Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 8
8 13. júlí 2008 SUNNUDAGUR S íst virðist vera að draga úr orkuþörf hér á landi þrátt fyrir stórar virkjanir sem teknar hafa verið í notkun á undanförnum árum. Áform um raf- orkufreka atvinnustarfsemi eru stórhuga, og þyrfti að virkja tals- vert meira en áform eru um til að uppfylla allar óskir um orku. Þrjú stærstu orkufyrirtæki landsins framleiða svo til alla orku sem til verður hér á landi. Afl virkj- ana Landsvirkjunar er um 1.900 megavött, afl jarðvarmavirkjana Orkuveitu Reykjavíkur er um 250 megavött, og Hitaveita Suðurnesja nær í dag um 175 megavöttum. Smærri orkufyrirtæki framleiða samanlagt um 56 megavött. Samanlögð orkuframleiðsla á landinu er nú um 2.400 megavött. Verði af áformum Landsvirkjunar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár, og við Búðarháls bætast um 350 megavött við. Þá er Landsvirkjun með áform um jarðvarmavirkjanir á Norðurlandi, á Kröflusvæðinu, Þeistareykjum, við Gjástykki og í Bjarnarflagi sem gætu skilað um 400 megavöttum til viðbótar Orkuveita Reykjavíkur áformar að bæta við um 180 megavatta virkjunum á Hellisheiði, auk 90 megavatta virkjunar í Hverahlíð. Hitaveita Suðurnesja ætlar einn- ig að bæta raforkuframleiðsluna í Reykjanesvirkjun og víðar, samtals vonast þeir til að virkja um 150 til 200 megavött til viðbótar á næstu árum. Af um 1.200 megavatta fram- leiðsluaukningu sem áformuð er munu um 850 megavött koma frá jarðvarmavirkjunum. Í dag fram- leiða jarðvarmavirkjanir um 20 prósent þeirrar orku sem fram- leidd er hér á landi. Gangi áformin eftir kemst hlutfall jarðvarma- virkjana í rúman þriðjung, um 37 prósent. Stóriðjan notar 61 prósent Íslensk heimili nýta ekki nema brot af þeirri orku sem framleidd er hér á landi. Gróft áætlað dugir eitt megavatt til að framleiða rafmagn fyrir um 440 heimili. Heimilin í landinu eru nú um 246 þúsund. Þau þurfa því um 290 megavött til að ljósin slokkni ekki. Það er innan við áttundi hluti orkuframleiðslunnar. Þó má að sjálfsögðu bæta við talsverðri rafmagnsnotkun sem er í þágu almennings, götulýsingum, orkunotkun opinberra fyrirtækja og þar fram eftir götunum. Sú stóriðja sem starfandi er í landinu í dag, þrjú álver og járn- blendiverksmiðja, notar samtals um 1.460 megavött á ári. Það er um 61 prósent allrar framleiddar orku í landinu. Stærsti notandinn er álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðar- firði, sem notar um 560 megavött. Gangi öll áform um stóriðju og netþjónabú sem nefnd hafa verið á undanförnum misserum eftir mun raforkunotkun stórnotenda tæp- lega tvöfaldast. Munar þar mest um tvö álver og framleiðsluaukningu í því þriðja, samanlagt um 900 megavött. Fréttaskýring: Virkjanir í Þjórsá 4. hluti FJÓRÐA GREIN AF FJÓRUM Stóriðja fær meirihluta orkunnar Afl allra helstu vatnsafls- og jarðvarmavirkjana hér á landi er í dag samanlagt nærri 2.400 megavött. Þar af nota heimilin í land- inu um 290. Verði þær virkjanir sem áformaðar eru hjá orkufyrirtækjunum að veruleika má búast við að megavöttin komist nálægt 3.600 á næstu árum. Um fimmtungur orkunnar kemur frá jarðvarma, en hlutfall jarðvarma mun hækka á næstu árum. ORKAN Fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár munu ekki anna nema broti af eftirspurn stórnotenda eftir orku á komandi árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það er eðlilegt að menn fullklári Þjórsár- og Tungnársvæðið, stefn- an er sú að klára þau svæði sem byrjað hefur verið á,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar, spurður um næstu virkjana- kosti á eftir Þjórsárvirkjunum og Búðarhálsvirkjun. „Ég hef sagt að tími stærstu virkjananna sé liðinn, það verði ekki byggð jafn stór virkjun og Kárahnjúkavirkjun á næstu áratug- um. En ég held að vatnsaflsvirkj- anir verði reistar áfram, en kannski í minna mæli en áður,“ segir Friðrik. Þá áformar Landsvirkjun jarðvarmavirkjun í nágrenni Kröflu. Þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, auk Búðarhálsvirkjunar í Tungnaá, eru nú á teikniborði Landsvirkjunar. Þar