Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 16
16 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Þegar Alþingi var sett 7. júlí 1915 höfðu konur mikinn viðbúnað. Kvenfélög í bænum, undir forystu Kvenrétt- indafélags Íslands, tóku höndum saman og héldu hátíð í tilefni kosningaréttar kvenna. Hátíð- in fór fram með virktum í fögru sumarveðri. Konur á öllum aldri söfnuðust saman í Barnaskóla- portinu, gengu fylktu liði um miðbæinn og staðnæmdust á Austurvelli. Fyrir hópnum gengu 200 ljósklæddar ungar stúlk- ur með þrílita fánann, sem einn- ig var löggiltur þennan dag, sér við hönd. Við Austurvöll reis vegleg fánaborg og nefnd fimm kvenna gekk í Alþingishúsið. Í nefndinni voru: Ingi- björg H. Bjarnason, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Elín Stephensen, Kristín V. Jacobson og Þórunn Jónassen. Ingibjörg hafði orð fyrir þeim og flutti ávarp þar sem hún tjáði þingheimi gleði og þakk- læti kvenna fyrir nýfengin réttindi. Þingmenn tóku heimsókninni vel og Alþingi bárust þakkar- skeyti frá konum víðs vegar að af landinu. Konungi og drottn- ingu voru einnig sendar þakk- arkveðjur. Eftir athöfnina var haldinn útifundur á Austurvelli þar sem Bríet flutti ræðu, rakti sögu íslenskrar kvenréttindabar- áttu og flutti einstökum mönn- um þakkir fyrir þeirra hlut. Sjaldan hafði þvílíkur mannfjöldi sést saman kominn í Reykjavík og aldrei svo marg- ar og prúðbúnar konur. ÞETTA GERÐIST: 7. JÚLÍ 1915 Konur halda hátíðarfund MERKISATBURÐIR 1922 Lúðrafélögin Harpa og Gígja eru sameinuð í Lúðrasveit Reykjavík- ur. Hún er elsta starfandi lúðrasveit á Íslandi. 1922 Kvenskátafélag Íslands er stofnað, en það var fyrsta félag sinnar tegundar á Ís- landi. 1932 Átök eru þegar verkafólk safnast saman við Góð- templarahúsið í Reykjavík þar sem bæjarstjórn hélt fund um atvinnubóta- vinnu. 1966 Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, U Thant, kemur til Íslands í tveggja daga heimsókn. 1983 Ray Charles, konung- ur sóltónlistarinnar, skemmtir á Broadway ásamt hljómsveit. RINGO STARR TÓNLISTARMAÐUR ER 68 ÁRA Í DAG. „Konur skipta mig miklu máli. Ég veit ekki af hverju, en þær gera mig brjálaðan.“ Tónlistarmaðurinn, söngvarinn og lagahöfundurinn Ringo Starr fæddist í Liverpool á Englandi árið 1940. Hann var meðlimur í hinni margrómuðu hljómsveit Bítlunum. Hjónin Gunnur Hafsteinsdóttir og Stef- án Jónsson opnuðu nýlega fyrsta gisti- heimilið í Þorlákshöfn, sem ber nafnið Bergskáli. „Ég fékk þessa hugmynd einn morg- uninn þegar ég vaknaði. Það hefur aldrei verið gistihús hérna svo ég ákvað bara að prófa þetta,“ segir Stefán og Gunnur bætir við að þau hafi viljað auka þjónustu í Þorlákshöfn og kanna hvernig gistihús mynda ganga. „Ég tók bara einn hring í þorpinu og fann hús sem ég taldi henta og keypti það,“ upp- lýsir Stefán. Hjónin segjast ekki hafa komið ná- lægt rekstri gistiheimilis áður. „Ég er nú lærður atvinnukafari og hef unnið við það í 24 ár. Svo er ég með vélsmiðju líka. Ég ákvað bara að prófa þetta og bæta því í sarpinn,“ segir þúsundþjala- smiðurinn Stefán. Hann kveður þau hjónin hafa rennt alveg blint í sjóinn með því að opna gistihúsið á staðnum, þar sem engin fordæmi séu fyrir slík- um rekstri á svæðinu. „Þegar eitthvað hefur aldrei verið gert áður, er erfitt að segja hver markaðurinn er fyrir það þegar á reynir,“ segir Stefán íhugull. Að sögn Gunnar tók töluverðan tíma að innrétta Bergskála. „Það var svaka- leg vinna að koma þessu í gang.“ Stef- án bætir við: „Sú vinna er þó alveg að verða búin. Það er bara verið að ganga frá seinustu endunum.