Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 40
24 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Sparisjóðsvöllur, áhorf.: 1.298 Keflavík FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9-8 (5-2) Varin skot Ómar 2 – Daði 3 Horn 5-7 Aukaspyrnur fengnar 12-10 Rangstöður 2-3 FH 4–3–3 Daði Lárusson 6 Guðmundur Sævars. 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 (79., Ásgeir Gunnar -) Hjörtur Logi Valgarðs. 5 Dennis Siim 4 Davíð Þór Viðarsson 7 Matthías Vilhjálmsson 4 (88., Jónas Grani -) Atli Guðnason 5 Arnar Gunnlaugsson 6 Tryggvi Guðmunds. 4 (71., Bjarki Gunnl. -) *Maður leiksins KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhansson 7 *Guðjón Á. Anton. 8 Kenneth Gustafsson 8 Hallgrímur Jónasson 7 Brynjar Guðmunds. 5 (63., Nicolaj Jörgens. 6) Símun Samuelsen 6 Hólmar Örn Rúnars. 7 Einar Orri Einarsson 4 (53., Magnús Þorst.. 7) Hörður Sveinsson 4 Patrik Redo 5 Guðmundur Steinars. 3 (63., Þórarinn Kristj. 6) 1-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (90.+2.) 1-0 Jóhannes Valgeirs. (8) STAÐAN Í LANDSBANKADEILD: 1. FH 10 7 1 2 21-10 22 2. Keflavík 10 7 1 2 23-15 22 3. KR 10 6 0 4 18-11 18 4. Valur 10 5 1 4 16-13 16 5. Fjölnir 9 5 0 4 11-9 15 6. Fram 10 5 0 5 10-9 15 7. Breiðablik 9 3 3 3 15-15 12 8. Þróttur 10 3 3 4 13-18 12 9. Grindavík 9 3 1 5 11-16 10 10. Fylkir 9 3 0 6 10-16 9 11. ÍA 9 1 4 4 7-13 7 12. HK 9 1 2 6 10-20 5 Markahæstu leikmenn deildarinnar: 1. Björgólfur Takefusa (KR) 9 mörk 2. Guðmundur Steinarsson (Keflavík) 7 3. Pálmi Rafn Pálmason (Valur) 7 4. Atli Viðar Björnsson (FH) 6 5. Prince Rajcomar (Breiðablik) 5 6. Guðjón Baldvinsson (KR) 5 > Mikilvægir heimaleikir hjá botnliðunum HK-ingar eru á botni Landsbankadeildar karla og þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar nýliðar Fjölnis koma í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld en leikurinn hefst kl. 20.00. ÍA er sem stendur í fallsæti ásamt HK en gæti með sigri gegn Grindavík komist upp að hlið Suðurnesjaliðsins en leikurinn fer fram á Skipaskaga og hefst kl. 19.15. Skagamennirnir Guðjón Þórðar- son þjálfari, Bjarni Guðjónsson og Vjeko- slav Svadumociv taka út leikbann í kvöld. Fylkismenn eru í harðri botnbaráttu eftir að hafa tapað fjórum leikjum í röð en þeir geta með sigri á Breiðabliki á Fylkisvelli komist upp að hlið Kópavogsliðsins. Jóhann B. Guðmundsson er að leika sitt þriðja tímabil með GAIS í sænsku úrvalsdeildinni en hefur farið víða á ellefu ára löngum ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta. Jóhann yfirgaf herbúðir Keflvíkinga árið 1998 og hélt á vit ævintýr- anna hjá Watford á Englandi þar sem hann lék meðal annars níu leiki með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1999-2000. Þaðan var förinni heitið til Lyn í Nor- egi árið 2001 og loks til Örgryte í Svíþjóð árið 2004 áður en hann fór til GAIS árið 2006. Á dögunum var Jóhann orðaður við endurkomu á heimaslóðir í Keflavík en miðjumaðurinn snjalli kvað ekkert ákveðið í þeim efnum. „Þetta var nú bara þannig að Keflvíkingar hringdu út og tóku stöðuna á mér en samningur minn rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Ég er satt best að segja ekkert enn búinn að ákveða hvað verður næsta skref hjá mér. Það er áhugi fyrir hendi hjá GAIS að ég framlengi samning minn við félagið en það er ekkert í hendi með það að gera. Ég hef hins vegar lent í leið- inlegum meiðslum á þessari leiktíð og hef ekki fengið að spila jafn mikið og ég var að vonast eftir og það kitlar því vissulega að koma heim og fá að spila,“ sagði Jóhann sem kvað málið þó vera talsvert flóknara en það að hann myndi hoppa upp í vél og klæða sig í leiktreyju Keflavíkur. „Ef Keflvíkingar myndu vilja fá mig strax þá geri ég ráð fyrir því að GAIS hafi eitthvað um það að