Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 4
4 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI JAPAN, AP Leiðtogar G8-ríkjanna svokölluðu, helstu iðnríkja heims, hittast á árlegum fundi sínum í dag. Fundurinn fer fram í Japan og stendur í þrjá daga. Loftslags- mál og efnahagsmál verða þar efst á baugi en talið er að fundurinn muni bera þess augljós merki að hann er sá síðasti með þátttöku George W. Bush Bandaríkjafor- seta. Gríðarmikill viðbúnaður er hjá lögreglunni í Japan vegna mót- mælenda sem safnast hafa saman víðs vegar um landið. Bærinn Toyako, þar sem fundurinn fer fram, hefur verið girtur af og eng- inn fær aðgang nema leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra. Eitt meginviðfangsefni fundar- ins er að ná samkomulagi um að draga mjög úr losun gróður- húsa loft tegunda í tveimur áföng- um, annars vegar fyrir 2020 og hins vegar fyrir 2050. Fáir búast við því að Bush muni gefa mikið eftir í þeim efnum, en hann hefur til að mynda staðið fast á þeirri skoðun sinni að Kína og Indland, ört vaxandi efnahagsveldi sem menga gríðar lega, verði undir sama hatt sett og önnur þróaðri stórveldi hvað varðar slík mark- mið. Þjóðir með aðrar áherslur en Bandaríkjamenn eru sagðar munu bíða átekta eftir forsetakosningar vestra í haust, enda hafa báðir frambjóðendurnir, Barack Obama og John McCain, lýst yfir vilja til að ganga lengra í að draga úr útblæstri gróðurhúsaloft tegunda en Bush hefur viljað gera. Miklar hækkanir á heims mark- aðs verði á olíu verða einnig rædd- ar á fundinum, sem og sú efna- hagslægð sem blasir við flestum G8-ríkjunum. Í hópnum eru Bandaríkin, Bret land, Þýskaland, Japan, Frakkland, Rússland, Ítalía og Kanada. Nicolas Sarkozy Frakk- lands forseti hefur lýst því yfir að fjölga skyldi ríkjum í hópnum og áréttaði þá skoðun sína á laugar- dag. Hann sagði það órökrétt og ósanngjarnt að ríki á borð við Kína og Indland, sem hafa þriðja og fjórða stærsta efnahag heims, taki ekki þátt í leiðtogafundunum. Þar fyrir utan sé óeðlilegt að snið- ganga allar arabískar, afrískar og suðuramerískar þjóðir. Nokkrir leiðtogar Afríkjuríkja sem taldir hafa verið hallir undir Robert Mugabe Simbabveforseta hafa verið boðaðir til fundarins til að ræða málefni Simbabve. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagst vongóð um að þeir muni styðja harðari refsiaðgerðir gegn landinu. stigur@frettabladid.is Síðasti fundur Bush Loftslags- og efnahagsmál verða í brennidepli á síðasta G8-fundi George W. Bush sem hefst í dag. Frakklandsforseti áréttaði á laugardag að fjölga þyrfti í hópnum. Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is. Ódýrasti kosturinn er ekki alltaf sá besti – þetta vita flestir, eða ættu að minnsta kosti að vita það. Það er betra að velja dýrari og traustari kost en að sitja uppi með eitthvert rusl. Kínversku blekhylkin sem ég keypti í prentarann minn hjá Blek.is – og ég sagði frá í þessum dálki á miðvikudaginn – reyndust vægast sagt illa. Stóra svarta hylkið lak og allt varð útbíað í bleki. Mér leið eins og í örmum kínversks kolkrabba þegar ég barðist við að þrífa viðkvæmt gangvirki prentarans. Ekki reyndi á hin hylkin því ég fór með þau öll og fékk endur- greitt án vandkvæða. Afgreiðslumaðurinn sagði að oftast væri nú allt í lagi með þessi ódýru hylki, ég hefði bara verið óheppinn. Ég fór beint í Griffil og keypti ódýrustu orginal Canon-hylkin sem ég vissi um. Þau virka náttúrlega eins og hugur manns. Í kjölfarið á þessari blek- könnun minni vöknuðu þeir hjá Office 1 upp við vondan neytendadraum. Þeir lækkuðu hylkin sín snarlega og gerðu gott betur: auglýsa nú 25 prósenta lækkun á öllum vörum í verslunum sínum. Nú er bara vonandi að allir verði áfram á tánum. Kínverska hylkið reyndist illa: Enn af blek- hylkjum DR. GUNNI gunnarh@frettabladid.is VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhoven Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17 14 13 14 16 13 16 13 16 13 16 5 5 5 15 14 18 16 16 1616 13 15 16 22° 19° 13° 15° 18° 17° 19° 19° 19° 24° 21° 19° 19° 18° 24° 30° 27° 22° Á MORGUN Hæg norðlæg eða breytileg átt MIÐVIKUDAGUR Hæg breytileg átt. BREYTINGAR Á FÖSTUDAG Mjög keimlíkt veður og verið hefur mun verða megnið af þessari viku. Hægviðri með þurrki