Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 4
4 13. júlí 2008 SUNNUDAGUR STJÓRNMÁL „Við tókum þátt í far- sælli ríkisstjórn í tólf ár og sjáum nú málin þróast hér óvænt og illa,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. Þingflokk- ur framsóknarmanna lagði fram tillögur í efnahagsmálum á föstu- dag. Framsóknarmenn hvetja Seðla- bankann til að hefja lækkunarferli stýrivaxta hið fyrsta, þar sem samdráttur hagkerfisins virðist vera harðari og meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Þá hvetja þeir til aukinna stórframkvæmda á vegum ríkis og sveitarfélaga og nýrrar þjóðarsáttar stjórnvalda og atvinnulífs. Þingflokkur Framsóknar- flokks segist reiðubúinn til að aðstoða ríkis- stjórnina í efna- hagsmálum, nú þegar stefni í atvinnuleysi og samdrátt á mörgum svið- um þjóðlífsins. „Ekkert gerist hjá blessaðri rík- isstjórninni, ekkert gengur eftir sem hún hefur boðað og það er engin forysta,“ segir Guðni. „Við vildum brýna hana til dáða eða hvetja hana til að fara frá.“ - sgj Framsóknarflokkurinn leggur fram tillögur vegna ástands efnahagsmála: Stýrivextir lækki hið fyrsta GUÐNI ÁGÚSTSSON ■ Seðlabankinn taki erlent lán sem allra fyrst ■ Seðlabankinn birti rökstuðning fyrir vaxtaákvörðunum ■ Lækkunarferli stýrivaxta hefjist hið fyrsta ■ Íbúðalánasjóður endurfjár- magni fasteignalán fjármála- stofnana ■ Stórframkvæmdum verði hrað- að ■ Stjórnvöld og atvinnulíf hafi með sér samráð um nýja þjóð- arsátt TILLÖGUR FRAMSÓKNAR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 19° 18° 20° 19° 21° 21° 22° 18° 22° 26° 30° 19° 20° 23° 30° 32° 24° Á MORGUN Stíf suðvestlæg átt allra syðst, annars hægari. ÞRIÐJUDAGUR Norðvestlægar áttir, víða 5-10 m/s. 12 13 14 14 15 13 14 12 12 8 12 4 6 6 9 6 6 3 2 3 4 6 12 11 13 15 14 15 14 10 8 11 BLAUTT VEÐUR Á þriðjudag dregur talsvert úr þeirri úr- komu sem verður í dag og á morgun, léttskýjað sunnan til en dálítil rigning norðanlands. Þá verða einnig norðlægar áttir ríkjandi og hlýjast á sunnanverðu landinu. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður BÆJARSTJÓRN „Ég er bara með þriggja mánaða biðlaun eins og það er á almennum vinnumarkaði. Mér fannst hálfaumingjalegt að hafa þá mánuðina sex því ég held ég gæti fengið vinnu innan þriggja mánaða ef til þess kæmi,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæjarstjórnin í Reykjanesbæ breytti biðlaunum Árna að hans frumkvæði frá þeim sex mánuðum sem almennt gerist hjá bæjarstjórum í þrjá mánuði eins og almennt gerist á vinnu- markaði. Ólafur Örn Ólafsson, fráfarandi bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, gerði ráðningarsamning þar sem er ákvæði um að hann verði á bið- launum til loka kjörtímabilsins til ársins 2010, auk sex mánaða eftir kosningarnar, til desember 2010 ef kæmi til meirihlutaslita. Meiri- hlutinn sleit samstarfi í síðustu viku. Einnig er ákvæði í ráðning- arsamningnum þar sem Grinda- víkurbær verður að kaupa einbýl- ishús hans, seljist það ekki fyrir janúarbyrjun á næsta ári. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er með hinn almenna sex mánaða biðlaunarétt. „Hér er traustur meirihluti og engin ástæða til að setja ákvæði um lengri biðlaunarétt í samning- inn.“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Ísa- fjarðar, Halldór Halldórsson, segir sambandið ekki hafa vitað af samningi Ólafs í Grindavík. „Kjör bæjarstjóra er ákvörðun hvers og eins sveitarfélags. Sjálfur er ég með sex mánaða biðlaunarétt með gagnkvæmum uppsagnarfresti,“ segir Halldór. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2006 kemur fram að lengsti biðlauna- samningur var sex mánuðir en það er sá tími sem jafnframt er algengastur. Biðlaun Ólafs eru vegna meirihlutaslita í síðustu viku tæplega tvö og hálft ár. Gunnari Inga Birgissyni, bæjar- stjóra í Kópavogi, finnst ráðning- arsamningur Ólafs óvenjulegur. Hann segist vera með hinn venju- bundna sex mánaða uppsagnar- frest. „Ég mundi ekki vera í vand- ræðum að finna vinnu innan sex mánaða þó að ég myndi hætta að vera bæjarstjóri.