Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 7. júlí 2008 21 Vintage-verslanir virðast vera í uppsveiflu um allan heim enda hafa notuð föt ýmislegt til brunns að bera. Mekka secondhand-búðanna á Íslandi er að finna á Laugaveginum. Vinsældir vintage-fatanna gætu átt sér margvíslegar ástæður. Bæði eru þau óneitanlega umhverfisvænni en fjöldaframleiddu bolirnir úr versl- anakeðjunum og þar að auki höfðar það til margra að eiga einstaka flík með sögu, frekar en kjól sem á sér mörg þúsund líka í veröldinni. Íslend- ingar virðast ekki vera undanskildir þessari þróun, en hér á landi er suðupunkt blómstrandi vintage-menningar að finna á Laugaveginum og í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið setti saman uppskrift að fínustu fjársjóðsleit á Laugaveginum. Mekka vintage-verslana er í Reykjavík Fjölskyldan stækkar ört hjá Naomi Watts sem á nú von á sínu öðru barni, en leikkonan eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Alexand- er, í júlí á síðasta ári með eiginmanni sínum Liev Schreiber. Naomi sem er 39 ára gömul, hyggst taka sér frí frá kvik- myndaleik á meðan hún einbeitir sér að fjölskyldunni og ætlar ekki að taka að sér hlutverk næsta árið. Lengi vel óttaðist leikkonan að hún hefði byrjað of seint á barneignum vegna anna, en segist nú langa til að eignast tvö til þrjú börn í viðbót. Aftur ólétt FJÖLSKYLDAN STÆKKAR Naomi Watts á von á sínu öðru barni, en það er aðeins ár síðan hún eignaðist soninn Alexander. Rhys Ifans er margt til lista lagt. Fyrir stuttu steig hann á svið með hljómsveit sinni The Peth, sem er velska og þýðir Hluturinn, og fékk hljóm- sveitin glim- randi góðar undirtektir. Rhys er þó enginn nýgræð- ingur í tónlist- inni því hann var um stund söngvari hljóm- sveitarinnar Super Furry Animals. Það er vonandi að Rhys geti sungið sig í gegnum sam- bandsslitin við Siennu. Söngfuglinn Rhys Ifans RHYS IFANS Spúútnik Þeir sem eitthvað hafa stundað second hand- búðirnar hér í borg hafa örugglega allir lagt leið sína í Spúútnik, enda hefur hún staðið í blóma árum saman. Bæði strákar og stelpur geta fundið eitthvað við sitt hæfi, sama hvort um ræðir buxur eða sundföt, nælur eða kuldaskó. Kíló- markaðurinn sem af og til skýtur upp kollinum hefur einnig verið vinsæll, enda aldrei leiðinlegt að kaupa föt eftir vigt. Laugavegi 28b. Enn meiri möguleikar Þegar Laugaveginum lýkur er þó enn aðeins af vintage-paradísinni eftir. Þeir sem enn eru ekki orðnir örmagna í fingrum af gramsinu geta haldið í Garðastrætið, þar sem Hjálpræðisherinn selur notuð föt. Þó að gólfið í Fríðu frænku bókstaflega svigni undan alls kyns stofustássi leynist oftar en ekki slangur af kjólum, undirkjólum og töskum inn á milli, svo þar er líka hægt að detta í lukkupottinn. Um helgar stendur Kolaportið svo alltaf fyrir sínu og Organmarkaðurinn, sem er opinn á föstudögum og laugardögum, hefur verið vinsæll í sumar. Þeir sem vilja halda enn lengra út fyrir mekka vintage- búðanna í höfuðborginni geta kíkt inn í útibú Spúútnik í Kringlunni, eða aðra verslun Rauða krossins á Strandgötu í Hafnarfirði. sunna@frettabladid.is Rokk og rósir Verslunin Rokk og rósir flutti sig nýlega um set og er nú til húsa nokkurn veginn gegnt Vegamótastíg. Þar úir og grúir af dýrindiskjólum, skyrtum, pilsum og bróderuðum peysum auk fylgihlutanna sem allar konur elska. Laugavegi 12b. Foxy Gold Sé gengið niður Laugaveginn í leit að notuðum djásnum er rétt að hefja leikinn í Foxy Gold, sem var opnuð um miðjan júnímánuð. Hún er til húsa að Laugavegi 83 og selur föt á bæði konur og karla. Stefnan er að velja vörurnar af kostgæfni og bjóða þannig upp á fatnað af vandaðri toganum. Það ætti því ekki að vera mikil þörf á að gramsa. Laugavegur 83. Glamúr Næsta viðkoma væri aðeins neðar í götunni, þar sem verslunin Glamúr er nú til húsa. Þar er einungis að finna kvenfatnað, en þá nóg af honum. Innan um kjóla, pils, töskur og skó leynast líka antík-kímonóar og vintage skart- gripir. Laugavegur 41. Vintage Þó að nafnið gefi annað til kynna selur Vintage bæði ný og notuð föt. Verslunin tók fyrstu skref sín sem uppboðssíða á Myspace, en var opnuð fyrir gestum og gangandi í húsnæðinu við Lauga- veginn í lok maí. Þar er að finna glæsikjóla, nýjar gallabuxur, notaða hæla- skó og nýja strigaskó í bland við ýmislegt annað. Laugavegi 25, 2. hæð. Rauða kross-búðin Í fataverslun Rauða krossins kennir ýmissa grasa. Fötin þar eru komin frá góðhjörtuðu fólki sem gefur þau frekar en að henda og eru seld til fjáröflunar fyrir samtökin. Verði er mjög stillt í hóf, en viðskiptavinir gætu þurft að hafa sig aðeins í frammi við að gramsa til að finna gersemarnar sem leynast oftar en ekki í hrúgun- um. Laugavegi 17.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.