Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 8
8 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR KÓLUMBÍA, AP Ingrid Betancourt, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Kólumbíu og frægasti gísl vinstrisinnuðu uppreisnarhreyfingarinnar FARC, faðmaði börn sín tvö í gær í fyrsta sinn eftir sex ára prísund í frumskóginum. Betan- court og fjórtán öðrum gíslum var bjargað í fyrrakvöld í þaulskipulagðri aðgerð Kólumbíu- hers. „Nirvana, paradís – það hlýtur að vera mjög svipað þeirri tilfinningu sem ég finn á þessari stundu,“ sagði Betancourt og barðist við að halda aftur af táraflaumi er sonur hennar teygði sig til að kyssa hana. „Það var barna minna vegna sem mér tókst að halda í viljann til að komast út úr þessum frumskógi.“ Börn Betancourt, 19 ára sonurinn Lorenzo og 22 ára dóttirin Melanie, hafa búið í Frakklandi frá því að hún hvarf þegar hún var á kosninga- ferðalagi árið 2002. Þau komu til Bogota með þotu frönsku ríkisstjórnarinnar. Með í för voru einnig fyrrverandi eiginmaður Betancourt, syst- ir hennar og franski utanríkisráðherrann Bern- ard Kouchner. Hin endursameinaða fjölskylda verður flutt í sömu vél til Frakklands í dag. Betancourt er bæði franskur og kólumbískur ríkisborgari og Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seti hafði lýst það forgangsmál að fá hana lausa úr gíslingu. Betancourt, þrír bandarískir verktakar og ell- efu kólumbískir hermenn og lögreglumenn sem höfðu um árabil verið gíslar FARC sluppu úr prísundinni með ævintýralegum hætti í fyrra- kvöld. Með hjálp njósnara innan raða stjórnenda FARC tókst að fá verði gíslanna til að trúa því að til stæði að flytja gíslana til fundar við æðstu menn FARC vegna meintra samningaviðræðna um fangaskipti. Þeir hjálpuðu því sjálfir grun- lausir til við að koma gíslunum um borð í ómerkt- ar þyrlur sem sendar voru eftir þeim, enda varð ekki betur séð en að þyrlunum stjórnuðu FARC- liðar. Þegar í loftið var komið kom í ljós að þyrlurn- ar og áhafnirnar tilheyrðu kólumbíska hernum; FARC-verðir gíslanna voru afvopnaðir og fjötr- aðir en gíslarnir losaðir úr fjötrum sínum. „Þyrlan var nærri því að hrapa því við kunnum okkur ekki læti, hoppuðum, öskruðum, grétum og föðmuðum hvert annað,“ sagði Betan court er hún lýsti flugferð gíslanna á vit frelsisins. Með lausn gíslanna, einkum og sér í lagi útlend- inganna fjögurra, hefur FARC verið svipt mikil- vægustu trompunum sem hreyfingin bjó enn yfir og gat beitt í samningaviðræðum við stjórn- völd. audunn@frettabladid.is ENDURFUNDIR Melanie, dóttir Ingrid Betancourt, kyssir móður sína við endurfundi þeirra á flugvellinum í Bogota í gær. Sonurinn Lorenzo stendur hjá. NORDICPHOTOS/AFP Ingrid Betancourt og fleirum bjargað úr prísund með hjálp njósnara án þess að skoti væri hleypt af: Frelsun gísla mikið áfall fyrir FARC 1. Um hversu mörg stöðugildi var fækkað hjá RÚV ohf. á dögunum? 2. Hve hátt er heildaraflamark í þorski á næsta fiskveiðiári? 3. Hvaða hljómsveit mun frum- flytja nýtt tónverk eftir Benna Hemm Hemm í Háskólabíói á mánudag? SJÁ SÍÐU 38 SAMGÖNGUR Frítt verður í strætó fyrir námsmenn í Reykjavík skólaárið 2008 til 2009. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í gærmorgun. Viðbótar- kostnaður vegna verkefnisins er samtals 270 milljónir króna. Á skólaárinu 2007-2008 var frítt fyrir framhalds- og háskólanema en sá samningur gilti einungis til 1. júní. Með þessari nýju sam- þykkt borgarráðs verður fram- lenging á verkefninu. Verkefnið er kallað Frítt í strætó en markmið þess er að efla ímynd almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. - vsp Strætisvagnar í Reykjavík: Nemendur fá áfram ókeypis STRÆTÓ Frítt verður í strætó fyrir náms- menn í Reykjavík á næsta skólaári. