Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA HELGIN VINNUVÉLAR O.FL. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir grunnskóla- kennari kann margt fyrir sér í eldhúsinu. Hjördís hefur lengi gert ga ðimenn k Innihald réttarins er 600 til 800 grö í bitum og hæ t Indversk áhrif í eldhúsinu Hjördís Guðný kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SILKIMJÚKUR KRAPÍSÁsgeir Sandholt hefur getið sér gott orð fyrir að búa til litarefnalausan krapís, að mestu gerðan úr ávöxtum, vatni og sykri. MATUR 2 ELTA SÓLINA KMK-félagið stendur fyrir útilegu við Hítarvatn um helgina þar sem meðal annars verður boðið upp á kennslu í fluguveiði. HELGIN 3 6.490 kr. 4ra rétta tilboðog nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Kókos- og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Côte Rôtie „La Mouline“ 2003 | Rhône, FrakklandOpus One 1995 | Napa Valley, Bandaríkin NÝTT! Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 19 eðalvínum með mat. Verð frá 890-8 900 k HJÖRDÍS GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Indverskur pottréttur á við á öllum stundum • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 4. júlí 2008 — 180. tölublað — 8. árgangur VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja MAGNÚS SCHEVING Bæjarstjóri Latabæjar vill hreyfa við heiminum FÖSTUDAGUR FYLGIR PÁLMI GESTSSON Hörkupúl að vera hafnarvörður Leysir bróður sinn af í höfninni á Bolungarvík FÓLK 30 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS M ú INGA WONDER Slær í gegn NONNI OG MANNI Fóru saman á Bon Jovi tónleika Íslenskar myndir á DVD Áform eru uppi um að allar íslenskar myndir verði gefnar út á DVD. Friðrik Þór ríður á vaðið. FÓLK 38 Skorar hátt Auglýsingar Jóns Gnarr fyrir Sím- ann fá frábæra einkunn í sérstök- um mælingum. FÓLK 38 BJART VESTAN TIL Í dag verður hæg austlæg átt. Dálítil væta á landinu austanverðu en lengst af bjartviðri vestan til. Hiti 14-23 stig, hlýjast til landsins vestan til. VEÐUR 4 15 18 14 16 17 23 EFNAHAGSMÁL „Brýnasta verkefnið er enn sem fyrr að ná tökum á verðbólgu,“ sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann tilkynnti um óbreytta stýrivexti Seðlabankans í gær. Þeir eru 15,5 prósent. „Frá því að ég kom í bankann hefur aldrei verið ágreiningur innan bankastjórnar- innar,“ sagði Davíð Oddsson þegar hann færði rök fyrir stýrivaxta- ákvörðun Seðlabankans í gær. Þegar Davíð var spurður nánar út í samstöðu bankastjórnarinnar staðfesti hann að þar væri átt við stýrivaxtaákvarðanir. Forstjóri Glitnis segir að bankinn virðist vera að bregðast við aðstæðum sem séu ekki á hans valdi. Þingmaður Sjálfstæðis- flokksins segir óbreytta vexti sýna að róðurinn verði áfram þungur. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin skuli vara sig í haust, sýni hún ekki árangur. Formaður Framsóknarflokksins segir að vaxtalækkun hefði vakið von. - ikh / sjá síður 8 og 16 Baráttan við verðbólguna: Bankastjórnin alltaf sammála Fær næringuna úr sokki Benedikt Hjartarson ætlar að synda yfir Ermar sund á 14-16 tímum. TILVERAN 12 Keflavík sló FH út Keflvíkingar slógu bikar meistara FH út í VISA- bikar karla í gær á meðan Valsarar lutu í gras gegn Blikum. Þá unnu KR-ingar Fram. ÍÞRÓTTIR 34 VEÐRIÐ Í DAG VIÐSKIPTI Baugur Group lauk í gærkvöldi við sölu allra eigna á Íslandi og mun eftirleiðis leggja áherslu á fjárfestingar í smásölu- verslun í Bretlandi, Norður- löndunum og Bandaríkjunum. Nafni fjárfestingarfélagsins FL Group hefur verið breytt