Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 42
26 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR KÖRFUBOLTI A-landslið karla í körfubolta var í æfingabúðum í Stykkishólmi um helgina og að þeim loknum valdi landsliðsþjálf- arinn, Sigurður Ingimundarson, 12 manna hóp sem heldur til Lithá- en í lok vikunnar og leikur þar tvo æfingarleiki við heimamenn. Sigurður var ánægður með dvöl- ina í Stykkishólmi þegar Frétta- blaðið heyrði hljóðið í honum í gær. „Það gekk bara mjög vel í Stykk- is hólmi og leikmennirnir æfðu vel og virkuðu ferskir,“ sagði Sigurður sem hlakkar mjög til leikjanna gegn Litháen sem hann telur að séu frábært tækifæri fyrir íslenska liðið til þess að bæta leik sinn. „Litháar eru náttúrlega með eitt sterkasta lið í heimi í dag, það er ekkert flóknara en það, og því er þetta frábært tækifæri fyrir okkur að fá þessa tvo leiki gegn þeim. Fyrri leikurinn fer fram í Kaunas 13. júlí og seinni leikurinn í Vilníus 15. júlí. Litháar eru að undirbúa sig fyrir Ólympíuleik- ana þar sem þeir ætla sér stóra hluti og það verður því bæði gaman og fróðlegt að takast á við þetta verkefni. Þessir leikir koma á mjög góðum tímapunkti fyrir okkur og við eigum eflaust eftir að sjá marga hluti í okkar leik sem við þurfum svo að vinna í og bæta fyrir næsta haust,“ sagði Sigurður sem kvað samkeppni um stöður í íslenska liðinu fara harðnandi. Hópurinn sjaldan verið sterkari „Þessi 12 manna hópur sem ég valdi er bara fyrir þetta verkefni gegn Lithá- en og svo munum við halda áfram með æfing- arhópinn að nýju eftir það. Æfingar- hópurinn er gríðarlega sterkur og hefur sjaldan verið jafn sterkur og nú og sam- keppni um stöður innan landsliðsins er mikil. Það eru auðvitað nokkrir leikmenn sem eru ekki í 12 manna hópunum sem ég á von á að muni verða í baráttunni um sæti í lands- liðs- hópnum þegar leik- irnir í B- deild Evr- ópukeppninnar hefjast í sept- ember. Pavel Ermol- inskij hjá Huelva á Spáni er búinn að vera að æfa með okkur en er ekki alveg kominn í nógu gott spilaform og stóru strák- arnir, Fannar Ólafsson hjá KR og Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík, eru að koma aftur eftir meiðsli og spurning hvernig staðan á þeim verður í haust. Þá eru leikmenn eins og Finnur Magnússon sem leikur í Banda- ríkjunum, Jón Norðdal Hafsteins- son hjá Keflavík, Brynjar Björns- son hjá KR og Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík og ég gæti haldið áfram að telja. Þetta eru allt hörku góðir leikmenn þannig að sam- keppnin er mikil eins og ég segi og það er mjög jákvætt,“ sagði Sig- urður að lokum. omar@frettabladid.is Samkeppni um stöður orðin mikil Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið 12 manna hóp fyrir æfingarleiki gegn Litháen eftir tæpa viku og telur að æfingarhópur landsliðsins hafi sjaldan verið jafn sterkur og nú. SPENNANDI VERKEFNI Sigurður Ingimundarson er ánægður með að Ísland sé að fara að mæta jafn sterku liði og Litháen og telur leikina hjálpa íslenska liðinu til þess að sjá hvað þurfi að bæta og vinna í fyrir leikina í B-deild Evrópukeppni landsliða næsta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MEÐ Á NÝ Jón Arnór Stefánsson gefur kost á sér með íslenska landsliðinu á ný. GRAZIANERI SAMKEPPNI Snæfellingarnir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson eru komnir á ný í íslenska landsliðið og eru báðir í 12-manna hópi Sigurðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LEIKMANNAHÓPUR FYRIR LEIKINA GEGN LITHÁEN: Jón A. Stefánsson (Lottomatica Roma) Jakob Sigurðarson (Univer KSE) Logi Gunnarsson (Farho Gijon) Hreggviður Magnússon (ÍR) Páll