Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 2
2 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA FERÐAMÁL „Þetta er sumar hinna biluðu salerna,“ segir Börkur Hrólfsson leiðsögumaður um ástand snyrtinga fyrir ferðamenn. Hann segir sig og fjölda starfs- systkina sinna langþreytt á „því ófremdarástandi“ sem nú ríki í þessum málum um landið. Börkur segist ekki verða var við nokkurn skilning hjá opinberum aðilum þegar haft er samband við þá vegna þessara mála. „Samt sem áður er ferðamannaiðnaður þriðja stærsta uppspretta gjaldeyris- tekna í landinu,“ segir hann. Þá bendir Börkur á að ánægja ferða- manna sé atvinnugreininni mjög mikilvæg en það fari oft lítið fyrir gleði eftir að ferðamenn hafi neyðst til að gera stykki sín í hraungjótu sem þeir hefðu fremur viljað dást að eftir viðkomu á kamri. Börkur bendir á að salerni um allt land hafi oft á tíðum verið lokuð í sumar vegna bilana og van- hirðu. Sums staðar, svo sem í Eld- gjá, sé ástandið með slíkum ólík- indum að þau hafi verið læst árum saman. „Hins vegar eru hólarnir í kringum kamrana þar orðnir eins og útikamrar þar sem þar úir og grúir af notuðum dömubindum og pappír milli óhreinindanna,“ segir hann. „Það er enginn skilningur hjá opinberum stofnunum að halda þessum málum í lagi,“ segir Börk- ur en bendir á að þrír staðir á land- inu séu til mikils sóma, það er sal- ernisaðstaðan við Seljalandsfoss, Skógafoss og Hraunfossa. Það telur hann skýrast af því að einka- aðilar sjái um aðstöðuna á þessum stöðum. „Það er ekki nóg að opna þjóð- garða heldur þarf líka að tryggja að fólk þurfi ekki að kúka og pissa um alla móa þar,“ segir hann. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri segir rétt að salernisaðstaða sé víða ófullnægjandi. „Róm var ekki byggð á einum degi og það verða klósettin á Íslandi ekki held- ur,“ segir hún og útskýrir að ekki hafi fengist nægjanlegt fjármagn til uppbyggingar á þessum þætti ferðaþjónustunnar. „Þetta er ekki lítið mál en meira fjármagn þarf í þennan mála- flokk,“ segir Ólöf. Þá bendir hún á að þótt Ferðamálastofa sjái um uppbyggingu salerna sé það ekki hennar hlutverk að sjá um rekstur þeirra. karen@frettabladid.is Náttúruperlur verða salerni ferðamanna Leiðsögumaður segir ófremdarástand ríkja á ferðalögum vegna ófullnægjandi salernisaðstöðu um landið. Kamrar séu jafnvel lokaðir árum saman en hæðir við þá séu útbíaðar. „Róm var ekki byggð á einum degi,“ segir ferðamálastjóri. LOKAÐ SALERNI VIÐ DETTIFOSS Þessi mynd var tekin fyrir mánuði við salernin við Dettifoss. Ferðamaður kemst ekki inn enda allt í lás og þarf hann að spræna fyrir framan kamrana. FRÉTTABLAÐIÐ/BÖRKUR HRÓLFSSON ÍSLENSK FLÓRA OG KLÓSETTPAPPÍR Hér hefur einhver ferðamaður gengið örna sinna og líklega horft yfir Jökulsár- gljúfur í leiðinni. MYND/BÖRKUR HRÓLFSSON Halldór, hversu mikið safnað- ist? „Það var mannsöfnuður mikill.