Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 6
6 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR PERSÓNUVERND Í umsóknareyðublaði um starf hjá Alcan á Íslandi vekur athygli að umsækjendur eru spurðir um nafn og stöðu foreldra sinna. Upplýs- ingafulltrúi Alcan segir spurninguna ætlaða til þess að ungir sumarstarfsmenn lendi ekki á sömu starfsstöð og foreldrar þeirra. „Á hverju ári sækja um hjá okkur hátt í þúsund sumarstarfsmenn og það eru þeir sem nota helst þetta eyðublað,“ segir Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi. „Það er sérstak- lega mikið um að börn starfsfólks sæki um og við viljum tryggja að þau séu ekki ráðin á sömu starfsstöð og foreldrar þeirra. Að öðru leyti gerum við ekkert við þessar upplýsingar, við erum ekkert að safna þeim eða neitt svoleiðis.“ Magnús bendir á að oft sé spurt um maka fólks í sams konar umsóknareyðublöðum og á því sé enginn eðlismunur. „Það er hins vegar engin skylda að fylla þetta út,“ bætir hann við. „Við höfum aldrei fengið athugasemd út af þessu frá einum eða neinum.“ Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að málið hefði ekki borist inn á borð til stofnunarinnar. Að öðru leyti gæti starfsfólk hennar ekki tjáð sig um málið. - sh FLÓTTAMENN „Þetta er okkur til háborinnar skammar og frammi- staða ríkisstjórnarinnar afskap- lega léleg,“ segir Guðrún Helga- dóttir, fyrrverandi alþingismaður. Hún saknar afstöðu utanríkisráð- herra, sem ætti að beita sér í mál- inu „og þótt fyrr hefði verið“. Guðrún náði því fram árið 1980 að frönskum flóttamanni, sem hafði neitað að gegna herþjónustu í Frakklandi, var fundið hæli í Danmörku. Þáverandi dómsmálaráðherra taldi réttast að hafna beiðni Patricks Gervasoni, þar sem það gæti skapað fordæmi fyrir alla sem ekki vildu gegna herþjónustu. Að auki komst Patrick til landsins með fölsuðum skilríkjum. En fall- ist var á málstað Guðrúnar, þegar hún hótaði að hætta að styðja rík- isstjórnina. „Og þetta er sama sagan,“ segir Guðrún, sem telur að lökum vinnu- brögðum embættismanna sé meðal annars um að kenna. „Þetta er óskaplegt flaustur að senda manninn úr landi frá konu og barni án þess að mál hans sé búið að fara í gegnum það ferli sem það átti að fara í. Brottvísun Pauls hafi verið sam- kvæmt Dyflinnar-samningnum. „En samningurinn er bara rammi. Hver einasta sjálfstæð þjóð hefur leyfi til að gera undan- tekningar. Og við höfum gert það áður.“ segir hún. Máli Patricks Gervasoni, franska flóttamannsins, lauk á annan hátt en máli Pauls, sem var vísað frá landinu, án þess að mál hans fengi formlega umfjöllun. „Það var bara samið við danska dómsmálaráðherrann og þannig leystist málið í ríkisstjórninni. Gunnar Thoroddsen [þáverandi forsætisráðherra] gekk í þetta, skynsamur maður sem hann var. Hann sá að þetta var gjörsamlega fráleitt, svo hann fór og samdi og leysti málið. Stjórnin hélt velli!“ Núverandi yfirvöld hafi hins vegar gerst sek um „óskiljanleg vinnubrögð, sem eru satt að segja ekki okkur sæmandi,“ segir hún. klemens@frettabladid.is Jesse Helms látinn Jesse Helms, sem um þriggja áratuga skeið sat í öldungadeild Bandaríkja- þings fyrir Norður-Karólínu, andaðist á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í gær. Hann var 86 ára að aldri. Á pólitískum ferli sínum beitti repúblikaninn Helms sér gegn því að blökkumönnum yrðu veitt aukin réttindi, gegn meintum kommúnistum og öðrum sem honum þótti ekki virða „amerísk gildi“. BANDARÍKIN Segir mál Pauls vera Íslandi til skammar Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður, segir mál Pauls Ramses vera Íslendingum til háborinnar skammar. Hún hótaði að hætta að styðja ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, þegar svipað mál kom upp 1980. Gunnar gekk í málið. Heldur þú að uppsagnirnar á RÚV hafi verið eina mögulega sparnaðarúrræðið? Já 24,6% Nei 75,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt ákvörðun hjá Seðla- bankanum að lækka ekki stýrivexti? Segðu skoðun þína á visir.is. Umsækjendur