segja þar sem ég er samn- ingsbundinn þeim. Ég er líka með fjölskylduna í Gautaborg og okkur líður mjög vel þar og strákurinn minn er til að mynda að fara að byrja í skóla fljótlega, þannig að það eru ýmsir hlutir sem þarf að huga að,“ sagði Jóhann sem kvað Keflavík vitanlega vera efst á óskalistanum ef hann myndi ákveða að snúa heim á leið. „Keflavík er náttúrlega mitt lið og það virðist vera skemmtileg stemning yfir liðinu núna og leikmannahópurinn er sterkur. En það er of snemmt að vera að tala um heimferð strax, en þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jóhann að lokum. JÓHANN B. GUÐMUNDSSON: LÍKAR LÍFIÐ Í GAUTABORG EN VIÐURKENNIR AÐ HUGURINN REIKI HEIM Á KLAKANN Enn ekkert búið að ákveða með framhaldið FÓTBOLTI Magnús Þorsteinsson var hetja Keflavíkur sem komst upp að hlið FH á toppi Landsbanka- deildarinnar með 1-0 sigri í gær í stórleik umferðarinnar. Magnús kom inn sem varamaður og skor- aði eina mark leiksins á 92. mínútu með glæsilegu skoti. Þessi tvö lið mættust í síðustu viku í bikarnum á sama stað og Keflvíkingar unnu þá 3-1 sigur. Kristján Guðmundsson gerði eina breytingu á sínu byrjunarliði frá þeim leik en hjá FH komu Arnar Gunnlaugsson og Tryggvi Guð- mundsson í byrjunarliðið. Atli Viðar Björnsson á við smávægileg meiðsli að stríða og var ekki með í gær. Leikurinn byrjaði nokkuð fjör- lega og átti Simun Samuelsen ágætis skot strax á fyrstu mínútu leiksins en í varnarmann fór bolt- inn. Bestu tilþrif fyrri hálfleiksins átti bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson sem tók á sprett, prjónaði sig í gegnum vörn FH en missti síðan knöttinn of langt frá sér. Engu að síður virkilega vel gert hjá bakverðinum trausta. Bæði lið áttu álitlegar sóknir í fyrri hálfleiknum og jafnræði var með liðunum. Ansi margar send- ingar voru misheppnaðar og komu í veg fyrir það að opin færi sköp- uðust. Heimamenn voru þó ívið hættulegri upp við markið. Guðjón Árni átti annan góðan sprett snemma í seinni hálfleik og Freyr Bjarnason braut á honum. Guðmundur Steinarsson tók auka- spyrnuna sem var rétt fyrir utan teiginn en Daði Lárusson varði vel. FH-ingar náðu meiri tökum á leiknum í seinni hálfleik og náðu völdum á miðsvæðinu. Matthías Vilhjálmsson fékk gott færi til að brjóta ísinn en skot hans fór yfir markið. Markaskórnir voru fjar- verandi hjá sóknarmönnum FH í gær og gekk þeim erfiðlega að brjóta trausta vörn Keflavíkur á bak aftur. Þá var Ómar Jóhannsson örygg- ið uppmálað í rammanum. Á 84. mínútu voru heimamenn óheppnir að ná ekki að skora þegar Kenneth Gustafsson átti skalla í slá eftir aukaspyrnu frá Hólmari Erni Rún- arssyni. Í kjölfarið bjargaði Denn- is Siim síðan á marklínu. Allt stefndi í markalaust jafn- tefli þegar Magnús, sem kom inn sem varamaður, náði að skora glæsilegt sigurmark með við- stöðulausu skoti í uppbótartíma eftir fyrirgjöf frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Svo sannarlega sætur sigur Keflvíkinga sem fögnuðu innilega þegar Jóhannes Valgeirs- son, góður dómari leiksins, flaut- aði af. Það var helst öflugur varn- arleikur Keflavíkur sem gerði gæfumuninn í leiknum í gær. Það er ljóst að þessi úrslit hleypa enn meira lífi í deildina og spennan á bara eftir að aukast. - egm Magnús var hetja Keflvíkinga Keflvíkingar eru komnir upp að hlið FH á toppi Landsbankadeildarinnar eftir dramatískan sigur á Spari- sjóðsvellinum í Keflavík í gærkvöld. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. BARÁTTA Hólmar Örn Rúnarsson var öflugur í liði Keflavíkur að vanda og hér er hann að búa sig undir að skjóta að marki FH-inga en Matthías Vilhjálmsson og Dennis Siim fylgjast með honum. Keflavík komst með sigri sínum í gær upp að hlið Hafnarfjarðar- liðsins. VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.