Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 46
22 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
SPÆNSKA LEIKKONAN VICTORIA
ABRIL ER 49 ÁRA Í DAG
„Ég er lítil og venjuleg stelpa
og mína sögu hefur enginn
áhuga á að segja, sem er ágætt
því ég myndi ekki nenna að
leika sjálfa mig.“
Victoria er fræg fyrir leik sinn
í myndinni ¡Átame! eftir Pedro
Almodóvar en Íslendingar þekkja
hana eflaust betur fyrir hlutverk
sitt í 101 Reykjavík. Hún hefur
verið tilnefnd átta sinnum til
Goya-verðlaunanna og hlotið þau
einu sinni.
Þennan dag árið 1865 kom fyrsta
bókin um Lísu í Undralandi út í
Englandi. Höfundur bókarinnar,
Charles Lutwidge Dodgson, skrifaði
bækurnar undir dulnefninu Lewis
Carroll. Bókin er sú fyrsta í bókaröð
sem segir frá Lísu, sem hefur frjórra
ímyndunarafl en flestir. Sagan um
Lísu er uppfull af þrautum, rökvill-
um, mótsögnum og öðrum heim-
spekilegum vangaveltum höfund-
arins. Frásagnarformið var bylting-
arkennt á sínum tíma og hefur haft
mikil áhrif á bókmenntasöguna.
Dodgson fékk hugmyndina að
Lísu þegar hann var í bátsferð ásamt vini og
þremur ungum frænkum sínum, Lorinu, Alice
og Edith. Til að skemmta stúlkunum sagði hann
þeim sögu um unga stúlku að nafni Alice sem
leiddist ógurlega og hélt af stað
í leit að ævintýrum. Stúlkurnar
voru yfir sig hrifnar og Alice bað
frænda sinn um að skrifa söguna
niður. Tveimur árum síðar gaf hann
frænku sinni handritið að Alice´s
Adventures Under Ground. Dodg-
son skrifaði annað og ýtarlegra
eintak af sögunni sem hann sendi
til útgefanda. John Tenniel sem
myndskreytti bókina var ósáttur
við gæði útgáfunnar. Upplagið var
því eyðilagt og nýtt og betrumbætt
gefið út ári síðar. Bókin seldist upp
á skömmum tíma. Meðal þeirra
fyrstu sem keyptu bókina voru Oscar Wilde og
Viktoría drottning. Bókin hefur verið þýdd yfir á
125 tungumál en aðeins 23 eintök eru til í dag af
upprunalegu útgáfunni.
ÞETTA GERÐIST: 4. JÚLÍ 1865
Lísa í Undralandi kemur út
MERKISATBURÐIR
1685 Halldór Finnbogason er
brenndur á báli á Þing-
völlum fyrir að snúa Faðir-
vorinu upp á andskotann.
Þetta er síðasta galdra-
brennan hér á landi.
1810 Frakkar hernema Amster-
dam.
1827 Þrælahald er afnumið í
New York-ríki.
1971 Safnahúsið í Borgarnesi er
formlega tekið í notkun.
1973 Margrét Danadrottning og
Hinrik prins koma í opin-
bera heimsókn til Íslands
og dvelja hér í fjóra daga.
1977 Hreinn Halldórsson setur
Íslandsmet í kúluvarpi
þegar hann kastar 21,9
metra. Hann er þar með
einn þriggja manna sem
kasta yfir 21 metra þetta
árið.
Núna um helgina verður Ólafsvíkur-
vaka endurvakin eftir fjórtán ára hlé.
Áherslan á nýrri Ólafsvíkurvöku er
fjölskyldan, en að sögn Guðmundu
Wium, skipuleggjanda vökunnar,
munu hátíðarhöldin vera fyrir börn,
brottflutta Ólafsvíkinga og aðra vel-
unnara.
Árin 1993 og 1994 var haldin Ólafs-
víkurvaka en síðara árið varð sam-
eining á sveitarfélögunum og úr varð
Snæfellsbær. „Við vildum þá breyta
hátíðarhöldunum þannig að þau næðu
yfir okkur öll frekar en einn stað
innan sveitarfélagsins,“ segir Guð-
munda. Færeyskir dagar tóku við af
Ólafsvíkur vöku og voru haldnir við
miklar vinsældir í níu ár, en lögðust af
í fyrra. Í framhaldi af því var haldinn
fundur í bænum þar sem áhugamenn
um áframhaldandi hátíðarhöld ræddu
saman um framhaldið. „Við vorum
sammála um að halda gleðihöldun-
um áfram en að búa til hátíð eingöngu
fyrir fjölskyldufólk,“ segir Guðmunda.