í Stoðir, eignarhaldsfélag. Stoðir festu í gærkvöldi kaup á kjölfestuhlut í Baugi Group af Styrk Invest. Eftir viðskiptin munu Stoðir fara með tæplega fjörutíu prósenta eignar- hlut í Baugi. „Með þessum aðgerðum er eigin- fjárgrunnur Stoða styrktur myndar lega og fjórðu stoðinni rennt undir félagið. Um leið höfum við náð að tryggja endurfjármögnun Baugs. Það er mikill léttir og við- urkenning fyrir okkur í því árferði sem er á alþjóðlegum lánamörkuð- um. Þá getum við loksins aftur farið að spila sóknarbolta í stað þess að hanga endalaust í vörn,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs. Fjárfestingarfélagið Gaumur, sem Jón Ásgeir á ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Pálmadóttur, Kristínu systur sinni og foreldrum sínum, Jóhannesi Jónssyni og Ásu K. Ásgeirsdóttur, hefur keypt Haga, sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup. Stoðir hafa jafnframt selt allan 34,8 prósent eignarhlut sinn í Northern Travel Holding, sem er móðurfélag Iceland Express, Sterl- ing og fleiri fyrirtækja í ferðaiðn- aði. Það er Fons ehf. sem kaupir og greiðir fyrir með hlutabréfum í Stoðum. Eftir breytinguna verður megin- hluti starfsemi Baugs í London og verður ákvörðun um flutning höfuð stöðva félagsins tekin á aðal- fundi þann 18. júlí næstkomandi, að sögn Gunnars Sigurðssonar for- stjóra. Hann segir að með þessari ákvörðun sé mikilvægt skref tekið þar sem þessi, auk annarra breyt- inga á eignasafni félagsins á undan- förnum mánuðum, muni greiða fyrir aðgangi félagsins að alþjóða- fjármagnsmörkuðum sem er lykil- forsenda fyrir þeim framtíðar- áformum sem stjórnendur og hluthafar félagsins hafa. Heimild hefur fengist hjá Ríkis- skattstjóra til að gera upp bókhald Baugs í pundum, en uppgjörsmynt Baugs hefur hingað til verið íslenska krónan. Alls vinna um 50 þúsund starfs- menn hjá félögum í eigu Baugs í 3.900 verslunum viða um heim. Stoðir hf. á eftir breytinguna ráðandi hluti í Glitni, Trygginga- miðstöðinni, Landic Property og nú Baugi Group, auk annarra fjár- festinga hér á landi og erlendis. Eigið fé Stoða eykst við þessi við- skipti um ríflega tuttugu milljarða króna. - bih / sjá síðu 4 Baugur Group fer úr landi FL Group verður eignarhaldsfélagið Stoðir. Kaupa kjölfestuhlut í Baugi Group, sem flytur höfuðstöðvar sínar úr landi og hefur selt Bónus og Hagkaup til Gaums. Fons kaupir Northern Travel Holding. HESTAR Landsmót hestamanna var sett með glæsi- brag í gærkvöldi á Gaddstaðaflötum við Hellu. Um 500 hross tóku þátt í glæsilegri hópreið á setningar- athöfninni og tók þar þátt Geir H. Haarde forsætis- ráðherra ásamt fjórum öðrum ráðherrum, sem og forseta Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- og íþróttamálaráðherra, fékk þann heiður að setja mótið. Garðar Cortes tók lagið á milli ræðuhalda og brekkan tók svo vel undir í lok athafnarinnar þegar íslenski þjóðsöngurinn var sunginn um leið og fáni lýðveldisins var dreginn að húni. Um sex þúsund manns voru mættir að Rangár- bökkum í gær og mótshaldarar eru bjartsýnir á að allt að fimmtán þúsund manns munu mæta í blíðuna um helgina. - hbg Landsmót hestamanna sett á Hellu í blíðskaparveðri: Þá riðu ráðherrar um héruð Á FUNDI MEÐ FORSÆTISRÁÐHERRA Geir Haarde forsætisráðherra tók ásamt fjórum öðrum ráðherrum og þingforseta þátt í glæsilegri hópreið á setningarathöfn Landsmóts hestamanna á Gaddstaðaflötum í gær. Þá átti Geir einnig orð við þetta myndarlega hross. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.