“ vidirp@frettabladid.is Nágranni Ólafs með mun styttri biðlaun Fráfarandi bæjarstjóri Grindavíkur getur verið á biðlaunum til desembermán- aðar 2010. Biðlaunaréttur bæjarstjóra Reykjanesbæjar er þrír mánuðir eins og á vinnumarkaði. Fyrir tveimur árum var lengsti biðlaunaréttur sex mánuðir. GRINDAVÍKURHÖFN Grindvíkingar þurfa að greiða tveimur bæjarstjórum í rúm tvö ár ef fyrrverandi bæjarstjóri nýtir sér biðlaunarétt sinn. FÓLK Fyrsta strandveiðikeppnin af þremur verður haldin í Viðey í dag. Félagar Strandveiðiklúbbs- ins og RB-búðarinnar munu verða í eyjunni til þess að kenna réttu handtökin. Gestum Viðeyjar í sumar mun standa til boða að leigja allan búnað til veiðanna og spreyta sig. Keppnin hefst klukkan 14 og stendur til 17. Glæsilegir vinningar eru í boði og Viðeyjar- stofa stendur opin þeim sem vilja njóta léttra veitinga. - mmf Keppt í strandveiði í Viðey: Hægt að leigja veiðibúnaðinn STRANDVEIÐI Afþreying sem nýtur sívax- andi vinsælda hérlendis. UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækin Fjarska ehf. og Og fjarskipti ehf. um rekstur tveggja ljósleiðara Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi. Markmiðið er að draga úr kostnaði vegna viðhalds og reksturs ljósleiðarans og stuðla að aukinni samkeppni í gagna- flutningum á markaði. Fimm tillögur bárust frá fjórum fyrirtækjum. Tilboð Fjarska ehf. var 20 milljónir en tilboð Og fjarskipta var 19,15 milljónir. - vsp Ljósleiðari NATO boðinn út: Stuðli að auk- inni samkeppni Í frétt blaðsins í gær um sölu á eignarhlut Glitnis í Eignarhaldsfé- laginu Fasteign hf. var ranglega farið með hver væri eigandi Saxbygg ehf. Hið rétta er að Saxbygg ehf. er í eigu Byggingafélags Gylfa og Gunnars ann- ars vegar og Saxhóls ehf. hins vegar. LEIÐRÉTTING BANDARÍKIN, AP Umhverfisvernd- arstofnun Bandaríkjanna hefur lækkað verðmat lífs í 6,9 milljón- ir dala, jafnvirði rúmlega fimm hundruð og tuttugu milljóna króna. Fyrir fimm árum var lífið metið á 7,8 milljónir dala. Verðgildi lífs er reiknað út frá því hversu miklu fólk er reiðu- búið að eyða til að forðast tilteknar áhættur. Verðmatið skiptir miklu máli því það er notað þegar metið er hvort framkvæmdir og reglur bjargi nægilega mörgum mannslífum til að það réttlæti kostnað af þeim. - gh Mat á verðgildi lífs lækkar: Mannslífið er minna virði MENNTAMÁL Menntamálaráðherra hefur ákveðið að veita allt að 180 milljónir króna til menntaverk- efna á landsbyggðinni. Í tilkynn- ingu frá menntamálaráðuneytinu segir að styrkirnir séu þáttur í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar- innar vegna tímabundins aflasamdráttar. Veittir verða styrkir til 59 verkefna að þessu sinni. Sam- kvæmt tilkynningu var áhersla lögð á að styrkja menntunarverk- efni sem væru til þess fallin að mæta afleiðingum samdráttar í fiskveiðum og -vinnslu. Styrkveit- ingar eru að hluta til háðar framvindu verkefna og þátttöku í þeim. - kg Menntamálaráðuneytið: Styrkir vegna aflasamdráttar ÍTALÍA, AP Æðsti sakadómstóll Ítalíu hefur dæmt að marijúana- reykingar rastafara njóti sérstakrar verndar sem trúar- athöfn. Rastafarahreyfingin er trúarbrögð sem urðu til á fjórða áratug síðustu aldar á Jamaíka. Rastafarar hylla Haile Selaisse, fyrrum keisara Eþíópíu, sem guð í mannsmynd. Marijúanareyking- ar og reggítónlist eru mikilvægir hlutar trúarbragðanna. Með dóminum var ógiltur sextán mánaða fangelsisdómur rastafara fyrir ólögmæta marijúanaeign. - gh Rastafarar í Ítalíu: Mega reykja marijúana Ég myndi ekki vera í vandræðum að finna vinnu innan sex mánaða þó að ég myndi hætta að vera bæjarstjóri. GUNNAR I. BIRGISSON BÆJARSTJÓRI Í KÓPAVOGI GENGIÐ 11.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 153,2111 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,68 76,04 149,68 150,40 119,64 120,30 16,029 16,123 14,839 14,927 12,619 12,693 0,7069 0,7111 123,35 124,09 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.