Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 8
8 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR SAMKEPPNISMÁL Ríkisútvarpið birti auglýsingu í Fréttablaðinu á mánudag um uppsafnaða útvarpshlustun með brengluðu skífuriti sem sýndi hlut útvarps- stöðva RÚV mun meiri en hann var í raun og veru. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem þetta gerist, þrátt fyrir að athuga- semd hafi verið gerð við það í fyrra skiptið. Pétur Pétursson, framkvæmd- a stjóri sölusviðs 365, segir þetta sýna að RÚV haldi fram ítrekuð- um rangfærslum með brengluð- um myndlýsingum sem ýkja hlut- deild þeirra á kostnað annarra miðla. Þorsteinn Þorsteinsson, mark- aðs stjóri RÚV, sagði að um mis- tök óreynds myndvinnslumanns hefði verið að ræða og að auglýs- ingin yrði leiðrétt hið snarasta. Það var sem við manninn mælt, að daginn eftir samtal Þorsteins við blaðamann birtist auglýsing- in í Fréttablaðinu, þá leiðrétt. Rétt er að taka fram að Frétta- blaðið er í eigu 365. - sh ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON PÉTUR PÉTURSSON 39% 16% Bylgjan 29% FM 10% Aðrar stöðvar 6% ÚTVARPSHLUSTUN 1. Hver var kosinn forseti Laxa- verndunarstofnunarinnar? 2. Hver hefur keypt kvik- myndaréttinn að skáldsögunni Afleggjaranum? 3. Hver ætlar að bjóða tengda- foreldrum sínum til landsins? SVÖR Á SÍÐU 30 RÚV breytti auglýsingu eftir athugasemd: Röng skífurit RÚV RANGT SKÍFURIT SKÍFURITIÐ EINS OG ÞAÐ Á AÐ VERA EFNAHAGSMÁL Sala hefur dregist verulega saman síðustu vikur í byggingavöruverslunum og versl- unum með innréttingar og gólfefni vegna samdráttar í efnahagslífinu. Salan er minni en á sama tíma í fyrra, að sögn Þórðar Birgis Boga- sonar, framkvæmdastjóra Parket og gólf. Verslanir eru almennt í aðhaldsaðgerðum og reyna að draga úr magni af vörum á lager. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir að hratt hafi dregið úr innflutningi á bygg- ingavörum síðustu vikurnar. „Það hefur dregið úr sölu í magni en hinsvegar hafa orðið miklar verð- hækkanir á sumum vörum, sér- staklega stáli og timbri, út af verð- hækkunum úti í heimi og gengisbreytingum. Salan hefur því ekki minnkað í krónum talið,“ segir hann. Dregið hefur úr framkvæmdum og framkvæmdahraða, sérstak- lega í byggingu íbúða og margir hafa hætt við að byggja eða stöðv- að verk. Ótti er í fólki, að sögn Steins Loga, og margir hræddir um vinnu sína. Steinn Logi segir að umræðan í viðskiptalífinu sé „miklu þyngri en almennt á meðal almennings þó að hún sé slæm þar“. Hann kveðst aldrei hafa heyrt hana jafn svarta. Þórður Birgir segir samdráttinn hafi byrjað eftir að krónan veikt- ist. Vörur séu orðnar miklu dýrari og það hafi gerst á skömmum tíma. Verslan- irnar geti ekki hleypt svo ört hækkandi gengi út í verðlagið í einu vetfangi og því séu verð- hækkanir að eins að hluta komnar fram. „Menn veigra sér við að hækka verð- ið ört, það er erfitt markaðs- lega,“ segir hann. Valur Valsson, sölustjóri hjá Agli Árnasyni, segir fyrirtækið hafa fundið fyrir samdrætti þenn- an mánuðinn en einnig hafi borið á því í maí. „Þetta er ekkert eins- dæmi hjá okkur, þetta gildir heilt yfir