Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 16
16 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 300
4.296 -0,26% Velta: 2.325 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 7,05 -0,70% ... Atorka 6,16
-2,07% ... Bakkavör 27,50 -2,31% ... Eimskipafélagið 14,30 0,00% ...
Exista 7,15 -0,42% ... Glitnir 15,30 -0,65% ... Icelandair Group 16,70
-0,60% ... Kaupþing 750,00 +0,54% ... Landsbankinn 22,80 -0,44%
... Marel 88,00 -0,90% ... SPRON 3,31 -0,90% ... Straumur-Burðarás
9,74 -0,41% ... Teymi 1,93 -3,50 ... Össur 91,00 -1,41%
MESTA HÆKKUN
ATL. PETROLEUM +1,22%
KAUPÞING +0,54%
MESTA LÆKKUN
CENTURY ALUM. -7,65%
TEYMI -3,5%
BAKKAVÖR -2,31%
Hagnaður allra Úrvalsvísitölufélaganna nema
stoðtækjafyrirtækisins Össurar mun dragast
saman á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í
afkomuspá greiningardeildar Kaupþings sem birt
var í gær.
Reiknað er með að Landsbankinn taki mest í hús
á fjórðungnum, eða 11,6 milljarða króna. Glitnir
fylgir fast á eftir með 8,6 milljarða í hagnað.
Meðalsamdráttur bankanna nemur fjórtán prósent-
um. Deildin spáir ekki fyrir um afkomu Kaupþings.
Að öðru leyti spáir greiningardeildin því að
afkoman dragist verulega saman á milli ára hjá
öðrum fyrirtækjum.
Rekstrarfélögin Alfesca og Marel fylgja á eftir
bönkunum þrátt fyrir að hagnaður þeirra dragist
saman á milli ára. Félög tengd þeim Bakkabræðr-
um tapa mestu, gangi spáin eftir. Mesta tapið
verður í bókum Existu, eða 13 milljarðar króna, á
meðan Bakkavör tapar fjórum milljörðum. Exista
er jafnframt stærsti hluthafi Kaupþings. Lands-
bankinn og Össur skila fyrstu uppgjörunum í hús
29. júlí næstkomandi og fylgja hin félögin í
kjölfarið. - jab
Össur einn í plús
Óttar Bergmann
sérfræðingur í lyfl ækningum og meltingar-
sjúkdómum opnar hinn 9. júlí n.k. stofu í
Læknasetrinu, Þönglabakka 6, 109 Reykjavík.
Tímapantanir í síma 535 7700.
AFKOMUSPÁ KAUPÞINGS
Fyrirtæki Hagnaður/-tap* Breyting
Landsbanki Íslands 11.629 -5,1%
Glitnir 8.599 -22,9%
Marel 761 -16,2%
Alfesca 737 -82,9%
Færeyjabanki 548 -17,2%
Össur 452 +286,7%
Straumur 368 -96,7%
Icelandair 93 -145,4%
Teymi -545 -147,0%
Atorka -2.000 -169,4%
Eimskip -2.370 -96,9%
Bakkavör -4.000 -265,6%
Exista -13.000 -148,0%
* Í milljónum króna. Allar upphæðir umreiknaðar
í íslenskar krónur á gengi gærdagsins.
„Verðbólga er íbúum evrusvæðis-
ins áhyggjuefni. Hlutverk okkar
er að tryggja þeim öllum, 320
milljónum manna, stöðugleika,“
sagði Jean-Claude Trichet, banka-
stjóri evrópska seðlabankans, í
gær. Hann lagði ríka áherslu á að
bankinn yrði að viðhalda trúverð-
ugleika.
Evrópski seðlabankinn hækkaði
stýrivexti á evrusvæðinu um 25
punkta í gær og fara þeir við það í
4,25 prósent. Bankinn hafði haldið
vöxtunum óbreyttum í 4,0 pró-
sentum í rétt rúmt ár.
Verðbólga mælist nú fjögur pró-
sent á evrusvæðinu og hefur hún
ekki aukist jafnhratt í sextán ár.
Seðlabankar víða um heim hafa
gripið til aðgerða vegna þessa.
Seðlabankar Danmerkur og
Svíþjóðar hækkuðu stýrivexti um
25 punkta sömuleiðis í gær. Í rök-
stuðningi sænsku bankastjórnar-
innar kemur fram að aukna verð-
bólgu megi rekja til
hrávöru verðshækkana, hærri
verðbólguvæntinga og innlendrar
þenslu. Bankinn spáir áframhald-
andi vaxtahækkunum á komandi
ári, og að vextir bankans standi í
4,8 prósentum í lok árs. Vextir þar
standa í 4,5 prósentum og hafa
ekki verið hærri í aldarfjórðung.
