Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 50
26 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 18 Freyja Önundardóttir opnar sýningu sína, Tilbrigði við vatn, í Vélasalnum í Vestmannaeyjum í dag kl. 18. Freyja sýnir málverk unnin á síðastliðnum árum; huglægar náttúrulífsmyndir af vatni, andartaki, hreyfingu og gróskunni í gróðrinum. Sýningin er hluti af dagskrá Goslokahátíðar í tilefni þess að 35 ár eru frá goslokum í Vestmannaeyjum. Þau undur og stórmerki hafa gerst í óperuheimum Parísarborgar að ný ópera sem gerð er eftir hryllingsmynd frá níunda áratugnum hefur ratað á sviðið og skelfir þar áhorfendur. Um er að ræða endurtúlk- un á kvikmynd Davids Cronenberg The Fly, eða Flugunni, frá 1986, en í henni lék hinn geðþekki Jeff Goldblum vísindamann sem verður fyrir því óhappi að frumeindir hans renna saman við frumeindir flugu í eðlis- fræðitilraun. Vísindamaðurinn uppgötvar sér til skelfingar að við þetta umbreytist hann smátt og smátt í risavaxna flugu. Það er að sjálfsögðu hið versta mál enda eru flugur mun skelfilegri og grimmari skepnur en mann grunar sökum smæðar þeirra. Leikstjóri verksins er sjálfur David Cronenberg, en þetta er í fyrsta skipti sem þessi 65 ára Kanadamaður reynir fyrir sér í heimi óperunnar. Tónlistin er eftir Howard Shore, sem á að baki glæsilegan feril sem kvikmyndatónskáld. Þekktastur er hann líklega fyrir tónlist sína við kvikmyndirnar sem unnar voru upp úr Hringadróttinssögu Tolkiens. Hljómsveitarstjóri óperunnar er svo enginn annar en tenórinn heimsfrægi Placido Domingo. Ljóst er að með þetta þrí- eyki við stjórnartaumana er líklegra en ekki að óperan um hið ógeðfellda fluguskrímsli komi til með að njóta mikilla vinsælda. Þó virðast áhorfendur ekki á eitt sáttir um hvort óperan standist væntingar. Þannig hafa sumir kvartað undan því að tónlistin sé heldur tilþrifalítil og að uppfærslan sé þunglamaleg. Þó hljóta slíkir smávægilegir annmarkar að jafnast út og gleymast fljótt í ljósi þess að áhorfendum er jafnframt boðið upp á snilldaratriði á borð við syngjandi sameindaþjöppu og blóðugt lokauppgjör flugunnar og konunnar sem hún þráir að borða. - vþ Syngjandi fluga gleður eyrað JEFF GOLDBLUM Er því miður fjarri góðu gamni í óperuútgáfu Flugunnar. Í dag kl. 17 opna þrír fé- lagar úr samtökum lista- mannanna sem stóðu upp- haflega að Kling og Bang sýningu í nýju húsnæði þeirra við Hverfisgötu. Þar eru á ferðinni þeir Ásmundur Ásmundsson, Magnús Sigurðarson og Erling T.V. Klingenberg. Þeir koma saman á ný í Kling & Bang gallerí á Hverfisgötu 42, en þá upp á dag eru 10 ár síðan þeir sýndu á Nýlistasafninu. Nú áratug síðar hafa þeir allir sett mark sitt á fjörlegt sýningarhald sinnar kyn- slóðar í landinu, en þó helst í Reykja- vík, þótt þeir hafi sótt skipulega út fyrir landsteinana. Sýningin ber heitið Listamenn á barmi einhvers II og mun fagna þessum tímamót- um og þessum merka degi með pompi og prakt og nýjum verkum sem öll bera merki einhvers konar tilvistarglímu. Magnús, sem dvalist hefur lang- dvölum í Ameríku, fjarri uppruna sínum, fjallar um litinn sem umhverfið gefur honum og hvert andsvar hans er við þeirri litabreyt- ingu. Listamaðurinn, með málaða „gotneska“ andlistgrímu - er eins og þjáður andi í röngum líkama á strönd sem hann tilheyrir ekki. Erling fæst við Klingenberg- sjálfið eða „The Klingenberg Case“, frá ættfræði, andsetinnar sálar og særingafræðum að „andlausri“ nat- úralískri myndhverfingu hans sjálfs. Hann er líka að fjalla um andann og líkamann: „It’s hard to be an Artist in a Rockstar body“. Ásmundur lítur í baksýnisspegil- inn og býr til ný verk úr úrgangi gamalla og ókláraðra verka. Hann lýsir því yfir á ofurauðmjúkan hátt á engilsaxneskri tungu: „I’m merely a curator“ og fjarlægist þannig egóið sem hefur tilhneigingu til að þvælast fyrir. Gefur sig sýningar- stjóranum (æðri mætti?) á vald. Verði þinn vilji en ekki minn. Þannig snúa þeir þremenningar hver á sinn hátt upp á tilvist mynd- listarmannsins. Opnunin er kl. 17 í dag og verður boðið m.a. upp á flugeldasýningu og veitingar. Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14-18 og eru allir velkomn- ir og aðgangur ókeypis. - pbb Þrír sýna í Kling og Bang MYNDLIST Þremenningar bregða á leik með komandi kynslóð og margefldir. MYND/KLING OG BANG Sigurjón Jóhannsson leikmynda- teiknari og myndlistarmaður er fyrirferðarmikill í Sjóminjasafn- inu á Grandanum í Reykjavík þessa dagana. Um þessar mundir stend- ur yfir í Sjóminjasafninu sýning á verkum Sigurjóns sem hann kallar Síldin og sjávarsíðan og fjallar um síldarævintýrið og þessa horfnu daga sem ýmist voru fullir af fögn- uði yfir góðu síldarári eða fullir vonleysis vegna vondra síldarára; þá skiptust á skin og skúrir eins og nú. Síldarleysi skapaði kreppu sem varð því verri sem hún stóð lengur. Sigurjón er borinn og barnfæddur Siglfirðingur og hefur líkt og jafn- aldri hans og sveitungur, Arnar Herbertsson, sótt minni í daga síld- aráranna. Á sýningunni eru 34 verk sem öll fást við mannlífið á rómantískan hátt. Síldin er sjónarhorn en laus- legar útlínur Siglufjarðar mynda ramma um myndefnið en með víð- ari sjóndeildarhring sem gefur alþjóðlegan blæ sem einkenndi höfuðstað síldveiðanna við Norður- Atlantshafið á sínum tíma, segir Sigurjón. „Fögnuðurinn sem fylgdi síldinni má ekki gleymast,“ segir hann og færir Reykvíkingum nú til skoðunar fjölda verka sem eru sprottin sumri minninganna frá árum síldarinnar. Auk sýningarinnar má nefna að þrjár af fastasýningum Sjóminja- safnsins eru hannaðar af Sigurjóni sem hefur stundað sýninga- og safnahönnun um árabil. Á fyrstu hæðinni, inn af anddyrinu er Bryggjusalurinn sem er myndverk sem menn ganga inn í og upplifa þar reykvíska hafnarstemningu frá miðri öldinni sem leið. Hinar tvær eru á annarri hæð og fjalla um sjósókn landsmanna í 1000 ár. Annars vegar hlutverk skreiðar- innar og hins vegar hákarlaveið- anna, lifrarbræðslunnar og lýsis- útflutningsins sem hafði mikla þýðingu. Eins konar olíuævintýri þeirra tíma. Hvort tveggja er sett fram sem myndverk sem gestir skilji fyrst og fremst tilfinninga- legum skilningi. Sýningin Síldin og sjávarsíðan stendur til loka júlí. pbb@frettabladid.is Sildarminningar á Grand garðinum MYNDLIST Ein vatnslitamynda Sigurjóns í Sjóminjasafninu á Grandagerði 8. BIRT MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI LISTAMANNSSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.