Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 14
14 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Á dögunum var kynnt skýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa þar sem fjallað er um þau slys sem urðu í umferðinni hér á landi á liðnu ári og ályktanir dregnar af þeim. Það jákvæða við það sem fram kemur í skýrsl- unni er að banaslys voru mun færri en verið hefur að jafnaði árin á undan. Hverju einasta banaslysi er þó ofaukið, svo að full ástæða er til að rýna í ástæður slysanna og reyna að draga úr líkum á því að fleiri slík slys verði. Umræða um umferðaröryggismál hér á landi hefur því miður haft tilhneigingu til að vera „dæmigerð íslenzk umræða“; það er umræða þar sem þátttakendurnir í henni viðra hver sína skoðun- ina hver í sínu horni og niðurstaðan er engin. Ein algengasta upphrópunin þegar minnzt er á umferðarör- yggi er að hraðakstur sé mesta bölið. Þessi tónn er líka sleginn í samantekt á niðurstöðum hinnar nýju skýrslu: „Hraðakstur hefur lengi verið algengasta orsök alvarlegra umferðarslysa á Íslandi og varð engin breyting á því árið 2007. Í sex af 15 banaslysum í umferðinni var ökuhraðinn yfir hámarkshraða eða ekið var of greitt miðað við aðstæður“, segir þar. Sá sem þetta skrifar vill ekki gera lítið úr alvöru þess þegar of greitt er ekið miðað við aðstæður. En honum finnst oft sem horft sé fram hjá því sem hann telur vera kjarna málsins þegar skuld- inni á slysi er skellt á hraðann einan. Lykilatriðið er nefnilega að slys verða þegar ökumenn hafa ekki fulla stjórn á ökutækjum sínum. Í því samhengi er hraðinn aðeins einn þáttur af mörgum. Reyndar er tekið fram í niðurstöðum skýrslunnar að ölvunarakst- ur, vanhöld á bílbeltanotkun og andlegt ástand fólks, ásamt syfju og þreytu séu þættir sem dæmin sanni að valdi slysum. En hvað er það þá sem hægt er að gera til að stuðla að því að draga úr hættunni á alvarlegum slysum í umferðinni? Bætt umferðarmannvirki og aukið eftirlit lögreglu eru vissulega mik- ilvægir þættir. En einn þáttur hefur í öll þau ár sem talað hefur verið um umferðaröryggismál hérlendis verið vanræktur og það er þjálfun ökumanna í að halda stjórn á ökutækjum sínum þegar á reynir. Slíka þjálfun fær fólk ekki í hefðbundnu ökunámi. Slíka þjálfun er ekki hægt að veita með öruggum hætti nema á þar til gerðri æfingabraut. Það er satt að segja hreint og klárt hneyksli að í landi þar sem 200.000 ökutæki eru á götunum skuli hvergi vera búið að koma upp aðstöðu til að þjálfa akstur. Svo sem hálku- akstur (líka að sumri til) og hvernig halda má stjórn á ökutæki þegar skyndileg hætta steðjar að. Samstöðuleysi hagsmunaaðila og áhugaleysi þeirra sem fjármagnað gætu slíka framkvæmd, þá aðallega tryggingafélögin og stjórnvöld, veldur mestu um að engin þeirra áforma sem kviknað hafa á liðnum árum um smíði slíkrar brautar hefur komizt til framkvæmda. Metnaðarfull áform einka- aðila um byggingu brautar til æfinga og akstursíþróttaiðkunar á Reykjanesi hafa heldur ekki komist af undirbúningsstigi. Það er engum vafa undirorpið að aðgangur að góðri aksturs- æfingaaðstöðu mun draga úr slysum. Tryggingafélögin ættu því að sjá hve hagkvæm fjárfesting bygging slíkrar aðstöðu er. Það ættu stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar líka að gera. Fórnarlömb akstursmistaka orðinna slysa mana til að slíkum framkvæmdum verði ekki frestað frekar. Umferðaröryggi: Akstursæfinga- aðstöðu strax! AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Svikin við RÚV og svikararnir UMRÆÐAN Þorgrímur Gestsson skrifar um Rík- isútvarpið Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar í Fréttablaðið á fimmtudaginn að Fram- sóknarflokkurinn hafi staðið vörð um Ríkisútvarpið meðan sá flokkur var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Svo heldur hann áfram: „Undir lok þess tíma myndaðist þjóðarsátt um að RÚV yrði gert að opinberu hlutafélagi gegn því loforði að það yrði um leið eflt og sinnti hlutverki sínu enn betur en það hafði áður gert.