Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 4. júlí 2008 21 UMRÆÐAN Sigurður Helgason skrifar um umferðaröryggi Fyrstu helgi í júlí og raunar júlí-mánuðurinn hefur haft í för með sér mikinn fjölda alvarlegra umferðarslysa á undanförnum áratug. Ástæðan liggur í augum uppi. Mjög margir leggja land undir fót og oft ferðast fólk um ókunnar slóðir sem krefst mikillar athygli og einbeitingar. Ekki er óalgengt að nýliðar í akstri, ungt fólk með nýtt ökuskír- teini fari út á þjóðvegina um þessa helgi. Margir fá fyrstu sumar- launin um mánaðamótin og hugsa sér gott til glóðar innar að gera eitthvað skemmtilegt. Og við því er ekkert að segja sé varlega farið. En sú er því miður ekki allt- af raunin. Tak- mörkuð reynsla leiðir oft til þess að meiri áhætta er tekin en fólk ræður við. Sú áhætta reynist afdrifarík í allt of mörgum tilvikum. En spurningin sem rétt er að spyrja sig er: Hvað geta ökumenn gert til að lágmarka líkur á að þeir lendi í slysi? Og með hvaða hætti er hægt að draga úr hættu á alvarlegum áverkum? Til að minnka líkur á að menn lendi í slysi skiptir mestu að vera með fulla athygli við aksturinn. Óvarlegt er að fara af stað séu menn þreyttir og illa upplagðir. Að virða hámarkshraðareglur er eitt af grundvallaratriðunum til að auka umferðaröryggi. Ef allir virtu hámarkshraðareglur myndi alvar- legum slysum hér á landi fækka umtalsvert. Og með hóflegum hraða vinnst annað. Bíllinn eyðir mun minna eldsneyti heldur en ella, sem hefur í för með sér umtalsverðan sparnað á tímum nánast daglegra hækkana á bensíni og olíu. Og þar að auki leiðir minni eldsneytisnotkun til minni meng- unar. Þannig má segja að það hafi marga kosti. Í skýrslu rannsóknanefndar umferðarslysa sem birt var nýlega kemur fram að stór hluti þeirra ökumanna og farþega í bílum sem látist hafa í umferðarslysum á undanförnum árum hafi ekki haft bílbelti spennt. Að mati nefndar- innar eru miklar líkur á að bjarga hefði mátt lífi 42 manna á síðasta áratug hefðu þeir verið með bíl- beltin spennt. Bílbeltanotkun kemur ekki í veg fyrir að menn lendi í slysum, en dregur stórlega úr líkum á alvarlegum áverkum. Akstur undir áhrifum vímuefna er mjög algeng orsök alvarlegra umferðarslysa. Allir sem haft geta áhrif til að koma í veg fyrir að fólk aki af stað eftir neyslu áfengis eða annarra vímuefna eiga að reyna að koma í veg fyrir það, en ella hringja til Neyðarlínunnar. Síma- númerið þar er 1-1-2. Starfsmenn hennar koma síðan skilaboðum til viðkomandi lögregluyfirvalda. Sá sem ekur ölvaður og veldur slysi er algjörlega réttlaus gagnvart tryggingabótum og þannig getur ölvunarakstur sett fjárhag hans í uppnám til langrar framtíðar. Júlí er sá mánuður þar sem flest slys eiga sér stað. Það er undir ökumönnum komið hvort þeirri þróun verði snúið við. Og viti menn: Það er hægt. BRÉF TIL BLAÐSINS Nei, étt‘ann sjálfur Jón Kaldal Jónína Óskarsdóttir, bókavörður og húsmóðir skrifar: Athugasemd vegna leiðara Fréttablaðs- ins 29. júní. Enn einu góðærinu er víst lokið og enn ein niðursveiflan tekin við þrátt fyrir stöðugleikaloforð stjórnvalda og verði þeim að góðu sem finna muninn. Ástæða þessarar greinar er að enn einu sinni á að skella sökinni á „mig“. Nú af ritstjóra Fréttablaðs- ins Jóni Kaldal í leiðara á dögunum. Þar vildi hann finna sökudólg vegna efnahagsástandsins og fann hann í speglinum sínum og sagði að ég gæti gert það