Axel Vilbergsson (Grindavík) Helgi M. Magnússon (KR) Hlynur Bæringsson (Snæfell) Sigurður Þorvaldsson (Snæfell) Magnús Gunnarsson (Njarðvík) Jóhann Árni Ólafsson (Njarðvík) Sigurður G. Þorsteinsson (Keflavík) Hörður Axel Vilhjálmsson (Keflavík) FÓTBOLTI Adriano Galliani, forseti AC Milan, greindi frá því í gær í viðtali við ítalska dagblaðið La Stampa að Chelsea hefði látið í ljós vilja sinn að fá brasilíska snillinginn Kaka í sínar raðir. „Okkur hefur þegar borist risakauptilboð frá Chelsea í Kaka,“ sagði Galliani sem viðurkenndi jafnframt að mörg lið hafi spurst fyrir um ítalska landsliðsmanninn Andera Pirlo. „Það eru mörg lið á eftir Pirlo og eru búin að vera í þó nokkurn tíma en hvorki hann né umboðs- maður hans hafa komið að tali við mig og óskað eftir nýjum og betri samningi við AC Milan. Ef við myndum ákveða að selja Kaka og Pirlo myndu allar skuldir okkar verða úr sögunni, svo mikið er víst,“ sagði Galliani. - óþ Galliani, forseti AC Milan: Chelsea hefur boðið í Kaka EFTIRSÓTTUR AC Milan hefur staðfest að félaginu hafi borist risakauptilboð í Kaka frá Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY FORMÚLA 1 Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren fór með sigur af hólmi í Formúlu 1 á Silverstone-brautinni á Englandi í gær. Aðstæður á Silverstone voru keppendum erfiðar vegna rigningar og talsvert var um að menn keyrðu út af brautinni. Heikki Kovalainen hjá McLaren byrjaði á ráspól í fyrsta sinn á ferlinum og hélt velli í fyrstu hringjunum áður en liðsfélagi hans Hamilton tók öll völd. Hamilton keyrði frábærlega og sýndi hvers hann er megnugur við erfiðar aðstæður og hélt forystu sinni til enda og kom fyrstur í mark. Nick Heidfeld hjá BMW varð annar og Rubens Barrichello hjá Honda varð þriðji. Heimsmeistarinn Kimi Raikkonen hjá Ferrari varð fjórði en hann lenti í miklu basli eftir að hafa fylgt Hamilton eftir framan af keppni. Sigur Hamiltons þýðir það að hann er kominn upp að hlið Ferrari-mannanna Raikkonens og Felipes Massa í stigakeppni ökuþóra og Bretinn ungi var því að vonum sáttur í keppn- islok í gær. „Þetta var einn erfiðasti kappakstur sem ég hef nokkurn tímann tekið þátt í og þar að leiðandi er þetta klárlega besti sigur minn frá upphafi. Það var frábært að sjá stuðningsmenn mína standa upp til þess að fagna mér á heimavelli þegar ég var að keyra síðasta hringinn og ég gat ekki beðið eftir því að koma í mark. Stuðningurinn hafði mikið að segja og gaf mér aukakraft og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Hamilton. - óþ Keppni í Formúlu 1 fór fram á Silverstone-brautinni á Englandi í gærdag: Hamilton vann á heimavelli ÁNÆGÐUR Lewis Hamilton kvað sigur sinn á Silverstone í gær hafa verið besta sigur sinn frá upphafi. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Grindvíkingar, sem eiga enn eftir að vinna heimaleik í Landsbankadeild karla í sumar, geta unnið fjórða útileik sinn í röð í kvöld þegar þeir sækja Skaga- menn heim. Það yrði þá í fyrsta sinn í sögu liðsins í efstu deild sem liðið tæki öll stigin í fjórum útileikjum í röð. Grindvíkingar eru búnir að vinna Blika (6-3), Framara (1-0) og Fylkismenn (1- 0) í síðustu þremur útileikjum sínum og hafa með því jafnað árangur sinn frá 2003 þegar þeir unnu þrjá útileiki í röð. Sigur- gangan fyrir fimm árum endaði með 2-0 tapi fyrir Fram á Laugardalsvellinum. Til þess að halda sigurgöngunni gangandi þurfa Grindvíkingar þó að gera það sem þeir hafa ekki afrekað í sex ár en það er að vinna ÍA uppi á Akranesi. - óój Tímamót hjá Grindavík: Geta unnið 4. útileikinn í röð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.