Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 7. júlí 2008 23 Maddid Theatre Company rekur á fjörur landsins í lok sumars. Verk þeirra, Maddid, eða What now Maddid? verður sýnt á artFart. Vala Ómarsdóttir, sem er nýút- skrifuð úr Central School of Speech and Drama, er ein þriggja stofnfélaga leikhópsins. „Verkið er um stelpu sem heitir Maddid. Hún ber sig saman við annað fólk og reynir að fá það til að skilja hvað hún er að hugsa til að hún geti skilið sjálfa sig. Hún tjáir sig með hreyfingu, visual art og texta, en verkið er mikið um innri baráttu,“ sagði Vala. Hún samdi verkið með tveim vinkonum sínum, Bretanum Islu Gray og Mari Rettedal frá Noregi. Fyrsta sýning á verkinu var fyrir ári í London en í kjölfarið fengu þær styrk til að þróa verkið. Ákveðið var að ferðast til heima- landa þeirra, en um næstu helgi ferðast Maddid að auki til Spánar á leiklistarhátíð, kemur til Íslands í ágúst og lendir í Noregi eftir jól. „Núna erum við að prófa okkur áfram með að færa verkið yfir á íslensku. Ég er mjög spennt að sjá hvernig það breytir karakternum því hún er aldrei eins milli upp- setninga. Hún er verkið sjálft og það tekur alltaf breytingum.“ Spurð hvers vegna leikhópurinn valdi artFart sviðslistahátíðina til að frumsýna Maddid hér á landi sagði Vala: „Þau leggja áherslu á tilraunamennsku í sviðslistum og nýsköpun og ég frétti að hátíðin væri góð. Við vildum prófa að setja verkið upp á nýjum stað í nýrri menningu og það vildi svo til að artFart var að hjálpa listamönn- um eins og okkur á þeim tíma sem við ætluðum að koma til lands- ins.“ ArtFart hefst í ágúst og þegar er útlit fyrir að hún verði sú umfangsmesta til þessa. - kbs Maddid á artFart SÍFELLT AÐ BREYTAST Maddid tekur breytingum við komu til landsins MYND/BJARTE RETTEDAL Hin brjóstagóða Jordan og eigin- maður hennar unnu í vikunni mál sem þau höfðuðu á hendur tímarit- inu News of the World. Tímaritið hafði birt grein þar sem Jordan og Peter Andre voru sökuð um að vera kærulausir foreldrar. Eftir réttar- höldin las Jordan upp fréttatil- kynningu frá þeim hjónum þar sem þau segjast vera ástríkir foreldrar. „Við elskum börnin okkar og mund- um gera hvað sem er fyrir þau. Allir þeir sem eiga börn geta rétt ímyndað sér hvað það er sárt að vera ranglega kallaður slæmt for- eldri af fjölmiðlum,“ sagði Jordan í tilkynningunni. Tímaritið baðst afsökunar á skrifum sínum og var einnig dæmt til að greiða hjónun- um miskabætur fyrir ummælin. Ekki slæmt foreldri PETER OG JORDAN segjast vera góðir foreldrar. Þau eiga þrjú börn. Heildsöludreifing og þjónusta: Tæknivörur, Skútuvogi 12c auk viðurkenndra söluaðila um land allt M110 fæst hjá Vodafone og Símanum, ÚTIVISTARSÍMINN sem þorir og þolir Flúðasiglingin var rosaleg, allt rennblotnaði en síminn virkaði. Þekki þessi ekki neitt, Fannst þau bara svo ekta þýsk eitthvað. Skemmtilegt sjónarhorn, Nonni skal aldrei komast með tærnar þar sem ég hef hælana. Þetta var frábær ferð og kjötið ljúffengt. Sætt. Blautasta Hróarskeldu- hátíðin hingað til, að utan sem innan. 30 mínútum áður en sá stóri tók. Nenni þessu varla aftur, en það var gaman meðan á því stóð. Á skíðum skemmti ég mér... Högg,- ryk- og rakavarinn (IP54) • VGA myndavél • Bluetooth Vasaljós • Stereo FM-útvarp • Innbyggður hátalari Konungurinn af Berlín, Helgi Björns, hefur lagst í það virðing- arverða ætlunarverk að taka upp fjórtán íslenskar hesta- og sveita- vísur og klæða sem blúsi skotið kántrí. Platan er hvalreki hestamanna og þeirra sem kunna að meta allt frá Pöpum til Geirmundar Valtýs- sonar. Við hin verðum, því miður, að láta ákveðna hluti fara í taug- arnar á okkur. Ríðum sem fjandinn, svo skemmti sér landinn, er að mörgu leyti ágætlega vel gerður gripur. Sérstaklega er gítarleikurinn fínn. Helgi kann að skemmta sér og öðrum og er í essinu sínu í flestum og-allir-með!-lögunum. En ekki þegar hann syngur alvöruþrunginn eða rómantískan texta. Þá heyrist ákveðin kántrí- vankunnátta, og rokkleti. Það virkar til dæmis illa í laginu Blakkur, sem hefði getað orðið frábært lag, að teygja atkvæðin endalaust. Þar er „dvelst mér hja- á-á“ látið ríma við „norðurfrá“. Líkt unglingum í músíktilraunum. Stóðhesturinn, sem Jóhann Sig- urðarson syngur, skýrir þetta óþægilega vel. Músíktilrauna er reyndar sárt saknað. Þannig er full ástæða til að skamma Helga Björns fyrir að taka með í pakkann poppkanónur, eins og Ég sé um hestinn og Veg- búann, án þess að breyta þeim nokkuð að ráði. Síðarnefnda lagið er einn langur geispi. Enginn greiði gerður KK. Góðar kántríraddir þurfa að ljúga því að söngvarinn hafi reynt eitthvað, svo við nennum að hlusta á söguna. Hann gæti verið graður og grimmur