Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 14
UMRÆÐAN Valgerður Sverrisdóttir skrifar um stóriðju Við Íslendingar erum svo lán-samir að geta hagnýtt vist- vænar og endurnýjanlegar orku- auðlindir landsins. Á síðustu öld voru stigin stór skref á þessu sviði enda hófust Íslendingar úr örbirgð til allsnægta á þessu sama tímabili, ekki síst vegna nýtingar orku til almannaþarfa og atvinnureksturs. Nú er svo komið að um 80% þeirrar orku sem notuð er í land- inu er innlend endurnýjanleg orka og er það hlutfall langtum hærra en hjá öðrum þjóðum. Þetta háa hlutfall vekur heimsat- hygli, enda erum við í farar- broddi í notkun endurnýjanlegra orkugjafa, þó ekki sé því til haga haldið í umhverfis- og mengunar- umræðunni hér á landi. Um 20% frumorkunnar eru hins vegar flutt inn og fara mest í að knýja samgöngutæki, þ.e. bíla, skip, báta og flugvélar. Brennsla jarð- efnaeldsneytis veldur losun ýmissa mengandi efna út í and- rúmsloftið og munar þar mestu um koltvísýring sem er ein þeirra lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. Augljóslega er því mjög mikilvægt verkefni okkar Íslendinga að draga sem mest úr notkun jarðefnaelds- neytis, bæði þegar skoðuð eru áhrif hér heima og í hnattrænu tilliti. Skynsemin að ná yfirhöndinni á nýjan leik Á tímum hækkandi orkuverðs er augljóst að tækifærin blasa við okkur Íslendingum. Nánast öll raforka á Íslandi er framleidd úr endurnýjanlegum auðlindum. Við flytjum nú þegar út mikið magn orku í formi áls og fer verðmæti orkusölunnar stöðugt vaxandi í takt við hækkandi heimsmarkaðsverð á áli og olíu. Við getum því fengið mun hærra verð fyrir orku nú en nokkru sinni fyrr og þurfum að nýta okkur færin sem í því felast. Augljóst er að ríkisstjórnin hefur ákveðið að nýtingu þessara tæki- færa verður ekki frestað, enda efnahagsástandið ískyggilegt og versnar stöðugt. Nú þegar ljóst er að skynsemin er að ná yfirhöndinni á nýjan leik í afstöðunni til hagnýtingar orku- auðlinda hér á landi, ætti að gef- ast gott tækifæri til að ná sæmi- legri pólitískri samstöðu um markvissar aðgerðir til að gera Ísland nánast sjálfbært hvað varðar orkuframleiðslu og orku- notkun. Það ætti að ganga betur nú en áður þar sem hörðustu og ómálefnalegustu gagnrýnendur skynsamlegrar orkunýtingar sitja nú í ríkisstjórn og bera ábyrgð á þjóðarhag og fjármögn- un, m.a. heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfis landsmanna, og geta varla neitað staðreyndum lengur. Auðlindasjóður til uppbyggingar og gegn mengun Ég varpa hér fram til umræðu, hvort samhliða hagnýtingu orku- auðlinda til uppbyggingar hvers konar, sé ekki unnt að ná fram mikilvægum ávinningi með stofnun auðlinda- sjóðs eins og við fram- sóknarmenn höfum áður lagt til. Forsenda þessa er sú að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá Íslands sem færi sam- eiginlegar auðlindir þjóðarinnar í þjóðar- eigu. Greiðslur fyrir afnot af auðlindum í þjóðar- eigu kæmu frá nýtingar- höfum þeirra, m.a. orkufyrir- tækjunum, sem aftur fá tekjur sínar að miklu leyti frá stór- iðjunni. Greiðslur úr auðlinda- sjóði myndu svo m.a. renna til neðangreinds verkefnis sem yrði tengt atvinnuuppbyggingu og beislun orku með áætlunum sem væru hluti af stefnu stjórnvalda og tímasett nákvæmlega. Á því má hugsa sér margar útfærslur. Bílafloti landsmanna mengunar- laus Engin þjóð á betri möguleika á að koma sér upp mengunarfríum bílaflota með markvissum aðgerðum. Markmiðið á að vera það að á tilteknum árafjölda verði mengun frá bílum færð að núlli. Þessu má ná fram með tollaí- vilnunum til fólks og fyrirtækja við kaup á vistvænni bílum og með markvissri nýtingu auð- lindasjóðs til að stuðla að upp- byggingu innviða um land allt, eins og áfyllingarstöðva fyrir bíla sem knúnir eru með raf- magni, metani, vetni og á annan vistvænan hátt. Með rafgeyma mætti hugsa sér að hægt væri að skipta á hlöðnum geymi og tómum á áfyllingarstöðvum og hverjum bíl fylgdu ákveðin raf- magnsfríðindi í formi styrks eða afsláttar, sem auðlindasjóður stæði fyrir. Auðlindasjóður gæti staðið fyrir uppbyggingu áfyll- ingarstöðva en einkaaðilar tekið við rekstrinum eftir útboð. Merkilegar tilraunir í þessum efnum eru gerðar erlendis sem draga má lærdóm af og má benda á. Eitt slíkt er Project Better Place (http://www.projectbetter- place.com) en