“ Við í stjórn Hollvinasamtaka RÚV urðum aldrei vör við að nein þjóðarsátt hefði náðst í þessu máli. Við urðum hins vegar vör við að Framsóknarflokk- urinn studdi frumvarp ríkisstjórnarinnar um að stofnunin yrði gerð að hlutafélagi, sem síðan var breytt í opinbert hlutafélag, þrátt fyrir margendur- tekin loforð um að standa gegn breytingu RÚV í hlutafélag. Fullyrt var að með því að gera RÚV að hlutafélagi og losa það við þunglamalegt stjórnkerfi ríkisstofn- unar myndi reksturinn batna. En við héldum því alltaf fram að það væri blekking, rekstrar- afkoman hefði ekkert með rekstrarformið að gera. Hins vegar töldum við nauðsynlegt að létta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna af stofnuninni. Fyrir viku þóttist einnig Guðni Ágústsson vera mikill vinur RÚV og taldi í grein í Morgunblaðinu að RÚV ætti sér nú „öngvan vin“. Hann gleymir því að hann, sem þóttist vera vinur RÚV meðan hann sat í ríkis- stjórn, sveik illilega þegar hann greiddi hlutafélagavæðingunni atkvæði sitt. Nú er allt komið fram sem Hollvinir RÚV og margir fleiri sögðu þegar þeir vöruðu við hlutafélagavæðingunni en fjárhagur RÚV hefur í engu breyst. Og enn er óleyst það verkefni að tryggja framtíð Ríkisútvarpsins sem sjálfstæðs og óháðs almannaútvarps. Ég get verið sammála fyrrnefndum framsóknar- mönnum um að gerð hefur verið mikil aðför að RÚV. En hefði ekki verið réttara að lækka til að mynda laun æðstu yfirmanna og selja jeppa útvarpsstjóra en segja upp fólki sem gegnir því lykilstarfi á einni útvarps- og sjónvarpsstöð, að búa til dagskrá? Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins. ÞORGRÍMUR GESTSSON T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ein af þessum skrýtnu nefndum sem stundum eru skipaðar varð fyrr í sumar til þess að styggja Sagnfræðinga- félagið. Þetta var nefnd á vegum forsætisráðherra undir forsæti Svöfu Grönfeldt rektors HR en skýrslan sem nefndin skilaði af sér hét að sögn „Ímynd Íslands, styrkur staða og stefna“. Fljótt á litið virðist þessi skýrsla hafa að geyma meinlítið orðagjálfur eins og fylgir sjálfstyrkingarfræðum, þar sem þuldar eru ýmsar gamalkunnar möntrur um eigið ágæti og erindi við heiminn til að þylja við spegilinn áður en tekist er á við daginn og veginn. Sjálf getur nefndin sagt sér til málsbóta að skýrslan hafi fyrst og fremst að geyma samantekt á niðurstöðum eftir fjöldamörg samtöl við ýmsa um þessi efni, og þannig gefi hún greinargóða mynd af sjálfsmynd þjóðarinnar. Skrýtin nefnd Setningarnar sem Sagnfræðinga- félagið ályktaði gegn voru svohljóðandi: „Fyrstu Íslendingarnir voru fólk sem kom hingað í leit að frelsi og betri lífsskilyrðum. Þjóðin bjó lengstum við kröpp kjör en þegar hún fékk frelsi og sjálfstæði tók hún stökk frá því að vera þróunarland til þess að verða ein ríkasta þjóð í heimi á innan við öld. Íslendingar eru dugleg og stolt þjóð, mótuð af lífsbaráttu í harðbýlu landi. Mikilvægasti menningararfur Íslendinga, íslensk tunga, lifir í máli þjóðarinnar og í bókmennt- um hennar.“ Þetta segir sagnfræðingafélag- ið fela í sér söguskoðun sem sé „á skjön við sagnfræðirannsókn- ir síðustu 30-35 ára“. „Gamal- kunnar goðsagnir“ er sú einkunn sem Sagnfræðingafélagið gefur „frelsisþrá landnámsmanna“ og „[nýrri] gullöld í kjölfar sjálf- stæðis“ – og hafi þær verið smíðaðar til að „réttlæta sjálfstæðiskröfuna“. Og loks eru stjálfstyrkingarfrömuðirnir átaldir fyrir að nota „nútímahug- tök og -viðmið“ á borð við „þróunarland“ og „betri lífsskil- yrði“. Sem fyrr segir: skrýtin nefnd. Hún lauk störfum á útmánuðum og maður áttar sig ekki alveg á því hvers vegna nákvæmlega þetta fólk átti að hjálpa okkur að komast að því hvernig okkur fyndist við vera. Er hún skipuð til að hressa okkur í öllu mótlæt- inu? Vega upp á móti neikvæðn- inni í Den Danske Bank? Og af hverju fólk úr HR? Út af öllum þessum MBA-námskeiðum sem þar eru haldin fólki til sjálfstyrk- ingar? Það er nú það. En er þetta jafn vitlaust og Sagnfræðingafélagið segir? Getur það verið að það sé einskær „goðsögn“ að fólk sem hingað flutti af sjálfsdáðum hafi látið stjórnast af „frelsisþrá“? Þökk sé fræðimönnum á borð við Gísla Sigurðsson þá erum við æ meir farin að gera okkur grein fyrir hlut keltneskra