“ Íslenski safnadagurinn var haldinn hátíð- legur í gær. Ókeypis var inn á flest söfn á landinu og fjölbreytt dagskrá í boði. Halldór Björn Runólfsson er safnstjóri Listasafns Íslands. FRAKKLAND, AP Leiðtogar 43 ríkja mættu í gær á fund hjá Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í París til að stofna nýtt bandalag Miðjarðarhafsríkja. Eitt fyrsta verk þeirra á fundinum var að samþykkja að svæðið í kringum Miðjarðarhafið verði gereyðing- arvopnalaust um ókomna tíð. Sarkozy Frakklandsforseti hefur unnið hart að því að stofn- að verði bandalag Miðjarðarhafs- ríkja, sem tryggja á friðinn á þessu svæði með svipuðum hætti og Evrópusambandið. „Draumar Evrópu og Miðjarð- arhafsríkja eru óaðskiljanlegir,“ sagði Sarkozy í ræðu sinni. „Saman munum við ná árangri og saman munum við falla,“ bætti hann við. Á fundinn voru mættir leið- togar Evrópusambandsríkjanna auk Miðjarðarhafsríkja sem mörg hver hafa átt í harðvítugum deilum áratugum saman. Meðal fundargesta var Bashar Assad, forseti Sýrlands, en hann yfirgaf salinn áður en Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, flutti ræðu sína. Það var Hosni Mubarak, for- seti Egyptalands, sem stýrði fundinum ásamt Sarkozy. Mubar- ak, sem lengi vel var tregur til þátttöku, sagðist telja að nýja bandalagið eigi meiri framtíð fyrir sér en samstarfsvettvangur sá, sem stofnað var til í Barce- lona árið 1995. - gb Nicolas Sarkozy tekur á móti leiðtogum á fund Miðjarðarhafsríkja: Gereyðingarvopnalaust svæði NEYTENDAMÁL „Við finnum mjög greinilega fyrir auknum greiðslu- erfiðleikum hjá fólki.“ segir Anna Sigríður Jóhannsdóttir, sviðsstjóri greiðendaþjónustunnar Intrum. Þá útskýrir Anna að samfara vaxandi erfiðleikum við að greiða niður skuldir bætist ofan á kröf- urnar þar sem málin þurfi að fara lengra í kerfinu. Það sé sárt að horfa upp á slíkt ferli en við því sé fátt að gera annað en að reyna greiða reikninga eins fljótt og auðið er. Guðmundur H. Sigurðsson, sem nýlega fékk innheimtubréf frá Intrum, furðar sig þó ekki á því að fólk geti fljótlega lent í vítahring skulda. „Ég skilaði tveimur mynd- um á vídeóleigu of seint á síðasta ári,“ segir hann. Höfuðstóll skuld- ar hans vegna þess hve dróst að skila spólunum er 1.300 krónur en innheimtukrafan nú hljóðar upp á 10.282 krónur sem er um 700 pró- sentum hærri upphæð. Hann seg- ist ekki hafa vitað af skuldinni fyrr en hann fékk senda kröfu í byrjun mánaðarins. „Ég trúi því ekki að fólk geti gert svona og ætla ekki að greiða þennan reikn- ing,“ segir Guðmundur sem þegar segist hafa hringt í eiganda vídeó- leigunnar og beðið um að málið yrði leyst á annan hátt. Þar hafi hann þó aðeins fengið þau svör að hann væri glæpamaðurinn í mál- inu. Þegar hann hafði samband við innheimtufyrirtækið og bað um að fá samband við lögfræðinginn sem hefði málið á sinni könnu hefði hann þó fengið þau svör að engum hefði enn verið úthlutað málinu. Þau svör fengust hjá starfs- manni Neytendasamtakanna að mun svæsnari dæmi hefðu komið þar á borð. Þessir starfshættir væru ekki ólöglegir en vonast sé til þess að ný innheimtulög sem taka eigi gildi síðar á þessu ári geri stöðu skuldara og skuldu- nauta skýrari. Skuld Guðmundar gæti orðið mjög há ef hann aðhefst ekkert í málinu. - kdk Neitar að greiða innheimtu sem er 700 prósentum hærri en höfuðstóllinn: Vaxandi þrengingar skuldara GUÐMUNDUR