á eftir nefnir Friðrik að gæti komið virkjun í Tungnaá við Bjalla, ofan Sigöldu. Þá hafi Skaftár- og Hólmsárvirkj- anir verið í skoðun. STEFNAN AÐ FULLKLÁRA SVÆÐI SETJA EKKI SKILYRÐI UM STAÐSETNINGU Landsvirkjun mun ekki setja kaupendum orku úr virkjunum í neðri hluta Þjórsár stólinn fyrir dyrnar þó starfsemi þeirra verði ekki á Suðurlandi. Heimamenn, sveitastjórnir jafnt sem aðrir, leggja áherslu á að hluti orkunnar verði nýttur á Suðurlandi, helst í einhverjum af þeim fjórum sveitarfélögum sem virkjanirnar eru í. Gefnar hafa verið út viljayfirlýsingar um sölu á orku til tveggja fyrirtækja, segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Vilji stendur til að selja Greenstone samtals 50 megavött, í tveimur áföng- um, til að knýja netþjónabú í Þorlákshöfn. Þá stendur til að selja Rio Tinto Alcan um 75 megavött vegna framleiðsluaukningar í álveri fyrirtækisins í Straumsvík. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir að kaupa um 150 megavött hvort til að framleiða hreinkísil í Þorlákshöfn. Þá hefur Norðurál áhuga á að kaupa meiri orku til að auka framleiðslu í álveri sínu á Grundartanga. „Við stjórnum því ekki hvar atvinnustarfsemin er sett niður,“ segir Friðrik. Hann segir skilaboðin frá Landsvirkjun hins vegar þau að það væri til hags- bótar fyrir alla aðila verði orkan nýtt á Suðurlandi. „Landsvirkjun hugsar fyrst og fremst um að fá sem hæst og best verð fyrir framleiðslu sína, og að það sé sem best tryggt,“ segir Friðrik. Netþjónabú vilja gjarnan semja til skemmri tíma en stóriðja og eru að auki með veikari baktryggingar, segir hann. N E T Þ J Ó N A B Ú V E R N E H O L D I N G Orkunotkun: 25 MW Keflavíkurflugvöllur Á L V E R R I O T I N T O A L C A N Orkunotkun: 335 MW Straumsvík N O R Ð U R Á L Orkunotkun: 440 MW Grundartangi Á L V E R A L C O A F J A R Ð A R Á L S Orkunotkun: 560 MW Reyðarfjörður Á L V E R N O R Ð U R Á L S Orkunotkun: 435 MW Helguvík R A F Þ Y N N U V E R K S M I Ð J A B E C R O M A L Orkunotkun: 75 MW Þorlákshöfn K Í S I L F L Ö G U V E R K S M I Ð J A B E C R O M A L Orkunotkun: 150 MW Við Eyjafjörð Á L V E R R I O T I N T O A L C A N (FRAMLEIÐSLUAUKNING) Orkunotkun: 75 MW Straumsvík K Í S I L F L Ö G U - V E R K S M I Ð J A Orkunotkun: 150 MW Þorlákshöfn N E T Þ J Ó N A B Ú G R E E N S T O N E Orkunotkun: 50 MW Þorlákshöfn Fljótsdalsvirkjun 690 MW Bjarnarflag 3 MW Krafla 60 MW Laxá 28 MW Blanda 150 MW Búrfell 270 MW Sultartangi 120 MW Hrauneyjafoss 210 MW Vatnsfell 90 MW Sigalda 150 MW * Straumsvík 35 MW * Búðarhálsvirkjun 90 MW *Hvammsvirkjun 82 MW*Holtavirkjun 53 MW*Urriðafossvirkjun 53 MW Á L V E R A L C O A Orkunotkun: 400 MW Bakka við Húsavík Andakílsárvirkjun 6,7 MW Sogsstöðvar 90 MW Nesjavellir 120 MW Hellisheiðarvirkjun 123 Elliðaárvirkjun 3,9 MW Þverárvirkjun 2,2 MW Múlavirkjun 3,2 MW Í S L E N S K A J Á R N B L E N D I F É L A G I Ð Orkunotkun: 128 MW Grundartangi Mjólkárvirkjun 8,1 MW Rafstöðin á Fossum 1,1 MW Skeiðafossvirkjun 5 MW Orkustöð í Hrísmóum 2 MW Glerárvirkjun 3 MW Svartsengi 75 MW Reykjanesvirkjun 100 MW* 1 MW sér um 440 heimilum fyrir rafmagni Heimilin í landinu Stórt netþjónabú Álver Alcoa á Reyðarfirði Öll álver í landinu Það sem virkjað hefur verið 290 MW 50 MW 560 MW 1.335 MW 2.385 MW T E G U N D V I R K J A N A Vatnsaflsvirkjanir 1.863 MW Jarðvarmavirkjanir 483 MW Eldsneytisstöðvar 35 MW 78,2% 20,3% 1,5% F Y R I R T Æ K I 79,6% 10,7% 7,3% 2,4% Landsvirkjun 1.896 MW Orkuveita Reykjavíkur 254 MW Hitaveita Suðurnesja 175 MW Aðrir 56 MW Alls: 2381 MW Starfandi stóriðja Fyrirhuguð stóriðja Vatnsaflsvirkjanir Jarðgufustöðvar * Fyrirhugaðar vatnsaflsvirkjanir * Eldsneytisstöð * Fyrirhugaðar jarðgufustöðvar * Landsvirkjun á Norðurlandi 400 MW Lagarfossvirkjun 28 MW FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is Grímsárvirkjun 3 MW Smyrlabjargarárvirkjun 1,3 MW 1Fyrirhuguð stækkun Hellisheiðarvirkjunar um 180 MW (samtals 303 MW) *Fyrirhuguð stækkun um 50 MW *Hverahlíðarvirkjun 90 G R A FÍK /JÓ N A S U N N A R SSO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.