Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2008, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 30.06.2008, Qupperneq 14
14 30. júní 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Katrín Jakobsdóttir skrifar um um- hverfisstefnu Samfylkingarinnar Nú er rúmlega ár liðið síðan Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn sína þó að sumum kunni að þykja lengra liðið. Það er þó ekki lengra en rúmt ár frá síðustu kosningum þar sem Samfylking kynnti með lúðrablæstri umhverfisáætlun sína „Fagra Ísland“. Þar stóð m.a. eftirfar- andi: Samfylkingin vill: 1. Rannsaka náttúru landsins nægjanlega til að kortleggja verðmæt náttúrusvæði og tryggja verndun þeirra áður en frekari ákvarðanir verða teknar um aðra nýtingu. 2. Slá ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildar- sýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð. 3. Færa heimild til að veita rannsóknar- og nýtingar- leyfi vegna virkjunaráforma úr höndum iðnaðar- ráðherra til Alþingis á meðan unnið er að gerð áætlunarinnar. Ákvörðunarvald um nýtingu losunarheimilda samkvæmt stóriðjusamákvæðinu við Kyoto-bókunina verði einnig fært til Alþingis. Nú, rúmu ári eftir að þetta plagg var kynnt hefur Samfylkingin gert eftirfarandi: 1. Undirritað viljayfirlýsingu um að áfram verði rannsakað hvort hagkvæmt sé að reisa álver á Bakka við Húsavík. 2. Tekið skóflustungu að nýju álveri í Helguvík. 3. Fórnað tækifærinu til að kalla eftir heildarumhverfismati fyrir álver í Helguvík, virkjun og flutningslínur sem þó hefði verið hægt ef umhverfisráðherra hefði úrskurðað með náttúrunni í kærumáli Landverndar. Ekki hefur enn verið lokið vinnu við rammaáætlun um verndun og nýtingu orkuauðlinda. Þessi ríkis- stjórn býður betur en sú síðasta: Tvö álver í stað eins, helmingi meiri stóriðja en á síðasta kjörtíma- bili. Enn er ósvarað öllum spurningum um losunar- kvóta og menn forðast að ræða þá staðreynd að Ísland mun líklega þurfa að draga enn frekar úr losun eftir 2012. Er nema von að iðnaðarráðherra neiti ljósmyndur- um að taka mynd af sér að undirrita viljayfirlýsing- una? Er nema von að fólk spyrji: Fagra Ísland, hvar ertu nú? Samfylkingin virðist hafa týnt þér. Höfundur er varaformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Hvar ertu nú? KATRÍN JAKOBSDÓTTIR K onur finna mun frekar fyrir samdrætti í efnahags- lífinu en karlar. Þetta er meðal þess sem kom fram í könnun Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Ein skýring á þessu er kynbundinn launamunur, en þegar hin vikulega innkaupakarfa hækkar bara og hækk- ar finna þeir fyrst fyrir því sem minna hafa á milli handanna. Önnur skýring gæti verið hefðbundin vinnuskipting á heimilum, þar sem það lendir oftar á konum að sjá um innkaup heimilisins en mökum þeirra. Eins og ljósmæður minna á í dag kvað stjórnarsáttmálinn á um að hækka sérstaklega laun kvenna hjá ríkinu til að taka á launamun kynjanna. Þrátt fyrir það hefur ekki verið að finna sérstakan vilja hjá samninganefnd ríkisins, undirmönnum ríkis- stjórnarinnar, til að hækka sérstaklega laun kvennastétta. For- maður samninganefndarinnar segir að slík leið hafi einungis verið rædd ef samið er til lengri tíma en til eins árs. Ef sú leið er farin verður að taka frekara tillit til þeirrar verð- bólgu sem nú geisar. Eins og formaður BHM benti á í gær eru félagsmenn BHM í raun að taka á sig kjaraskerðingu, ef nýundir- ritaðir samningar verða samþykktir, sem gilda til eins árs. Sam- kvæmt samningnum eiga laun að hækka um sex prósent. Á sama tíma er verðbólgan nú tæplega þrettán prósent. Til að halda verðbólgunni í skefjum er sjálfsagt að verka- lýðsfélög og viðsemjendur þeirra taki þátt í að reyna að hemja verðbólguna í samningum sínum. Eins og reynslan kennir okkur bítur verðbólgan í skottið á sér ef farið er fram á sjálfkrafa end- urskoðun launa í samræmi við hana. Verðbólgan er engum til góðs. Frá