Fréttablaðið - 30.06.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 30.06.2008, Síða 36
 30. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR16 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi Mr. Suicide-baðtappinn frá Alessi. Saggi getur myndast í sturtuhengj- um og baðmottum, rétt eins og flest- um öðrum hlutum á baðherberginu. Eftirfarandi ráð eru góð til að koma í veg fyrir eða losna við saggann. ● Haldið sturtuhenginu eins og nýju með því að festa það fyrir framan eldra hengi á sama krók- inn. Gamla hengið ver þannig hið nýja gegn vatni og sápu- froðu. ● Til að koma í veg fyrir að sturtu- hengið krumpist, látið það þá í vélina ásamt þvottaefni og mat- arsóda til helminga og tveim- ur stórum handklæðum. Setjið bolla af ediki í skolunina, heng- ið sturtu hengið upp strax eftir þvottinn og látið það ekki í þurrk- arann. ● Ef um plasthengi er að ræða, látið þá nokkra dropa af jarðolíu í skolunarvatnið. Þannig helst það mjúkt og sveigjanlegt. Viðhaldið mýktinni með því að strjúka það stöku sinnum með blöndu af volgu vatni og jarð- olíu. ● Eyðið sagga með því að úða ný- þvegið sturtuhengi með sótt- hreinsunarefni. ● Þvoið baðmottur úr gúmmíi eða vínil með því að setja þær í þvottavél og handklæði með. Frottéefnið skrúbbar mottuna og allt kemur hreint til baka. Nánari upplýsingar á www. home.howstuffworks.com. - mþþ Losnaðu við saggann Sturtuhengi geta safnað í sig myglu. ● MR. SUICIDE Þessi skondni baðtappi kemur úr smiðju ítalska hönnunarrisans Alessi sem fékk hönnuði, arkitekta og teikni- myndafólk af yngri kynslóðinni til að skapa glaðlega heimilishluti úr plasti, en með því gerði hann ódýrt efni að eftirsóttum hönn- unarhlutum fyrir safnara. Útkom- an skilaði sér í fjölbreyttum met- söluvarningi, eins og Mr. Suicide eftir ítalska teiknimyndagerðar- manninn Massimo Giacon sem notar kaldhæðinn húmor sinn við hönnun ýmissa baðherberg- ishluta, eins og sápuskammtar- ann Mr. Cold sem spýtir út sápu í gegnum nefið. Mesta fjörið hefst þegar tappinn er festur í niður- fallið því þá flýtur skelkaður og óhress Mr. Suicide í baðvatninu. - þlg Ef fólk er orðið þreytt á hinum venjulegu hvítu vöskum er tilval- ið að skoða ítalska fiskabúrsvaskinn. Hann er meðal furðulegra hluta sem finna má á baðherbergið. Vaskurinn er búinn til af ítalska fyrirtækinu Italbrass og hannaður til þess að skapa líflega og þægi- lega stemningu í baðherberginu. Fiskabúrsvaskurinn er ekki fyrir hvern sem er því hann er í raun og veru fiskabúr með lifandi fisk- um sem þarfnast umhirðu. Vaskurinn er óneitanlega sérstakur útlits og líklegur til að vekja áhugaverðar umræður hvar sem hann ber fyrir sjónir. Vaskur eða fiskabúr? A R G U S / 0 8- 02 56 Hin nýuppgerða Sundlaug Kópavogs er öll hin glæsilegasta og leitun að öðru eins. Hún er búin nýjustu tækni og öryggiskerfið er það besta sem völ er á. Í Sundlaug Kópavogs er úr nógu að velja, jafnt fyrir unga sem aldna: Frábærar úti- og innilaugar, huggulegir heitir pottar, þægileg vaðlaug, spennandi rennibrautir og hvers kyns önnur aðstaða til góðrar hreyfingar, slökunar og skemmtunar. Er hægt að hugsa sér það dásamlegra? GLÆSILEG SUNDLAUG! KOMDU Í SUND! SUNDLAUG KÓPAVOGS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.