eða bara þunnur og dapur lúði, einn á sléttunni. En Helgi nær því ekki alveg að vera kúreki á þessari plötu. Hann er áhugamaður um hestarækt. Börnin góð, hér vantar alla inn- lifun og ævintýramennsku; höfuð- synd kúreka. Annars bara alltílæ. Klemens Ólafur Þrastarson Hestaáhugamaðurinn TÓNLIST Ríðum sem fjandinn Helgi Björns og reiðmenn vind- anna ★★ Styrkleiki plötunnar er hugmynd- in og hljóðfæraleikurinn. Tónlistin hljómar vel. En Helgi sjálfur er ekki nógu sannfærandi. Kannski vantaði leikstjóra í hljóðverið. Sum lögin, til dæmis Tígulás, er erfitt að hlusta á til enda. Helgi er samt sjarmerandi og sleppur því oft fyrir horn. Hársbreidd frá þriðju stjörnunni. HELGI BJÖRNS Rokkarinn ástsæli á misjafna spretti á nýju plötunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mugison spilaði á Hróarskelduhátíðinni á föstudag. Hann var ánægður með tónleika sína þegar Kolbrún Björt Sigfúsdóttir náði tali af honum. „2005 var miklu meira eins og fyrsti kossinn, það var meiri upplifun fyrir mig persónulega. Það var meira eins og að fá adrenalínsprautu. Mér fannst vera tvö móment í dag þar sem ég kúkaði aðeins á mig en annars var restin bara drullufín,“ segir Mugison, Örn Elías Guðmundsson, eftir tónleika sína á Hróarskeldu. Blaðamaður gat ekki séð að hann hefði klúðrað neinu, en þrusugóð stemning var á tónleikunum. Hvernig er það að fá fólk í þetta mikið stuð? „Það er svipað kannski og á áramótunum. Þegar eru börn og pabbinn kaupir fullt af rakettum og þú færð að kveikja í þeim og finnst þú vera orðinn fullorðinn. Þú ert búinn að fá allt of mikið af kóki og kökum og svona. Maður fer á yfirsnúning. Það er sú tilfinning sem gott „crowd“ gefur mér, maður verður bara ruglaður.“ Samskipti á sviðinu milli hljómsveitarmeðlima voru áberandi. Er mikið ákveðið á staðnum? „Oft leyfi ég þeim ekki að vita hvaða röð við tökum lögin í og oft veit ég það ekki sjálfur. Við gerðum það reyndar ekki í dag. En það er oft skemmtilegast þegar maður fokkar í þeim. Þegar maður öskrar á þá að taka eitthvert lag sem þeir bjuggust ekki við og að ég vilji háan gítar í millikaflanum. Soldið djass eða þannig. Það heldur okkur á einhverju greddu- leveli.“ Hvaðan kemur greddan? „Þetta er náttúrlega fáránlegur hópur sem er í bandinu. Addi stjórnar þessu svolítið með tungunni á sér. Hann er örugglega með tuttugu metra skinku í kjaftinum. Það kveikir í okkur hinum. Bassa- og trommuleikarinn eru með allt voða neglt og það stuðar okkur hina. Svo kemur Davíð úr djassheiminum með eitthvert maurasýru- element og öskur og drasl sem annaðhvort hræðir mann eða gerir mann bara graðan. Pétur er eins og ljósvíkingur, hann er engill sem lætur allt verða gott. Þetta er svolítið eins og Heroes-þættirnir, það eru allir með einhverja galdra.“ Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi lengi. Hvernig er að vera án fjölskyldunnar? „Þetta er bara eins og að vera á sjó. Ég á annars fáránlega góða konu og fjölskyldu sem styður mig í þessu. Skype-ið hjálpar helling. En ég á eins og hálfs árs strák sem er að gera alls konar nýja hluti og ég missi af því. Það er bömmer en ég vil ekkert vera að væla, þetta er fáránlegasta djobb í heimi, að halda á gítar og lemja strengi og fá fólk til að öskra á sig. Þetta er skemmti- leg vinna og ég er mjög heppinn maður.“ Tónleikar Mugison hafa tekið stakkaskiptum, frá því að Örn var einn með fullt af græjum og nú, þegar „rokkbandið ógurlega“ spilar með honum. Hvað veldur þessum hamskiptum? „Það sem lætur mig langa til að gera tónlist er tímaleysið þegar maður er að gera hana. Maður dettur í svona svarthol, gleymir algjörlega stund og stað. Og maður verður æstur í að gera það sem manni finnst spennandi. Þegar mér finnst ég vera að endurtaka mig þá verð ég alveg rosalega fúll. Þú getur örugglega fengið þrjú bindi af leiðindasögum frá konunni minni um þegar það gerist. Ástæðan fyrir því að ég er í þessu er þetta svarthol sem maður getur hoppað í.“ Hvaða ham tekur Mugison næst? „Ég er að vinna mjög mikið í elektrónískri tónlist núna. Er að vinna svoleiðis plötu til hliðar og er rosalega æstur í því eitthvað. Svo er fullt af öðrum hugmyndum, ég veit ekkert hvað ég geri næst. En ég verð að ögra sjálfum mér, halda mér góðum. Ef ég ætla að fá að vinna við þetta áfram þá verð ég að gera það af heilindum, fyrir sjálfan mig.“ Það er augljóst að Mugison er þreyttur, enda engin lygi að þeir spila frá sér lungu og lifur, og meira en það. kolbruns@frettabladid.is Fáránlegasta djobb í heimi ROKKAÐ Á HRÓARSKELDU Mugison og hans menn stóðu fyrir sínu á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/KOLBRÚN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.