í þessum geira, það er alveg greinilegt,“ segir hann. Egill Árnason hefur farið í aðhaldsaðgerðir, skorið niður kostnað og minnkað lager því mikil verðmæti geta legið þar. Hjalti Már Bjarnason, forstjóri Mest, segist finna fyrir því að kreppan hafi slæm áhrif. Eftir- spurn fari minnkandi og erfiðara sé að fá greitt. Mest hafi verið að draga saman seglin í smávörunni en ytra umhverfið hafi heilmikil áhrif og því fylgi sársaukafullar aðgerðir. Hann vill þó ekki segja hvort uppsagnir geti verið fram undan, efnahagsþróunin stýri því. ghs@frettabladid.is Sala dregist saman á ör- fáum vikum Byggingaverslanir hafa fundið greinilega fyrir sam- drætti síðustu vikur. Dregið hefur úr innflutningi en gengisbreytingar eru þó ekki komnar fram að fullu. Umræðan í viðskiptalífinu svört, að mati forstjóra. STEINN LOGI BJÖRNSSON FÓLK Ásmundur Jóhanns- son sjómaður fékk þyrlu Landhelgisgæslunnar í heimsókn á miðin í gær. Ásmundur stendur í deilu við yfirvöld vegna nýlegr- ar ályktunar mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem kvóta- kerfið var fordæmt. Í mót- mælaskyni við núgildandi kvótakerfi hefur hann verið að veiða án veiðiheimilda. „Ég var um tuttugu sjómílur norðvestur af Sandgerði þegar þeir komu þarna á þyrlunni,“ sagði Ásmundur í samtali við Fréttablað- ið í gær. „Þeir sveimuðu þarna í kringum mig og sjórinn úðaðist yfir mig. Ég var að hugsa um að setjast bara inn í stýrishús og loka að mér.“ Hann segir leikinn til þess gerðan að hræða hann. „Ég held þeir hafi verið að reyna að ógna mér,“ sagði Ásmundur, hvergi banginn. Hann bætir því við hann hann hafi ekki ætlað sér í land í gær því ekki sé hægt að landa í Sandgerði um helg- ar. „Svo fann ég að ég var ekki vel frískur og þá á maður að vera heima hjá sér.“ Hjá Landhelgisgæslunni var fátt um svör, þar sagði starfsmaður stjórnstöðvar að þeim væri óheim- ilt að ræða þau mál sem lægju inni á borði hjá þeim. - hþj Ásmundur Jóhannsson heldur áfram að róa: Fékk Gæsluþyrluna í heimsókn á sjóinn ÁSMUNDUR JÓHANNESSON Íslenski hesturinn eftirsóttur: Hestasala eykst HESTAR Hrossakaupmenn sjá mikla breytingu á sölu hrossa eftir fall krónunnar síðustu mánuði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Íslenski hesturinn hefur lengi verið eftirsóttur meðal erlendra kaupenda og hefur fjöldinn allur af íslenskum gæðingum verið seldur til Evrópu síðustu ár. Að sögn Hinriks Bragasonar hesta- manns og hrossakaupmanns hafa um 1.500 hross verið seld úr landi síðustu ár. Hinrik segir söluna hafa stóraukist að undanförnu og að skýringuna megi rekja til gengisfalls krónunnar. - stp HEILBRIGÐISMÁL Salmonellufaraldur Tala sýktra af salmonellu af völdum tómata í Bandaríkjunum fer hækk- andi. Yfirvöld tilkynntu í gær að 943 manns hefðu sýkst síðan í apríl. ÚR HÚSASMIÐJUNNI Verslanir eru almennt í aðhaldsaðgerðum og reyna að minnka vörubirgðir á lager. Sala hefur dottið niður, meira en á sama tíma í fyrra. Verð hefur hækk- að en Þórður Birgir Bogason, framkvæmda- stjóri í Parket og gólf, segir að gengisbreyting- ar hafi ekki komið að fullu fram enn. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.