Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 52
20 13. júlí 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þegar þú sérð hvaða pulsur hafa orðið stórstjörnur, þá er bókað mál að við náum vinsældum. Við erum með allan pakkann! Við erum ungir, hæfileikaríkir og með geðveikan söngvara. Hvað getur stoppað okkur? Kalli kemur ekki. Hann þarf að hjálpa mömmu sinni að velja nýjar gardínur í herbergið sitt. Mamma hans Kalla getur verið erfið! Við gætum orðið fyrsta hljómsveitin sem aflýsir alheimstónleikaferða- lagi af því trommarinn þarf að taka til í her- berginu sínu! Jói! Það er risastórt gat á veggnum á baðherberginu hans Palla! Nú. Er þér alveg sama hvernig það gerðist? Látum okkur sjá... risastórt gat... unglingur með tvo hnefa... Vá! Við verðum að kalla til embætti ríkislögreglustjóra til að leysa þetta mál! Miðasala Við fljúgum til hlýju strandanna á Suður-Spáni. Þar ætlum við að njóta lífsins og skemmta okkur allan veturinn!!! Koma svo stelpur! Partí Fuglar eru klikkaðir. Hvernig fórstu að þessu? Ég kastaði bara hringn- um utan um flöskuna eins og maðurinn sagði. Ekkert mál! Þú varst bara heppin og það ætla ég að sanna. Prófaðu aftur! Ókei. Og hún vinnur aftur! Ef þú ætlar að halda áfram að kenna mér verðum við að fá kerru undir þetta. Suður á bóginn, takk. Síðasta sumar, eins og svo oft áður, var alls ekki auð- velt að vera KR- ingur. Skelfilegt gengi liðsins var uppspretta enda- lausra brandara og háðsglósa sam- starfsmanna og (ó)vina sem ekki halda með KR. Því það er jú þannig að þeir sem ekki elska KR hata KR. Það sem af er sumri hef ég ekki kunnað við að tjá mig um liðið mitt, þó oft hafi mig langað. Fyrst vildi ég ekki afhjúpa væntingar mínar, sem voru ekki miklar. Þegar sumarið fór illa af stað vildi ég ekki viðurkenna að það kæmi mér ekkert sérlega á óvart. KR- ingar voru enda frekar niður- brotnir eftir síðasta sumar og þorðu ekki að vona of mikið. Svo þegar fór að ganga vel hjá liðinu vildi ég einhvern veginn ekki treysta á það að svoleiðis yrði það áfram. Nú er ég hins vegar orðin viss um getu og árangur KR og mikil ósköp sem það er góð tilfinning. Þrátt fyrir að liðið mitt hafi tapað sínum fyrsta leik í langan tíma á fimmtudaginn þá truflar það gleði mína ekkert svo mikið. Einu sinni var það þannig að oft var hægt að kenna óheppni eða lélegri dóm- gæslu um tap, en á þessum síðustu og verstu tímum hafði ég bara verið farin að venjast því að þegar liðið tapaði þá væri það einfald- lega vegna þess að það var ekki nógu gott og átti ekkert skilið að vinna. Það var alls ekki skemmti- legt. Því virðist hins vegar vera lokið, þó ég fullyrði ekkert um það hversu lengi það stendur. Liðið vann marga leiki í röð og hélt hreinu, þangað til á fimmtudaginn að Valsarar mættu í Frostaskjólið góða. Þá tapaðist fyrsti leikurinn í langan tíma og það var ótrúlega súrt og ósanngjarnt, og dómarinn snuðaði KR um mark og víti. En það er samt einhvern veginn í lagi, því lífið er eiginlega orðið eins og það á að sér að vera. Það er hægt að kenna dómurunum um töpin á nýjan leik. STUÐ MILLI STRÍÐA Dómaraskandalar ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR ER KR-INGUR OG BER HÖFUÐIÐ HÁTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.