Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 56
34 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Það er engu minni þraut að þýða
ljóð en yrkja og ljóðaþýðingar
Gyrðis Elíassonar eru mikið þrek-
virki, birta íslenskum ljóða-
unnendum úrval heimsbókmennta
og í sömu andrá ný alíslensk
úrvalsljóð. Í þýðingum Gyrðis er
frummálið horfið, hvergi leifar af
annarlegum tungum, glittir hvergi
í snörun, ekkert sem ekki er hugs-
að frá grunni á íslensku. Listasmíð
sem ber mikla virðingu fyrir feg-
urð tungumálsins okkar og eykur
því ætt.
Í bókinni eru 120 ljóð eftir 27
höfunda frá 8 þjóðlöndum, öll eru
skáldin karlar, utan tvö. Ljóðið á
bls 143 er ekki nefnt í efnisyfirliti
og er það við fyrstu sýn eini feill
bókarinnar. Ljóðunum er raðað
eftir áreiti og hugboðum þannig
að hvert skáld tekur við kyndli
annars og glæðir eldinn, sérhvert
ljóð á sér samhljóm í öðrum sem
smám saman safnast í sveipi sem
síðan mynda eina margóma hviðu
með vaxandi styrk bókina á enda.
Úrvalsljóð eftir einkar spennandi
skáld. Mikill fjársjóður.
Ljóðaþýðing er í orði kveðnu
þversögn. Ljóð, ekki síst nútíma-
ljóð, eru fyrst og síðast smíðuð úr
orðum og inntak ljóðanna þá oftar
en ekki rígbundið þeim orðum.
Merking ljóðsins getur falist í rit-
tákninu ekki síður en viðmiðinu og
er þá lokleysa án þess. Í nútíma-
ljóðum geta smæstu einingar
borið merkingu og falið í sér bæði
inntak og innræti ljóðsins – verið
óafmáanlegur hluti þess, jafnvel
hljóð, tónar, þagnir, stafirnir,
stærðir, útlit, greinarmerki, upp-
runi orðanna, margræðni þeirra,
tónlist þeirra, lögun, litur, rithátt-
ur, blær og saga. Svo fátt eitt sé
nefnt. Ljóðið er þá ekki hægt að
segja með öðrum orðum, þá er það
ekki lengur til. Þýðing er þá stað-
leysa og tilgerð. Umorðun og
endur sögn á texta sem bundinn er
eigin orðum er misskilningur og
mótsögn, óvinur ljóðsins, gengur
ekki upp.
Í þessu er fólginn höfuðvandi
þýðandans; að yfirfæra á nýtt
tungumál texta sem í eðli sínu er
orð fyrir orð með aðferð sem er
„hugsun fyrir hugsun“ og skilar
því ekki „réttum“ orðum – af því
hin klassíska þýðingaraðferð, „orð
fyrir orð“, skilar í tilfelli ljóðsins
aldrei „heilli“ hugsun og getur því
ekki orðið að ærlegu ljóði. Flókin
gáta sem ráða má ef þýðandinn er
„andanum vaxinn“, er sjálfur lif-
andi partur af sínu móðurmáli, er
sjálfur skáld með öll skynfæri
opin: Þá hverfur allt smælkið hér
að framan (frá hljóði til sögu)
átakalaust inn í samsvarandi
heildarmynd á alveg nýrri tungu,
inn í íslensk orð og íslenska mál-
hugsun, íslenska hefð og íslenska
„forskrift“, inn í alíslensk ljóð sem
spegla skáldskap frumtungunnar í
öllum greinum án þess að spegla
tunguna sjálfa. Þýðandinn/skáldið
leikur þá á orðin án þess að svíkja
þau. Bókin er til vitnis um að þetta
er hægt – og um leið hverfur ská-
strikið.
Gyrðir leysir þrautina af stöku
listfengi, vinnubrögð hans öguð og
sjálfstæð. Gömul bókstafstrú
kennir að „virðing við höfundinn“
felist í því að þýðing sé tvífari
frumtextans, hér er hún gott betur,
jafningi. Gyrðir snarar ekki orðum
skáldanna á íslensku, hann kennir
þeim íslenska tungu áður en þau
yrkja ljóðin, það er galdurinn,
veislan í farangrinum – og án þess
að eigna sér heiðurinn.
Flautuleikur álengdar er
afburðagóð ljóðabók, „einsog að fá
ástarbréf frá tré“ (52).
Sigurður Hróarsson
Lesið af ljóðatrjám
GYRÐIR ELÍASSON SKÁLD OG ÞÝÐANDI
BÓKMENNTIR
Gyrðir Elíasson: Flautuleikur
álengdar. Ljóðaþýðingar.