“ Hann segir að þau hafi nú þegar fengið nokkra nætur- gesti sem hafi látið mjög vel af dvöl- inni. Herbergin í Bergskála eru fimm tals- ins. Þau eru tveggja manna, svipuð að stærð, og öll með sérbaðherbergi. „Her- bergin eru einföld. Við lögðum þó svo- lítið í þetta. Þetta er alveg 21. aldar gistiheimili,“ segir Stefán. Gunnur bendir jafnframt á að fyrir neðan gisti- heimilið sé starfrækt veitingahúsið Svarti sauðurinn. „Já, veitingahúsið og gistiheimilið hjálpa hvort öðru myndi ég segja,“ segir Stefán og upplýsir að stefnan sé að hafa Bergskála opinn allt árið um kring. „Það hafa verið ágætis undirtektir við opnun Bergskála,“ segir Stefán og bætir við að aðsóknin hafi verið furðu mikil í ljósi þess að þau hjónin hafi ekk- ert auglýst. „Þetta hefur bara farið manna á meðal. Það er mesta furða hvað þetta röltir.“ martaf@frettabladid.is BERGSKÁLI: FYRSTA GISTIHEIMLIÐ OPNAÐ Í ÞORLÁKSHÖFN Ótrúlega góðar undirtektir FRUMKVÖÐLAR Hjónin Gunnur og Stefán opnuðu nýlega fyrsta gistihúsið í Þorlákshöfn. MYND/EGILL BJARNASON AFMÆLI MARGRÉT GUÐNADÓTTIR prófessor er 79 ára. PATREKUR JÓHANNES- SON handknatt- leiksmaður er 36 ára. LILJA GUÐRÚN ÞORVALDS- DÓTTIR leikkona er 58 ára. JÓN VIÐAR JÓNSSON gagnrýnandi er 53 ára. Nafn: Hlíf Sveinbjörnsdóttir. Staður sem borið er út á: Ég hef borið út Frétta- blaðið í Sandgerði í nokkur ár. Önnur störf: Ég rek fyrirtæki með manninum mínum. Ertu ein að bera út eða ertu með aðstoðarmenn? Ég ber blaðið ein út á morgnana. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Að hlusta á fuglasönginn á vorin. Hver voru viðbrögð þín þegar þér var tilkynnt um vinninginn? Það kom mér skemmtilega á óvart og ég var svo sannarlega ánægð með að fá gjafabréf í Kringluna. Áhugamál: Mér og fjölskyldunni þykir skemmtileg- ast að ferðast um landið á húsbílnum okkar og síð- asta sumar ferðuðumst við um hálendið í yndis- legu veðri. Pósthúsið óskar Hlíf til hamingju með titilinn Blaðberi mánaðarins í maí og þakkar fyrir ánægju- legt samstarf í gegnum árin. BLAÐBERI MAÍMÁNAÐAR: HLÍF SVEINBJÖRNSDÓTTIR Kom skemmtilega á óvart Hægt verður að skoða byggðasafnið í Njarðvík alla daga í sumar. Húsið Njarðvík og kirkjan í Innri- Njarðvík verða opin dag- lega frá klukkan 13 til 17. Jórunn Jónsdóttir var síð- asti ábúandi í húsinu Njarð- vík og er þar nánast um- horfs eins og hún skildi við það. Gamlir húsmunir inn- anstokks, fjölskyldumyndir á veggjunum og „andi liðins tíma svífur yfir“. Njarðvíkurkirkja er fal- leg steinkirkja og ein fárra sinnar tegundar á landinu. Bæði húsin standa í gamla hluta Innri-Njarðvíkur í samspili sögu og náttúru. Meðal þeirra sem taka á móti gestum í Njarðvík og kirkjunni eru Einar G. Ól- afsson og Helga Ingimund- ardóttir. Frá þessu er greint á fréttavef Víkurfrétta 1. júlí síðastliðinn. Andi liðins tíma Njarðvíkurkirkja er falleg bygging. Til greina kemur að stofna nýjan framhaldsskóla í Rangárþingi. Nefnd skip- uð af menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur, með fulltrúum Menntamálaráðuneytis og sveitarfélögum í Rangár- þing, fjallar um málið og ber að skila umsögn til ráð- herra. Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir hugmyndina hafa kviknað á forvarnar- fundi í sýslunni. „Við héld- um fund þar sem foreldr- ar töldu eina forvörnina fólgna í því að stofna skóla til að halda ungmennum lengur heima. Eins og sakir standa ferðast sum þeirra langt til að sækja menntun og finnst í mörgum tilvik- um hagkvæmara að flytja að heiman. Byggju þau lengur í foreldrahúsum eru einnig auknar líkur á að þau settust að í byggðinni.“ Framhaldsskólinn er samstarfsverkefni Rang- árþing eystra, ytra og Ása- hreppur. Í tillögunni var að- allega horft til framhalds- skólans á Grundarfirði en þar er íbúafjöldi svipaður og á upptökusvæði fram- haldsskólans. Framhaldsskóli í Rangárþingi MENNTUN Hvolsvöllur er stærsti bærinn innan Rangárþings eystra sem telur um 1.700 íbúa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.