Fréttablaðið - 30.06.2008, Side 17

Fréttablaðið - 30.06.2008, Side 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GOLF ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Í uppgerðu einbýlishúsi við Nýlendugötu leynist ostaskeri sem slegið hefur í gegn. „Mitt uppáhald heima er lítill og sniðugur ostaskeri frá Stelton sem mér áskotnaðist undan jólatrénu. Ostaskerar eru oft svo lélegir en þessi er úr Epal, svo frábær að ég hef síðan gefið hann margoft í gjafir. Þetta er ostaskeri fyrir ostelskandi einstakl- inga því hann sker svo þykkar og girnilegar sneiðar að osturinn spænist upp og klárast jafnharðan,“ segir ljósmyndarinn Arnaldur Halldórsson brosmild- ur. „Heimilið er ósköp „artí fartí“ og sambland úr öllum áttum. Ég er mikill græjukall eins og títt er með ljósmyndara, og konan mín Unnur Knudsen Hilmarsdóttir er textílhönnuður. Stíllinn er því afar blandaður, við kaupum af og til hönnun og listir, erum samstíga í heimilishaldinu og enginn ágrein- ingur um útlit heimilisins hér á bæ; Unnur ræður þessu öllu,“ segir Arnaldur og skellihlær. „Fyrir fimm árum vorum við í leit að einbýli í Vesturbænum og duttum niður á þetta gamla hús, sem áður stóð við Hverfisgötu en hafði verið flutt hingað á steyptan grunn. Síðan höfum við gert það upp eftir eigin höfði og sett á það kvisti. Hér er draumur að horfa yfir höfnina og út á Faxaflóann og virkilega spennandi að sjá hvað gerast mun á slipp- svæðinu í framtíðinni, hvort við fáum nýja göngu- stíga, kaffihús og fleiri hönnunarbúðir í hverfið,“ segir Arnaldur og sker sér ostsneið með Stelton- skeranum í ótrúlegu eldhúsi sínu. „Ég hef stundum lánað það í auglýsingar og Gauji litli kokkur vill taka upp matreiðsluþætti hérna, en því nenni ég ekki. Þá þyrfti ég að flytja út.“ thordis@frettabladid.is Græjukarl með ostaskera Arnaldur Halldórsson ljósmyndari með ostaskerann góða frá Stelton. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður árið 1934 og var hann fyrsti golfklúbbur lands- ins. Sumarið 1935 var fyrsta golfmótið haldið í Laugardaln- um. Var það stórviðburður og héldu margir að hér væri um að ræða eitthvert stundargam- an hjá heldra fólki sem félli fljótt í gleymsku en reyndin varð önnur. Myndarammar eru inni á öllum heimilum. Heimilið verður fallegra og hlýlegra ef myndir af fjölskyldu og vinum eru á veggjum eða í hillum. Hægt er að hafa ólíka ramma í mismunandi litum til að lífga upp á heimilið. Kylfingar úr Golffélagi Reykjavíkur taka þátt í alþjóðlegu golfmóti sem haldið verður í Þýskalandi í byrjun ágúst. Keppt verður á GC Heddesheim-golfvell- inum í Heddesheim. Mótið er nú haldið í sjötta sinn og er umgjörð þess öll hin glæsilegasta. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Útsalan hefst í dag Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið í dag 10-17

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.