★★★★★
Menningarráð Vesturlands og
Skógrækt ríkisins á Vesturlandi
vinna saman að eflingu listar
og útiveru í skógum svæðisins í
sumar með því að styrkja lista-
menn til þess að sýna útilista-
verk sem unnin eru úr efniviði
skóganna. Listsýning af þessu tagi
verður opnuð í fallegum lundi í
Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn kl.
14 á morgun og mun standa þar
út sumarið. Guðbjartur Hann-
esson, þingmaður Norðvestur-
kjördæmis, opnar sýninguna.
Listafólkið sem sýnir í skóginum
á allt rætur að rekja til Vestur-
lands, en litið var til þess við
skipulagningu sýningarinnar að
efla samstarf á milli listamanna
á Vesturlandi og auka áhuga fyrir
myndlist á svæðinu. Samvinnan
við skógræktina lýtur einnig að
því að auka fjölbreytilega nýtingu
skógarins í þágu almennings.
Listamennirnir sem eiga verk á
sýningunni eru Anna Leif Elísdóttir
frá Leirá, Ása Ólafsdóttir frá Lækjar-
koti, Ásdís Sigurþórsdóttir frá
Hvanneyri, Dögg Mósesdóttir frá
Grundarfirði, Guttormur Jónsson
frá Akranesi, Helgi Þorgils Frið-
jónsson frá Dölum, Lára Gunnars-
dóttir frá Stykkishólmi og Páll
Guðmundsson frá Húsafelli.
Sýningin er tilraunaverkefni, en
ef vel tekst til verður hugsanlega
haldið áfram með svipuð uppá-
tæki sem vekja athygli almennings
bæði á fagurri náttúru Vesturlands
og því spennandi myndlistarlífi
sem þrífst á svæðinu.
- vþ
List unnin í tré
Myndlistarkonan Mar-
grét Zóphóníasdóttir
opnar myndlistarsýn-
inguna Vistarverur
veruleikans í Listhúsi
Ófeigs, Skólavörðustíg
5, í dag kl. 16. Verkin
sem Margrét sýnir þar
eru olíumálverk á
striga sem öll eru unnin
á síðustu tveimur árum.
Margrét á rætur að
rekja til tveggja landa:
Íslands og Danmerkur.
Á sýningunni fléttar
Margrét saman minn-
ingarbrotum sem
mynda munstur og
tengjast þessum
tveimur löndum.
Margrét lauk for-
skóla Myndlista- og
handíðaskóla Íslands
1977 og útskrifaðist úr
Danmarks Design
háskólanum í Kaup-
mannahöfn árið 1981.
- vþ
Minningar tveggja
landa fléttast
MINNINGARBROT Málverk
eftir Margréti Zóphónías-
dóttur.
Kl. 20.30
Söngvaka verður haldin í Minjasafn-
inu á Akureyri, nánar tiltekið í
Minjasafnskirkjunni, í kvöld kl.
20.30. Áhorfendur verða leiddir í
söngferðalag í tali og tónum um
íslenska tónlistarsögu frá miðöldum
til okkar daga. Efnisskráin er afar
fjölbreytt og spannar allt frá drótt-
kvæðum miðalda til þjóðlaga frá
tuttugustu öld.
Eigendur sýningarrýmisins Gall-
erí + á Akureyri eru þau Joris
Rademaker og G. Pálína Guð-
mundsdóttir. Á morgun kl. 16 opna
þau saman sýningu á sínum eigin
verkum í galleríinu, en þau hafa
aldrei sýnt þar saman áður. Joris
hefur þó haldið tvær einkasýning-
ar þar og Pálína eina.
Pálína sýnir gömul og ný mál-
verk og Joris skúlptúra, bæði nýja
og gamla. Joris valdi verkin á sýn-
inguna og reyndi að hafa einhvers
konar samsvörun eða samræður á
milli verkanna.
Joris er Hollendingur og hefur
verið starfandi myndlistarmaður
á Akureyri frá árinu 1991. Pálína
nam myndlist í AKI í Hollandi og
svo Jan van Eyck-akademíunni í
Maastricht 1987-89. Þau hafa
tekið þátt í samsýningum og/eða
haft einkasýningar meira eða
minna árlega síðan þau
út skrifuðust sem myndlistar-
menn.
Verk Joris eru unnin úr náttúru-
legum efnum og fundnum hlutum.
Pálína vinnur aðallega með andlits-
myndir, málverk, ljósmyndir og
texta út frá stjörnukortum. Á þess-
ari sýningu eru eingöngu olíumál-
verk.