mér skilst að tals- menn þess fyrirtækis hafi heim- sótt Ísland og átt samræður við forseta Íslands, sem er vakinn og sofinn í umræðunni um mengun- ar háskann. Með þessu yrði almenningi gert mögulegt að komast leiðar sinnar á mengunarlausan og um leið hagkvæman hátt. Í stað inn- flutts, rándýrs og mengandi elds- neytis blasir við að það verður sífellt raunhæfari valkostur að nota bíla sem knúnir eru inn- lendri, mengunarlausri orku. Framleiðslu rafmagnsbíla fleyg- ir nú ört fram, tvinnbílar eru auðfáanlegir og mögu- leikar eru á því að vetnis- bílar séu á næsta leiti á almennum markaði. Með þessu ætti að vera unnt að draga úr notkun inn- fluttrar orku sem fer til bílaflotans – orku sem er bæði dýr og mengandi. Samhliða þessu þarf að stuðla að hugarfarsbylt- ingu með markvissri kynningu og hvatningu. Tækifærin blasa við Við skulum hafa í huga að bylt- ing sem þessi er raunhæfari nú en nokkru sinni fyrr hér á landi. Við Íslendingar höfum að auki reynslu í því að umbylta orku- kerfum landsmanna eins og sást í hitaveituvæðingunni sem varð hér á landi á 8. áratugnum. Einn helsti drifkraftur þeirrar bylt- ingar var olíukreppan sem þá ríkti og fór hlutur jarðhita í hús- hitun þá úr 43% árið 1970 í um 90% árið 2006. Nýr kafli í þeirri byltingarsögu var skrifaður með sérstöku jarðhitaleitarátaki á köldum svæðum sem hleypt var af stokkunum í tíð okkar fram- sóknarmanna í iðnaðarráðuneyt- inu. Það háa verð sem nú er á olíu getur orðið drifkraftur viðlíka umbyltingar á samgönguflotan- um. Jákvæðar afleiðingar hækk- andi olíuverðs eru þær að þróun vistvænna orkugjafa mun verða hraðað og betra verð fæst fyrir hina endurnýjanlegu orku sem við Íslendingar framleiðum. Möguleikarnir sem við þetta skapast eru gríðarlegir. Að mínu mati er næsta skref í orkubylt- ingu landsins innan seilingar. Það sem vinnst með þessu gæti verið: 1. Auðlindasjóður yrði stofnað- ur sem undirstrikar eign þjóðarinnar á auðlindunum. 2. Miklu minni mengun sem vegur upp á móti stóriðju landsmanna og vonandi gott betur þegar fram líða tímar. 3. Kjarabætur til almennings, sem á auðlindirnar, í formi ódýrrar orku til að knýja bílaflotann. 4. Innspýting í efnahagskerfi landsmanna með erlendri fjárfestingu í beislun orku og iðnaði. 5. Ísland yrði leiðandi þjóð og fyrirmynd annarra með hugsanlega 90% hreina orkunýtingu. 6. Ísland þyrfti ekki að nota eins stóran hluta útflutningstekna sinna til kaupa á jarðefna- eldsneyti og áður. Víða um heim eru menn að skoða möguleika í þessu efni, þ.á m. í löndum sem ekki eru eins vel sett hvað orkubúskap varðar og við erum. Við Íslendingar búum hins vegar við einstakar aðstæður sem gera okkur kleift að vera leiðandi á sviði endur- nýjanlegrar orku. Látum tæki- færið ekki renna okkur úr greip- um en tökum þess í stað forystu á heimsvísu með því að vinna markvissum skrefum að því að gera landið óháð innflutningi á dýru eldsneyti og vinnum um leið gegn mengun jarðar. Höfundur er alþingismaður. 14 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! HREINIR OG FÍNIR BÍLAR Xtreme BÍLASÁPA Framúrskarandi sápa fyrir bílinn. GLERÚ‹I Frábær glerú›i sem má einnig nota á mælabor›. 20% afsláttur af toppgræjum í bílafl vottinn FELGUBURSTI Sérstaklega hentugur til a› fjarlægja erfi›u óhreinindin af álfelgunum. MÆLABOR‹SBURSTI Mjúkur bursti til a› fjarlægja ryk og óhreinindi af mælabor›um, tökkum, skífum og mi›stö›var- opum. fiennan fjölhæfa bursta má einnig nota á skrifstofunni e›a á heimilinu til fless a› hreinsa lyklabor› og a›ra fleti sem erfitt er a› fjarlægja ryk af. BÍLAfiVARA Til a› skafa bleytuna af bílnum eftir flvott. Mjúkt gúmmíi› fer vel me› málningu og glugga. fivöruna má festa á Vikan skaft sem er fáanlegt í ‡msum stær›um. BÍLAKÚSTUR Vikan bílakústur. Sveig› lögun tryggir stö›uga snertingu vi› hvern flöt á bílnum. Kústurinn er me› gúmmíbrún og öflugu og endurbættu vatnsflæ›i. Kústinn má festa á Vikan skaft sem er fáanlegt í ‡msum stær›um. E N N E M M /S ÍA /N M 28 42 6 VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Stóriðja gegn mengun – græn bylting Engin þjóð á betri möguleika á að koma sér upp mengunar- fríum bílaflota með markviss- um aðgerðum. Markmiðið á að vera það að á tilteknum árafjölda fari mengun frá bílum færð að núlli. Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.