Fréttablaðið - 30.06.2008, Page 50

Fréttablaðið - 30.06.2008, Page 50
18 30. júní 2008 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Fátt er það sem hressir jafnrækilega og að þamba gosdrykk á heiðskírum og fögrum sumardegi. Gosunn- endur þekkja allir þá alsælu sem hríslast um líkamann við hljóðið sem heyrist þegar gosílát er opnað fyrsta sinni, svo og nánast ólýsanlegri vellíðaninni sem fylg- ir fyrsta sopanum. Soparnir verða svo stöðugt verri og verri þar til botninum er náð; viti borið fólk hefur rænu á að drekka ekki dreggjarnar, enda eru þær gos- lausar og sumir segja fullar af munnvatni. Betra er að halda sig við efsta gosið í flöskunni og nýta dreggjarnar í vísindatilraunir. Nokkur hefð er fyrir því að sér- legar viðhafnarútgáfur af þekkt- um gosdrykkjum komi á markað- inn á sumrin, enda má fastlega gera ráð fyrir því að almenningur sé nokkuð gosþyrstari þá en á vet- urna. Gaman er að kynna sér gos- flóruna á hverju sumri enda kenn- ir þar ýmissa grasa; sumar gosdrykkirnir eru jafnan litríkir og framandi á bragðið. Þó að flest gott megi segja um það að bjóða upp á nýjungar sem þessar til að gleðja bragðlauka landsmanna er einn stærðarinnar galli á gjöf Njarðar: Stundum eru þessir tímabundnu drykkir bara svo góðir að lífið virðist tómt og tilgangslaust þegar framleiðslu þeirra er hætt. Það eru eflaust margir sem hugsa til bláa Pepsí- s ins með söknuð í hjarta; ekki aðeins var bragðið ólíkt öllu öðru heldur leið manni við drykkjuna eins og ofurhetju sem er fær um að innbyrða geislavirkan úrgang til að bjarga mannkyni. Það er ekki vondur drykkur sem fram- kallar hjá manni jafn mikilfeng- lega dagdrauma. Fleiri drykkir hafa átt sér stað í hjörtum þjóðar- innar í gegn um árin og er nokkuð útséð með það að það mun taka ansi marga sárt þegar drykkur þessa sumars, hinn smellni Rímix, hverfur af markaðinum með haustinu. Hvers vegna ekki að leyfa honum að lifa aðeins lengur og gleðja bragðlauka landsmanna yfir hörðustu vetrarmánuðina? STUÐ MILLI STRÍÐA Drykkir sumars VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR BERST FYRIR NEYSLUVÖRUM Það er svo langt síðan að ég fór á krá! Held að Reagan hafi verið forseti Bandaríkjanna! Eða leikari! Ég gæti auðveld- lega vanist þessu! Svo mikið gott í glasinu! Svo margt fallegt að horfa á! Passaðu þig á þessari, Haraldur! Maður veit aldrei hvar hún hefur verið! Haltu kjaafti Halló? Má ég tala við Palla? Hann er sofandi. Ókei, þá hringi ég aftur snemma í fyrramálið. Þetta er snemma í fyrramálið. Ó, ókei. Má ég þá tala við hann? Þessir íkornar eru klikkaðir! Ég fæ ekki á annað kosið en að vera inni í dag. Hvað get ég annað gert!?! Lokað gluggunum. Pabbi! Sjáðu hvað ég bjó til! Afmælis- kort til mömmu! „Til ham- ingju með afmælið, mamma.“ En hvað það er flott! Mamma á ekki afmæli fyrr en eftir tvær vikur, svo við verðum að finna ofurleynileg- an stað til að fela það á á meðan. Eins og golf- töskuna þína Hvað veist þú um golftösk- una mína? Mamma segir að þú felir alltaf hlutina þína í henni. Vá, hvað lífið er auðvelt hjá ykkur krökkunum. Þegar ég var á þínum aldri varð ég að drekka úr klósettinu. Stjórn 365 hf. boðar til hluthafa- fundar í félaginu sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 1. júlí 2008, kl. 14.00. Dagskrá: Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að óska eftir afskráningu hlutabréfa félagsins úr kauphöll OMX Nordic Exchange á Íslandi. Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að kaupa hluti þeirra hluthafa í félaginu er þess óska fyrir kl. 16.00 þann 11. júlí 2008. Greitt verði á kaupverði kr. 1.20 á hvern hlut. Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað í tengslum við framangreind kaup á hlutabréfum í 365 hf., sbr. dagskrárlið 2, að kaupa allt að 15% eigin hluta fyrir kr. 1.20 á hvern hlut. Heimildin skal gilda til og með 31. júlí 2008. Verði eigin hlutir í eign félagsins umfram 10% eftir viðskiptin skal stjórn félagsins lækka hlutafé félagsins í samræmi við lög um hlutafélög til að eigin hlutir eftir slíka hlutafjárlækkun verði ekki umfram 10% af hlutafénu. Atkvæðaseðlar afhendast og verða taldir á hluthafafundinum þann 1. júlí og verða einungis atkvæði þeirra hluthafa sem eru skráðir í hlutaskrá kl. 11.00 þann dag talin með. Stjórn 365 hf. 1 2 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.