Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 52
28 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Steinþór Helgi Arnsteinsson
Hreinn og klár hávaði er undarlega vanmetinn þáttur í allri tónlistar-
sköpun. Hávaði er vandmeðfarinn en sé hann notaður á réttan máta er
hægt að skapa einhver þau alfallegustu tilbrigði sem líffæri eyrans
geta numið. Ég vil strax rökstyðja mitt mál með því að benda á að til
dæmis Vorblótið eftir Stravinsky og ljúfsárt rokk Elvis Presley þótti
ekkert annað en bévítans hávaði og vitleysa fyrst þegar það nam eyru
hins sótsvarta almúga.
Ég vil í þessum pistli samt beina sjónum mínum að hreinum og
klárum hávaða, tónum sem eru ekkert annað en ískrandi bæli óhlut-
bundinna hljóðbylgja. Margar af framsæknustu og bestu hljómsveitum
sögunnar hafa unnið með hávaða og nýtt sér þjónustu hans. Tilrauna-
starfsemi sveita á borð við Velvet Underground, Can, Suicide og Sonic
Youth gaf af sér guðdómlegan hávaða sem snertir við innsta kjarna
hverrar einustu frumu líkamans. Í seinni tíð hafa kumpánar tengdir
við skógláp helst fullnumið mátt hávaðans. Listamenn úr öðrum
stefnum en rokki hafa reyndar einnig bæst í hópinn og hafa í hartnær
tvo áratugi skapað marga yndislega kokkteila með hávaða sem
uppistöðu.
En eins og áður segir er hávaði vandmeðfarinn og það er mjög
viðkvæm og þunn lína milli fallegs hávaða og leiðinlegs hávaða.
Fallegan hávaða má sem dæmi heyra á hinni stórfenglegu plötu Yo La
Tengo frá árinu 1997, I Can Hear the Heart Beating as One. Í laginu
We’re an American Band gnísta sem dæmi háværir gítarsurgstónar
tönnum með nánast óbærilega miklum tilþrifum.
Nú vil ég beina sjónum mínum að tveimur hávaðasveitum sem kunna
svo sannarlega að vinna með hávaða á áhrifaríkan hátt. Sveitirnar eru
Fuck Buttons og No Age. Báðar eru þær dúettar en spila þó heldur
ólíka tónlist. Ég ætla mér svo sem ekkert að tíunda það hér hversu
frábærar þessar tvær hljómsveitir eru. Vippið ykkur frekar á netið eða
í næstu búð og kaupið ykkur nýútkomnar plötur þeirra. Aðdáendur
hávaða verða ekki fyrir vonbrigðum.
Fallegur er hann hávaðinn
Suðurríkjarapparinn Lil
Wayne seldi yfir milljón
eintök í fyrstu vikunni af
nýju plötunni sinni The
Carter III um daginn. Það
er í fyrsta sinn í þrjú ár
sem plata nær að rjúfa
milljón-eintaka markið á
einni viku í Bandaríkjun-
um. Ekki slæmt á tímum
samdráttar í plötusölu.
Trausti Júlíusson tékkaði á
kappanum, sem hefur verið
í uppáhaldi hjá gagnrýnend-
um vestanhafs síðustu ár.
Það hefur verið frekar dauft yfir
hipphoppbransanum vestanhafs
síðustu misseri. Plöturnar seljast
minna, gömlu stjörnurnar þjást
margar af tónlistarlegu andleysi
og textalegri hugmyndaþurrð og
það bólar ekkert á nýjum snill-
ingum. Eða hvað? Lil Wayne er
enginn nýliði. Hann er búinn að
vera að rappa í yfir tíu ár. Vegur
hans hefur verið að smá aukast
og í dag er hann sennilega
stærsta hipphoppstjarnan í
Bandaríkjunum. Sjötta platan
hans The Carter III fór beint á
toppinn þegar hún kom út
snemma í júní og seldist í yfir
milljón eintökum í fyrstu vik-
unni, nokkuð sem hefur ekki
gerst síðan The Massacre með
50 Cent kom út. Menn eru þegar
farnir að kalla Lil Wayne bjarg-
vætti rappsins.
Sló í gegn með mixteipum
Dwayne Michael Carter Jr. fædd-
ist í New Orleans 27. september
1982. Hann ólst upp í Hollygrove-
hverfinu. Þegar hann var ellefu
ára kynntist hann rapparanum
Bryan Williams, eiganda Cash
Money Records. Bryan varð eins
konar lærimeistari Lil Waynes,
kenndi honum á bransann og gerði
samning við fyrstu hljómsveitina
sem Lil Wayne var í, Hot Boys,
sem gaf út þrjár plötur á árunum
1998–2003.
Fyrstu þrjár sólóplöturnar hans,
The Block Is Hot (1999),
Lights Out (2000) og
500 Degreez (2002)
seldust ekki mikið.
Þegar Cash
Money-fyrir-
tækið neitaði
að gefa fjórðu
plötuna
hans, Da
Drought,
út þá
skellti hann henni út sem mixteipi.
Á næstu árum gaf hann út mikið
af mixteipum sem mörg þóttu frá-
bær og vöktu athygli á þessum
efnilega rappara.
The Carter-röðin
Árið 2004 kom fjórða sóló-
plata Waynes og fyrsta plat-
an í The Carter-röðinni og þá
varð ljóst að Lil Wayne hafði
hitt á eitthvað sem virkaði.