því í vor hefur verið talað hátíðlega um nýja þjóðar- sátt til að koma hér aftur á stöðugleika. Í þeirri þjóðarsátt þarf þrennt að koma til. Í fyrsta lagi má loforð ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn kynbundnum launamun ekki gleymast í slíkri þjóðarsátt. Þegar ríkisstjórnin hefur samþykkt það að hækka sérstaklega laun kvenna hjá ríkinu til að minnka kynbundinn launamun er stjórn- in í raun að játa á sig brot gegn jafnræðisreglu. Slík brot eru ekki það lítilsverð að það megi fresta aðgerðum gegn þeim þegar gefur svolítið á bátinn. Í öðru lagi mun slík þjóðarsátt kosta ríkið mikið fé. Eins og sést á hækkandi verðlagi treysta fyrirtæki sér ekki til að standa undir samdrættinum. Því er samdrættinum velt yfir á neytend- ur, það er launþega. En launþegar geta ekki heldur staðið undir samdrættinum til lengdar. Það munum við sjá á næstunni með fréttum um aukin vanskil heimilanna. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað aðgerðir hvað varðar Íbúðalánasjóð, en líklega þarf meira að koma til. Í þriðja lagi þarf að ná þjóðarsátt um peningamálastefnuna. Þrátt fyrir að forsætisráðherra sjái frekari framtíð í því að taka upp dollara en evrur virðist atvinnulífið ekki sammála honum í þeim efnum. Hvað svo sem verður um krónuna þurfum við stöð- ugleika til að eiga þann valkost að kasta krónunni og taka upp stöðugri mynt. Breyting á lögeyri er framtíðartal, en það þýðir ekki að fresta eigi umræðunni. Rétti tíminn fyrir slíka umræðu er núna. Kynbundinn launamunur og loforð ríkisstjórnar: Þjóðarsátt um stöðugleika SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Þau eru að rífast um Þjóðarsátt-ina. Hver átti hugmyndina, hverjum ber heiðurinn, hverjir voru leikendur, hver var leikstjór- inn. Allt brennur og þau eru að rífast um Þjóðarsáttina. Segir þetta okkur ekki eitthvað um íslenskt samfélag og umræðuhefð? Rifrildi um sátt... Þras um útrætt mál. Óvissa um atburði sem ætti að vera hægur leikur að ganga úr skugga um. Væri ekki ráð að spyrja bara Sáttasemjarann hvernig þetta var? Ætli hann muni þetta ekki? Ekki virðist hins vegar hvarfla að neinum að reyna að endurtaka leikinn. Greina vandann og bregðast síðan við honum með bestu hugsanlegum úrræðum. Hitt verð ég aftur á móti að játa: ég á engan heiður af Þjóðarsátt- inni. Sátt um að rífast Þetta fáránlega rifrildi leiðir hins vegar hugann að því hve einstök Þjóðarsáttin var í raun og veru. Hún var ekki síst merkileg fyrir þá sök að allir þögnuðu sem snöggvast og litu upp og í kringum sig, hættu að rífast en einbeittu sér að því í smástund að greina vandann og leituðust síðan við að leysa hann með sameiginlegu átaki. Um þraseðli og rótgróinn átakakúltúr íslensks samfélags hafa verið skrifuð merk fræði og má þar nefna til að mynda bók Jesse Byocks Feud in the Icelandic Sagas þar sem hann skoðar deilumynstur í Íslendingasögunum og hvernig samfélaginu var haldið saman með ákveðnum reglum um það hvernig deilum skyldi háttað. Íslensk umræðuhefð einkennist af fullkomnu áhugaleysi um hugsanlega niðurstöðu eða yfirhöfuð veruleikann sjálfan. Menn eru hugfangnir af sjálfu rifrildinu og rækta blæbrigði þess af natni með hárfínum útúrsnún- ingum. Það ber að hanga eins og hundur á roði á tilteknum málstað hversu glataður sem hann kann að virðast. Þannig heldur maður virðingu. Aldrei aldrei aldrei skipta um skoðun. Aldrei viðurkenna neitt. Aldrei hugsa sig um. Því er nú rökrætt um það (sem er altalað) hvort bankarnir íslensku – sem bera ærna ábyrgð á peningalegum óförum þjóðarinnar – hafi framkallað sjálfir hagnað sinn á falli krónunnar og þar með bjargað ársfjórðungs-uppgjöri sínu. Þó hefði maður ætlað að það væri hægt að ganga úr skugga um þetta í eitt skipti fyrir öll og síðan haga umræðunni út frá því – þoka henni áfram í stað þess að vera sífellt að færa þannig undirstöður hennar. Af hverju ekki dínar? Svo er það umræðan um evru