Gallerí + er til húsa að Brekku-
götu 35 á Akureyri. - vþ
Andlitsmyndir og
fundnir hlutir
GALLERÍ + Notalegt sýningarrými á
Akureyri.
UNNIÐ Í EFNIVIÐ SKÓGARINS Anna Leif Elísdóttir vinnur að verki sínu
fyrir myndlistarsýninguna í Jafnaskarðsskógi.
Enn fást menn við að endurbæta
kvikmyndir frá elstu árum kvik-
myndalistarinnar þótt þúsundir
kvikmynda frá fyrstu áratugunum
séu glataðar og enn séu lifandi
leikstjórar að gera nýjar útgáfur á
verkum sínum. Nú hefur fundist
eintak af langri gerð myndar Fritz
Lang, Metropolis, frá 1927 og þar
eru 25 mínútur af upphaflega verk-
inu sem til þessa hafa talist glatað-
ar. Vantar þá enn fimm mínútur í
verkið.
Kvikmyndasafnið Pablo Ducrós
Hicken í Búenos Aíres átti í hirsl-
um sínum eintakið af löngu útgáf-
unni. Metropolis er af mörgum
talin einn margra tinda í kvik-
myndalist Evrópu milli stríða
meðan sá iðnaður í álfunni var
stærri og afkastameiri en kvik-
myndaiðnaður Bandaríkjanna.
Metropolis var framleidd 1927 og
var þá ein dýrasta mynd sem fram-
leidd hafði verið, kostaði þá 200
milljónir dala og átti að vera 150
mínútur að lengd. Eins og margar
lengri myndir var hún klippt
grimmilega í dreifingu.
Adolfo Z. Wilson, dreifingaraðili
í Argentínu, keypti löngu útgáfuna
1928 til sýningar þar í landi. Ein-
takið komst í einkaeigu eftir það
uns safnari seldi Listasjóði Arg-
entínu eintakið á sjöunda áratugn-
um. Það komst í hendur Kvik-
myndasafnsis 1992 og þegar nýr
stjórnandi tók þar við taumum um
áramótin var eintakið skoðað og
kom þá í ljós að þar voru langir
bútar sem ekki voru áður þekktir.
Er eintakið í slæmu ásigkomulagi
og mun taka langan tíma að hreinsa
það ramma fyrir ramma með staf-
rænni tækni. Lengsta útgáfa Metr-
opolis var fyrir fáum árum sýnd á
Berlínarhátíðinni, en fyrir þann
tíma hafði þýski tónlistarmaður-
inn Giorgio Moroder gert sína
útgáfu af verkinu með mörgum
þekktum stefjum frá helstu tón-
listarmönnum poppsins.
Metropolis er ein þekktasta „sci-
ence fiction“-mynd sögunnar. Hún
var gerð af Fritz Lang sem var
Austurríkismaður en starfaði mest
í Þýskalandi uns hann flúði til
Bandaríkjanna á tíma nasista. Hún
var tekin í Babelsberg-kvikmynda-
verinu og byggði á handriti Langs
og konu hans, Theu von Harbou
sem hafði samið framhaldssögu
sama efnis 1926. Sagan gerist í
býsna tæknivæddum heimi skýja-
kljúfa og loftfara. Róbotar þjóna
yfirstétt sem býr við vellystingar
meðan þrælar strita í djúpunum.
Kvikmyndin gerist 2026 og hefur
haft gríðarleg áhrif á framtíðar-
sýn kvikmyndagerðarmanna allt
til okkar dags. - pbb
Bætist við Metropolis
KVIKMYNDIR Úr Metropolis. Vélmennið
og vísindamaðurinn.
Listamennirnir Friðrik Örn
Hjaltested, Þóranna Dögg
Björnsdóttir, Þórunn Björns-
dóttir og Viðar Þór Guðmunds-
son opna vinnustofur sínar í
Mýrargötu 28, gömlu fisk-
geymsluhúsi og núverandi
húsgagnaverslun, kl. 15 í dag
og standa þar fyrir sýningunni
Alliance fram til 31. júlí.
Sýningarrýmið nefnist Él og
kennir þar ýmissa grasa.
Þóranna sýnir hljóðskúlptúr-
inn Strengir, Þórunn hefur
glætt húsgögn verslunarinnar
Saltfélagið lífi, Viðar Þór sýnir
málverkaröðina Sjóndeildar-
hringur og Friðrik Örn birtir
nýjan kafla í verkefninu 1:. - vþ
Él í fisk-
geymslu