Til sömu bragða greip seðla-
banki Indónesíu. Þetta er jafn-
framt þriðji mánuðurinn í röð sem
hann hækkar vexti. Spáð er að
aðrir seðlabankar muni í ýmist
hækka vexti sína á næstunni eða
halda þeir óbreyttum.
Bankastjóri Seðlabanka Evrópu
sagði í gær verðbólguþrýsting
áhyggjuefni og hafi stjórn bank-
ans verið sammála um aðgerðir til
að draga úr verðbólgu nú. Batt
hann vonir við að hún gæti farið
að, jafnvel undir, tveggja pró-
senta verðbólgumarkmið bank-
ans. „Við tökum hlutverk okkar
alvarlega,“ sagði seðlabankastjór-
inn. - jab/bþa
BANKASTJÓRINN Jean-Claude Trichet,
bankastjóri evrópska seðlabankans,
segir mikilvægt að bankinn viðhaldi
stöðugleika og nái verðbólgu niður.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
„Tökum hlutverk
okkar alvarlega“
Bankastjóri Seðlabanka Evrópu vonast til að hærri
vextir dragi verðbólgu niður að viðmiðum.
Seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum
í 15,5 prósentum í gær og býst ekki við
lækkun fyrr en um mitt næsta ár. Hann
segir að það gæti orðið óhjákvæmilegt að
hækka vextina meira, þrátt fyrir samdrátt.
Eðlilegt að menn vilji sleppa billega, segir
Seðlabankastjóri um þá sem vildu vaxta-
lækkun.
„Það er ekki hægt að forðast stundarvandræði í
augnablikinu með því að kasta öðrum markmiðum á
glæ,“ sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri við
ákvörðun stýrivaxta í gær.
Þá tilkynnti bankinn að vextir yrðu óbreyttir um
sinn, 15,5 prósent. Samkvæmt grunnspá bankans eru
horfur á að verðbólga verði töluverð fram á mitt
næsta ár. Síðan hjaðni hún hratt. Davíð sagði að
minnkandi umsvif í þjóðarbúskapnum auðvelduðu
Seðlabankanum að koma böndum á verðbólgu. „En
samdráttur mun á hinn bóginn verða íþyngjandi fyrir
marga, ekki síst þá sem skuldsettastir eru.“ Bankinn
hvikaði hins vegar ekki frá markmiði sínu. „Brýnasta
verkefnið er enn sem fyrr að ná tökum á verðbólgu og
koma í veg fyrir að aukning hennar að undanförnu
valdi víxláhrifum launa, verðlags og gengis.“
Hann bætti því við að kaupmáttur myndi minnka,
en samdráttarskeið stæði skemur, yrði tekið á málum
af festu.
Í Peningamálum Seðlabankans segir að veruleg
hætta sé á að gengisþróun verði óhagstæðari en gert
sé ráð fyrir í grunnspá. Einnig kunni laun að hækka
meira en ráð sé fyrir gert. „Verði sú raunin getur
verðbólgan orðið meiri framan af og langdregnari en
í grunnspánni og óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti
enn frekar, þrátt fyrir samdrátt í þjóðarbúskapnum.“
Mikið hefur verið rætt um það undanfarið að jafn-
vel ætti að lækka vextina. Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi yfirmaður
Þjóðhagsstofnunar, lagði meðal annars til að þeir yrðu
lækkaðir um hálft prósentustig.
Davíð sagði að það væri mannlegt að leita hinna
fljótu og ódýru lausna. „Það er eðlilegt að menn vilji
sleppa eins billega og þeir geta og ég er ekki að gera
lítið úr því,“ sagði Davíð. Það væri erfitt fyrir atvinnu-
lífið að fjármagna sig við núverandi vaxtastöðu. Hins
vegar hefði stór hluti atvinnulífsins skuldsett sig allt
of mikið. „Og ekki gætt þess þegar vel áraði að styrkja
sitt eigið fé og setja peninga til hliðar, heldur þvert á
móti gengið á sitt eigið fé.“
Þá sagði Davíð að viðskiptabankarnir ættu að leita
leiða til að minnka þörf fyrir erlent lánsfé og „laga
umfang sitt að gerbreyttum aðstæðum“. Í því sam-
bandi sagði Davíð að þeir gætu selt eignir og þeir
væru byrjaðir á því. ingimar@markadurinn.is
Óttast frekari vaxtahækk-
un þrátt fyrir samdrátt
FRÁ STÝRIVAXTAFUNDI SEÐLABANKANS Arnór Sighvatsson
aðalhagfræðingur með Davíð Oddsson bankastjóra í baksýn.