og mildu veðri er að sjá fram á fi mmtudag auk þess sem búast má við nokkuð björtu veðri víðast hvar. Á föstudag snýr hann sér í suðlæga átt með rigningu á vesturhluta landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur MÓTMÆLENDUR Yfir tuttugu þúsund lögreglumenn hafa verið fengnir í það verkefni að halda mótmælendum í skefjum víðs vegar um Japan. Þessir gengu um götur Sapporo með höfuð leiðtoganna á prikum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Salmonellufaraldur geisar í Danmörku og er hann sá versti í fimmtán ár. Talið er að þúsundir Dana hafi veikst þó að aðeins 330 hafi leitað læknishjálp- ar og verið skráðir veikir. Sjúk- lingarnir eru á öllum aldri þó að heldur fleiri börn hafi veikst en venjulega. „Langflestir berjast við sýking- una án þess að leita læknishjálpar eða fara á sjúkrahús og eru því ekki skráðir veikir,“ segir í frétt á vef danska blaðsins Politiken. Ekki er vitað hvar salmonellu- faraldurinn á upptök sín en rann- sókn stendur yfir. Engar græn- metisætur hafa sýkst. „Allt bendir til þess að faraldurinn komi úr kjötframleiðslunni, trúlega úr svínakjötsframleiðslunni eða ali- fuglaræktinni,“ segir Kåre Møl- bak yfirlæknir í Politiken en bætir svo við að engar vísbendingar liggi fyrir. Hátt í fjögur þúsund einstak ling- ar hafa fengið niðurgang, hita og slæma magaverki síðustu vikur og hafa sumir verið svo veikir að þeir hafa verið lagðir á sjúkrahús. Vart varð við fyrstu tilvikin í febrúar en heilbrigðisyfirvöld fóru ekki að skoða málið fyrr en salmonellufaraldurinn komst á fullan skrið í maí. Norðmenn velta fyrir sér hvort salmonellufaraldurinn geti borist yfir til þeirra en ekkert bendir til að svo sé enn sem komið er. - ghs TALIN KOMA ÚR KJÖTINU Ekki er vitað hvaðan salmonellusýkingin kemur en allt bendir til að hún komi úr kjötfram- leiðslunni, að sögn yfirlæknis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Versti salmonellufaraldurinn í fimmtán ár geisar í Danmörku: Þúsundir taldir hafa veikst LÖGREGLUMÁL Karlmaður var flutt- ur slasaður eftir að hafa verið stunginn með hnífi í fyrrinótt. Árásin átti sér stað í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Svo virðist sem átök hafi brotist út í húsi þar sem menn- irnir leigja herbergi. Fimm manna hópur mun hafa ráðist að einum íbúanna. Sá varðist árásarmönn- unum og lagði til eins með hnífi. Hinn slasaði var fluttur á slysa- deild en mun ekki alvarlega slas- aður. Hnífamaðurinn var handtek- inn á staðnum og látinn gista fangageymslur. Alls komu fimm líkamsárásir til kasta lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu í fyrrinótt. - ges Átök í iðnaðarhúsnæði: Varðist árás með eggvopni HOLLAND, AP Bann við tóbaksreyk- ingum á veitingahúsum tók gildi á Hollandi um mánaðamótin. Áfram má þó reykja kannabis á kaffihús- um. „Þetta er heimurinn á hvolfi: Annars staðar er leitað að maríjúana í sígarettunni. Hér er leitað að tóbaki í marijúananu,“ sagði stjórnandi eins kaffihúss. Að loknum einum reynslumánuði verða eigendur veitingahúsa sektaðir sé tóbak reykt þar. Sérfræðingar segja að bann við tóbaksreykingum hafi haft jákvæð áhrif á lýðheilsu hvarvetna sem slíkt bann hefur tekið gildi. - gh Tóbaksbann í Hollandi: Má ekki hafa tóbak í hassinu BRETLAND, AP Breska varnarmála- ráðuneytið hefur skrifað undir samninga um smíði tveggja flugmóðurskipa sem í heild munu kosta um fjóra milljarða punda, jafnvirði meira en sex hundruð milljarða króna. Fréttavefur BBC greinir frá þessu. Skipin verða tekin í notkun árin 2014 og 2016. Þau verða þrefalt stærri en þau flugmóðurskip sem breski flotinn notar nú. Dekkið verður á við þrjá fótboltavelli. Varnarmálaráðherrann Des Browne segir skipin nauðsynleg til að halda breska hernum í fremstu röð. Áætlað er að smíði skipanna skapi um tíu þúsund störf í Bretlandi. - gh Breski flotinn stækkar: Sex hundruð milljarða skip DES BROWNE Varnarmálaráðherra Bret- lands. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 05.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 155,545 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 77,1 77,46 152,87 153,61 120,89 121,57 16,21 16,304 15,151 15,241 12,871 12,947 0,7219 0,7261 125,33 126,07 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.