Fréttablaðið - 30.06.2008, Side 12

Fréttablaðið - 30.06.2008, Side 12
12 30. júní 2008 MÁNUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Lögin um staðfesta sambúð eru að mestu leyti sjónhverfing. Þau veita hvorki samkynhneigðum né gagnkynhneigðum nokkur réttindi eftir því sem ég best veit. Ýmsir hafa sagt að þetta veiti sömu réttindi og hjónaband, en það er því miður rangt. Þetta veitir ekki erfðarétt og ekki öryggi eins og hjónaband á að gera,“ segir Jörmundur Ingi um ný lög um staðfesta samvist sem tóku gildi í gær. „Mér finnst bara ljótt að telja fólki trú um að þetta sé hjóna- band þegar það er það ekki.“ Því næst spyr Jörmundur, „Ef það er einhver akkur í því að fá staðfesta sambúð af hverju mega þá prestar ekki staðfesta sambúð fólks af gagnstæðu kyni? Ég hef hingað til ekki mátt staðfesta sambúð karls og konu. Það stendur hvergi að ég megi staðfesta sambúð tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni. Ég sé bara ekki hvað löggjafinn er að meina með þessu. Þetta er eins og plástur sem er settur á óskilgreint sár.“ SJÓNARHÓLL LÖG UM STAÐFESTA SAMVIST Lögin eru hálf- gert húmbúkk „Ég er á leiðinni austur á land,“ segir Daníel Karl Björnsson myndlistarmaður. „Þar ætla ég að kenna á myndlist- arnámskeiði fyrir krakka en það er haldið ár hvert í tenglsum við menningarmiðstöðina á Eiðum á Héraði. Daníel hefur ekki slegið slöku við í Reykjavík en hann starfar einnig fyrir galleríið Kling og Bang. „Ég er búinn að vera sveittur að vinna í Kling og Bang við að taka niður sýningu. Við erum nefnilega að fara að setja upp aðra sem verður opnuð næsta föstudag. Þar verða sýnd verk eftir Erling Klingenberg, Magnús Sigurðsson og Ásmund Ásmundson.“ Hann bætir við að verkin séu ný og þau séu „ekkert minna en stórkostleg.“ „Auk þess að ætla í brúðkaup í ágúst hef ég hugsað mér að eyða sumrinu á Seyðisfirði,“ segir Daníel fullur tilhlökkunar. „Þar keypti ég mér hús fyrir nokkrum árum sem mér þykir gaman að sinna.“ Þar segist Daníel ætla að sinna verkum sem setið hafa á hakanum. „Ég hlakka mest til að taka til í hlöðunni, hún er lítil en alveg fullkomin fyrir mig.“ Daníel bætir því við að sér þyki gott að vera í sveitinni. Aðspurður hvers vegna segir hann: „Sveitin heillar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? DANÍEL KARL BJÖRNSSON MYNDLISTARMAÐUR Sveitin heillar Þjóðtrúin segir okkur að ógæfan sé aldrei stök, heldur komi þrír atburð- ir í röð. Því eru margir farnir að spyrja sig þess hver sé þriðji atburðurinn á eftir jarðskjálfta og ísbjörnum. „Jú, við höfum verið spurð að því hvað þjóðtrúin segi í slíkum tilvik- um,“ segir Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur á Árnastofnun. „En ekkert er til um þetta í þjóð- trúnni.“ Rósa segir þá trú að stóratburðir gerist þrír í einu mjög ríka. Nú sé lag á nýrri hefð. „Við gætum fundið einhvern atburð, hver sem hann nú væri, og svo afleiðingu þessara þriggja atburða. Ef jarðskjálfti verður, ísbirnir ganga á land og... eitthvað þriðja gerist, þá verður svartur maður forseti í Bandaríkj- unum,“ segir Rósa hlæjandi. Hún segist ekki þekkja þjóðtrú tengda jarðskjálftum. Hvað ísbirn- ina varðar er heldur ekki mikið að finna um þá. Þó segir gömul þjóð- trú að húnarnir fæðist mennskir. Þeir haldist þannig þar til birnan slær yfir þá hrömmunum. Það er það eina sem við þekkjum þessu tengt,“ segir Rósa að lokum. - kóp Þjóðtrúin lifir enn góðu lífi á meðal Íslendinga: Bíða þriðja atburðarins RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR Stefnt er að því að opna víkingasýningu í Víkinga- heimum í Reykjanesbæ næsta sumar. Verið er að byggja yfir víkingaskipið Íslending. Í sama húsi og hægt verður að skoða skipið verður sett upp sýning frá Smithsonian-safninu í Bandaríkjunum um ferðir víkinganna. Víkingasafnið verður hluti af vík- ingaþorpi þar sem boðið verður upp á skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna, segir Steinþór Jónsson, framkvæmdastjóri Íslendings, félagsins sem stendur á bak við Víkingaheima. „Okkar grunnur byggist á 1.000 fermetra sýningarhúsnæði sem við erum að klára að byggja núna, þar sem við munum meðal annars hýsa Íslending,“ segir Steinþór. Hann segir að hægt verði að upplifa víkingatímann með tals- vert öðrum hætti á Suðurnesjum en í Hafnarfirði, þar sem íslensk- ir víkingar hafa haft aðsetur und- anfarin ár og haldnar hafa verið árlegar víkingahátíðir. „Við stefnum að því að byggja upp ýmiss konar leiktæki úr trjá- drumbum og gera fjölskyldugarð, þar sem fjölskyldan getur komið saman og átt góða stund,“ segir Steindór. Mögulega verði líka hús- dýr sem fylgt hafi víkingunum á staðnum. Sýningin verður opnuð næsta sumar, en stefnt er að því að bygg- ingin verði tilbúin í haust. Stein- þór segir að einnig standi til að standa fyrir fjölskylduhátíðum með víkingaþema. Þær verði því ólíkar þeim sem haldnar hafi verið í Hafnarfirði og áherslan frekar lögð á börnin. Steinþór segir samkeppni við víkingana í Hafnarfirði ekki á dagskrá. Hann reiknar frekar með því að víkingasafn og önnur aðstaða á Reykjanesi verði vík- ingunum í Hafnarfirði til hags- bóta. Íslendingur verður til sýnis í sumar þótt húsið sé ekki tilbúið. Hann stendur nú við bæjarstæðið í Stekkjakoti í Njarðvík. Þar mun Gunnar Marel Eggertsson skipa- smíðameistari, sem smíðaði skip- ið, taka á móti gestum milli klukk- an 13 og 16 daglega. Kostnaðurinn við uppbyggingu Víkingaheima verður á bilinu 500 til 800 milljónir króna. Steinþór segir vissulega erfiðara að ljúka verkefni af þessari stærðargráðu núna vegna erfiðleika í efnahags- málum. Víkingarnir eigi þó öfluga bak- hjarla og hann óttist því ekki um afdrif verkefnisins. brjann@frettabladid.is Víkingar herja á Suðurnes VÍKINGAHEIMAR Víkingaskipið Íslendingur stendur í dag utandyra, en verið er að byggja sýningarsal þar sem meðal annars verður hægt að sjá undir botn skipsins. MYND/VÍKURFRÉTTIR JÖRMUNDUR INGI HANSEN Fyrrverandi allsherjargoði Viðurstyggilegt „Mér finnst Jón H.B. Snorra- son og Arnar Jensson og menn sem unnu með þeim að rannsókn málsins, hafa beitt viðurstyggilegum vinnu- brögðum, sem verða þeim til ævarandi vansa.“ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON LEYNIR EKKI SKOÐUN SINNI Á ÞEIM SEM UNNU AÐ RANNSÓKN BAUGS- MÁLSINS. Morgunblaðið 29. júní. Súkkulaðikleinuland „Ísland hefur um árabil verið súkkulaðikleina í samfélagi þjóðanna.“ EDDA RÓS KARLSDÓTTIR TELUR AÐ EKKI ÞÝÐI LENGUR FYRIR ÍSLAND AÐ VERA „SÚKKULAÐIKLEINA“ UTAN EFNAHAGSBANDALAGA. Fréttablaðið 29. júní. SIMBABVE: HIÐ STÓRA STEINHÚS ■ Nafn Afríkuríkisins Simbabves er dregið af orðunum Dzimba dza mabwe. Þessi orð, í Shona- tungumálinu, þýða „hið stóra stein- hús“. Shona- málið er af ætt Bantu-mála, sem eru ríkjandi í suðurhluta heimsálfunnar. Sérfræðingar telja að þær tungur gætu verið rúmlega 500 talsins. En innan Shona eru nokkrar mállýskur, svo sem Zezuru og Ndau. Bantu þýðir „fólk“ og var nefnt svo vegna þess hve margar tungurnar eru.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.