Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig, söng Megas um árið og syngur víst enn í nýlegri auglýsingu frá Toyota. Þetta er góð speki og sett fram á svo miklu einfaldari hátt hjá meistara Megasi en hjá þeim sem reyndu að selja okkur „The Secret“- þvæluna. Það borgar sig að brosa, svo einfalt er það. Ætli maður að takast á við lífið með fýlusvip upp- sker maður ekkert nema leiðindi. ÞEGAR ég var yngri þóttu mér gamlar ljósmyndir af Íslendingum frekar niðurdrepandi. Það voru allir svo skelfilega alvarlegir á þeim, störðu svipbrigðalausir í myndavél- ina með samanbitnar varir eins og þeir væru nýbúnir að missa alla fjölskylduna úr svartadauða eða eitthvað þaðan af verra. Með til- komu öflugri myndavéla gat fólk farið að brosa framan í linsuna og enn síðar lærðum við það af Amer- íkönum að segja „sííís“. Hvað síðan gerðist er svolítið á reiki en ein- hverra hluta vegna er mikill fjöldi fólks (einkum kvenfólk) hættur að segja „sííís“ þegar smellt er af og segir þess í stað „mök“ eða „kjöt“ til að fá kynþokkafullan stút á varirn- ar. Það er varla hægt að fletta í gegnum fjölskyldualbúm eða skoða myndir á Facebook án þess að þess- um undarlega myndasvip bregði fyrir. Hvað eiga komandi kynslóðir eftir að halda? Önnur hver mann- eskja er á svipinn eins og þorskur. AUÐVITAÐ er við hinn illræmda tískuiðnað að sakast. Af myndum tískublaðanna má ráða að það sé ekki lengur í tísku að brosa. Fyrir- sæturnar virðast forðast það í lengstu lög að kreista fram svo mikið sem brosvipru út í annað og stara þess í stað út í tómið, með undar legum þjáningarsvip sem á víst að vera kynþokkafullur. Maður verður hálfþunglyndur af því að skoða tískuþættina enda ekki annað að sjá en að fyrirsæturnar sjálfar séu að sálast úr leiðindum – já, og hungri. Ólíkt stjörfum Íslendingun- um á gömlu ljósmyndunum tekst þeim þó að hreyfa eins og þrjá and- litsvöðva með því að skjóta vörun- um örlítið fram og búa til þennan eftirsóknarverða þorskamunnsvip sem allir reyna síðan að apa eftir. ÞETTA er óskiljanlegt. Meira að segja drottning kynþokkans, Mar- ilyn Monroe, brosti þegar kjóllinn fauk upp um hana en var ekki að rembast við að setja setja upp til- gerðarlegan hálfstút. MEÐ speki Megasar í huga má hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Við vitum að heimurinn smælar framan í þá sem brosa en hvernig fer fyrir þeim sem takast á við lífið með stút? Sííís! BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur ...ég sá það á visir.is Segir grafhýsi Kleópötru fundið Myndir berast frá Mars Tilfærsla yfir á hægri akrein sviðsett Býst við minni verðbólgu MEST LESIÐ: Glitnir og Byr sameinast síðar í mán ðin m Hlupu inn á flugvöll il að mótmæla brottflutningi Keníabúa Grímseyjarhrottinn á Litla-Hraun Meirihluti stjórne da telur efnahagshorfur slæmar Í dag er föstudagurinn 4. júlí, 187. dagur ársins. 3.13 13.32 23.50 2.13 13.17 0.18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.