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA PÓLLAND, AP Forsætisráðherra Póllands átti í gær fund með sendiherra Bandaríkjanna í Varsjá, daginn eftir að erindrekar beggja ríkja greindu frá því í Washington að grundvallar- samkomulag hefði náðst um að koma fyrir bandarískum eldflaugavörnum í Póllandi. Donald Tusk forsætisráðherra hefur sagt að samkomulag um að koma upp gagneldflaugaskotstöð fyrir hið hnattræna eldflauga- varnakerfi Bandaríkjamanna myndi gagnast öryggi Póllands. Pólverjar hafa farið fram á aukna hernaðaraðstoð frá Bandaríkja- mönnum í tengslum við hýsingu eldflaugavarnastöðvarinnar. - aa Eldflaugavarnir í Póllandi: Grunnsam- komulag í höfn DONALD TUSK VIÐSKIPTI Verslunin 66°Norður opnar tvær nýjar búðir í Dan- mörku í haust. Önnur þeirra verður í Nörre- port í Kaupmannahöfn en hin í Magasin du Nord í Árósum. Fyrirtækið hóf nýverið samstarf við danska herinn. Gerður var samningur á milli 66°Norður og hersins varðandi kaup á fatnaði fyrir eina af herdeildum hans. Um er að ræða Sirius-herdeild- ina en hún starfar að vörnum í óbyggðum nyrsta hluta Græn- lands. - hþj Útrás 66°Norður í Danmörku Tvær verslanir opnaðar í haust Lét bróðurinn flytja e-töflur Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, en hann keypti 47 e-töflur í Reykjavík í nóvember síðastliðnum og fékk bróður sinn til að flytja töflurnar til Akureyrar undir því yfirskini að um stera væri að ræða. DÓMSMÁL VEÐUR Júnímánuður var óvenju sólríkur og þurr í Reykjavík. Hiti var einnig vel yfir meðallagi, meðalhiti mældist 10,6 stig sem er svipað og undanfarin þrjú ár eftir upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Júní var hins vegar sá kaldasti á Akureyri frá 2001, meðalhiti var 9,1 stig sem þó er í meðallagi. Norðaustlæg átt var ríkjandi í mánuðinum með hlýindum um sunnan- og vestanvert landið og hita lítillega yfir meðallagi við sjóinn norðan- og austantil á landinu en kaldara var þar inn til landsins. - ht Gott veður í höfuðborginni: Óvenju sólríkt og þurrt í júní AUSTURVÖLLUR Veðrið lék við borgar- búa mestallan júní. FÆREYJAR Alþjóðahafrannsókna- ráðið, ICES, hefur annað árið í röð lagt til að engar þorskveiðar verði í lögsögu Færeyja á næsta fiskveiðiári. Hrygningarstofninn sé nú orðinn minni en nokkru sinni frá því mælingar hófust árið 1961. Tórbjörn Jakobsen, sem fer með sjávarútvegsmál í færeysku landstjórninni, hefur boðað til- lögu um fimmtíu prósentum minni þorskveiði. Útlitið er reyndar einnig mjög alvarlegt fyrir aðrar botnfisk- stegundir við Færeyjar. ICES leggur til að engin ýsa verði veidd á næstu vertíð og að sóknin í ufsa verði minnkuð um fimmtung. Unnið er að tillögum að sóknar- marki næsta fiskveiðiárs í fær- eyska sjávarútvegsráðuneytinu. Að því er Andreas Kristiansen, deildarstjóri í ráðuneytinu, upp- lýsir í samtali við Fréttablaðið verður tillagan lögð fram í Lög- þinginu 29. júlí, en í Færeyjum er lokaákvörðunin um sóknar- og aflamark í höndum þingsins, á grundvelli tillögu sjávarútvegs- ráðherrans. „Þetta eru erfiðir tímar og enn erfiðari framundan. Það er hrein nauðsyn að minnka sóknina til að stofnarnir geti endurnýjað sig,“ segir Kristiansen. - aa Botnfisksstofnar í lögsögu Færeyja mælast í sögulegri lægð: Boða mikinn niðurskurð veiða FÆREYJAR Deildarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneyti Færeyja segir erfiða tíma fram undan. BERLÍN, AP Bandaríkjamenn hafa langminnst aðhafst til að stemma stigu við hlýnun loftslags, í samanburði við hin sjö mestu iðnveldi heims í G8-hópnum svonefnda. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í gær í tilefni af leiðtogafundi G8, sem fer fram í Japan eftir helgi. Framkvæmdastjóri loftslags- áætlunar alþjóðlegu náttúruvernd- arsamtakanna WWF í Þýskalandi sagði að ef leiðtogarnir vildu sýna af sér ábyrgð yrðu þeir að skuldbinda lönd sín til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2020 og 80 prósent fyrir árið 2050. - aa G8-iðnveldahópurinn: Bandaríkja- menn skussar Skemmdir unnar á flugskýli Brotist var inn í flugskýli á flugvell- inum á Kópaskeri í fyrrakvöld og skemmdir unnar þar innandyra. Flugskýlið er notað sem geymsla en lögregla taldi ekki verðmætum stolið, aðallega hafi verið um skemmdarverk að ræða. Málið er í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTTIR