Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.07.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Við tifandi læk í Hafnarfirði speglast hvítir logar úr töfrandi arni. „Ég er alltaf svolítið kulvís, með hálfgerðan hroll, og veit ekkert notalegra en að kveikja upp í arnin- um og horfa á róandi og fallegan eldinn, hvort sem það er um hábjart sumarið eða á köldum vetrum,“ segir Telma Róbertsdóttir, eigandi fasteignasölunn- ar Húsin í borginni. „Í uppvextinum var arinn heima og þegar við eig- inmaðurinn, Sigurður Jóelsson, leituðum okkur að framtíðarheimili réði arinninn mestu í mínum huga, en að hafa eldstæði í húsi finnst mér í senn heimil- islegt og sameinandi fyrir heimilisfólkið. Sigurður er með eindæmum handlaginn, útfærir hlutina á heimilinu og við höfum breytt ansi miklu. Ásýnd arinsins í dag er því alfarið hans smíð og hugarfóst- ur,“ segir Telma, stolt af sínum manni. „Við erum ofsalega dugleg að kveikja upp í arnin- um, sögum niður jólatréð og brennum annan eldivið sem til fellur. Þarna njótum við fjölskyldan þess að spjalla saman og vera til; sjónvarpið er þarna líka og hentugt að líta undan í eldinn ef eitthvað ljótt er á skjánum,“ segir Telma og hlær dátt. „Ég er óskaplega hrifin af gömlum hlutum frá langömmu og nýt þess að gera þá upp. Heimilið er stílhreint, bjart og hlýlegt, með nýju og gömlu í bland. Í bílskúrnum mála ég abstrakt, til að gera eitthvað skapandi eftir langar setur við tölvuna, og hengi upp um alla veggi. Ég er að mestu sjálfmennt- uð í listinni en hélt sýningu þegar ég opnaði fast- eignasöluna og þá fóru nokkrar til nýrra heim- kynna. Það er þó enn ekki svo rólegt á íslenskum fast- eignamarkaði að ég fari með trönurnar í vinnuna,“ bætir hún við hláturmild. thordis@frettabladid.is Notalegt snark í eldinum Telma Róbertsdóttir fasteignasali er alin upp við snark í arni og lét drauminn um eigið heimili með arni rætast. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Rispur í glösum, þótt smáar séu, geta sett leiðinlegan svip á ann- ars fallegan borðbúnað. Gott ráð til þess að fjarlægja smáu rispurnar í glervörunum á heim- ilinu er að smyrja örlitlu af tannkremi yfir þær. Tannkremið mýkir hrjúft yfirborðið og virkar örlítið eins og slípiefni fyrir það. Blómavasar setja líflegan svip á heimilið yfir sumarið. Gaman er að skreyta heimilið með nýtíndum blóm- um sem finna má villt í garðinum. Það er um að gera að finna vasa í fjörlegum litum. Litrík blóm og líflegir blóma- vasar gleðja augað og setja sumar legan blæ á heimilið. Sumarhreingerningar geta verið sniðugar á þeim tímum þegar ský dregur fyrir sólu. Í rigningarúða er tilvalið að drífa sig inn og hreinsa hús- gögn heimilisins. Gott húsráð við hreinsun húsgagna er að þrífa þau með klúti sem dýft hefur verið í blöndu af sterku tei því þá mun skína af þeim. Þjónustustjóri í fyrirtækjainnheimtu 365 miðlar leita að starfsmanni í fullt starf í fyrirtækjainnheimtu. Helstu verkefni felast í úthringingum og samskiptum við viðskiptamenn. Viðkomandi þarf að búa yfir ríkri þjónustulund, vera jákvæður og samviskusamur. Umsóknarfrestur er til 13. júlí en sótt er um á vef 365 miðla - http://www.365midlar.is/Um-365/Storf-hja-365. Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Lára Pétursdóttir á margretl@365.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.