Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2008, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 30.06.2008, Qupperneq 49
MÁNUDAGUR 30. júní 2008 17 „Ég fæddist árið 1962 í desember og var skírð 16. jan- úar 1963 á afmælisdegi föður míns,“ segir Ingdís Líndal Jensdóttir. Hún segir fólk yfirleitt hvá þegar hún segi til nafns og oft er hún kölluð Vigdís eða Eydís. Nafn- ið hennar er samsett úr nöfnum ömmubróður henn- ar og konu hans en þau hétu Ingólfur og Herdís. Þau voru barnlaus og faðir Ingdísar setti saman eitt nafn úr fyrrihluta Ingólfsnafnsins og seinni hluta Herdísarnafns- ins, Ingdís. „Ég kvartaði nú einu sinni við föður minn út af nafn- inu og þá sagði hann að ég væri bara heppin að vera ekki strákur því þá hefði ég heitið Herólfur, úr fyrri hluta Herdísarnafnsins og seinni hluta Ingólfsnafnsins. Þá var nú betra að vera stelpa og heita Ingdís,“ segir hún hlæjandi. Nafnið hefur Ingdís borið ein Íslendinga alveg þang- að til nú, en hún fékk litla nöfnu fyrir stuttu. „Sonardóttir mín fæddist í apríl og var skírð Ing dís Una, sunnudaginn 8. júní, á afmælisdegi föður síns.“ Ingdís Una fæðist inn í fjölskyldu með sérstökum nöfn- um því mamma hennar heitir því sérstaka nafni Lárey. Óvenjuleg nöfn virðast því hafa fylgt Ingdísi Líndal en hún kann skemmtilega sögu af skrítnum nöfnum á vinnustað sínum. Hún vann eitt sinn á flutningastöð og viðskiptavinir hringdu gjarnan til að fá nöfn flutnings- aðila annars staðar á landinu. „Það hringdi eitt sinn maður og spurði hvað flutn- ingsaðilinn í Vík héti. „Hann heitir Auðbert Vigfússon,“ svaraði ég. Maðurinn hváði við og spurði svo eftir flutn- ingsaðilanum í Borgarnesi. Ég svaraði honum því, Ar- ilíus Sigurðsson. „Hvers konar nöfn eru þetta eigin- lega vina mín,“ sagði þá maðurinn og spurði mig að nafni. „Ég heiti Ingdís Líndal,“ svaraði ég og þá þakk- aði hann nú bara kærlega fyrir. Við hlógum mikið að þessu í vinnunni og það er búið að hlæja oft að þess- ari sögu síðan.“ NAFNIÐ MITT: INGDÍS LÍNDAL JENSDÓTTIR Heppin að vera ekki strákur og heita Herólfur FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R NÁTTÚRAN Í NÁVÍGI Gengið verður að Steinboga og inn að Gljúfrárjökli fimmtudaginn 3. júlí. MYND/KRISTJÁN ELDJÁRN HJARTARSON Útivistarfólk sem leggur leið sína norður næstu daga ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Gönguviku Dalvíkurbyggðar. Gönguvikan hófst í gær í Dal- víkurbyggð. Fyrir gönguvikunni stendur Dalvíkurbyggð í sam- vinnu við Kristján Eldjárn Hjart- arson frá Tjörn, en hann verður til leiðsagnar í gönguferðunum. Alls verða gengnar sjö göngu- leiðir á sjö dögum og var sú fyrsta gengin í gær, sunnudaginn 29. júní, þegar Vikið var gengið. Sú leið er um fimm tíma gönguferð. Í dag verður gengið að Nykurtjörn og þriðjudaginn 1. júlí verður gengið upp að Skeiðsvatni. Daginn þar á eftir verður gengið upp í Gloppu- skál og fimmtudaginn 3. júlí verð- ur gengið að Steinboga og inn að Gljúfrárjökli. Á föstudaginn verð- ur Hvarfshnjúkur genginn. Laugardagurinn 5. júlí verður síðasti dagur gönguvikunnar en þá verður fimmtánda Þorvalds- skokkið þreytt og einnig farið upp í Garnir og á Sólarfjall undir leið- sögn Bjarna Guðleifssonar. Nánar má lesa um tímasetningar og dags- skrá á vefsíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvik.is. Gengið víða fyrir norðan Hernámsdagurinn á Reyðarfirði verður haldinn hátíðlegur á morg- un, þriðjudaginn 1. júlí. Þá verður hernámsins á Reyðarfirði minnst með göngu frá verslunarmið- stöðinni Molanum á Reyðarfirði klukkan fimm. Óþekkti hermað- urinn fer fyrir göngunni og segir sögur ásamt sögumanni frá stríðs- árunum. Í sögu Reyðfirðinga segir um hernámið: „Þrátt fyrir þessa at- burði óraði Reyðfirðinga ekki fyrir því að í heimabyggð þeirra risi herstöð með margfalt fleiri hermönnum en íbúarnir voru þá, en annað kom á daginn.“ Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.fjardabyggd.is. Hernám á Reyðarfirði REYÐARFJÖRÐUR Hernámsdagurinn verður haldinn hátíðlegur. MYND/GVA > Þú fi nnur ítarlegar upplýsingar á www.tr.is > Þjónustufulltrúar svara þér í síma 560 4460 > Sendu okkur fyrirspurn á netfangið tr@tr.is > Þjónustumiðstöð á Laugavegi 114, sími 560 4400 > Netsamtal – beint samband í gegnum www.tr.is > Umboðsmenn TR á landsbyggðinni veita upplýsingar Veldu þá leið sem hentar best – fyrir þig! Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega 67-70 ára hækkar í 1.200.000 kr. á ári (100 þús. á mánuði) Frítekjumark atvinnutekna örorkulífeyrisþega hækkar einnig í 100.000 kr. á mánuði til áramóta 2008/2009 Frítekjumark lífeyrissjóðstekna örorkulífeyrisþega verður 300.000 kr. á ári (25 þús. á mánuði) Aldurstengd örorkuuppbót hækkar hjá þeim sem ekki njóta fullrar uppbótar Hafðu samband Bættur hagur lífeyrisþega er leiðarljósið við breytingar á lögum um almannatryggingar. Fyrsti áfangi breytinganna kom til framkvæmda 1. apríl sl., annar áfangi tekur gildi 1. júlí og þriðji áfangi 1. janúar 2009. Frá og með 1. júlí: Misjafnt er hversu miklar breytingar verða á kjörum hvers og eins enda eru aðstæður lífeyrisþega mjög mismunandi. Hvað berð ÞÚ úr býtum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.