Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 7. júlí 2008 25 Valbjarnarvöllur, áhorf.: 1.107 Þróttur KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–11 (5-5) Varin skot Bjarki Freyr 4 – Stefán Logi 5 Horn 5-4 Aukaspyrnur fengnar 16-15 Rangstöður 0-1 KR 4–4–2 Stefán Logi Magn. 6 Skúli Jón Friðgeirs. 6 Pétur Marteinsson 7 Grétar S. Sigurðars. 7 Guðmundur Gunnars. 6 Óskar Örn Hauks. 7 Jónas Guðni Sævars. 6 Viktor B. Arnars. 6 Atli Jóhannsson 4 (75., Jordao Diogo -) Björgólfur Takefusa 5 (80., Guðm. Péturs. -) *Guðjón Baldvins. 7 *Maður leiksins ÞRÓTTUR 4–5–1 Bjarki Freyr Guðm. 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Michael Jackson 7 Þórður S. Hreiðars. 6 Kristján Ó. Björnsson 7 Rafn Andri Haralds 4 (69., Andrés Vilhj. 5) Hallur Hallsson 5 (83., Arnljótur Ástv. -) Dennis Danry 5 Sigmundur Kristjáns. 4 (77., Adolf Sveinsson -) Magnús M. Lúðvíks. 5 Hjörtur Hjartarson 4 0-1 Björgólfur Takefusa, vítaspyrna (72.). 0-1 Einar Örn Daníels. (8) Vodafonevöllur, áhorf.: 812 Valur Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 20–5 (10–0) Varin skot Kjartan 0 – Hannes Þór 7 Horn 6–2 Aukaspyrnur fengnar 8–17 Rangstöður 3–1 FRAM 4–5–1 Hannes Þ. Halldórs. 7 Jón Orri Ólafsson 5 Reynir Leósson 4 Auðun Helgason 6 (85., Grímur Gríms. -) Sam Tillen 4 Halldór H. Jónsson 5 Ingvar Ólason 5 Heiðar Geir Júlíusson 3 (78., Örn Kato Hauks. -) Paul McShane 4 Ívar Björnsson 4 (84., Guðm. Magnús. -) Hjálmar Þórarinsson 4 *Maður leiksins VALUR 4–2–2 Kjartan Sturluson 6 Birkir Már Sævars. 8 Atli Sveinn Þórarins. 7 Barry Smith 7 Rene Carlsen 7 Rasmus Hansen 6 *Pálmi R. Pálmas. 8 Sigurbjörn Hreiðars. 5 (68., Baldur Aðalst. 6) Bjarni Ólafur Eiríks. 7 Helgi Sigurðsson 6 Guðmundur Ben. 7 (85., Albert Ingason -) 1-0 Pálmi Rafn Pálmason (75.), 2-0 Pálmi Rafn Pálmason (77.). 2-0 Þóroddur Hjaltalín (7) FÓTBOLTI Valsmenn eru hægt og rólega að klífa upp töfluna í Landsbankadeild karla. Íslands- meistararnir sýndu þolinmæði þegar þeir unnu Framara 2-0 í gær með tveimur mörkum frá Pálma Rafni Pálmasyni. Framarar nálguðust leikinn afar varfærnislega. Dagsskipun- in var greinilega að taka litla áhættu og reyna frekar að keyra hratt á Valsmenn með skyndi- sóknum. Það gekk ekki. Framarar héldu boltanum illa í fyrri hálf- leiknum og sendingar sem áttu að skapa hættu hjá markinu voru lélegar. Þeir ógnuðu marki Vals nákvæmlega ekki neitt. Hannes hafði meira að gera í marki Fram. Birkir Már gerði vörninni lífið leitt og hann skaut í stöngina í upphafi leiks áður en Hannes varði meistaralega skalla frá Helga Sig- urðssyni. Hannes varði aftur ágætlega frá Helga en síðan hættu Vals-menn nán- ast að ógna Hannesi. Þeir héldu boltanum vel, gerðu hvað þeir gátu, en náðu ekki að ógna að neinu viti. Í sóknarlínu Fram var Hjálmar einangraður og ein- mana. Eina skot hans var nær því að ná fellu í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð en að ógna Kjart- ani markmanni. Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik en Kjart- an hoppaði ótt og títt til að halda á sér hita enda afar lítið að gera. Valsarar sóttu og besta færið áður en stíflan brast fékk Helgi þegar Reynir Leósson missti boltann fáránlega frá sér. Sem fyrr varði Hannes frábær- lega. Auðun var draghaltur í vörn- inni en það virtist ekki koma að sök. Vörn Fram hélt og hélt en þolinmæði Valsmanna skilaði sér loksins á 75. mínútu. Þá skoraði Pálmi Rafn tvö mörk á tveimur mínútum en fram að því hafði hann ekki látið mikið til sín taka. Fyrst skoraði hann frá- bært mark með viðstöðulausu skoti eftir sendingu Birkis Más og síðan hirti hann lausan bolta í teignum og skoraði undir hjálpar- lausan Hannes. Leikurinn fjaraði svo út og lauk með verðskulduð- um 2-0 sigri Vals. „Við töluðum um það fyrir leik- inn að við þyrftum að vera þolin- móðir. Það er erfitt að fara í gegn- um