H. SIGURÐSSON Höfuð- stóll skuldar hans er 1.300 krónur, dráttarvextir eru 246 krónur, kostnaður kröfuhafa 400 krónur og innheimtu- þóknun 8.336 krónur. SARKOZY OG MUBARAK Stjórnuðu í sameiningu leiðtogafundinum í París. NORDICPHOTOS/AFP Kviknaði í bíl á ferð Eldur kviknaði í pallbíl sem var á ferð yfir Höfðabakkabrú um hádegisbil í gær. Einn var í bílnum og komst hann út af sjálfsdáðum áður en slökkvilið og lögregla komu á staðinn. Maðurinn slapp ómeiddur en bíllinn er talinn ónýtur. LÖGREGLUMÁL SPÁNN, AP Næstsíðasti dagurinn í hinu árlega nautahlaupi í Pamplona á Spáni fór fram í gær og í hlaupinu slösuðust sjö manns. Í þessu hlaupi voru sex stór naut en þau eru 600 til 700 kíló. Hlaupið sem er 850 metrar var sumum erfitt í gær og urðu alls sjö manns að leita til spítalans í Pamplona með áverka eftir hlaupið. Alls hafa fjórtán látist í hlaupunum frá árinu 1924 og síðast lést ungur Bandaríkja- maður árið 1995. Síðasta hlaupið í ár fer fram á morgun og er búist við að fleiri taki þátt í hlaupinu sem þýðir fleiri heimsóknir á spítalann. - mmr Pamplona á Spáni: Sjö slasast í nautahlaupi Á HARÐA SPRETTI Nautahlaup í Pamp- lona hafa dregið marga til dauða. FRAKKLAND, AP Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, segir að Ísraelar og Palestínumenn hafi aldrei áður komist jafn nálægt því að semja um frið. Þetta sagði hann í Frakklandi í gær, þar sem hann hitti Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, í forsetahöllinni í París. Þeir voru þangað komnir á fund Miðjarðar- hafsríkja, sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti boðaði til. Olmert á þó í vök að verjast heima fyrir. Rannsóknir á spillingarmálum hans verða æ víðtækari og þrýstingur á hann að segja af sér vex að sama skapi. Abbas á sömuleiðis undir högg að sækja á sínum heimavelli og óvíst hvort hann hafi raunhæft umboð til samninga frekar en Olmert. - gb Olmert og Abbas hittust: Aldrei jafn stutt í friðarsamning Í FAÐMI FRAKKLANDSFORSETA Abbas og Olmert ásamt Nicolas Sarkozy. NORDICPHOTOS/AFP LONDON, AP Eini opinberlega samkynhneigði biskup ensku biskupakirkjunnar, V. Gene Robinson, segir það mistök að meina honum aðgang að Lamb- eth-ráðstefnunni. Robinson var ekki boðinn á ráðstefnuna, fund biskupa kirkjunnar, á þriðjudaginn. Hann var vígður biskup í New Hamp- shire árið 2003 af bandarísku biskupakirkjunni, kristilegum íhaldsmönnum til mikils ama. - hþj Fordómar biskupakirkjunnar: Hommi ekki boðinn á fund ÍSRAEL, AP Stjórnvöld í Ísrael segja að skipti á föngum við Hisbollah-samtökin verði á miðvikudaginn. Ísraelska fangaþjónustan ætlar að skila fimm líbönskum föngum í stað tveggja ísraelskra hermanna sem samtökin handsömuðu fyrir tveimur árum. Hermennirnir eru taldir af. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu lausn fanganna í síðasta mánuði. Samkvæmt samkomulagi ætla Ísraelar að frelsa Líbanann Samir Kantar. Hann hefur setið inni í ísraelsku fangelsi í þrjátíu ár fyrir að myrða þrjá Ísraelsmenn í landamæraátökum. - hþj Fangaskipti Ísraela og Líbana: Skipt verður á miðvikudaginn SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.