Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 Í dag er mánudagurinn 14. júlí, 197. dagur ársins. 3.39 13.33 23.26 2.53 13.18 23.40 Sumar ríkisstjórnir fylgjast vel með þegnum sínum. Í bók sinni um „Sögu Bretlands frá stríðslokum“, segir Andrew Marr (bls. 580), að eftir því sem næst verði komist sé nú um fjór- um komma tveimur milljónum eftirlitsmyndavéla beint að íbúum landsins. Lundúnabúi sem heldur til vinnu sinnar og heim aftur hefur verið kvikmyndaður að meðaltali þrjúhundruð sinn- um þegar hann kemur heim aftur. Þar að auki hefur verið fylgst með honum úr lofti, úr þyrlum og gervihnöttum, auk þess sem staðsetningartæki í bíl og farsíma gefa upplýsingar um hvar hann er staddur hverju sinni. Andrew Marr telur að nákvæmara eftirlit með borgur- um þekkist hvergi, nema ef vera kynni í Kína. ÞESSU til viðbótar hefur lög- reglan í Bretlandi leyfi til að taka DNA-sýni úr öllum þeim sem eru handteknir, auk þess sem henni er gert að safna ljós- myndum af lithimnum augans úr sem allra flestum borgurum. Skattrannsóknamenn í Bretlandi hafa heimild til að fara inn á heimili fólks og taka ljósmyndir til að staðfesta hvort innbúið sé verðmætara en skattframtalið gefur til kynna ellegar hvort fólk hefur laumast til að koma sér upp glerhúsi á svölum eða að húsabaki án tilskilinna leyfa. ALLT þetta gerir stjórnin af umhyggju fyrir þjóðinni, til að auka öryggi og draga úr glæpum og einkum hryðjuverkum. Það er að vísu óleyst vandamál hvernig hægt sé að nota allt þetta gífurlega efni í forvarna- skyni, því að það þyrfti stjarn- fræðilegan fjölda fólks til að skoða daglega þrjúhundruð kvik- myndir um hvern Lundúnabúa og ráða það af svip hans og fasi hvort hann hafi illt í hyggju. Þó er mögulegt í ákveðnum tilvik- um að nota þetta mikla upplýs- ingasafn til að auðvelda lögregl- unni að upplýsa glæpi sem þegar hafa verið framdir. FORVIRKAR rannsóknarað- ferðir til að koma í veg fyrir glæpi hafa ennþá ekki verið fundnar upp. Njósnir virðast ekki duga til að draga úr glæp- um. Það gerir hins vegar gamal- dags umhyggja og virðing fólks hvert fyrir öðru. Þar sem yfir- völd bera virðingu fyrir almenn- ingi ber almenningur virðingu fyrir yfirvöldum. Forvirkar rannsóknir BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.