„Við gerðum könnun á Snæfellsbæjar-
vefnum um hvað hátíðin ætti að heita
og gamla nafnið varð fyrir valinu.“
Skemmtidagskrá helgarinnar er
fjölbreytt. „Lína Langsokkur verður
kynnir á hátíðinni, nokkrir unglingar
munu sýna trommudans, sýnt verður
brot úr leikritinu Allt í plati sem sett
var upp hér í vetur og einnig úr leik-
ritinu Þengill lærir á lífið sem grunn-
skólinn setti upp. Eldri borgarar verða
með línudans, Huldubörn munu syngja
nokkur lög og nýtilnefndur bæjarlist-
armaður, Sigurður Höskuldsson, mun
sýna verk sín, svo eitthvað sé nefnt.“
Hoppukastalar verða fyrir börnin en
að sögn Guðmundu er lögð áhersla
á hafa skemmtunina ekki aðkeypta.
„Það verður ekkert peningaplokk á há-
tíðinni hjá okkur.“
Á vökunni verður einnig markað-
ur og sýning á munum eftir listamenn
bæjarfélagsins. „Bæði í kvöld og annað
kvöld verður bryggjuball, svo verður
brekkusöngur og við endum svo vök-
una á messu á sunnudaginn þar sem
Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór munu
spila, en það er eina aðkeypta skemmt-
unin sem við verðum með,“ útskýrir
Guðmunda.
Að sögn hennar er stemningin fyrir
helginni mjög góð og samvinna að und-
irbúningnum hefur gengið vel. „Það er
ekki bara Ólafsvík sem kemur að há-
tíðinni, Sandarar og þeir frá Rifi vinna
að þessu með okkur, enda eru þetta há-
tíðarhöld Snæfellsbæjar,“ segir Guð-
munda. klara@frettabladid.is
ÓLAFSVÍKURVAKA ENDURVAKIN: FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Í ÓLAFSVÍK
Brottfluttir og börn í fyrirrúmi
SPENNT FYRIR HELGINNI Guðmunda Wium, skipuleggjandi Ólafsvíkurvökunnar, með eiginmanni sínum, listamanninum Sigurði Höskuldssyni,
sem er tilnefndur bæjarlistarmaður í ár, en hann sér einnig um öll tónlistaratriði hátíðarinnar. MYND/HARALDUR, SKESSUHORN
AFMÆLI
Geraldo
Rivera
frétta maður
er 65 ára í
dag.
Neil Simon
leikskáld
er 81 árs í
dag.
Gina Loll-
obrigida
leikkona
er 81 árs í
dag.
Hulda
Hákon
myndlistar-
kona er 52
ára í dag.
Nafn: Sindri Freyr Pálsson.
Aldur: 16 ára.
Hver er maðurinn?
Ég er að klára grunnskóla.
Áhugamál: Bílar og skelli-
nöðrur.
Hvað hefur þú starfað lengi
sem blaðberi?
Í þrjú til fjögur ár.
Ertu í þessu fyrir hreyfinguna
eða launin?
Fyrir hreyfinguna.
Ertu einn að bera út eða ertu
með aðstoðarmann?
Ég geri þetta mest einn.
Hver voru þín viðbrögð þegar
þér var tilkynnt að þú hefðir
hlotið nafnbótina Blaðberi
mánaðarins?
Ég var bara ánægður og þakk-
látur.
Hefur þú áður hlotið verð-
laun fyrir að bera út Frétta-
blaðið?
Nei.
Pósthúsið óskar Sindra Frey til
hamingju með titilinn Blaðberi
mánaðarins og þakkar fyrir
ánægjulegt samstarf.
BLAÐBERI MÁNAÐARINS: SINDRI FREYR PÁLSSON
Ánægður og þakkklátur
SONJA
Noregs-
drottning er
71 árs.
EIRÍKUR
HAUKS-
SON
er 49 ára.
Steinsmiðja
• Viðarhöfða 1
• 110 Reykjavík
• 566 7878
• Netfang: rein@rein.is
• Vönduð vinna
REIN
Legsteinar
í miklu úrvali
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
Jónínu Símonardóttur
áður til heimilis að Eyrarvegi 7a, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Dvalarheimilinu Hlíð. Guð blessi ykkur öll.
Jónas Þór Ellertsson Margrét Jónsdóttir
Símon Ellertsson María Snorradóttir
Hulda Ellertsdóttir Jóhannes Baldvinsson
Inga Ellertsdóttir Gunnsteinn Sigurðsson
Ágúst Ellertsson Sigríður Ásdís Sigurðardóttir
Þóra Ellertsdóttir Sæmundur Pálsson
60 ára afmæli
Kristín
Kjartansdóttir
frá Ólafsvík, verður 60 ára sunnudaginn
6. júlí. Af því tilefni verða þau hjónin Stína
og Grímur með opið hús laugardaginn 5. júlí
næstkomandi frá kl. 16-20 á heimili sínu
17. júní torgi nr. 7 4. hæð/414 í
Sjálandshverfi nu í Garðabæ. Þau hlakka til
að sjá ætting ja og vini sem eru hjartanlega
velkomnir.