Næsta plata, The Carter II,
kom 2005 og fór beint í annað
sæti Billboard-listans. Lil
Wayne hefur samhliða þess-
um opinberu plötum gefið út
helling af mixteipum sem
mörg hafa fengið frábæra
dóma. Í fyrra rataði Da
Drought 3 t.d. í sextánda sætið
á árslista Pitchforkmedia og
var líka á meðal bestu platna
ársins hjá Rolling Stone.
Það sem bæði leikir og
lærðir eru sammála um er að
Lil Wayne er frábær rappari.
Hann hefur hugmyndirnar,
ímyndunaraflið og flæðið.
Auk þess er The Carter III full
af frábærum töktum. Á meðal
gesta á henni eru Jay-Z, Betty
Wright, Fabolous og Busta
Rhymes, en upptökum stjórna
menn eins og Kanye West,
Drew Carrera, Jim Jonsin og
Swizz Beatz.
The Carter III er ein af
skemmtilegri rappplötum
sem maður hefur heyrt
lengi. Hún er fersk og á köfl-
um poppuð og húmorinn
svífur yfir öllu. Lagið Dr.
Carter er gott dæmi, en þar
er Wayne í hlutverki læknis
sem reynir að bjarga
hipphoppinu. Eitt af mörgum
snilldarlögum á plötunni.
Bjargvættur rappsins
LIL WAYNE Hefur verið kallaður
„heitasti rapparinn 2008“ og „besti
rappari sinnar kynslóðar“.
NO AGE
> Í SPILARANUM
Atómstöðin - Exile Republic
Beck - Modern Guilt
Helgi Björns og reiðmenn vindanna - Ríðum sem fjandinn
Black Kids - Partie Traumatic
Merzedes Club - I Wanna Touch You
MERZEDES CLUBATÓMSTÖÐIN
> Plata vikunnar
Elvis Costello and the Imposters
- Momofuku
★★★★
„Momofuku var unnin í skyndi og
minnir um margt á gömlu Costello-
plöturnar, sérstaklega This Year’s
Model. Hrá og ósvikin rokkplata.“ -TJ
Hljómsveitin MGMT
hefur þótt með þeim
ferskari í poppbrans-
anum síðustu mánuði.
Fyrsta plata sveitar-
innar, Oracular Spect-
acular, kom út í mars
en það var ekki fyrr
en nýlega að lög henn-
ar náðu almennri
hylli. Liðsmenn
MGMT hafa nú upp-
lýst að þeir vilji ólmir
fara að taka upp aðra
plötu. Lítill tími gefist
þó til að semja nýtt
efni. Planið er að hefja
upptökur í janúar og gefa hana út sumarið
2009.
„Okkur hefur langað til að komast aftur
inn í stúdíó í þónokk-
urn tíma. Það er
komið ár síðan við
kláruðum að taka upp
fyrri plötuna,“ segir
Andrew Van Wyngar-
den í MGMT. „Það er
engin spurning að við
viljum fara að vinna
að nýju efni. Ég býst
við að við hefjum upp-
tökur í janúar og von-
andi komum við plötu
út næsta sumar.
Félagi hans í
MGMT, Ben Gold-
wasser, tekur undir
þetta. „Við vinnum betur þegar við setj-
umst niður og kýlum á þetta. Núna höfum
við bara ekki mikinn tíma til að gera það.“
MGMT hugar að næstu plötu
HRESSIR POPPARAR Hljómsveitin MGMT hefur
vakið mikla athygli fyrir fyrstu plötu sína. Meðlimi
hennar kitlar nú að taka upp nýtt efni.
NORDICPHOTOS/GETTY
Seeing Sounds er þriðja plata
N*E*R*D, en þegar fyrsta platan
In Searh of... kom út fyrir
sjö árum var sveit- inni
hampað sem fram-
tíð poppsins.
N*E*R*D er
skipuð Neptunes
ofur-pródúsent-
unum Pharrell
Williams og
Chad Hugo og
æskuvini
þeirra frá
Virginíu,
söngvaranum
Shae. Tónlistin
er blanda af
rokki, fönki og
ferskum hip-
hop-hljómi í
anda
Neptunes.
Önnur platan,
Fly or Die, var framhald af þeirri
fyrstu og nú er þriðja platan
komin. Seeing
Sounds er skemmti-
lega fjölbreytt. Lög
eins og Every-
one Nose og
Anti Matter
minna helst á
gamla Fatboy
Slim-slagara,
You Know What
er poppfönk í
anda Jamir-
oquai, Happy
er softrokk og
Kill Joy
minnir á Red
Hot Chili
Peppers svo
dæmi séu
tekin.
Hljóm-
urinn er
oft mjög ferskur eins og við er að
búast frá Neptunes. Takturinn í
smáskífulaginu Spaz er til dæmis
mjög flottur og í fleiri lögum fær
snilld þeirra Pharrell og Hugo að
njóta sín. Á heildina litið er þetta
skemmtileg plata sem skilur samt
frekar lítið eftir sig. Trausti Júlíusson
Fínasta fönk-rokk súpa
TÓNLIST
Seeing Sounds
N*E*R*D
★★★
Þó að fáum detti
kannski í hug í dag
að fönk-rokk súpa
N*E*R*D sé framtíð rokksins stendur
Seeing Sounds alveg fyrir sínu. Fjöl-
breytt og skemmtileg.
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...