EFNAHAGSMÁL „Þessi ákvörðun sendir þau skilaboð að róðurinn verði áfram þungur,“ segir Bjarni Bene- diktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um óbreytta stýrivexti Seðlabankans. Bankastjórn Seðlabankans tilkynnti í gær að vextir yrðu áfram 15,5 prósent. „Brýnasta viðfangsefnið er enn sem fyrr að ná tökum á verðbólgunni,“ sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Ákvörðun bankans kom engum viðmælanda Fréttablaðsins á óvart. „Ég harma að stýrivaxtalækkun fari ekki að líta dagsins ljós,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. „Það hefði kallað á bjartsýni og nýja von.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segist óttast vont haust og verri vetur. Ríkisstjórnin ætti að gá að sér. „Það er ekki víst að hún kembi hærurnar í haust ef menn hafa ekki fengið það á tilfinninguna að hún nái tökum á ástandinu.“ Gunnar Svavarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það alltaf slæmt þegar vextirnir séu háir, krónan gefi eftir og verðbólgan sé mikil. „Atvinnulíf fær ekki fé frá fjármálastofnunum og róðurinn er að þyngjast,“ segir Vilhjálmur Egilsson hjá Samtökum atvinnulífsins. „Ég tel að bankinn hafi haft ærið tilefni til að lækka vexti núna segir Vilhjálmur.“ Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur hugsanlegt að Seðlabankinn hafi áhyggjur af vinnumarkaðnum og haldi vöxtum háum til að draga úr væntingum um launahækkanir. Hann telur að mikill verðbólguþrýstingur geti komið frá vinnumarkaðnum á komandi mánuðum vegna kaupmáttarskerðingar að undanförnu og launakröfur geti farið úr böndunum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusam- bandsins, segir að forsendur kjarasamninga bresti. „Það er forgangsmál að skapa aðstæður svo hægt sé lækka stýrivexti því fyrirtæki og heimili geta ekki búið við þessar aðstæður til lengri tíma.“ bjornthor@markadurinn.is Áfram þungur róður Stýrivaxtalækkun hefði vakið nýja von, segir formaður Framsóknarflokksins. Ríkisstjórnin þarf að vara sig í haust, segir formaður Vinstri grænna. Vonbrigði að ekki hafi tekist að slá á verðbólguna, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. BANKASTJÓRN SEÐLABANKANS Óbreyttir stýrivextir komu engum viðmælenda Fréttablaðsins á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Við hefðum kosið að sjá lækkun. Hagkerfið kólnar nú hratt meðal annars vegna alþjóðlegu lánsfjárkrísunnar, minni hagvaxtar á heimsvísu, loka stóriðjuframkvæmda fyrir austan, minni aflaheimilda og hækkunar á verði hrá- vöru,“ segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Hann segir að svo virðist sem Seðlabankinn sé með ákvörðun sinni að reyna að bregðast við aðstæðum í ytra umhverfi sem séu ekki á hans valdi. ,,Með því að halda vaxtastigi svo háu tekur hann vissa áhættu með að keyra hagkerfið niður í meiri lægð en þörf er fyrir til að tryggja að verðbólgumarkmiðið náist,“ segir Lárus. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir það vonbrigði að Seðlabankinn ætli að halda vöxtunum háum nokkuð lengi. ,,Það er að hægja það hratt á efna- hagslífinu að það er ekki skynsamlegt að vera með þetta háa vexti,“ segir Sigurjón. Hann segir að svo virðist sem Seðlabankinn sé tregur við að hefja vaxtalækkunarferli af ótta við stöðu krónunnar. ,,Þegar vegin er saman hættan á því að króna lækki og síðan að halda stýrivöxtum háum og það lengi þá hallast ég að því að það sé meiri áhætta að halda vöxtunum háum heldur en að hefja vaxtalækkunar- ferlið,“ segir Sigurjón. ,,Það er jákvætt að þeir hækkuðu ekki vexti. Við teljum það hins vegar nauðsynlegt að fara að hefja fyrstu skrefin í vaxtalækkunarferli. Þegar það hefst er mikilvægt að það gerist í myndarlegum skrefum,“ segir Ingólfur Helgason. forstjóri Kaupþings. Þrátt fyrir að boðað hafi verið að vaxtalækkunarferlið myndi ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2009 hafi Seðlabankinn ekki útilokað að það hæfist fyrr. - as EKKI Á VALDI SEÐLABANKANS VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.