Bankinn segir að brýnasta markmiðið sé að ná tökum á verð-
bólgunni. Því markmiði megi ekki kasta á glæ til að forðast
stundarvandræði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Viðskiptakjör þjóðarinnar hafa
versnað verulega vegna aukinna
útgjalda í olíu segir í tilkynningu
frá Samtökum Atvinnulífsins
(SA).
SA bendir á að útgjöld vegna
innfluttra olíuvara stefna í 6
prósent af landsframleiðslu en
hefur verið á bilinu 2-2,5 prósent
þar til á allra síðustu árum.
„Á síðustu þremur árum hefur
hlufallið numið um þremur
prósentum en í ár stefnir það í
5,5 prósent og á næsta ári gæti
það farið yfir 6 prósent. Við-
skiptakjör þjóðarinnar hafa
þannig versnað verulega af
þessum sökum og þjóðartekjur
falla.“ - bþa
Olíuhækkanir
sliga atvinnulífiðByr á leið inn í Glitni
Það fór eins og fullyrt var í þessum dálki í gær,
að Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra
myndi ekki reynast mjög sannspár um að
frekari samruna væri ekki að vænta á banka-
markaði. Lengi hefur
legið í loftinu að Glitnir
og sparisjóðurinn Byr
gætu runnið saman,
enda eigendur beggja
félaga tengdir ýmsum
böndum. Vísir sagði frá
því í gær, að samruni
sé nú þegar ákveðinn en beðið sé niðurstöðu
stofnfjáreigenda Byrs síðar í mánuðinum um að
breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Þá sagði Vísir
einnig frá því að þreifingar væru í gangi milli
Icebank og Saga Capital annars vegar og Ice-
bank og VBS fjárfestingarbanka hins vegar um
hugsanlega sameiningu, en forsvarsmenn þeirra
félaga vildu ekkert staðfesta í þeim efnum.
Kaupþing og sparisjóðirnir
Fleiri samrunar kunna að vera í farvatninu, segja
aðilar á markaði, enda fjölmargar fjármálastofn-
anir í verulegum kröggum vegna lánakrísunn-
ar. Þannig er talið fullvíst að fleiri sparisjóðir
muni renna inn
í Kaupþing á
næstu mánuðum
og er helst horft
til sparisjóð-
anna í Keflavík,
Mýrasýslu og
Svarfdæla í þeim
efnum. Margir
sparisjóðir eru nátengdir eignarhaldsfélaginu
Exista sem stórir hluthafar, en það er sem kunn-
ugt stærsti eigandi hlutafjár í Kaupþingi. Exista
er að stórum hluta í eigu bræðranna Ágústs og
Lýðs Guðmundssona og hefur svo sannarlega
ekki farið varhluta af fárviðrinu á hlutabréfa-
mörkuðum undanfarin misseri.
Peningaskápurinn ...
„Frá því að ég kom í bankann
hefur aldrei verið ágreiningur
innan bankastjórnarinnar,“ sagði
Davíð Oddsson þegar hann færði
rök fyrir stýrivaxtaákvörðun
Seðlabankans í gær.
Rætt hefur verið um gagnsæi í
ákvörðunum bankans, en sums
staðar annars staðar eru til að
mynda fundargerðir birtar. Gylfi
Magnússon dósent hefur til að
mynda nefnt að birta mætti fund-
argerðir bankastjórnarinnar svo
sjá megi rök hvers og eins fyrir
niðurstöðunni. Fyrirmynd að
slíku er til að mynda fundargerð
Skuggabankastjórnar Markaðar-
ins sem birtist í sömu viku og til-
kynnt er um stýrivexti. Þar má
lesa um sjónarmið hvers og eins.
Þegar Davíð var spurður nánar
út í samstöðu bankastjórnarinn-
ar, staðfesti hann að þar væri átt
við stýrivaxtaákvarðanir. Hann
sagði að menn gætu komið með
ólíkar hugmyndir að borðinu, en
ágreiningur væri ekki um niður-
stöðuna.
Davíð sagði jafnframt að banka-
stjórnin væri ekki bundin af eigin
spám bankans um stýrivexti, en
hún styddist við þær. - ikh
Bankastjórnin
alltaf sammála