um starf hjá Alcan eru spurðir um stöðu móður þeirra og föður: Spyrja umsækjendur um foreldra PATRICK GERVASONI Frakkinn vann um stund að viðhaldi í dómsmálaráðuneytinu. Kannski er hann hér fyrir utan skrifstofu þáverandi ráðherra, Friðjóns Þórðarsonar. [...] En sem réttkjörinn alþingismaður hef ég einn- ig rétt til að hætta stuðningi við ríkisstjórn sem lætur slíkt athæfi viðgangast. Sérhverjum alþingismanni ber að hegða sér samkvæmt samvisku sinni og bestu vitund, og þann rétt getur enginn frá mér tekið. [...] Ég tók við umboði mínu sem sósíalisti, hernámsand- stæðingur og baráttumaður fyrir mannréttindum, en ekki til að vera fótaþurrka fyrir afturhaldið í landinu. [...] Ég mun vinna verk mitt sem alþingismaður, svo lengi sem ég er til þess kjörin, en frá þessum degi er ég óbundin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. [...] - Úr yfirlýsingu Guðrúnar Helgadóttur 2. desem- ber 1980 BER AÐ HEGÐA SÉR SAMKVÆMT SAMVISKU GUÐRÚN HELGADÓTTIR ÁLVERIÐ Í STRAUMS- VÍK Mikið er um að börn starfsfólks sæki um sumarstörf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / H A R I JAFNRÉTTISMÁL Auglýst er eftir tilnefningum til jafnréttisviður- kenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2008. Tilgangurinn er að verðlauna vel unnin störf í þágu jafnréttis karla og kvenna. Viðurkenningin getur hlotnast fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, hópum eða félagasamtökum sem hafa á einn eða annan hátt markað spor eða skarað fram úr á sviði jafnréttis- mála. Tilnefningum skal skila til jafnréttisráðs, Borgum, 600 Akureyri. Hægt er að skila ábendingum símleiðis í númerið 460-6200, í bréfsíma 460-6201 eða á tölvupóstfangið jafnretti@jafnretti.is. - hþj Viðurkenning jafnréttisráðs Auglýst eftir tilnefningum WASHINGTON, AP Loftslagsbreytingar eru líklegar til að auka hungur og vatnsskort, valda náttúruhamför- um, veikja stoðir óstöðugra ríkja og auka straum flóttafólks, að því er fram kemur í skýrslu sem sextán bandarískar leyniþjónustur hafa tekið saman fyrir Bandaríkjaþing. Afríka sunnan Sahara, Mið-Austurlönd og Mið- og Suðaustur-Asía eru þau svæði sem sagt er í skýrslunni að verði líklegast verst úti vegna flóða, þurrka, uppskerubrests og veðurhamfara. Vesturlönd séu bærari til að takast á við breytingarnar, en öryggi þeirra gæti verið ógnað vegna óstöðugleika annars staðar. Bent er á að loftslagsbreytingar séu líklegar til að hafa viss jákvæð áhrif. T.d. gæti framlegð landbúnað- ar í Norður-Ameríku (og víðar á norðurhveli) og vatnsbirgðir í Suður-Ameríku aukist. Bandarísk sjóhernaðarrannsóknarstofnun gaf í fyrra út skýrslu um sama efni. Þar kom fram að loftslagsbreytingar gætu skapað aðstæður fyrir aukna hryðjuverkastarfsemi með því að veikja stoðir óstöðugra ríkja. - gh Skýrsla bandarískra leyniþjónusta um hnattræn áhrif loftslagsbreytinga: Ógn við öryggi í heiminum FRÁ MALAVÍ Uppskera matvælategunda sem krefjast mikils vatns gæti minnkað um helming í Afríku á næstu tólf árum, samkvæmt skýrslunni. JARÐSKJÁLFTI Tilkynnt hefur verið um stofnun Starfshóps um endurreisnarstarf vegna jarð- skjálftanna á Suðurlandi í lok maí. „Nú fær fólk niðurstöður um hve mikið tjón tryggingarnar bæta. Okkar hlutverk er að taka á hlutum sem ekki eru bættir,“ segir Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri sem stýrir hópnum. „Við fræðum íbúa um hvert eigi að snúa sér og eyðum óvissu fólks.“ Bolli segir tjónið umfangsmeira en í skjálftunum árið 2000. „Þá var tjónið mest í sveitum og snerti rúmlega tvö þúsund manns. Nú er það í þéttbýli og snertir í kringum tíu þúsund manns.“ - ges Eftirköst jarðskjálftanna: Starfshópur um endurreisn Þriðja kynslóð á Akranesi Lokið hefur verið við uppsetningu á sendum fyrir þriðju kynslóðar farsímanetið, 3G, á Akranesi. Áttatíu prósent landsmanna eru nú á 3G- þjónustusvæði Símans að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu. FJARSKIPTI M YN D /B R A G I G U Ð M U N D SSO N KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.