þræla og landnámsmanna í íslenskri menningu; og almennt gerir fólk sér líka grein fyrir því að Íslendingar eru þrátt fyrir einangrun ákaflega samsett þjóð, úr þeim sem hingað bárust í aldanna rás á þessa hrjóstrugu klettaeyju margvíslegra erinda og ílentust svo hér; hver dropi í blönduna skipti máli. En má ekki þar fyrir alveg nota hugtak á borð við „frelsis- þrá“ þegar rýnt er í sameiginleg- an hugmyndaarf frá elstu tíð? Niður með fánann! Sagnfræðingafélagið talar um „goðsagnir“ í þessu sambandi. Skil ég þá sagnfræðingafélagið rétt að það sé andvígt „goðsögn- um“? Hvað er nákvæmlega átt við? Sögur af Óðni, Frigg og Loka? Tristran og Ísold? Írafells- móra? Eða er hér talað um goðsagnir að hætti Rolands Barthes sem las þær úr ljós- myndum, auglýsingum, smáfrétt- um og öðrum litlum sögum samfélagsins um sjálft sig? Er samfélag sem hefur engar goðsagnir um sjálft sig æskilegt að mati Sagnfræðingafélagsins? Er það yfirleitt til? Og getur verið að sú skoðun sé almennt ríkjandi innan Sagn- fræðingafélagsins að Íslending- um hafi ekki vegnað betur en áður eftir að þeir öðluðust sjálfstæði? Það er þá ekki seinna vænna að þjóðin fái fregnir af því? Vill Sagnfræðingafélagið þá ef til vill að Íslendingar fari að sverja Danakonungi hollustueiða á ný? Ekkert „Declare independ- ence“ og „raise your flag“ hér? Á sínum tíma var Dönum kennt um allt sem miður fór hér á landi (og er kannski enn, samanber umræðuna um Danska Banka) og smám saman hafa rannsóknir sagnfræðinga leitt í ljós að það voru ekki síður íslenskir stór- bændur og embættismenn sem stóðu í vegi fyrir bættum kjörum alþýðu, þéttbýlismyndun, aukinni menntun og öðrum framförum. En þó að íslenskir höfðingar hafi gegnum aldirnar kúgað fé af kotungum og barist gegn hvers kyns umbótum þá held ég að ekki megi vanmeta þann kraft sem losnaði úr læðingi fyrst árið 1904 og seinna árið 1944, fram- kvæmdagleðina og uppbygging- arþrána. Því þetta er mikilvæg umræða fyrir þjóðarkríli á leið til Evrópu. Skrýtin nefnd og skrýtin viðbrögð GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Ályktun Sagnfræðingafélagsins Björn vill evruvæðingu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra svarar kalli félags stórkaupmanna um nýjan gjaldmiðil og veltir því fyrir sér á bloggsíðu sinni hvort taka megi upp evruna sem gjaldmiðil á Íslandi á grundvelli EES-samningsins. „Engin lagarök eru gegn því, að það verði gert,“ skrifar Björn. „Mun meiri pólitísk sátt yrði um þá leið en aðildarleiðina.“ Þá grunar Björn að þessi leið til upp- töku evru yrði vinsælli hjá forkólfum Evrópusambandsins en ef Ísland sækti um fulla aðild að sambandinu. Annað heyrðist á Olli Rehn, stækkunarstjóra ESB, í viðtali við Die Welt fyrir rétt tæpu ári síðan. Þá sagði hann að aðildarumsókn Íslendinga yrði tekið fagnandi. „Við gætum byrjað fljótt á samningaviðræð- um og það væri hægt að ljúka þeim á frekar stuttum tíma,“ bætti Rehn við. Evra aðeins innan ESB Skrif Björns stangast einnig á við orð Jose Manuel Barroso, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, sem birtust í Morgunblaðinu 28. febrúar síðastliðinn. „Okkar skilningur, ekki aðeins varðandi Ísland, heldur sérhvert svipað tilfelli, er að myntsamruni við evrusvæðið til lengri tíma litið komi aðeins til greina innan hins stærri ramma aðildar að Evrópusambandinu,“ sagði Barroso. Þá sagði hann að aðildarríki þyrftu að ganga í gegnum formlegt ferli og uppfylla öll skilyrði ESB fyrir upptöku evru. Ekki trúverðugt Skoðun Björns er einnig á skjön við orð flokksbróður hans og forsætisráð- herra, Geirs H. Haarde, á Viðskiptaþingi 13. febrúar síðastliðinn. Sagði Geir að einungis tveir kostir væru í boði, að halda íslensku krónunni eða taka upp evru sem jafnframt þýddi inngöngu í Evrópusambandið. „Það er einfald- lega ekki kostur að taka einhliða upp evru. Slíkt er ekki trúverðugt og því fylgir margs konar óhagræði og aukakostnaður,“ sagði Geir. Eflaust verða fjörugar umræður um Evrópumálin á landsfundi Sjálfstæðismanna að ári. Þeir virðast eiga margt eftir óútrætt. steindor@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.