þá en sem betur fer náðum við að ógna og setja á þá tvö mörk. Ég held að það sé ekki ósanngjarnt að kalla þetta verð- skuldaðan sigur. Markmaður þeirra varði mjög vel en ég hafði það alltaf á tilfinningunni að þetta myndi detta,“ sagði marka- skorarinn Pálmi Rafn glaðbeitt- ur. „Þetta hafðist að lokum,“ sagði Bjarni Ólafur. „Mér fannst við ívið sterkari og þeir sóttu ekki á mörgum mönnum og lágu bara til baka,“ sagði Bjarni en útsendarar frá nokkrum félögum fylgdust með honum í leiknum. Hann lof- aði því ekki að Valsarar væru að komast á beinu brautina með sigr- inum. „Það er leiðinlegt að bjóða upp á þessa klisju en við tökum bara einn leik fyrir í einu.“ Auðun Helgason, varnarmaður Fram, segist aldrei hafa átt að spila leikinn. Hann spilaði í 86 mínútur draghaltur en hann er meiddur á liðböndum á ökkla. „Heiðar Geir er líka meiddur og Reynir var veikur í nótt. Við erum frekar þunnskipaðir og þá er þetta erfitt en þetta var sann- gjarn sigur Vals,“ sagði Auðun. - hþh Pálmi Rafn Pálmason skoraði mörk sín númer sex og sjö í deildinni í sumar í sigri Valsara á Frömurum: Þolinmæði skilaði Val þremur stigum FRÁBÆR Pálmi Rafn Pálmason skoraði bæði mörk Valsmanna í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SKOTHRÍÐ Íslandsmeistarar Vals gerðu harða hríð að marki Framara í gærkvöld og áttu sigurinn skilið. Framarar vörðust af krafti en Valsmenn hirtu stigin þrjú. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FÓTBOLTI KR hélt uppteknum hætti og vann Þrótt á Valbjarnarvelli 0-1. Það voru fastir liðir eins og venjulega hjá KR í gærkvöldi. Liðið sigraði sinn fjórða deild- arleik í röð með því að leggja Þróttara að velli í Dalnum, það hélt marki sínu hreinu og Björg ólfur Takefusa skoraði mark. Í stórum dráttum hefur sagan verið svona í tæpan mánuð, eða frá því að KR-ingar biðu síðast lægri hlut deildinni, í Keflavík þann 8. júní. Stöðugleikinn virðist hafa náð fótfestu í her- búðum Vesturbæinga og fyrir vikið er liðið komið í sterka stöðu í 3. sæti deildarinnar með 18 stig, tveimur stigum betur en liðið fékk allt tímabilið í fyrra. „Það er bullandi sjálfstraust í liðinu og við höfum alls ekki sagt okkar síðasta. Við erum vissulega á miklum skriði en ég get ekki séð af hverju við getum ekki haldið áfram á sömu braut,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR-inga, eftir leik. Einn stór munur var þó á leik KR í gærkvöldi og í síðustu leikjum - liðið lék alls ekki vel og fram að vítaspyrnunni, sem var réttilega dæmd þegar Þórður Hreiðarsson braut á Guðjóni Baldvinssyni, hafði fátt bent til þess að liðinu tækist að skora mark. „Það er rétt að við vorum ekki upp á okkar besta en sú staðreynd að við unnum samt leikinn segir ýmislegt um hversu sterkt lið við erum orðnir. Við erum að vinna ljótu leikina og það getur verið gríðarlega mikilvægt þegar upp er stað- ið,“ sagði Jónas Guðni. Eins og Jónas benti réttilega á var leikurinn í Dalnum í gærkvöldi í afar lágum gæðaflokki. Bæði lið voru varnarsinnuð og lögðu megin- áherslu á að verja sitt mark og sat sjálfsagt einhver þreyta í leikmönnum KR eftir mikið leikjaálag að undanförnu. Þeim til happs voru heimamenn í Þrótti sérlega daprir í gærkvöldi. Liðið virðist vera í ákveðinni lægð, hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð og líkt og gegn Val í síðustu umferð benti fátt til þess að liðinu tækist að skora. Hjörtur Hjartarson var ævintýralega einmana í fremstu víglínu liðsins í gærkvöldi og sú litla ógn sem KR-ingar þurftu að glíma við komu úr langskotum. - vig Björgólfur Takefusa tryggði KR sigur á Þrótti með marki úr vítaspyrnu á Valbjarnarvelli í gærkvöld: Fastir liðir eins og venjulega hjá KR HART TEKIST Á Guðjón Baldvinsson átti góðan leik í gær og lét varnarmenn Þróttar finna vel fyrir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.