eða krónu. Andrés Magnússon, einn fimasti málsvari skuggaríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar, birtir á bloggsíðu sinni línurit af því tagi sem máladeildarstúdent á borð við mig hlýtur að fá í hnén við að sjá, til að sanna hversu lítilvæg evran sé í íslenskum þjóðarbúskap gagnstætt dollaranum, sem væri þá nær að taka upp ef við ætlum á annað borð að taka upp annan gjaldmiðil – nú eða kannski svissneskan franka eða bara að endurvekja Kalmarsambandið... Var það í boði já? Með slíkum vífilengjum – að ekki sé talað um furðutal Geirs Haarde í útlöndum þar sem hann sagði nær að taka upp dollar en evru – tekst Sjálfstæðismönnum að skjóta sér undan því að ræða af alvöru þetta aðkallandi mál sem snertir hag allra íslenskra heimila eins og Hallgrímur sýndi svo vel fram á hér í blaðinu núna á laugardaginn þar sem hann rakti skilmerkilega ýms dæmi um það hvernig gengisflöktið á krónunni leikur okkur neytendur. Enn hefur Sjálfstæðismönnum ekki tekist að sýna okkur fram á að íslenska krónan hafi annað gildi en að Davíð hafi völd yfir henni. Skiljanlegt er að það sé mikilsvert fyrir Flokksmenn en fyrir okkur hin verður fleira að koma til en að sá ágæti maður hafi eitthvað fyrir stafni. Eru Sjálfstæðismenn eftir dag Einars Odds kannski ófærir um að gera Þjóðarsátt? Það rifjast að minnsta kosti upp að Þjóðarsáttin var gerð þetta stutta hlé sem varð á stjórnarsetu Sjálfstæðismanna á árunum kringum 1990, þegar lögð voru drög að EES einnig á meðan Sjálfstæðismenn kröfðust tvíhliða samninga við Evrópusambandið. Sú vinstri stjórn lifði af kosning- arnar á sínum tíma en lifði hins vegar ekki af þá stjórnmálamenn sem þá voru í vinstri flokkunum. Alþýðubandalagið var á móti EES og stakk upp á að þjóðin gengi í Asíu. Framsóknarflokkurinn vildi að þjóðin gengi í SÍS en Kratarnir vildu ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Við þurfum stjórnmálamenn sem hafa áhuga á veruleikanum og langar að stuðla að bættum kjörum hér. Núverandi ríkisstjórn virðist ófær um að taka þátt í Þjóðarsátt, enda virðist stjórnin einkum starfa eftir því hvaða ráðherrar eru vakandi hverju sinni. Kannski kominn tími á kosningar? Rifist um sátt Þjóðarsáttin GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Þarf meira en Hönnu Birnu? Meira virðist þurfa til en leiðtoga- skipti til að leysa vanda sjálfstæðis- manna í Reykjavíkurborg. Í könnun Félagsvísindastofnunar sem birt var fyrir helgi sáust engar mark- tækar breytingar á fylgi flokksins eftir að tilkynnt var að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði næsti borgarstjóri Reykvíkinga. Fylgið þokaðist að vísu lítillega upp á við en ekki nóg til þess að breytingin teljist marktæk. Því er ekki nema von að spurt sé að því hvort meira þurfi til en Hönnu Birnu til þess að ná fylginu upp og koma Sjálfstæðisflokknum úr þeim vanda sem við blasir í borginni. Klikkaði álið? Tónleikagestir á Náttúru í Laugardal ráku margir hverjir upp stór augu þegar textinn „Hardware error“ birtist öðru hverju á stórum skjá sem not- aður var milli tónlistaratriða til að sýna fallegar landslagsmyndir frá svæðum sem hefur verið „tortímt“ vegna virkj- anaframkvæmda eða eiga á hættu að svo fari. Sumir veltu því fyrir sér hvort þetta væri ekki merki um að álið í tölvubúnaðin- um hefði klikkað illilega. Líklega ekki Davíð Jón Ásgeir Jóhannesson segist, í viðtali við Morgunblaðið um helgina, alveg viss í sinni sök um að pólitísk íhlutun hafi valdið því að Baugsmálið fór af stað. Hann segir marga hafa komið til sín og lýst sömu skoðun- um, meðal annara fyrrverandi forsætisráðherra. Eftirlifandi for- sætisráðherrar sem til greina koma eru aðeins fjórir, þeir Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Steingrímur Her- mannsson og Þorsteinn Pálsson. Úr þeirra hópi hlýtur Davíð Oddsson að teljast ólíklegastur. helgat@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.