Fréttablaðið - 30.06.2008, Page 62

Fréttablaðið - 30.06.2008, Page 62
30 30. júní 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA Það er fer eftir dögum og stemn- ingu hvað ég hlusta á, en ég hlusta til dæmis á John Meyer, Police, Elton John, Simon and Garfunkel og Sigur Rós. Svolítið svona bland í poka bara. Oscar Bjarnason, grafískur hönnuður. „Það var ekkert fylgst með mér og ég var með nagla í löppinni í tvö ár,“ segir Páll Arason, reðurgjafi og fyrrverandi ferðamálafrömuð- ur. Á þriðjudaginn mun Páll fara í mjaðmaaðgerð þar sem hann fær vonandi bót meina sinna. Páll varð fyrir því óláni að fá heilablóðfall fyrir þremur árum og fótbrotnaði í leiðinni. „Ég brotnaði þar sem legg- urinn gengur upp í mjaðmagrind- ina,“ segir Páll sem var negldur saman, sendur í endurhæfingu og þaðan heim með göngugrind. Eftir það virðist Páll hafa gleymst í kerf- inu því naglarnir voru ekki teknir fyrr en tveimur árum seinna, þegar þeir voru farnir að skrölta að sögn Páls, og brotið ekki enn gróið. Nú á að framkvæma aðgerð á mjöðm Páls sem á að lækna mein hans . Það er ekki að heyra á Páli að hann sé orðinn 93 ára gamall. Engu að síður er það raunin og hefur Páll upplifað margt á þessum árum. Meðal annars hefur hann sængað hjá hátt í þrjú hundruð konum á lífsleiðinni. „Þá er ég ekki að telja vændiskonurnar í útlöndum með,“ segir hann en hann hélt nákvæma skrá yfir þær konur sem hann sængaði hjá hér- lendis. Og það af góðri ástæðu: „Þær áttu til að kenna mér krakka sem ég átti ekkert í. Þá var gott að hafa það skrifað niður hvenær ég var með þeim,“ segir Páll en flest- ar af hjásvæfum hans komu úr Húnavatnssýslu. Páll er bráðskýr í kollinum og segist muna allt frá því hann var fimm ára. Það hjálpar til að hann kann að drekka vín og segist vera viku með flöskuna. Páll er ekki síður sérstakur fyrir þær sakir að hann fer nánast aldrei í bað að eigin sögn. „Nei, heita vatnið opnar fyrir svitaholurnar og þá kemur svitalykt. Vinkona mín kemur þess í stað og strýkur á mér bringuna, magann og hrygginn með handklæði reglulega og þá hrynur af mér skinnið því ég er með svo þurra húð.“ Á dögunum var fjallað um 52 ára Bandaríkjamann sem ætlar að gefa reður sinn á Reðursafnið á Húsavík og lifa án reðurs það sem eftir er. Það getur Páll ekki hugsað þér en hann hefur ánafnað safninu sinn drjóla þegar hann er allur. „Þeir fá ekki minn fyrr en ég verð dauður. Þá hef ég ekkert við hann að gera.“ soli@frettabladid.is PÁLL ARASON: MEÐ NAGLA Í LÖPPINNI Í TVÖ ÁR Reðurgjafi í mjaðma- aðgerð á Akureyri PÁLL ARASON MEÐ CONNA Man aftur til ársins 1920 enda kann hann að drekka vín og er viku með flöskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR GAUTI „KSÍ bauð okkur í mat og við horfð- um saman á undanúrslitin í EM,“ segir Dóra María Lárusdóttir landsliðskona spurð um hvernig stelpurnar hafi fagnað glæstum sigri sínum á Grikkjum síðastliðið fimmtudagskvöld. „Svo fórum við heim til Katrínar Ómarsdóttur landsliðskonu sem er með flottan pall í garðinum og sprelluðum aðeins þar á meðan Rakel Hönnu- dóttir spilaði á gítar, en við þurft- um að mæta í vinnu daginn eftir svo við vorum ekki lengi frameft- ir,“ bætir hún við. Síðastliðin þrjú ár hefur Dóra María verið búsett á Rhode Island í Bandaríkjunum þar sem hún var á fótboltastyrk og nam fjármála- fræði, en í vor lauk hún BS gráðu og er nú flutt til landsins. „Ég ætla í fjármálahagfræði í HÍ í haust, en í sumar verð ég að spila fótbolta og vinna hjá SP fjármögnun. Ég hef verið að vinna í fyrirtækinu síðast- liðin sumur og í kringum jólin þegar ég hef verið á landinu,“ segir Dóra María, en vill ekki meina að það hafi verið mikil viðbrigði að flytja aftur heim til Íslands. „Ég mun kannski finna meira fyrir því í haust, enda var ég vön að vera heima á sumrin, en ég mæli hiklaust með því að stelpur sem eru í fótbolta og ætla í nám horfi til Bandaríkjanna upp á að komast á fótboltastyrk. Það eru mun fleiri möguleikar fyrir stelp- ur þar en í Evrópu,“ segir Dóra María að lokum. - ag Fótboltakona í fjármálahagfræði FLUTT HEIM FRÁ BANDARÍKJUNUM Fótboltakonan Dóra María lauk BS- gráðu í fjármálafræði í vor og stefnir nú á fjármálahagfræði í HÍ í haust auk þess að halda áfram í fótboltanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gunnar Pétursson hjúkrunarnemi er einn úr hópi Íslendinga sem vinna sjálfboðastarf í Pal- estínu í sumar. Flest eru þau hjúkrunar- eða læknanemar en einn þeirra er í Kvennaskólan- um í Reykjavík. Gunnar segir brýna þörf á sjálfboðaliðum. „Bara það að sitja í sjúkrabíl, þó við gerum ekk- ert í honum, kemur honum í gegnum vegatálma. Ferðafresli Palestínumanna er svo rosalega skert. Sjúklingar eru að deyja af því sjúkrabílar eru stoppaðir.