Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 4. júlí 2008 31
Angelina Jolie hefur nú verið lögð
inn á spítala, læknir leikkonunnar
segir að ekkert ami að henni
heldur sé aðeins verið að gæta
fyllsta öryggis því nú styttist í
fæðingu tvíburanna sem Angelina
ber undir belti. Angelina og Brad
keyptu nýverið villu í Frakklandi
þangað sem þau fluttu með
barnaskarann sinn til þess að
losna undan ljósmyndurum sem
elta fjölskylduna hvert fótmál.
Angelina og Brad eiga saman eitt
barn og hafa ættleitt þrjú; eftir
fæðingu tvíburanna, sem von er á
hvað á hverju, verða börnin því
orðin sex að tölu. Geri aðrir betur.
Styttist í
fæðinguna
STYTTIST Í FÆÐINGU Angelina með elsta
son sinn, Maddox.
Hótelerfinginn Paris Hilton segir
að uppáhaldsíþrótt hennar sé
íshokkí. „Ég hef spilað íshokkí frá
því ég var sextán ára og ég er
mjög góð í því,“ var haft eftir
henni. París segir að þegar hún
gekk í menntaskóla hafi hún verið
í skólaliðinu í íshokkí og segist
hún enn taka einstaka leik þegar
hún hefur tíma. Jafnframt segist
hún ætla að kenna kærasta
sínum, Benji Madden, hvernig
spila eigi íþróttina. Þessa dagana
er Paris annars að fara af stað
með að kynna nýja sjónvarpsþátt-
inn sinn sem ber heitið My New
BFF.
Spilar hokkí
MJÖG GÓÐ Í HOKKÍ París Hilton hefur
spilað íshokkí frá því hún var sextán ára
gömul.
Ofurhetjan Hancock hefur ekki átt
sjö dagana sæla síðastliðin ár; hann
drekkur viðstöðulaust, hann er hat-
aður af almenningi og enginn til-
gangur virðist vera fyrir lífi hans,
eða svo heldur hann. Þegar Han-
cock bjargar kynningarfulltrúa úr
lífshættu býður hann honum að sjá
um almannatengsl Hancocks og
koma honum á rétta braut.
Í leikstjórastólnum situr leikar-
inn Peter Berg, sem hefur sýnt
fram á að hann er efnilegur leik-
stjóri með myndum á borð við ruðn-
ingsmyndina Friday Night Lights
og hinni nýlegu The Kingdom. Berg
er hér með sína stærstu og dýrustu
mynd hingað til, sem er bara af því
góða. En ég fer ekki ofan af því að
hann hafi verið kærulaus við gerð
myndarinnar. Mörgum atriðunum
er ágætlega leikstýrt en mörg
hasar- og dramaatriðin eru klaufa-
leg og vandræðaleg. Dramatíkinni
er einnig örlítið ofaukið. Söguþráð-
ur myndarinnar er góður og gaman
er að fylgjast með fyrstu ofurhetj-
unni sem þarf að taka til eftir sig
sóðaskapinn.
Will Smith leikur Hancock,
drykkjurútinn sem endurheimtir
æruna. Smith stendur yfirleitt
fyrir sínu en er kannski ekki í ess-
inu sínu hérna. Í sumum atriðum,
þar sem reynt er á dramaleikinn,
er stutt í hláturinn og hann er ekki
nægilega sannfærandi. Jason Bate-
man er þó frábær sem kynningar-
fulltrúi Hancocks. Bateman er
vandaður og góður leikari en virð-
ist vera festast örlítið í sama hlut-
verkinu; nú sleppur hann með
skrekkinn. Þróun persónu Charlize
Theron er fyndin en fyrirsjáanleg.
Nú þegar ofurhetjumyndir tröll-
ríða sumrinu með myndum á borð
við Iron Man, The Incredible Hulk
og hinni væntanlegu The Dark
Knight, sem hafa sýnt hvers ofur-
hetjumyndir geta verið megnugar,
virðist ekki vera pláss fyrir fína
mynd á borð við Hancock. Helsta
ástæðan fyrir því er hversu góð
hún hefði getað orðið með þennan
áhugaverða söguþráð og flottan
leikarahóp. Útkoman reynist vera
fínasta sumarmynd en lítið meira
en það.
Vignir Jón Vignisson - Topp5.is
Upprisa Hancocks
KVIKMYNDIR
Hancock
Leikstjóri: Peter Berg. Aðalhlut-
verk: Will Smith, Jason Bateman,
Charlize Theron.
★★★
Fínasta sumarskemmtun en maður
hugsar mest um hversu miklu betri
hún hefði getað orðið.
Þú missir ekki bara bílprófið ef þú ekur of hratt, heldur gæti bíllinn þinn verið
gerður upptækur og þú greitt sekt sem jafngildir mánaðarlaunum margra.
Hraðakstur borgar sig ekki - Í ALVÖRUNNI!