin um 100 kílómetrar á haf út og nær þjónustusvæðið alveg til Gríms- eyjar. - vsp GSM-kerfi Símans stækkar: Stækkar kerfið á Norðurlandi STJÓRNMÁL Í ljósi nýjustu frétta um frekari virkjana- og álvers- framkvæmdir hvetja Ung vinstri græn ungliðahreyfingu Samfylk- ingarinnar, Unga jafnaðarmenn, til þess að endurskoða val sitt á flokki. Þetta segir í ályktun ungra vinstri grænna. Tilefnið er ályktun Ungra jafnaðarmanna um samflokks- menn sína í Samfylkingunni þar sem áframhaldandi virkjanafram- kvæmdir eru fordæmdar. Ung vinstri græn telja að með áframhaldandi virkjanafram- kvæmdum sé Samfylkingin að svíkja kosningaloforð sitt um „Fagurt Ísland.“ -vsp Ung vinstri græn álykta: Hvetja samfylk- ingarfólk til sín Ökumaður á amfetamíni Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Akureyri á miðnætti á föstudag. Í ljós kom að ökumaðurinn og farþegi í bílnum voru með um það bil sex grömm af amfetamíni í fórum sínum. LÖGREGLUFRÉTTIR Ertu sammála því að almenn húsnæðislán verði ekki ríkis- styrkt eins og Eftirlitsstofnun Efta vill? Já 19% Nei 81% SPURNING DAGSINS Í DAG Vilt þú endurvekja strandsigl- ingar við Ísland? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.