Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA HELGIN VINNUVÉLAR O.FL. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir grunnskóla- kennari kann margt fyrir sér í eldhúsinu. Hjördís hefur lengi gert garðinn frægan með elda- mennsku sinni og það eru fáir réttir sem hún leggur ekki í elda. Hjördís segist elda fjölbreyttan mat og frá öllum heimshornum. Þegar hún er spurð um sinn uppáhaldsrétt þá nefnir hún indverskan pottrétt sem á alltaf við að hennar sögn. „Ég kynntist þessum rétti þegar ég var stödd í óvissuferð með samstarfsfólki fyrir norðan. Réttur- inn var toppurinn á góðum degi. Ég hef eldað hann nokkrum sinnum heima og honum er alltaf svo vel tekið af börnum mínum og manni sem er sérstaklega ánægður með réttinn. Rétturinn er bæði fyrir mat- gæðinga og matvanda, hann er allra,“ segir Hjördís. Innihald réttarins er 600 til 800 grömm af gúllasi í bitum og hægt er að nota bæði nauta- og lambagúllas. Annað sem þarf er ein dós af niður- soðnum tómötum og 20 til 40 grömm af kókosmassa en hægt er að nota kókosmjólk en 50 grömm af kók- osmassa samsvara 400 millilítrum af kókosmjólk. Svo er það salt, pipar, engifer, kanill og negull, allt eftir smekk. „Aðferðin er einföld og góð. Ég byrja á því að brúna kjötið í potti og bæti síðan restinni ofan í og læt allt malla þar til kjötið er vel maukað eða mjúkt undir tönn. Með réttinum ber ég fram hrísgrjón og naan-brauð. Rétturinn sómir sér mjög vel einn á borði sem aðalréttur. Verði ykkur að góðu,“ segir Hjördís með bros á vör. mikael@frettabladid.is Indversk áhrif í eldhúsinu Hjördís Guðný kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SILKIMJÚKUR KRAPÍS Ásgeir Sandholt hefur getið sér gott orð fyrir að búa til litarefnalausan krapís, að mestu gerðan úr ávöxtum, vatni og sykri. MATUR 2 ELTA SÓLINA KMK-félagið stendur fyrir útilegu við Hítarvatn um helgina þar sem meðal annars verður boðið upp á kennslu í fluguveiði. HELGIN 3 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 6.490 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Kókos- og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Côte Rôtie „La Mouline“ 2003 | Rhône, Frakkland Opus One 1995 | Napa Valley, Bandaríkin NÝTT!Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 19 eðalvínum með mat. Verð frá 890-8.900 kr. Sjá nánar á perlan.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.