líka. Ekki það að þetta sé nokkuð frumlegt eða óvenjulegt að heyra. Þetta er gömul og ný lumma sem slummað hefur verið framan í almenning og þar með er skýringin fundin á óstjórn og hruni þjóðarbúsins og ... allir sáttir? Nei takk! Ég og annað láglaunafólk, með 150.000 á mánuði og margir með minna, frábiðjum okkur meinta setu við veisluborð Jóns Kaldal og hans sessunauta. Hann er aftur á móti velkominn að okkar borði þar sem málið snýst alltaf um að ná og ná ekki endum saman jafnt í meintu góðæri sem hallæri. Við mitt borð situr fólk í ýmsum störfum þjóðfélags- ins, ungir og gamlir. Meint góðæri birtist okkur láglaunafólki sem erum húseigendur aðallega í því að eignirnar okkar hækkuðu í verði þannig að við gátum étið/veðsett þær meira til að ná endum saman í heimilishaldinu. Sú staðreynd sem stór hópur þessa samfélags býr við er að við höfum og höfðum ekki ráð á neinum munaði. Utanlandsferðum fjölgaði reyndar með lággjaldaflugi. Voru áður jafnvel aðeins tvær á 22 árum, varalitur er munaðar- vara, nýir skór setja fjármálin í uppnám og tannlæknakostnaður kollvarpar heimilisbókhaldinu. Listahátíð, hvað er nú það? Leikhúsin? Jú, gaman að lesa gagnrýnina í blöðunum. Fínt að fá ókeypis Fréttablað. Bílastæðavandinn löngu úr sögunni. Ekki má samt gleyma ágústmánuði því þá er vonarveisla. Hvað verða vaxtabæturnar í ár? Þær eru afréttari fjölskyldunnar og barnabætur hjá þeim sem þær fá. Hvar getum við láglauna- fólk sparað? Svarið er alltaf í okkar eina og mikla lúxus sem er MATUR. Og, hvað á að spara þar? Kannski bakarís- brauðið og nammi og gos á kvöldin? Fleira er oft ekki í stöðunni. Jú, minnka eða hætta að gefa jólagjafir. Ekki er hægt að minnka við sig húsnæði og fara í ódýrara því íbúðir seljast ekki. Verðtryggðu lánin hækka nú ört og það gengur ekki til baka ef að líkum lætur. Við munum borga brúsann um ókomin ár. Verðtrygging launa hlýtur að vera krafa okkar nú til að ráða við þær hækkanir? Við verðum líka að fara að nýta hæft og til þess menntað fólk í fjármálastjórn landsins. Ástand sem þetta er þó verulega kunnuglegt okkur sem komin erum um og yfir miðjan aldur. En, Jón Kaldal! Nú segi ég ekki „sama og þegið“. „Ég“ sat ekki við veisluborðið og finnst því ósanngjarnt að eigna mér timburmennina ykkar. SIGURÐUR HELGASON Það er hægt að koma í veg fyrir flest slys Como 4 manna Fjölskyldutjald með tveimur svefntjöldum. Fortjald er á milli svefntjaldanna. Tveir inngangar. Verð 17.990 kr. Tilboð: 14.990 kr. Einnig til 6 manna. Verð: 19.990 kr. Jasper 5 manna Opnast á tvo vegu. Stórt fortjald með dúk. Verð 39.990 kr. Tilboð: 34.990 kr. Galaxy 6 manna Braggatjald með tveimur svefntjöldum. Stórt fortjald með dúk á milli svefntjaldanna. Verð 44.990 kr. Tilboð: 38.990 kr. Tjaldaland Útilífs er við hliðina á TBR-höllinni Troðfull flöt af uppsettum tjöldum! SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐAR VOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 Á L F H E IM A R G R E N S Á R S V E G U R Tjaldaland í góðu tjaldi Njóttu sumarsins ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 42 93 1 07 /0 8 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Malaga 6 manna Fjölskyldutjald með tveimur svefntjöldum. Verð 34.990 kr. Andros 6 manna Fjölskyldu-braggatjald með tveimur svefntjöldum. Stórt fortjald með dúk. Öflugar álsúlur. Verð 42.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.