Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 5. júlí 2008 — 181. tölublað — 8. árgangur FY LG IR Í D A G heimili&hönnunLAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 ● SVERRIR NORÐFJÖRÐ ARKITEKT Stílhreint og fallegt handbragð● LJÓSMYNDARINN JEANMARC CARACCI Myndar mannlífi ð í Reykjavík ● INNLIT Listin í hávegum höfð Þúsundir titla í boði á ótrúlegum verðum OPIÐ 11 - 19 ALLA DAGA VIKUNNAR KLETTHÁLS KRYDDSMJÖR ÚR SVEPPARÆKT Í TÓNLISTINA Ragnar Kristinn Kristjánsson, oft kenndur við Flúðasveppi, hefur söðlað um og gefið út geisladisk. HÁTÍÐ HESTAMANNA Bestu hestar og knapar landsins eru saman komnir á landsmóti. 26 28 RISAVAXIN SÓLGLERAUGU Stærðin skiptir máli í sólgleraugnatísku sumarsins. STÍLL 36 Kominn með æðstu gráðu Sigurður Ragnar Eyjólfsson er kominn í hóp góðra manna með æðstu þjálf- aragráðu sem UEFA veitir. ÍÞRÓTTIR 42 VEÐRIÐ Í DAG FÓLK „Þetta var ótrúleg reynsla,“ segir Ann Lönnblad ljósmóðir sem fyrir tæpu ári síðan tók á móti syni sínum í heitum potti heima í stofu. „Ég var búin að ákveða fyrir- fram að fæða heima ef allt yrði með felldu og reyna að taka sjálf á móti barninu. Þetta er auðvitað ekki mjög algengt en ljósmæðrum mínum leist vel á þetta,“ segir Ann sem tók hjálparlaust á móti stráknum en undir vökulum augum ljósmæðra. Í viðtali við Fréttablaðið lýsir Ann fæðingunni sem gekk vel. „Þegar kollurinn var kominn fram studdi ég hendinni létt á hann og þreifaði eftir naflastrengnum. Svo fann ég axlirnar koma, tók á móti barninu og stýrði honum rólega upp úr vatninu,“ útskýrir Ann. „Það að ganga með barn er ekki sjúkdómur og fæðingin er ekki sjúkdómur. Konur eru fæddar til þess að fæða börn en síðustu ára- tugina hefur verið svo mikil áhersla á tæknina og það að fæða á hátækni- sjúkrahúsum með allar græjur við höndina. Margar konur verða óöruggar þegar þær koma inn á spítala og sjálfri fannst mér best að vera þar sem mér líður best - heima,“ segir Ann. - þo/sjá síðu 24 Ljósmóðirin Ann Lönnblad upplifði draumafæðinguna: Tók á móti sínu eigin barni SAMFÉLAG Ljósmyndaverkefnið Homo Urbanus Europeanus eða HUE er hugarfóstur franska ljósmyndarans Jean-Marc Caracci sem ferðast um Evrópu til að mynda fólk og borgir. Tilgangurinn er að sýna fram á líkindi með Evrópubúum þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og ýta undir samkennd og ábyrgð meðal íbúa álfunnar. Caracci er nú staddur hérlendis við tökur á mannlífinu í Reykjavík og hyggst innlima útkomuna í þetta göfuga verkefni. Sjá Heimili og hönnun Jean-Marc Caracci: Myndar mann- líf í Reykjavík FÓLK Kvikmyndagerðarmaðurinn Hörður Arnarson er langt kominn með gerð sjónvarpsþáttaraðar í sex þáttum um Kára Stefáns- son og deCODE- ævintýrið. Hörður hefur fylgst með Kára og fyrirtækinu í tæpan áratug og hefur viðað að sér miklu efni. Honum hefur þó ekki enn tekist að ná tali af Kára sjálfum fyrir myndina. Hörður hefur lengi búið í Los Angeles og starfar sem kvik- myndaleikstjóri og klippari. Hefur hann þrisvar verið tilnefndur til Emmy-verðlauna. Hörður hefur meðal annars unnið að gerð sjónvarpsþáttanna Survivor. -jbg/sjá síðu 46 Hörður Arnarson í LA: Gerir sjónvarps- þætti um Kára JEAN-MARC CARACCI HÆGVIÐRI OG HLÝTT Í dag verð- ur hægviðri eða hafgola. Hálfskýjað eða léttskýjað um mest allt land en hætt við þokulofti með norður- og austurströndinni. Hiti 13-21 stig, hlýjast til landsins. VEÐUR 4 17 13 17 20 16 20 20 21 FLUTT MEÐ ÞYRLU TIL REYKJAVÍKUR Karlmaður og kona slösuðust þegar þau misstu stjórn á bifhjóli sem þau tvímenntu á og hjólið hafnaði utan vegar við Garða á Snæfellsnesi laust fyrir klukkan hálftvö í gærdag. Kölluð var út þyrla sem sótti fólkið og flutti á Landspítala - háskólasjúkrahús. Fólkið var með meðvitund allan tímann en grunur var um innvortis áverka auk annarra meiðsla að sögn lögreglu í Ólafsvík. Bæði voru lögð inn á sjúkrahúsið eftir slysið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ ARNÞÓR HÖRÐUR ARNARSSON RÍKISFJÁRMÁL „Þetta er nú ekki nema brot af þeim aðgerðum sem eru fyrirhugaðar gagnvart Íbúða- lánasjóði. Því er ótímabært fyrir aðila að dæma um þær,“ segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Formaður sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, Petra Koeva, sagði í gær að tímasetning Íbúða- lánasjóðs-aðgerðanna, þegar hámarkslán voru aukin og veðrými breytt, hefði verið „óheppileg“ í ljósi aðgerða Seðlabankans gegn verðbólgu. Spurður segist Árni ekki geta lesið út úr skýrslu nefndarinnar að ríkisstjórnin vinni gegn pen- ingamálastefnu Seðlabankans. Gagnrýnin sé ótímabær, því „aðgerðirnar koma ekki að fullu í ljós fyrr en í haust“. Að öðru leyti sé skýrsla nefnd- arinnar „jákvæð og yfirveguð“. Árni viðurkennir að lengi hafi mátt bíða eftir aðgerðum ríkis- stjórnarinnar og eðlilegt að þeir sem fylgist með séu óþolinmóðir. Nefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins metur það svo að stjórnvöld og sveitarfélög eigi að hægja á fyrirhuguðum fjárfestingum og reyna að koma í veg fyrir launa- skrið í verðbólgunni. „Og þetta er svolítið í andstöðu við það sem hefur verið í umræð- unni hérna að undanförnu, til dæmis hjá aðilum vinnumarkað- arins. Það er athugunarefni fyrir stjórnvöld og aðra að hugsa um það, hvað sé rétt í þeim efnum,“ segir ráðherra. - kóþ / sjá síðu 8 Einungis lítið brot aðgerða framkomið Fjármálaráðherra segir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ótímabæra. Ein- ungis brot af fyrirhuguðum aðgerðum séu komin í ljós. „Athugunarefni“ að sjóðurinn vilji að ríki og sveitarfélög dragi úr framkvæmdum í verðbólgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.