“ Upprunalega hugmyndin var að fara til Kenýa að vinna. Ein úr hópnum, Anna Tómasdóttir, stakk upp á Palestínu, en hún hefur unnið sjálf- boðastarf þar áður. Störfin eru mismunandi, sum þeirra vinna hjá Project Hope við að kenna ensku. Aðrir, eins og Gunnar, vinna hjá PMRS læknasamtökunum við heilsugæslu. Gunnar segir verkefnin svipuð og í heilsu- gæslu hérna heima. „Við getum náttúrulega lent í því að þurfa að hlúa að einhverjum sem hefur verið grýttur daginn áður. Ég verð samt örugg- lega ekki að taka á móti skot- og sprengjusár- um, þó ég viti það ekki alveg núna.“ Sjálfboðaliðarnir borga uppihald og ferða- kostnað sjálfir. En hvað fá þau út úr þessu? „Ef við náum að gera lífið bærilegra fyrir eina manneskju, þá er það sigur. Ef við náum að kenna einni manneskju skyndihjálp sem hún getur notað til að bjarga mannslífi seinna meir, þá er það sigur. Ef ég næ að bólusetja krakka sem verður til þess að hann fær ekki sjúkdóm, þá er það sigur. Við erum ekki að fara að gera nein stórræði úti, en það sem við gerum skiptir samt máli fyrir fólkið sem við hittum.“ „Svo erum við auðvitað vitni að þessu ástandi. En ég er ekkert að fara að halda með neinum. Ég myndi aldrei labba framhjá særðum, hvort sem þar er Ísraeli eða Palestínumaður.“ Hægt er að fylgjast með sjálfboðaliðunum á herrag- unnar.blog.is og annapalestina.blogspot.com - kbs Íslenskir hjúkrunarnemar í Palestínu ÚT TIL HJÁLPAR Gunnar Pétursson hjúkrunarfræðinemi er sjálfboðaliði í Palestínu Fréttablaðið/Anton LÁRÉTT 2. bauti, 6. guð, 8. fornafn, 9. loga, 11. gelt, 12. óbundið mál, 14. urga, 16. kúgun, 17. ennþá, 18. málmur, 20. tveir eins, 21. ána. LÓÐRÉTT 1. myrði, 3. umhverfis, 4. gróðra- hyggja, 5. af, 7. sambandsríkis, 10. dolla, 13. atvikast, 15. sál, 16. pota, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ra, 8. mér, 9. eld, 11. gá, 12. prósi, 14. ískra, 16. ok, 17. enn, 18. tin, 20. dd, 21. asna. LÓÐRÉTT: 1. drep, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. alríkis, 10. dós, 13. ske, 15. anda, 16. ota, 19. nn. Skötuhjúin Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir eru rísandi stjörnur í leiklistarstéttinni. Í vetur léku þau í Hamskiptunum í Bret- landi við frábæran orðstír. Næsta vetur mun Unnur Ösp leikstýra verkinu Fólkið í borginni í Borgarleikhúsinu en Björn er nú staddur í Bretlandi. Þar fer hann með hlutverk Hákons konungs í víkingamynd sem framleidd er af bresku framleiðslufyrirtæki fyrir BBC. Þykir þar um mjög gott tækifæri að ræða fyrir ungan íslensk- an leikara á hraðri uppleið. Plata Merzedes Club, I wanna touch you, kemur út á næstu dögum. Öll lögin á plötunni eru eftir Barða Jóhannsson en hann nýtur aðstoðar margra með textana. Allir hljómsveitarmeðlimir sveitar- innar semja texta við lög á plötunni fyrir utan Hlyn Áskelsson, betur þekktan sem Ceres 4. Vekur það töluverða athygli því Ceres hefur sent frá sér þrjár plötur og er annálaður sem frábær textahöf- undur. Hefur hann meira að segja gefið út heilan disk með ljóðum. Velta menn fyrir sér hvort textar Hlyns séu ekki samboðnir lögum Merzedes Club, eða öfugt? Ný plata tenórsins Garðars Thors Cortes kemur út hér á landi og í Bretlandi í dag. Platan fékk fjórar stjörnur í gagnrýni Daily Express fyrir helgi en einungis eina stjörnu í The Knowledge, fylgiriti Time. Cortes kippti sér þó lítið upp við það. Að sögn umboðsmanns- ins Einars Bárðar- sonar skellti hann sér á tónleika með Bon Jovi um helgina og skemmti sér vel. -shs/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI J VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Bandalag háskólamanna, BHM. 2 Björk Guðmundsdóttir. 3 Spánverjar og Þjóðverjar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.