Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2008, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 30.06.2008, Qupperneq 28
 30. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi Guðrún María Jónsdóttir læknanemi ákvað að breyta baðherberginu fyrir lítinn pening þegar hún fékk íbúð sína afhenta. „Þegar við fengum íbúðina voru þvottavél og þurrkari þar sem vaskurinn er í dag. Á veggnum á móti baðkarinu voru pípur og annað sem var eiginlega fyrir manni inni á baðherberginu. Mér fannst þetta ekki vera að virka og þrátt fyrir að þvottahús- ið sé á neðstu hæðinni og íbúðin á þeirri fjórðu fannst mér þetta besta lausnin,“ útskýrir Guð- rún María og bætir við: „Þegar lagnirnar og pípurnar voru tekn- ar voru mikil för í veggnum og þurfti heil tvö kíló af rakaþéttu sparsli. Það fór mikil vinna í að sparsla og mála.“ Guðrún María vildi ekki fara út í stórkostlegar breytingar og hélt baðkarinu og klósettinu en tók lagnirnar sem voru á veggn- um fyrir framan baðkarið. Guð- rún María lagði heldur ekki í að skipta um gólfefni en það kemur að því einn daginn. „Ég keypti límstrésplötur í Byko og pabbi smíðaði innrétt- ingu úr þeim fyrir mig. Ég var í prófum á þessum tíma en pabbi og mamma hjálpuðu mér mikið. Þau eiga stóran þátt í breyting- unum á baðinu og eiga hrós skil- ið. Vaskinn fékk ég hjá Agli Árna- syni ásamt blöndunartækjunum á útsölunni í janúar. Ég var búin að vera með augun opin frá því í nóvember og stökk á öll tilboð sem ég rakst á í blöð- unum og sá í sjónvarpinu. Spegla- skápinn keypti ég svo í Ikea á mjög góðu verði,“ segir Guðrún María. Heildarverð breytinganna hjá Guðrúnu Maríu er um fimm- tíu og fimm þúsund krónur og verður það að teljast ansi gott. - mmr Ódýr og góð breyting Guðrún María er afar sátt við útkomuna eftir breytingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Handklæðahengið fæst í Ikea og er sniðug lausn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vaskurinn og blöndunartækin eru frá Agli Árnasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Séð yfir baðherbergið eftir breytingarnar, sem Guðrún María er afar sátt við. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þótt Íslendingar vilji enn lágstemmdar flísar á bað- herbergi sín eru straumar og stefnur að breytast úti í hinum stóra heimi. „Í dag er óskaplega margt í gangi og raunar engin ákveðin tíska, en gráir tónar og kremað- ir í ílöngum flísum og mismun- andi stærðum njóta enn mestra vinsælda,“ segir Kolbeinn Öss- urarson hjá Álfaborg, spurður um nýjustu flísatískuna fyrir baðherbergin. „Flísar fara stækkandi og vinsælt nú að flísaleggja með allt að 60x120 sentimetra flís- um. Flísar með leðuráferð hafa komið sterkar inn og úti eru sterkir litir farnir að sjást á ný, sem og rómantísk blóm, munst- urbekkir og fleira,“ segir Kol- beinn. „Litaðar fúgur hafa ekki náð vinsældum og við mælum allt- af með grárri fúgu því fúga er þeim eiginleikum gædd að taka í sig óhreinindi. Látlaus fúga leyfir flísum að njóta sín og í dag er í tísku að láta enga fúgu sjást með samliggjandi, þétt lögðum flísum.“ Í Flísabúðinni er sömu sögu að segja. „Naumhyggjan held- ur sér með ljósum, einföldum litum. Hins vegar eru sterkir litir farnir að vera meira áber- andi úti, en hér heima eru það aðallega fyrirtæki, stofnanir og verslanir sem eru orðin frakk- ari í sterku litavali í gegnum sína arkitekta. Á síðustu sýn- ingum á Ítalíu og Spáni voru litir dýpri en áður og það sem var vinsælt fyrir hefur verið útfært enn betur, meðal annars með fleiri aukahlutum, bekkj- um og listum,“ segir Þórður Magnússon hjá Flísabúðinni. „Versace kemur sterkur inn aftur með nýrri línu sem er ekki jafn glysgjörn og áður, heldur meiri klassík. Gianni Versace lét eftir sig sjóð fal- legra munstra sem enn er verið að útfæra. Spánverjar hafa líka gjörbreytt staðnaðri hönnun og eru komnir afar langt í gæðum, tækni og hönnun. Breytinga er því að vænta áður en langt um líður í flísatískunni.“ - þlg Breytinga að vænta Svartar mósaíkflísar frá Porcelanosa sem leggjast við hvítar flísar með ólíkri lögun. Fást í Álfaborg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gráar, misbreiðar flísar eins og nú eru svo vinsælar, frá Venis í Álfaborg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvítar fúgulausar flísar í stærðinni 30x90 sentrimetrar og svartar þrívídd- arflísar sem sagaðar eru úr gólfflísum í Álfaborg til að ná þessu sérstaka og útstæða munstri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Djúpir litir útfærðir í listum sem not- aðir eru til skrauts með stærri flísum, frá Roca í Flísabúðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rainbow-línan frá Roca er dæmi um flísar í djarfari litum sem nú eru að verða vinsælli á baðherbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.